Morgunblaðið - 19.11.1976, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1976
HINN 19. nóvember 1946, fyrir réttum 30 árum, I
tóku íslendingar sæti á allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna, en þann dag var tsland
formlega tekið f samtökin. í septembermánuði |
hafði öryggisráðið samþykkt inntökubeiðnina,
sem lögð var fram 3. ágúst það ár, og þegar þing
kom saman í New York, var samþykktin staðfest.
Utanríkisráðherra skipaði fjóra fulltrúa tii að
sitja alisherjarþingið, þá Thor Thors sendiherra í
Washington, Bjarna Benediktsson, þáverandi
borgarstjóra, Finn Jónsson dómsmálaráðherra
og Ólaf Jóhannesson lögfræðing. 19. nóvember
tóku þeir sæti á þinginu. Thor Thors flutti þar
ræðu og var tslandi fagnað með dynjandi lófa-
klappi, að því er segir daginn eftir í Morgunblað-
inu. íslenzki fáninn var samtímis dreginn að
húni meðal fána aðildarríkjanna.
1 ræðu sinni benti Thor á það
m.a., að íslendingar hefðu eng-
an her og íslenzka þjóðin vildi
engrí annarri þjóð segja stríð á
hendur, þótt hún vildi hindra
eld ófriðarins í framtfðinni með
þátttöku sinni. 1 því sambandi
minntist hann á stofnfund
Sameinuðu þjóðanna í San
Fransisco vorið 1945, er Island
taldi sig ekki geta fallist á að
segja möndulveldunum stríð á
hendur, til að öðlast rétt til
inngöngu í Sameinuðu þjóð-
irnar þá þegar. En nú, 19.
nóvember 1946, var þeim á
fyrsta þinginu veitt viðtaka
ásamt tveimur öðrum þjóðum,
Svfþjóð og Afganistan. Voru
þátttökuþjóðirnar þá orðnar 54
að tölu.
I ræðu sinni á allsherjarþing-
inu komst Thor Thors m.a. svo
að orði, að með upptöku Islands
hefði runnið upp iangþráð
stund fyrir íslenzku þjóðina, og
þakkaði öllum þeim þjóðum,
sem höfðu greitt atkvæði með
inntökubeiðninni. Tók hann
fram, að Island væri smæsta
þjóðin innan þessara samtaka,
en benti á að öryggi jafnvei
minnstu þjóðar veraldar þýddi
sama og öryggi alls heimsins.
Áður en Thor Thors tók til
máls, hafði Spaak, forseti
ísland sæti
Þrjár þjóðir tóku sæti á allsherjarþingi S.Þ. 19. nóvember 1946. Myndin er tekin við það tækifæri. Frá
vinstri við háborð sitja Tryggve Lie, framkvæmdastjóri samtakanna, Spaak, forseti AUsherjarþings-
ins, og Andrew Cordier. Sitjandi eru Osten Unden, utanrfkisráðherra Svfa, Thor Thors sendiherra
tslands og fulltrúi Afganistan.
Fáni Islands dreginn 1 fyrstasinn að húni fyrir utan byggingu S.þ.
tslensk stúlka, Kristín Björnsdóttir, var þá þegar f starfsliði sam-
takanna og var fengin til að draga upp fánann.
nafnið Sameinaðar þjóðir, sem
Roosewlt forseti hafði fyrstur
stundið upp á. En fyrsta fræið,
sem sáttmálinn óx upp af, var
Bandamannayfirlýsingin, sem
fulltrúar þessara þjóða undir-
rituðu I St. James höll 1 London
12. júnf 1941, þar sem lýst var
yfir, að eina raunverulega und-
irstaða trausts friðar væru
frjáls samtök frjálsra þjóða
heims, sem losaðar hefðu verið
undan ógnum ófriðar og ynnu
saman að efnahagslegu og fé-
lagslegu öryggi. Danmörk og
Frakkland voru strax talin
meðal upphafsþjóða Sam-
einuðu þjóðanna, þar sem þess-
ar þjóðir höfðu barist við nas-
ista, þótt stjórnir þeirra gætu
ekki formlega tekið þátt í und-
irbúningnum. Danmörk var
ekki frelsuð fyrr en eftir að San
Francisco-ráðstefnan hófst, en
var þá með samþykki tekin inn.
Af þessu sést að Island gat ekki
orðið stofnfélagi, eins og fram
kom i ræðu Thors Thors. En
hjá Sameinuðu þjóðunum
þingsins, boðið nýju þjóðirnar
velkomnar. Kvaðst hann ekki
efast um að upptaka Islands,
Svfþjóðar og Afganistans
markaði tfmamót. Og hann lauk
máli sínu á þennan veg: Við
vitum öll um lýðræðis- og rétt-
lætishugsjónir hinna nýju
meðlima. Við, meðlimir
sameinuðu þjóðanna, verðum
að kappkosta að sýna jafnan
skilning og umburðarlyndi.
