Morgunblaðið - 19.11.1976, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÖVEMBER 1976
HörkudeUur um „litasjónvarp”:
Svart og hvítt eru líka litir
Forneskja menningar-
skömmtunar er tímaskekkja
ER rétt að leyfa innflutning á áfengi og tóbaki, en setja
litasjónvarp á bannlista með hassi, var spurning, sem
fram kom f umræðum á Alþingi tslendinga f gær, er
rædd var tillaga Ellerts B. Schram til þingsályktunar
um litasjónvarp. Tillagan er áskorun á ríkisstjórn
tslands að stuðla að þvf, að fslenzka sjónvarpið geti hafið
reglulegar litaútsendingar, með því að:
1) samþykkja áætlun sjónvarpsins sem kveður á um
hvernig að því skuli staðið í áföngum.
2) gefa frjálsan innflutning á litasjónvarpstækjum.
3) ákveða að tolltekjum af innflutningi slfkra tækja
skuli varið til endurbóta á tækjum og dreifikerfi
sjónvarps.
Eliert B.
Schram.
Jónas
Árnason.
Karvel Ólafur
Pálmason. Þórðarson.
Sigurlaug Einar
Rjarnadótlir. Ágflstsson.
Stefán Halldór
Jónsson. Blöndal.
Sjónvarpið 10 ára.
Ellert B. Schram (S), sem sæti
á í útvarpsráði, ræddi fyrstur um
Sjónvarpið 10 ára (í framsögu-
ræðu sinni) og þau verkefni, sem
helzt væru framundan í byrjun
annars áratugar í starfsemi þess.
Efnisatriði í ræðu hans voru m.a.:
Fyrir liggur eftir áratugs-
notkun að ekki verður lengur hjá
því komist að sjónvarpið endur-
nýi gagngert allan sinn tækja-
búnað. Flest sjónvarpstæki lands-
manna munu vera 7—8 ára
gömul, en það er talinn eðlilegur
endingartími. Öll þessi tæki þarf
almenningur að endurnýja á
næstu mánuðum eða missirum.
Hvað sjónvarpið sjálft snertir
reynist æ erfiðara að fá nauðsyn-
lega varahluti, þar sem tæki eru
vart framleidd lengur fyrir svart-
hvítt sjórivarp. ÖIl tæknileg fram-
þróun á þessu sviði er á þann veg,
að ekki er reiknað með svart-
hvítu sjónvarpi, og hefur oftar en
einu sinni komið fyrir að sjón-
varpið hefur þurft að láta sér-
smíða varahluti.
Þá er þess einnig að geta, að
sjónvarpsefni er nú í vaxandi
mæli gert fyrir litasjónvarp. Nær
allt sjónvarpsefni, sem framleitt
er á vesturlöndum, er nú fáanlegt
í lit, án þess að nokkurt aukagjald
komi fyrir. 1 þessu sambandi er
vert að vekja athygli á því að
útflutningur íslensks sjónvarps-
efnis verður stöðugt erfiðari þar
sem íslenskt efni er gert í svart-
hvítu, en það þykir ekki eftir-
sóknarvert eða sýnanlegt er-
lendis. Enginn vafi er þó á því, að
íslenskt sjónvarpsefni hefur
margoft stuðlað að landkynningu
og aukið skilning á vandamálum
þjóðarinnar.
Dreifikerfið hér á iandi hefur
ekki verið fullkomið og enn eru
nokkrir staðir á landinu, þar sem
ekki sést til sjónvarps. Það er
allra mál, að sjónvarpið skuli ná
til alira landsmanna og að mjög
þurfi að bæta móttökuskilyrði
víða um hinar dreifðu byggðir.
Vegna fjárhagserfiðleika hefur
dreifing og endurbót ekki gengið
sem skyldi. Sjónvarpið hefur
fengið hluta af aðflutningsgjöld-
um til uppbyggingar sjónvarps-
ins. Þessar tekjur voru verulegar
fyrstu árin, meðan innflutningur
sjónvarpstækja var hvað mestur,
en á síðustu tveim- þrem árum
hefur innflutningur og þá um leið
tekjur sjónvarpsins mjög dregist
saman. Er nú svo komið að þessi
tekjustofn hrekkur ekki lengur
til að standa straum af greiðslum
vaxta og afborgana af lánum
vegna dreifikerfisins. Um nýjar
framkvæmdir er því ekki að ræða
meðan svo er.
