Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1976 Verðmæti úr sláturúrgangi: Úrvinnslustöðin í Borg- arnesi spor í rétta átt Ræða Ingólfs Jónssonar á Alþingi Hér fer á eftir framsaga Ingólfs Jónssonar (S) með tillögu til þingsályktunar, er hann flytur ásamt Steinþóri Gestssyni (S) og Eyjólfi Konráði Jónssyni (S): VINNSLA SLATURlJRGANGS Herra Forseti. Ég hefi leyft mér, ásamt tveim- ur öðrum þingmönnum Steinþóri Gestssyna og Eyjólfi K. Jónssyni að flytja tillögu til þingsályktunar á þskj. 48 um rannsókn á hvernig best megi vinna verðmæti úr sláturúrgangi. „Alþingi ályktar að fela rlkis- stjórninni að láta fara fram rann- sókn á því, hvernig hagkvæmast sé að vinna verðmæti úr sláturúr- gangi." tslendingar eru enn skammt á veg komnir með að nýta verð- mæti, sem unnt er að vinna úr sláturúrgangi. Sé borið saman við það sem gerist víða erlendis kem- ur í ljós, að við eigum mikið ógert f þessum efnum. Hér er miklum verðmætum kastað með því að nýta ekki sláturúrgang betur en nú er gert. Mikil verðmæti eru í blóði og innmat sláturgripa, sem ekki eru að fullu nýtt. Viða er- lendis eru bein sláturdýra möluð og mjölið notað í bætiefnaríkt fóð- ur. Ur horni, klaufum og hófum eru gerðir ýmsir verðmætir hlut- ir, sem eru á háu verði á stór- mörkuðum víða um lönd. Ekki skal fullyrt, að þessu sinni, hversu miklu fjármagni er á glæ kastað miða við heildarverðmæti hvers sláturgrips, þegar meðferð Frá Kennara- félagi M.H. VEGNA orðalags á fréttum 1 fjöl- miðlum undanfarið teljum við nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram: kennarar Menntaskólans við Hamrahlíð hyggjast ekki leggja niður vinnu mánudaginn 15. þ.m., heldur fella niður kennslu sam- kvæmt stundaskrá og nota tímann í stað þess til að ræða málefni sln, starfs sfns og skólans á sem breið- ustum grundvelli, m.a. samskipt- in við rfkisvaldið. Af þeim sökum hafa nemendur skólans verið boð- aðir til fundar á vegum félags sáns kl. 9 um morguninn, um leið og fundur kennara hefst. Kennarar munu skipta sér I a.m.k. 4 starfs- hópa til að fást við mismunandi málaflokka og æskja beinlfnis eft- ir þátttöku nemenda í þeim um- ræðum sem þeir hafa áhuga á. Fundarhlé i skólanum munu kennarar gera meðan almennur fundur BHM stendur á Hótel Sögu. Vígahnöttur: Lýst eftir ljósmyndum AÐ kvöldi dags 1. ágúst sl. sáu menn vfða um land bjartan vfgahnött. Hnötturinn skildi eftir sig slóð sem sást fram eftir nóttu eins og bjart ský á himni. Morgunblaðið hefur verið beðið að koma þeim til- mælum á framfæri að þeir sem kynnu að hafa f fórum sfnum Ijósmyndir af skýi þessu, hafi samband við Þor- stein Sæmundsson, stjarn- fræðing, Raunvfsindastofnun Háskólans, sem vinnur að rannsókn á þessu fyrirbæri. Aéeins ein ljósmynd hefur l orizt til þessa, frá Höfn f Hornafirði. á sláturúrgangi er eins og hér gerist. En menn, sem hafa kynnt sér þessi mál erlendis, telja, að slátur- úrgangur ásamt beinum sé veru- legur hluti af heildarverðmæti sláturdýra, ef unnið er úr öllum sláturúrgangi sem nýtilegur er. í flestum iðnvæddum löndum hafa orðið miklar framfarir nú sfðari ár í nýtingu hvers konar efna, bæði lífrænna og ólffrænna. Þyk- ir nú sjálfsagt, þar sem þekking og hagsýni eru ráðandi að ýta sláturúrgang og önnur vinnslu- hæf efni, sem gera má verðmæti úr með nýjustu vinnslutækni. Dr. Karl Korsson dýralæknir skrifaði athyglisverða grein í Morgunblað- ið 18. sept. s.l. um nýtingu