Morgunblaðið - 19.11.1976, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 19.11.1976, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÖVEMBER 1976 MORÖdN-í^t KAFP/NU u I Strákur: Veiztu hver er hetja! Annar strákur: ?? Strákurinn: Það er strákur, sem sparkar fótbolta inn um gluggann hjá skólastjóranum og fer sjálfur inn til þess að sækja hann. r ..:Ö • Ilann var hér í rúminu áðan er ég bjó mig undir að gefa honum sprauturia. Lestin stóð við fimmtán mín- útur og prófessorinn notaði tækifærið til þess að fá sér hressingu í veitingasalnum. Þegar lestin átti að fara, rauk hann á einn vörðinn og sagði: „Hvenær fannst Amerfka?" „Eruð þér veikur?" spurði maðurinn. „Nei, en ég er búinn að gleyma númerinu, ég man bara að það minnti mig á fund Ameríku. Hvenær fannst Am- erfka?“ Dómarinn (hjá tannlækni): Sverjið þér að þér ætlið að taka tönnina, alla tönnina og ekkert nema tönnina. BRIDGE / UMSJÁ PÁLS BERGSSONAR Spil dagsins kom fyrir í nýaf- stöðnu Reykjavikurmóti i tví- menning. Það er skemmtilégt vegna sérstæðra sagna spilar- anna, en einnig kom fyrir óvenju- legt atvik í spilinu. Gjafari norður, báðir á hættu. Norður S. K104 II. — T. ÁKDG1083 L. 32 Austur Vestur S. ÁG6 S. 985 H. AK76 II. DG84 T. 97 T. 4 L. Á1075 L. KG864 Suður S. D732 H. 109532 T. 52 L. D9 Spilararnir sögðu þarinig: Verdbólguboltinn veltur ferðalag! „Þegar verðbólguboltinn var hér um árið kominn vel af stað og stefndi að margra dómi á hengi- flugið fræga, sem var I hugum fólks þá neðarlega í stórri fjalls- hlfð. Hann var ekki orðinn það stór að almennt væri höfð af því veruleg hræðsla miðað við það sem nú er. Nú hefur þessi ófögn- uður oltið og oltið, undið upp á sig og stækkað, orðinn að slíkri ófreskju og hræðilegum sjúkdóm- um f þjóðarlíkamanum. Glæpum hefur fjölgað hræðilega og tauga- veiklun af peningaspennu þekkja ailir. Nálgast þetta ekki geðveiki? Fólk kann ekki skil á réttu og röngu, verðskyn er horfið, allt stefnir í tóma vitleysu. Ibúð, sem seld var fyrir 7—8 árum fyrir 1 milljón (upphæð, sem aðeins var reiknað með í fjárlögum þjóðar- innar), er nú á dögum seld á 12—13 milljónir. Hvað ætli það verði eftir önnur 7—8 ár? Kannski 100—120 milljónir? En þetta þykir engum mikið, bara ef hægt er að fá lánað, peningar, peningar, það er lausnin. Það þarf enginn að segja mér að þessi spenna vinni ekki sitt verk. En hefur nokkuð látið sér detta í hug hversu mikið þessi ógnvald- ur kostar okkur í „peningum". Sjúkrahúsin eru full af tauga- veikluðum vesalingum og hjarta- biluðum. Fangdelsin full og lang- ar biðraðir á báðum stöðum. Svona má lengi halda áfram með upptalningu tjónsins. Verðbólgan er reiknuð út f stig- um, prósentum, einingum og Guð má vita hverju, enginn botnar neitt í neinu sem á hlustar eða sér þessa reikninga. Það vill heldur stór hluti fólks ekkert skilja. Bara heimta meira og bolast áfram Norður Austur Suður Vestur Norður Austur Suður 1 tígull dobl 1 hjarta 3 tfglar 3 hjörtu pa«s pass pass dob! pass pass dobl pass 5 lauf dobl Takið eftir, að norour se Vestur 2 lauf 3 grönd I hjorh pa«i Iega pass á 3 grönd þó hann eigi átta fyrstu slagina. En spilaran- um í suður þótti hann eiga fyrir dobli — ekki einu sinni heldur þrisvar, Norður spilaði út tígulás og síð- an kóng. Sagnhafi trompaði, tók tvisvar tromp, fjóra slagi á hjarta og spilaði spaðaáttu. Norður lét lágan spaða en sagnhafi hikaði nú örlítið Og sagði síðan; „Svína“, en tók ekki eftir, að spilarinn í aust- ur lét gosann. Suður tók slaginn á drottningu. Nú tók sagnhafi eftir mistökum félaga síns, en hann átti að láta sexuna í stað gosans, og vildi fá þau leiðrétt. En spilar- inn í suður var ekki sáttur við það og kvaddi til keppnisstjórann. Úr- skurður hans var, að sagnhafa væri heimilt að skipta um spil frá blindum en jafnframt mátti suður