Yrði litasjónvarp tekið upp, má
gera ráð fyrir að nýtt líf færðist í
innflutning sjónvarpstækja.
Erfitt er að gera sér grein fyrir
tækjasölu, en ef miðað er við
2000—2500 tæki á ári, þá gætu
tekjur sjónvarpsins af slíkri sölu
orðið á bilinu 150—200 millj. kr.
Rikisstjórnin setti fyrr á þessu
ári bann við innflutningi litasjón-
varpstækja, en hefur nú leyft tak-
markaðan innflutning.
Afleiðingin af þessum tálmunum
hefur orðið sú, að gerðar eru al-
varlegar tilraunir til smygls á
sjónvarpstækjum. Tregða ríkis-
stjórnarinnar á að heimila frjáls-
an innflutning á sjónvarps-
tækjum mun stafa af ótta um of
mikla gjaldeyriseyðslu.
Innflutningur 2500 tækja
mundi þó aðeins kosta um 200
millj. kr. i gjaldeyri. Gjaldeyris-
salan fram til 1. ágúst s.l. nam um
60 milljörðum króna og sést vel af
þessum tölum hversu óveruleg
upphæð hér er í húfi. Þessu til
viðbótar er rétt að benda á, að í
skjóli smygls tapast ríkissjóði
tekjur af innflutningsgjöldum.
Af því, sem að framan er rakið,
mæla tæknileg, dagskrárleg og
fjárhagsleg rök eindregið með
því, að rétt sé að ráðast strax í
endurnýjun á tækjabúnaði sjón-
varpsins og að hafnar verði reglu-
legar litaútsendingar. Sjónvarpið
hefur þegar gert áætlun um,
hvernig þessu megi hrinda í fram-
kvæmd í áföngum. Sú áætlun hef-
ur verið kynnt fyrir menntamála-
ráðherra og sýnist skynsamleg í
öllum aðalatriðum. Er lagt til að
þeirri áætlun verði fylgt að
meginefni til.
Hégómi og fordild
Jónas Árnason (Abl) sagði til-
lögu þá, sem hér væri til umræðu,
hégóma og fordild. Sjónvarp væri
víða um heim hrein plága og
óþarfi væri að apa þá plágu eftir
útlendingum. Kostir sjónvarps
hér væru m.a.: það sendi ekki út
nema á síðkvöldum, ekki alla
daga vikunnar, og ekki alla
mánuði ársins. Hégómi og fordild
væri að verða sterkasta aflið í
þessu þjóðfélagi. Litir í sjónvarpi
erlendis væru bjagaðir og af-
skræmdir — og til stórra leiðinda.
T.d. hefði hann, staddur erlendis,
séð Bandarikjaforseta í sjónvarpi
með grænt nef. Við hefðum margt
þarfara að gera með gjaldeyri
okkar en kaup á litasjónvörpum.
Tekjumöguleiki
til að bæta
dreifikerfið.
Sigurlaug Bjarnadóttir (S)
sagðist að sumu leyti sammála
Jónasi um sjónvarpsliti. Hins
vegar styddi hún framkomna til-
lögu, fyrst og fremst af þeim
sökum, að hún byði upp á tekju-
möguleika (í innflutningsgjöld-
um), er gerðu kleift að bæta sjón-
varpskerfið í landinu og koma því
til þeirra, er enn væru án þess, þ.