slátur- úrgangs og dýraskrokka, sem standast ekki gæðakröfur til manneldis. Dr. Karl Kortsson seg- ir m.a.: UMMÆLI DR. KARLS KORTSSONAR „Snemma á öldum gerðu menn sér ljósa þá hættu sem stafaði af dauðum dýrum. T.d. setti Karl mikli keisari lög um sérstaka sorphreinsunarstaði. Hinar vfsindalegu niðurstöður gerla- fræðirannsóknanna í lok 19. aldar færðu mönnum heim sannindin um að greftrun dýraskrokka nægði ekki f baráttunni gegn út- breiðslu dýradrepsótta. Þá voru f öllum menningarlöndum settar reglur um sorphreinsun undir eftirliti ríkisins. Þegar miltis- brands og annarra smitandi sauð- fjársjúkdóma varð vart á Islandi SÖNGFLOKKURINN Þrjú á palli er nýkominn úr söngferð til Sví- þjóðar. Þar komu þau fram á þjóðlagahátfð, sem haldin var f gamla þinghúsinu f Stokkhólmi og stóð yfir f fjóra daga. Komu fram á þessari hátfð 16 söngkraft- ar og tónlistarmenn, ýmist trfó, kvartettar eða einleikarar og ein- söngvarar og hljómsveitir. Þessi þjóðlagahátfð er skipu- lögð af NOMUS, nefnd sem sér um samstarf á tónlistarsviðinu milli Norðurlandanna og er hald- in til skiptis á Norðurlöndunum. Sagði Þorkell Sigurbjörnsson sem á sæti í NOMUS á fundi með fréttamönnum að það gæti verið gaman að halda einhverja slfka tónlistarhátfð hérlendis við tæki- færi, en t.d. á þjóðlagasviðinu væri ekki neinn sérstakur félags- skapur hér á landi sem gæti ann- azt slíka hátfð og starfsemi NOMUS-fulltrúanna hér væri mun erfiðari en á öðrum Norður- löndum þar sem fastir starfsmenn önnuðust hana. Ingólfur Jónsson, formaður iðn- aðarnefndar neðri deildar Al- þingis. var það oft vegna þess, að skrokk- um hinna sýktu dýra var ekki brennt heldur voru þeir grafnir. Með auknum fólksfjölda svo og vegna sjálfstæðishreyfinga og bættrar tækni urðu hlutverk lög- gjafans fjölþættari. Þannig voru sett lög f Vestur-Þýzkalandi 2. sept. 1975 um eyðingu dýra- skrokka, skrokkhluta og afurða af dýrum, en þau stuðla mjög að þvi að auka framleiðni dýrabúskapar og efla umhverfisvernd. f skýrslum mínum til yfirvald- anna hef ég oft vakið athygli á nauðsyn vfsindalegrar umbreyt- ingar sláturúrgsngs í dýrafóður til þess annars vegar að hindra útbreiðslu dýrasjúkdóma, garna- veiki o.s.frv. og hins vegar til verndunar umhverfisins m.a. með því að hamla gegn fóðrum rotta, máva, hrafna o.s.frv. 1 söngflokknum Þrjú á palli eru þau Edda Þórarinsdóttir, Tróels Bendtsen og Halldór Kristjánsson og með þeim fór Ríkharður Páls- son bassaleikari. Þau sögðu að þetta hefði verið mjög ánægjuleg ferð og það hefði komið þeim á óvart að á tónleikunum hefði áhorfendur yfirgefið salinn og fengið sér kaffi eða gert eitthvað annað ef þeim hefði leiðst eitt- hvert atriðið. Bæði Grænland og Færeyjar áttu sfna fulltrúa þarna og sögðu þau að það hefði mátt þekkja þeirra söng úr, en tónlist Svíþjóð- ar, Noregs og Danmerkur hefði verið nokkuð áþekk og hefði verið erfitt að greina hana f sundur, ef ekki hefði verið fyrir hendi mis- munandi klæðnaður flutjenda. Þrjú á palli fluttu eingöngu ís- lenzk lög, alls 18 en dagskrá þeirra var klukkustundar löng. Voru það m.a. lögin Það mælti mín móðir, Krummavfsur, Á Sprengisandi og tvö lög Kalda- lóns. Á íslandi vantar viðhlftandi lög um skyldur til eyðingar dýra- skrokka og úrgangsefna dýra, til- kynningarskyldu, afhendingar- skyldu án endurgjalds, öruggum flutningi með fjárhagslegum til- styrk ríkisins, tilhögun úrvinnslu og eftirlit í héraði. Nytsemi úr- vinnslustöðvar eins og hér er um að ræða fer eftir staðsetningu verksmiðjunnar. Sá úrgangur sem til félli er kominn undir fjölda fjár á svæðinu og þvf, hversu oft sláturúrgangur myndi berast og dýrskrokkar, svo og vegalengdum við flutninga. Verk- smiðjan yrði að vera lágmarks- stærðar til þess að standa undir fjármagns- og rekstrarkostnaði. Vegna hins mikla flutningskostn- aðar og af heilbrigðisástæðum eru vegalengdirnar takmörkunum háðar.