taka upp drottninguna og láta annað spil í staðinn. En spilift lá þannig, að sama var hvort hann gerði. Sagnhafi vann þannig 5 lauf en það er eina úttektarsögn- in, sem hugsanlegt er að vinnist. Takið eftir að norður getur hnekkt spilinu með því að láta spaðakóng þegar sagnhafi spilar áttunni. —P.B. Maigret og þrjózka stúlkan Framhaldssaga eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi 13 fuglasöngurinn sem barst inn um gluggana. Þá fann hann vasabók sem lá neðst í klæðaskáp Felicie holt og bolt 'innan um undirfatnað og sokkaplögg. Og f öllum hennar flfkum birtist þessi sérstæði æp- andi og skræpandi smekkur sem sker f augun, plastgullslegur hvar sem á er litið. 1 von um að vekja reiði hennar fer Maigret niður f eldhúsið til að skoða bókina, sem virðist vera frá árinu áður. Felicie er önnum kaf- in við að skræla kartöflur. Það er engu Ifkara en hún hafi um stóra fjölskyldu að hugsa, slfkt er ann- rfkið við störfin hjá henni. 13. janúar: Hvers vegna kom hann ekki? 15. janúar: Grátbað hann. 19. janúar. Kvelst af óvissu. Er það konan hans? 20. januar: ömurlegt. 23. janúar: Lokssins! 24. janúar: Alsæla 25. janúar: Alsælan enn. 26. janúar: Hann enn. Varir hans. Hamingjan. 27. janúar: Heimurinn er skringi- lega samansettur 29. janúar: Æ, að fara burt... fara burt. öðru hverju Iftur Maigret upp, en Felicie lætur eins og hún verði hans ekki vör. Hann reynir að reka upp hlát- ur, en það er holur hljómur f honum. — Hvað heitir hann? — Það kemur yður ekki hætis hót við? — Giftur? Hún Iftur á hann öskureiðu augnaráði eins og köttur sem býst til að verja kettlinga sfna. — Astin yðar eina og stóra kannski? Hún svarar ekki og hann heldur áfram og veit þó að það er þýð- ingarlaust. Hann fer að hugsa um Rue Lepic og unga hrædda mann- inn sem hefur eigrað um sfðan daginn áður og virðist hvorki eiga sér takmark né tilgang. — Segið mér litla vina. Hittuð þér þennan mann hér? — Þvf ekki það? — Vissi húsbóndi yðar af þvf? Nei! Hann getur ekki lagt sig niður við að halda áfram að yfir- heyra þennan stelpugopa sem gerir spaug að honum upp f opið geðið á honum. En það hefur vfst ekki miklu meira upp ð sig að fara á fund Melanie Ghoichoi, enda þótt hann ákveði að gera það. Hann stfgur af hjólinu og ieggur þvf við búðarvegginn og bfður þangað til kona sem hefur komið til að kaupa dós af grænum baunum er farin út. — Segið mér frú Choichoi. Átti vinnustúlka herra Lapies sér elskhuga? — Það hefur hún sjálfsagt átt. — Hvað eigið þér við? — Hún talaði um það man ég... alltaf um þann sama... En það verður auðvitað að vera hennar mál... Hún var stundum fjarska niðurdregin, veslingurinn... — Giftur maður? — Það getur vel verið... Senni- lega var það þess vegna að hún talaði ailtaf um að svo margt stæði á veginum... Hún sagði mér nú ekki ýkja mikið frá því. Hafi hún sagt einhverjum frá þvf hefur það verið Leontine, sem vinnur hjá Forrentin. Maður hefur verið myrtur og nú verður Maigret, sem er maður á bezta aldri, maður sem tekur hlutina alvarlega, að hugsa um rómantfskan stelpukjána! Hún er svo rómantfsk að f dagbókinni hennar stendur: 17. júnf: Þunglynd 18. júnf: Mæða 21. júnf: Heimurinn er fölsk para- dfs og þar er ekki næg hamingja handa öllum. 22. júnf: Eg elska hann. 23. júnf: Eg elska hann. Maigret hringir bjöllunni hjá Forrentin. Stúlkan Leontine er um tvftugt, breiðleit og þrýstin. Hún verður strax skelkuð. Hún er hrædd um að skaða vinstúlku sfna á einhvern máta. — Auðvitað sagði hún mér allt.. .að minnsta kosti það sem hún kærði sig um að segja mér.. .Hún kom iðulega þjótandi hingað... Hann sér stúlkurnar tvær fyrir sér. Leontine f leiðslu af aðdáun og Felicie með frakkann um axlirnar. — Ertu ein?.. .Ef þú bara viss- ir. Hún talar, rétt eins og ungar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.