Okkur er ljóst hvað þessar
þrjár þjóðir hafa gert í þeim
efnum til þessa. Og það af þeim
orsökum að við bjóðum þær svo
hjartanlega velkomnar í þjóða-
fjölskyldu okkar.
Sameinuðu þjóðirnar tóku til
starfa 24. október 1946 og var
sá dagur skömmu síðar ákveð-
inn árlegur hátíðisdagur sam-
takanna. Aðalstöðvarnar voru
til bráðabirgða í gamalli her-
gagnaverksmiðju f Lake
Success á Long Island við New
York, en fundir allsherjar-
þingsins voru í Flushing þar
skammt frá, þar sem heims-
sýningin í New York hafði ver-
ið til húsa. Það var ekki fyrr en
fjórum árum seinna að hægt
var að flytja inn f nýja
byggingu, sem reist hafði verið
inni f borginni, á landi, sem
Rockefellerstofnunin hafði gef-
ið i þvi skyni við Hudson ána.
Þar eru aðalstöðvar Sameinuðu
þjóðanna enn í dag, þegar
meðlimaþjóðunum hefur
fjölgað úr 51 í 144.
Stofnfélagar Sameinuðu
þjóðanna voru þær þjóðir, sem
þátt tóku í ráðstefnunni f San
Francisco vorið 1945 eða höfðu
áður undirritað sáttmála S.þ.
Stofnfundurinn hafði verið
ákveðinn í Dunbarton Oaks í
Washington síðsumars 1944,
þar sem stórveldin komu sam-
an. Bandaríkjamenn, Rússár,
Bretar og Kínverjar náðu þar
samkomulagi um ýmis atriði,
sem voru undirstaða þess að
hægt væri að efna til starfhæfr-
ar samvinnu þjóðanna. Þar
komu þeir sér m.a. saman um
fyrirkomulag öryggisráðsins,
þar sem þessi 4 lönd skyldu
ásamt Frakklandi eiga fast
sæti. En neitunarvald þeirra
við atkvæðagreiðslur ákváðu
þeir Churchill, Stalfn og
Roosewelt á Yaltaráðstefnunni
í febrúar 1945. Þar var loks
endanlega ákveðið að kalla
saman ráðstefnu í San
Franscisco 25. april 1945, til að
ganga frá sáttmála fyrir stofn-
unina eftir þeim línum, sem
lagðar höfðu verið óformlega í
Dumbarton Oaks. Skyldu stór-
veldin fimm bjóða til ráðstefn-
unnar. Var formlegt boð sent 5.
marz 1945 þeim þjóðum, sem
höfðu sagt Þýskalandi eða
Japan strfð á hendur fyrir
fyrsta marz það ár eða undirrit-
að sáttmála S.þ. Með boðinu var
skýrt frá bráðabirgðaákvörðun
um fyrirkomulag atkvæða-
greiðslu í Öryggisráðinu, sem
sfðan var samþykkt f San
Francisco. Stofnþjóðirnar voru
51 talsins. Þar af höfðu 26 þjóð-
ir, sem barist höfðu gegn
möndulveldunum, þegar skrif-
að undir sáttmálauppkast á
nýjársdag 1942 I Washington.
En þar var í fyrsta skiptið notað
löndin þrjú, sem tekin voru inn
í samtökin á þinginu 19. nóvem-
ber 1946, Island, Afganistan og
Svíþjóð, voru fyrstu ríkin sem
veitt var viðtaka eftir að stofn-
unin tók til starfa. fljótlega
varð það að reglu, að meðlima-
þjóðirnar stofnuðu til fasta-
nefnda, sem ættu sæti hjá
stofnuninni. En sendinefndir
koma á allsherjarþingið á
hverju hausti.
Sameinuðu þjóðirnar voru
stofnaðar f þeim tilgangi að
bjarga komandi kynslóðum frá
hörmungum og kveða niður
nær allt misrétti í þjóðfélaginu,
eins og sést á sáttmálanum, sem
hefst svo: Vér, hinar sam-
einuðu þjóðir, erum staðráðnar
i að bjarga komandi kynslóðum
undan hörmungum ófriðar,
sem tvisvar á einum manns-
aldri hafa leitt ósegjanlegar
þjáningar yfir mannkynið. Og í
næstu setningu á eftir er talað
um að staðfesta virðingu og
gildi mannsins, um' jafnrétti
karla og kvenna og allra þjóða
og að stuðla skuli að félagsleg-
um framförum og bættum lífs-
kjörum við aukið frelsi.
1 30 ár hafa Sameinuðu þjóð-
irnar unnið að þessu verkefni.
Og í rétt 30 ár hafa Islendingar
nú~ verið í hópi þeirra þjóða,
sem þar leggja hönd að.
Fulltrúar Islands á fyrsta þingi Sameinuðu þjóðanna voru Thor Thors, Finnur Jónsson, Ölafur
Jóhannesson og Bjarni Benediktsson.