“ Ennfremur segir dr. Karl Kortsson: „Verksmiðjan yrði að vera miðsvæðis miðað við þá að- ila, sem skiluðu úrganginum. Ur- vinnslustöðin yrði að vera vel ein- angruð hið ytra sem að innri byggingu til að forðast að verað umhverfinu til byrði vegna sýk- ingarhættu og óþefs. URVINNSLUSTÖÐ SVKINGARHÆTTU OG ÖÞEFS Að mfnu áliti væri það einnig hagkvæmt að verksmiðjan væri höfð nálægt hitaveitu og gras- mjölsverksmiðju, en það getur verið erfitt að sameina það. Fóð- urkögglar sem gerðir hafa verið að kjötmjöli og grasmjöli hafa reynst mjög vel sem dýrafóður. Til að skapa aukið geymsluþol verður kjötmjölið að vera með öllu laust við fituleifar. Ur- vinnslustöðin ætti að lúta stjórn dýralæknis, stofna mætti hluta- félag með forgangsrétti slátur- hússhafa. Fjölmargar aðferðir eru til við úrvinnslu sem þessa og eru þær nú á dögum allar full- komlega sjálfvirkar. Sjálfur þekki ég Alfa-Lava miðsóknarað- ferðina, sem með sjálfvirku lok- uðu kerfi vinnur kjöt og beina- mjöl, fitu til iðnaðar og fleira úr úrgangi sláturhúsa með ger- ilsneyðingu, annað aðgreiningu og þriðja þurrkun. Með viðbótar- tækjum er hægt að aðgreina beinamjöl, blóðmjöl og fleira til framleiðslu á verðmætum blóma- áburði með meiru. Endurnýting- arhlutfallið er 73% af hráefninu. Þau 27 % sem enn verða úrgangur geta orðið umhverfinu til óþæg- inda.“ Eg hefi lesið hér nokkuð úr athuglisverðri grein dr. Karlsson- ar um það efni, sem hér er um að ræða. Gefur það nokkra vlsbend- ingu um að við Islendingar meg- um ekki draga öllu lengur að vinna úr sláturúrgangi og eyða skrokkum og dýraleifum, sem ekki eru nothæfar til manneldis. 1 Borgarnesi hefur nýlega verið komið upp úrvinnslustöð, sem nýtir sláturúrgang að verulegu leyti. Enn mun ekki vera unnið þar sérstaklega úr hornum, klauf- um og hófum. Erlendis eru unnir ýmsir dýrir munir úr hornum, úr klaufum og hófum er unnin dýr olía, sem notuð er til smurnings á flókna og viðkvæma vélahluta. En verksmiðjan í Borgarnesi er stórt spor 1 rétta átt að því marki sem að er keppt, þótt því hafaekki enn varið náð. HRÁEFNI TIL VINNSLU Sláturfélag Suðurlands hefir látið fara fram athugun á því hvort hagkvæmt sé að byggja verksmiðju, sem vinnur úr slátur- úrgangi. Verksmiðja sú mun vera svipuð þeirri sem starfrækt er 1 Borgarnesi. Hraefni er mikið sem til fellur hjá Sláturfélaginu, auk þess sem við bætist úr öðrum slát- urhúsum á Suðurlandi. Það sem Þrjú á palli: Halldór Kristjánsson, Edda Þórarinsdóttar og Tróels Bendtsen. I>rjú á palli á ferd: Tóku þátt í þjóð- lagahátíð í Svíþjóð kæmi til vinnslu er 3.8 kg af hverri kind, 114 kg af nautgrip eða 40% af heildarþunga og 8 kg af svíni. Þetta sýnir, að mikið efni fellur til árlega á einstökum landshlutum og 1 heild yfir land- ið. Við úrbeiningu fellur mikið til af beinum, sem malað er í bæti- efnaríkt mjöl sem er selt á hærra verði en kjötmjöl úr venjulegum sláturúrgangi. Auk áðurnefnds hráefnis má nýta annað t.d. seli og sjálfdauð