Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 48
AUGLÝSINGASIMINN ER: 22480 $A*XQ\wblat>ib AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 JRorjnmblfl&ib ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1976 VINNA við Borgarfjarðarbrú hefur gengið samkvæmt áætlun til þessa að sögn Helga Hallgrímssonar verkfræðings hjá Vegagerðinni í gær. í byrjun október var lokið við gerð sex fyrri stöplanna og næsta vor verður væntanlega byrjað á seinni stöplunum sex. Vegna íss á firðinum verður ekki hægt að stunda fjarðarvinnu við brúargerðina í vetur. Þar er hins vegar verið að yfirfara búnað og tæki sem notuð voru við vinnuna í sumar, mót og þess háttar. Þá er verið að framleiða byggingarhluta fyrir starfið næsta sumar og starfa um 40 manns við fram- kvæmdirnar við Seleyri um þessar mundir. Gæzluvarðhaldsúrskurðurinn: Hefur forgang hjá réttinum GÆZLUVARÐHALDStJR- SKURÐINUM ( Geirfinnsmálinu hefur verið áfrýjað til Hæstarétt- ar, en úrskurðurinn var kveðinn upp hjá sakadómi Reykjavfkur aðfaranótt sl. laugardags, eins og fram kom ( Mbl. á sunnudag- inn. Réttargæzlumaður gæzlufang- ans lét strax á laugardaginn rita í dómabók hjá sakadómi kæru á úrskurðinn. Eru bæði sakadómur og lögmaðurinn nú að taka saman gögn um málið fyrir Hæstarétt. Þegar Hæstiréttur hefur fengið gögn málsins ( hendur verður það afgreitt á skömmum tfma, því svona mál hafa forgang hjá réttin- um, að sögn Björns Helgasonar hæstaréttarritara. Eins og kom fram í frétt Mbl. á sunnudaginn, er nýi gæzluvarð- haldsfanginn liðlega þrítugur Reykvíkingur og var hann úr- skurðaður í allt að 20 daga gæzlu- varðhald. Maður þessi mun hafa umgengizt ungmennin, sem sitja inni vegna Guðmundar- og Geir- finnsmálanna, og er hann af rann- sóknarlögreglunni talinn búa yfir upplýsingum, sem að miklu gagni mættu koma við rannsóknina. M.a. mun maður þessi hafa verið kennari Sævars Ciecielskis, eins þeirra sem inni sitja vegna máls- ins. Maðurinn var eigandi bifreið- ar, sem kom til landsins fyrir nokkrum mánuðum, en í henni fundust nokkur kíló af hassi. Spáð hækkandi verði á rækju Júgóslavarnir í Sigöldu: Vilja losna und- an verksamningi JUGÓSLAVNESKA verktaka- fyrirtækið Energo projeckt hefur lýst yfir þvf, að það vilji losna undan verksamningi við Sigöldu- virkjun. Eftir þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, þá hefur stjórn Landsvirkj- unar fallizt á beiðnina og mun taka alla framkvæmdastjórn við Sigölduvirkjun að sér um aðra helgi. Stjórn Landsvirkjunar mun hafa fjallað um málið f gær á fundi (Búrfellsvirkjun. Framkvæmdir við Sigöldu eru nú komnar á það stig, að það nálgast óðum að hægt verði að taka 1. áfanga vírkjunarinnar í notkun á næstunni og því mun ekki þykja óeðlilegt að verktak- inn vilji losna frá frekari fram- kvæmdum. Á þriðjudag í síðustu viku var byrjað að láta renna í uppistöðu- lónið við Sigöldu á ný, en í ágúst- mánuði var látið renna í það til reynslu og náði vatnshæðin þá 485 metrum yfir sjávarmál. Þá kom fram lítilsháttar leki i gegn- um hraunkantinn neðan við stífl- una, en að mati manna skaðaði það ekkert. Þó svo að talið sé að þessi leki kæmi ekki að sök, þá hefur verið ráðizt i það að reyna koma í veg fyrir lekann með því Þremur sleppt úr gæzluvarð- haldi um helgina UM helgina var sleppt þrem- ur af sjö mönnum , sem setið hafa í gæzluvarðhaldi að undanförnu vegna rann- sóknar fíkniefnamálsins mikla. Rannsókn er haldið áfram af fullum krafti og er hún að komást á lokastig. að þétta jarðveginn betur. Þvi verki lauk fyrir nokkru og s.l. þriðjudag var vatn látið renna á NU er unnið að endurskipu- lagningu almannavarnakerfis fyrir Vestur-Skagtafellssýslu, en