Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.11.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1976 3 Vélbátur tók niðri og varð lekur VÉLBATURINN J6n Agúst GK 60 frá Garði tók niðri I gærmorg- un um klukkan 06, þar sem hann var á línuveiðum undir Hafnar- bergi á Reykjanesi. Skipverjum tókst að losa bátinn af strandstað með eigin vélarafli bátsins, en mikill leki kom að honum en þetta er stálbátur, 125 tonn að stærð og smfðaður 1960. Komst fljótlega mikili sjór (lestar skips- ins. Listahátið 1976: Listamenn gáfu vinnu sína NOKKRIR tónlistarmenn hafa komið að máli við Morgun- blaðið vegna fréttar þess i gær um 8 milljóna króna hagnað af Listahátfð 1976. Tónlistarmennirnir vildu taka það fram, að þeir, og aðrir listamenn, hefðu gefið vinnu sína til þess að af Listahátið 1976 gæti orðið, en ákveðið hafði verið að fella hana niður af fjárhagsástæðum. Listamennirnir töldu hugsanlegt, að hagnaður hefði orðið af Listahátfð m.a. vegna þessa. Ahöfnin tilkynnti þetta um Reykjavíkurradfó, sem aftur til- kynnti Slysavarnafélagi Islands. Samkvæmt upplýsingum Hannes- ar Hafstein, framkvæmdastjóra SVFl, hafði félagið þegar sam- band við forsvarsmenn slysa- varnadeildarinnar Sigurvonar í Sandgerði og samnefndrar björg- unarsveitar þar. Fengu björgun- arsveitarmenn þegar f stað vélbát- inn Dagfara ÞH til þess að fara á móti Jóni Ágústi, sem þegar hélt af stað áleiðis til Sandgerðis. Höfðu dælur um borð rétt undan lekanum. Sem betur fer héldu skilrúm milli lestar og vélar og lestar og lúkars, þótt mikill sjór væri f lest- inni. Þá var mikill viðbúnaður hafður á bryggjunni í Sandgerði og var slökkvilið staðarins þar viðbúið með dælur, er skipið kæmi að bryggju. Er Jón Ágúst kom til Sandgerðis var báturinn orðinn mjög djúpsigldur, en þang- að komu skipin klukkan 07.45. Þar sem Jón Ágúst tók niðri var suövestan bræla og þungur sjór. Engin slys urðu á mönnum. Samkvæmt upplýsingum Jóns Júlfussonar, fréttaritara Morgun- blaðsins í Sandgerði, var báturinn í gær fluttur upp með bryggjunni, þar sem hann mun verða á þurru á fjöru. Er ætlunin að þétta hartn þar, svo að unnt verði að sigla honum að dráttarbraut til við- gerðar. Froskmaður sem skoðaði kjöl bátsins í gær kvað hann mik- ið skemmdan. Skipt um flokkafulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum NÝLEGA var skipt um fulltrúa stjórnmálaflokkanna í sendi- nefnd Islands á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Þeir fulltrúar, sem nú sitja fundi þingsins eru Kjartan Jóhannsson fyrir Alþýðuflokk, Geirþrúður Hildur Bernhöft fyrir Sjálfstæðis- flokk, Jón Abraham Ólafsson fyr- ir Framsóknarflokk, Hjörtur Hjartarson fyrir Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna og Svavar Gestsson fyrir Alþýðu- bandalag. Um leið og ofangreindir fulltrú- ar fóru vestur um haf, komu heim eftirtaldir fulltrúar: Ásgeir Jóhannesson fyrir Alþýðuflokk, Oddur Ólafsson fyrir Sjálfstæðis- flokk, Daníel Ágústfnusson fyrir Framsóknarflokk, Soffía Guð- mundsdóttir fyrir Alþýðubandlag og Halldór S. Magnússon fyrir Samtök frjálslyndra og vinstri manna. S júklingur flutt ur með þyrlu ÖLDRUÐ kona, sem fengið hafði aivarlega heilablæðingu var i gær flutt með þyrlu frá Borgarnesi til Reykjavlkur, þar sem hún var lögð 1 gjörgæzludeild Borgar- spftalans. Þyrlan var kvödd út um þrjúleytið ( gær og rúmlega fjögur var konan komin I sjúkra- húsið. Slysavarnafélagi Islands barst hjálparbeiðni frá Borgarnesi í gær klukkan 14.30 og var þá óskað eftir þvf að félagið annaðist flutning á aldraðri konu, sem var alvarlega veik, á sjúkrahús í Reykjavfk. Félagið hafði þegar í stað samband við Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og um klukkan 15 lagði þyrla af stað til Borgarness til þess að sækja gömlu konuna. Er þangað kom var þar austsuðaustan 6 til 