Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1976 11 Al'GI.YSINGA- SIMINN ER: 22480 Kúm beitt til loka október StaAarbakka, 12. nóvember EINMUNA góð tlð hefur verið hér allt frá byrjun september. Urfellalaust og oft logn. Kúm var beitt fram f októberlok og fullorð- ið fé liggur allsstaðar úti. Aldrei hefur gránað f lágsveitum og mjög sjaldan verið frost. Eréttaritari. Sunnudags- hugvekjan Þau mistök urði i blaðinu s.l. sunnudag, að sagt var að Hug- vekjan á bls. 7 væri eftir sr. Þóri Stephensen, en hún er eftir séra Jón Auðuns, sem nú hefur tekið við að skrifa sunnudags- hugvekjuna. — Blaðið biðst vel- virðingar á þessum mistökum. LOFTLEIDIR Félög með skipulagðar skíðaferðir til Evrópu 75 ára: Stefanía Helgadóttir Jarðvinna í fullum gangi 1 Síglufirði — enda þótt sé komið fram í miðjan nóv. 75 ára afmæli á f dag Stefanía Helgadóttir, Hátúni 10, hér i borg. Ég sem sendi Stefaníu Helga- dóttur þessa afmæliskveðju á þessum merkis tímamótum, átti þvi láni að fagna að kynnast henni litillega nú sfðustu ár, og verð ég að segja án þess að vera með neitt smjaður, að kona þessi er einörð, hreinskilin og laus við sýndarmennsku um menn og mál- efni, talar hreint út um hlutina, leggur gott eitt til ef verða megi einhverjum til góðs, enda sjálf- stæður persónuleiki með sterka trú og kærleikann að leiðarljósi. Stefania hefir um áratugi stundað matreiðslustörf á Hressingar- skálanum, Sjálfstæðishúsinu og Miðgarði svo að eitthvað sé nefnt, alls staðar hefir hún getið sér hinn besta orðstír sem frábær starfskraftur og mjög fær við þau störf, enda algjör reglumanneskja sem óhætt er að byggja á hvar- vetna. Siðustu árin sem hún vann HLÍF hvetur til sóknar fyrir bættum kjörum FUNDUR haldinn í trúnaðarráði Verkam.fél. Hlifar 10. nóv. 1976 telur, að svo sé nú þrengt að kjör- um verkafólks almennt, með hin- um skefjalausu verðhækkunum, að verkalýðshreufingin geti ekki lengur setið hjá aðgerðalaus þótt samningar séu bundnir fram á næsta vor. Fundur skorar á verkalýðssam- tökin að risa nú upp og hefja aðgerðir og sóknarbaráttu fyrir bættum kjörum og nota til þess hverja þá aðferð sem líkleg er til árangurs. úti afgreiddi hún f gjafaverslun og veit ég ekki annað en henni hafi farið það starf vel úr hendi sem og annað er hún hefur starfað við. Stefanía á tvo syni, Geir Einars- son loftskeytamann og Skúla Einarsson bryta, mestu myndar- menn. Sonabörnin eru tíu svo að það er i mörg horn að lita hjá ömmu enda veit ég að það er mikil fylling í lifi Stefanfu að eiga þennan hóp. Stefanía ætlar að dveljast á heimili Skúla sonar sfns á afmælisdaginn, að Unufelli 46, og veit ég að margir verða til að senda henni hlýjar kveðjur á þessum stóra degi. Við hjónin sendum henni hug- heilar hamingjuóskir með daginn og ósk um gæfu og gengi um ókomin ár. Lifðu heil. Steingrímur Nikulásson. Siglufirði, 13. nóvember. HÉR ER alltaf sama blfðuveðrið. Tiðin I haust hefur verið einstak- lega mild og ekkert frost er I jörð ennþá, þrátt fyrir að kominn sé miður nóvember. Jarðvinna er I fullum gangi, m.a. vað hitaveit- una, og er það mjög óvanalegt á þessum árstlma. Þá er unnið af krafti við nýja skfðalyftu við Hól. Þetta verður mikið mannvirki, en lyftan kemur frá Austurrfki og kostar 15 milljónir. I gær opnaði. að Aðalgötu 6 þarft fyrirtæki, biiavarahluta- þjónusta, en engin slik hefur ver- ið hér. Eigandinn er Jón Kjartansson, ungur maður, sem rekið hefur bflaverkstæði í bæn- um. Má með sanni segja, að lifnað hafi yfir Aðalgötunni undanfarin misseri. Nýting á loðnunni hjá SR hefur verið mjög góð f sumar eða yfir 26%. Tekur verksmiðjan ennþá á móti loðnu. Tveir bátar eru á handfærum og hafa aflað vel, 7—8 tonn í róðri. m.j. A skíðum i hlíóum Alpafjalla Eins og síöastliöinn vetur bjóöum viö nú viku og tveggja vikna skíðaferðir til Kitzbuhel og St. Anton i Austurriki á verði frá 62.400 og 75.600 krónum. Þetta eru brottfarardagarnir í vetur: Tveqgja vikna feröir: Desember: 7., 21. jólaferö, 22. jólaferö Janúar: 4., 11., 18., 25. Febrúar: 1., 8., 15., 22. Mars: 1., 8„ 15., 22., 29. Viku feröir: Desember: 12. Janúar: 9., 16., 23., 30. Febrúar: 6., 13., 20., 27. Mars: 6., 13., 20., 27. Apríl: 3. Þeir sem velja tveggja vikna feröir, geta dvalið viku á hvorum staö ef þeir kjósa heldur. Skíðafólk leitið upplýsinga hjá söluskrifstofum okkar, ferðaskrifstofunum og umboösmönnum. Miðfjörður:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.