að sögn Guðjóns Petersens hjá Almannavörnum rfkisins er hún ekki gerð vegna jarðskjálfta- hrinu þeirrar, sem staðið hefur yfir I Mýrdalsjökli undanfarið. — Þróunin ( almannavörnum hér- lendis hefur verið mjög ör sfðustu árin og að þvf var komið, að endurskipuleggja þurfti neyðarvarnir fyrir Vfkursvæðið, sagði Guðjón Petersen. — Jarð- skjálftahrinan ( haust og undan- farin haust flýtir að sjálfsögðu fyrir þessu, en er ekki beinlfnis tilefni hennar. Vík í Mýrdal, Álftaver og Meðalland hafa haft sameiginlegt neyðarvarnakerfi, en nú verður Vestur-Skaftafellssýsla eitt um- dæmi, en innan sýslunnar verða síðan sérstakir varnarhópar ef svo má segja, sagði Guðjón. Þannig verður sérstakt varna- kerfi fyrir Kötlusvæðið, en búnaður til neyðarvarna er allgóður þar. Þó hefur svæðið nokkuð dregizt aftur úr á sfðustu árum og úr því verður væntan- lega bætt nú. Aðspurður sagði Guðjón, að fullkomnustu almannavarna- krefin væru í Reykjavík og siðan við Kröflu. Á síðarnefnda staðn- ný í lónið. Síðan hefur vatnsborð- ið hækkað um 13 metra og er nú í Framhald á bls. 46 um var haldinn fræðslu- og upprifjunarfundur fyrir starfs- fólk við Kröflu og komu þar fram ÞAÐ sem af er haustinu hefur gengið vel að selja rækju og fást nú kr. 20.50 til 21.50 sænskar krónur fyrir kflóið í Svfþjóð og í V-Þýzkalandi. Rækjunni er skipað út svo til strax og búið er að verka hana og eru nú engar birgðir í landinu. Seljendur gera sér vonir um að rækjan eigi eftir að hækka í verði 3 tillögur til úrbóta á neyðar- kerfinu þar. Ákveðað var að gefa Framhald á bls. 46 er Ifður á haustið eða 21.50—22 sænskar kr. kíló- ið. Ingimundur Konráðsson hjá íslenzku útflutningsmiðstöðinni sagði I samtali við Morgunblaðið í gær, að vel hefði gengið að selja rækjuna i haust og sérstaklega í Svíþjóðar- og V-Þýzka- landsmarkaði. Það mætti jafnvel búast við að hærra verð byðist er liði á árið og I byrjun næsta árs, en jafnan væri eftirspurnin mest I desember-janúar, en á þeim tíma minnkaði framleiðsla Norð- manna og Grænlendinga mikið. Svo gæti farið, að verðið næði 22 sænskum krónum kringum ára- mótin. Kvað Ingimundur það verð, sem nú fengist, teljast gott og væri vart við þvi að búast, að rækjuverðið kæmist jafn hátt og fyrir þremur árum er það fór í 25 sænskar krónur á kiló. Þá sagði hann, að það sem af væri haust- inu virtist rækjan heldur smærri en undanfarin ár. „Ungur drengur að flækjast í útlöndum” Ný bók eftir Halldór Laxness fyrir jól Halldór Laxness VÆNTA má nýrrar bókar eftir Halldór Laxness nú fyrir jólin. Halldór afhenti útgefanda s(n- um, Ragnari Jónssyni, handrit að bókinni ( fyrrakvöld og af hálfu Helgafells verður nú allt kapp lagt á að setja bókina, svo að hún komist út nú fyrir jólin. Halldór staðfesti í viðtali við Morgunblaðið i gær, að ný bók væri á leiðinni frá honum. Hann væri búinn að skila hand- ritinu og hann vissi, að Ragnar langaði til að koma bókinni út fyrir jólin. Að öðru leyti vildi Halldór lítið fjölyrða um bókina að svo stöddu nema hvað hún væri að vissu leyti í sama stfl og í tún- inu heima, sem út kom í fyrra. „Grundvöllurinn i þessari bók eru endurminningar úr mínu lífi, þegar ég var unglingur, rúmlega fermdur, og var þá eitt ár I Danmörku og Svíþjóð — hún gerist að engu leyti hér heima heldur lýsir aðeins ung- um dreng að flækjast I útlönd- um,“ sagði Halldór. Bókin hefur enn ekki hlotið heiti. Halldór sagði, að hann væri'aðallega að velta fyrir sér þremur heitum en gæti enn ekki sagt hvert þeirra yrði ofan á að lokum. Almannavarnakerfi V-Skaftafellssýslu endurskoðað: Kötlusvæðið hefur dregizt aftur úr á síðustu 5 árum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.