húsdýr. Verksmiðj- una mætti einnig nota til þess að bræða mör og afgangsfitu til sölu, sem erfitt er að koma í verð án sérstakrar meðferðar. Sláturfélag Suðurlands hefur látið gera grófa áætlun um stofn- kostnað kjötmjölsverksmiðju. Er stofnkostnaður áætlaður 56 millj. kr. Ekki hefur enn verið athugað um hagkvæmni mismunandi gerða af verksmiðjum. Er mikill munur á því að framleiða 1 verk- smiðjunni aðeins kjötmjöl, eða nýta öll þau efni af sláturgripum, sem nothæf eru í verðmikla fram- leiðslu, eins og nú er gert þar sem tæknin er mest og þekking full- komnust. Stjórnendur Sláturfé- lags Suðurlands hafa sýnt áhuga á þessu mikilsverða máli, þótt þeir hafi ekki enn komið því í fram- kvæmd. Er hyggilegt að athuga vel hvað best hentar hér áður en 1 framkvæmdir er ráðist. ARÐSEMI 1 lauslegri rekstraráætlun, sem Sláturfélag Suðurlands lét gera á kjötverksmiðju kemur i ljós, að reksturinn gæti gefið sæmilegan arð. Segja má, að um tvenns kon- ar arð gæti verið að ræða I verk- smiðju, sem vinnur úr sláturúr- gangi sem áður hefur ekki verið nýttur. Sláturúrgangurinn verður vermætt hráefni með því að vinna úr honum og margir menn fá at- vinnu við vinnslu i verksmiðj- unni, sem skilar verðmætri vöru. 1 fyrrnefndri rekstraráætlun er auk þess gert ráð fyrir sæmilegri arðsemi þess fjár, sem í verk- smiðjuna er lagt. Markaður ætti að vera öruggur fyrir fremleiðslu verksmiðjunnar. Beinamjöl er m.a. notað í fóðurblöndúr, fitan yrði að verulegu leyti notuð til blöndunar i grasköggla. Hefir það verið reynt í Gunnarshólmaverk- smiðjunni og virðist gefa góða raun. Kjötmjöl er notað til fóðurs og e.t.v. að einhverju leyti til áburðar svo sem blómaáburðar, samanber það sem fram kemur í áður tilvitnaðri grein dr. Karls Kortssonar dýralæknis. Væri unnið úr öllum sláturúrgangi á landinu yrði mikil verðmætis- aukning f nýrri framleiðslugrein, sem veitti atvinnu og gæfi mörgu vinnandi fólki tekjur. Atvinnulíf- ið er ekki enn nægilega fjölbreytt hér á landi til þess að veita full- komið atvinnuöryggi fyrir al- menning. Iðnaður hér á landi er enn ungur að árum og á eftir að þróast á ýmsan hátt. Landið hefur ávallt verið talið snautt af hráefn- um til iðnaðarframleiðslu. Skort- ur á fjármagni hefur oft hindrað að ráðist væri I sæmilega arðbær- ar framkvæmdir. Það hefur einn- ig átt sér stað, að verðmætasköp- un hefur orðið minni en efni stóðu til vegna þess að mikil verð- mæti hafa farið í súginn. Þekk- ingu og fjármagn hefur vantað til að nýta margt sem til fellur 1 stað þess að kasta því á glæ, þótt það gæti orðið verðmætt. 1 þvi sam- bandi má m.a nefna 'endur- vinnsluiðnað úr sorpi, rusli og brotajárni, sem er nú mjög þýð- ingarmikill og arðgefandi I ná- grannalöndunum en hefir ekki enn komist á fót hér á landi. Vonandi þykir hér eftir sjálf- sagt að efna til endurvinnsluiðn- aðar hér á landi og spara með þvl gjaldeyri og auka atvinnu og verð- mæti. Einnig skal þess vænst að unnið verði úr sláturúrgangi með sama markmið fyrir augum. Til- lagan á þskj. 48 er flutt í þeim tilgangi að rannsókn- varði látin fram fara á því, með hverjum hætti sé hagkvæmast að vinna verðmæti úr sláturúrgangi. Eng- inn efast um, að það megi gera eins og víðast annars staðar. En rannsóknir eiga að stuðla að þvf, að hagkvæmasta leiðin sé valin, áður en í framkvæmdir er ráðist ojfþess vegna er tillagan flutt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.