á m. 400—500 sveitabýla og sjó-
Framhald á bls. 27
Án verulegs undirbúnings:
Bundið slitlag á 830 km
Þjódvegir eru 8.485 km, sýsluvegir
3.208 km, vegakerfíd samtals 11.693 km
Miklar umræður urðu á Alþingi í gær um tillögu Ólafs
G. Einarssonar (S) og Jóns Helgasonar (F) um bundið
slitlag á þjóðvegi. Þar sem ástand þjóðvega tekur til
áhugasviðs þorra landsmanna, þykir rétt að birta fram-
söguræðu Ólafs hér á eftir f heild. Umræður um hana
verða að öðru leyti raktar sfðar:
TILGANGUR OG MARKMIÐ
Eins og fram kemur í grg. með
tillögunni er tilgangurinn með
flutningi hennar tvíþættur: I
fyrsta lagi að fá fram vilja Alþing-
is um það, hvernig staðið skuli að
framkvæmdum við lagningu slit-
lags á þjóðvegi næstu árin; í öðru
lagi, að Alþingi lýsi yfir þeim
vilja sínum, að fjár verði aflað til
þessara framkvæmda, þannig að
meginverkefninu verði lokið á
næstu 10—15 árum.
Ef Alþingi fellst á tillöguna er
skýr og ákveðin stefna mótuð,
stefna, sem við flm. teljum nauð-
synlegt að mörkuð verði nú þegar,
til þess að hafist verði handa þeg-
ar á næsta ári um hinar sjálfsögðu
úrbætur á vegakerfinu.
Tvö eru meginatriði málsins: ef
við ætlum okkur að gera hið nauð-
synlega átak í lagningu bundins
slitlags á þjóðvegina, verður
ákvörðun um það, með hvaða
hætti það verði gert, að koma frá
Alþingi, og: Alþingi verður að
ákveða, að til þessa verkefnis
verði varið meira fé en áður og
fjárveitingar haldist út fram-
kvæmdatímabilið. Hér yrði um
vissa stefnubreytingu að ræða, að
því er tekur til undirbúnings að
lagningu slitlagsins, þar sem til-
lagan gerir ráð fyrir, að slitlagið
verði lagt á vegina án sérstakrar
endurbyggingar þeirra, þ.e. þá
vegakafla, sem taldir eru á annað
borð það góðir að slíkt sé hægt.
Til þessa hefur slitlag ekki verið
lagt á þjóðvegi án vandaðrar end-
urbyggingar þeirra og að undan-
gengnum ítarlegum burðarþols-
mælingum. Segja má, að hinn
vandaði undirbúningúr við vega-
lagninguna út frá Reykjavík, þ.e.
Reykjanesbraut, Vesturlandsveg
í Kollafjörð og Suðurlandsveg að
Þjórsá, hafi verið réttlætanlegur
þótt fjármagnsfrekur væri, vegna
hinnar miklu umferðar, sem um
þessa vegi fer.
Þeir vegir, sem hafa innan við
1.000 bifreiða umferð að meðal-
tali á sólarhring, þurfa ekki þá
vandlegu undirbyggingu sem hin-
ir, er meiri umferðarþunga hafa.
En ákvörðun um önnur vinnu-
brögð en þau, sem til þessa hafa
verið viðhöfð, verður að koma frá
Alþingi. Þetta er pólitfsk ákvörð-
un, en ekki verkfræðileg. Þetta er
spurning um bestu nýtingu á því
takmarkaða fjármagni, sem er til
umráða. En þótt ákvörðunin sé
pólitísk, er ekki þar með sagt að
hún þurfi í sjálfu sér að stangast
á við skoðanir verkfræðinga.
Þeim er að sjálfsögðu ljóst að
leggja má bundið slitlag, þ.e. olíu-
möl, á vegi sem ekki eru undir-
byggðir á hinn fullkomnasta hátt.
Það er hins vegar eðlilegt að
tæknimenn vilji fá fram yfirlýs-
ingu Alþingis um það að stefnt
Olafur G. Einarsson
skuli að lagningu slitlags á þá
kafla þjóðveganna, sem hafa t.d.
innan við 1.000 — 1.500 bíla um-
ferð á sólarhring, án þess að til
sérstakrar undirbyggingar komi.
Af viðtölum við forsvarsmenn
Vegagerðar ríkisins, og ekki síst
Sigurð heitinn Jóhannsson, vega-
málastjóra, tel ég mig vita að þeir
eru þessari stefnu fylgjandi.
Menn athugi i þessu sambandi, að
innan við 300 km af þjóðvegakerf-
inu hefur meira en 1.000 bíla um-
ferð á sólarhring.