7 vind- stig og lenti þyrlan á íþrótta- vellinum, sem lýstur var upp með bifreiðum. Um klukkan 16 eða rúmlega það var konan' sfðan komin f gjörgæzludeild Borgar- spftalans. Kírkjuþing hefst í dag NYKJÖRIÐ kirkjuþing verður kallað saman til fundar f dag. Þingin hafa verið haldin annað hvert ár s.l. 20 ár og er þetta þvf 10. þingið. Kjörtfmabil kirkju- þingsmanna er 6 ár og var kosið til kirkjuþings nú f haust. Kirkjuþingið hefst með guðs- þjónustu i Hallgrfmskirkju kl. 16:00 f dag og er hún öllum opin. Sr. Sigurður Guðmundsson frá Grenjaðarstað prédikar og með honum þjónar sr. Ragnar Fjalar Lárusson fyrir altari. Við guðs- þjónustuna verður altarisganga. Að henni lokinni verður þing sett f fundarsal Hallgrfmskirkju, en þar verða fundir þess haldnir að þessu sinni. Samkvæmt lögum skal þingið standa tvær vikur en ekki er víst að það muni standa svo lengi. A fundum kirkjuþings eru málefni kirkjunnar rædd og er það ráðgefandi fyrir f ýmsum innri málum kirkjunnar. Takmarkið er: Engin slysaalda í ár A þessu sést að þótt skemmd- ir virðist f fyrstunni ekki vera mjög stórvægilegar getur verið mjög kostnaðarsamt að gera við þær. Vinna er meiri en álitið er, varahlutir dýrir, fleira þarf að kaupa nýtt en virðist við fyrstu skoðun o.fl. WV-bifreiðin, sem birt var af mynd f gær. Viðgerð hennar kostaði rúmlega 60.000 krónur. Hvað kosta þessar skemmdir? Læsið bifreið yðar Félag fslenzkra bifreiðaeig- enda hefur hafið samstarf við lögregluna um útgáfu bæklings sem varar fólk við að skilja bifreiðir sínar eftir ólæstar. Á 1 DAG birtum við fieiri myndir af skemmdum bifreiðum eftir árekstra og aftur myndina frá f gær. Lesendum til upplýsingar verður nú sagt hvað kostaði að gera við WV-bifreiðina og sundurliðast það þannig: Vinna v/réttingu 22 klst. 26.290.— sprautun 6.500.— efni v/viðgerðar 1.900.— varahl. m/sölusk. 18.529.— sölusk. af vinnu og sprautun 6.938.— Viðgerðin á Skoda-bifreiðinni skiptist þannig: Vinna varahlutir málning (sprautun) samt.: 60.157.— 28.500,— 39.385 — 19.560,— Framhurð og frambretti voru ónýt. Hurðastafur ílla boginn. Sjá kostnað við viðgerð f texta. fundi með fréttamönnum f gær var bæklingur þessi kynntur og mun Grétar Norðfjörð lögreglu- varðstjóri sjá um dreifingu hans. Hann átti hugmyndina að þessum bæklangi en hann er að nokkru sniðinn eftir erlendum fyrirmyndum. Grétar leitaðatil F.I.B. um samvinnu og tók fé- lagið að sér að standa undir kostnaði við útgáfuna en Grétar sá um gerð bækiingsins. Um það bil ein af hverjum tíu bif- reiðum sem skildar eru eftir á bifreiðastæðum t.d. við kvik- myndahús eru ólæstar og sagði Grétar að svo væri þrátt fyrir að ýmis verðmæti lægju í þeim, s.s. myndavélar, handtöskur og ýmislegt sem verðmætt væri og fólk hefði orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna þess að stolið hefði verið úr bifreið- um þess. Allegro. Framsvunta stuðari ónýt. og vélariok voru itla skemmd, „grill“ og Augnabliks kæruleysi eða gleymska getur boðið tækifær- isþjófum eins og Grétar orðaði það, upp á að grfpa ófrjálsri hendi. Það hefur komið f ljós að einna minnst er stolið úr bif- reiðum t.d. f Árbæ og Breið- holti en þar eru bifreiðastæðin yfirleitt upplýst. I bæklingnum eru ýmsar ráðleggingar og áminningar til fólks, m.a. að læsa verðmæti i hanskahólfum bifreiða og muna eftir' að læsa alltaf bifreiðinni og ganga tryggilega frá öllum gluggum. Allegro: Vinna varahlutir sprautun Forsfða bæklingsins Læslð dii- reið yðar. 1 bæklingnum er lögð áherzla á að fólk tilkynni lög- reglunni strax ef það verður vart grunsamlegra mannaferða t.d. f nágrenni við bfla eða hús, en bfði ekki og sjái hvað hinn grunsamlegi aðhafist. Stutt um- hugsun getur skipt máli. samt.: 87.445.— 36.612,— 86.483,— 18.200,— samt.: 141.295 —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.