Þetta er sem sagt annar höfuð-
tilgangurinn með flutningi tillög-
unnar, að fá fram þann vilja Al-
þingis, að með þessum hætti verði
staðið að verki.
í greinargerð með tillögunni
eru nefndar nokkrar ástæður,
sem renna stoðum undir þá skoð-
un okkar flutningsmanna, að ekki
verði lengur undan því vikist að
hefja framkvæmdir í stórum stíl
við lagningu slitlags á hina fjöl-
förnustu kafla þjóðvegakerfisins,
þ.e. hringveginn og helstu tengi-
vegi út frá honum. Um þessi rök
vil ég fara fáeinum orðum.
VIÐHALD M ALARVEGA
1 fyrsta lagi verður að telja nær
því ómögulegt að halda við malar-
vegum þannig að sæmandi geti
talist, þegar umferðin er orðin
svo þung, sem raun ber vitni.
Vegakerfið er það ófullkomið, að
það þolir ekki hið aukna álag, sem
fylgir vaxandi bifreiðaeign lands-
manna. Samræmi verður að vera í
bifreiðainnflutningi og vegagerð.
Svo einkennilega sem það kann
að hljóma, er jafnvel enn erfiðara
að halda. við hinum nýbyggðu
malarv.egum, sem eru breiðari en
hinir gömlu, en þó er enn ömur-
legra að horfa upp á þá stór-
skemmast af umferðinni, sem
þeir myndu ekki gera, ef bundið
slitlag væri lagt á þá.
RYKMENGUN FRA
MALARVEGUM
I öðru lagi má nefna þá stað-
reynd, að vegir, sem ekki eru með
bundnu slitlagi, eru einhverjir
mestu mengunarvaldar sem hugs-
ast getur úti um sveitir landsins.
Menn fundu ekki svo mjög fyrir
þessu meðan umferð var minni.
En rykmengunin í nágrenni
hinna fjölfarnari þjóðvega er
óþolandi með öllu, fyrst og fremst
fyrir þá, sem búa í nágrenni
þeirra, en einnig og ekki sfður
fyrir alla vegfarendur. Ég hef
ekki tölur handbærar um, hve
mörg þúsund tonn af ofaníburði
leggjast á ári hverju yfir tún og
akra bændanna, spilla gróðrinum
og hinu tæra andrúmslofti, til
skaða fyrir heilsufar manna og
dýra. Það eru fínustu kornin úr
ofaníburðinum, hið raunverulega
bindiefni, sem rýkur í burtu. Hið
grófasta verður eftir á veginum
þar til það sópast út fyrir kant-
ana.
I dag tala menn mikið um
mengun sjávar og mengun í ám og
vötnum af völdum iðnaðarvera,
og síðast en ekki síst tala menn
um mengun andrúmsloftsins af
völdum ýmis konar iðjuvera, svo
sem álverksmiðja, járblendiverk-
smiðja, áburðarverksmiðja, fiski-
mjölsverksmiðja o.fl. En á ryk-
mengunina frá vegunum er varla
minnst. Við flutningsmenn þess-
arar tillögu leggjum áherslu á
þetta atriði og bendum á það sem
veigamikla röksemd fyrir lagn-
ingu slitlags á vegina.
ARÐBÆRAR FRAMKVÆMDIR
I þriðja lagi er sú staðreynd, að
vegaframkvæmdir sem þessar eru
hinar arðbærustu. Þar vegur
þyngst á metunum, að ending bif-
reiðanna, sem um vegina fara,
margfaldast, og hefur í för með
sér beinan peningalegan sparnað
fyrir eigendur þeirra og þjóðfé-
lagið I heild. Þungbærasti skatt-
urinn á bifreiðaeigendur er notk-
un slæmra vega, og e.t.v. læðist að
sá grunur, að ríkissjóður sé bein-
línis hagur af slæmum vegum,
vegna óhóflegrar skattheimtu á
bifreiðir og rekstrarvörur til
þeirra. Sjáanleg arðsemi ríkis-
sjóðs af varanlegri vegagerð er
kannske ekki heldur mikil, þar
sem fé til vegaviðhalds hefur ver-
ið af skornum skammti. En hér
verður að miða við, að viðhald
Framhald á bls. 27
AIÞinCI