Morgunblaðið - 23.11.1976, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. NOVEMBER 1976
ptagtttiirlaMfe
Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson
Samneyzla og
skattheimta, tvœr
hliðar sama hlutar
Aldursskipting tslend-
inga, sem eru fámenn þjóð í
harðbýlu landi, sýnir, að sá hluti
hennar, sem er á starfsaldri, er
ekki fjölmennur. Nokkur hluti
þessa fólks sinnir og námi drjúg-
an part úr ári. Sé miðað við aðrar
þjóðir, jafnvel hinar fámennari,
má því ljóst vera, að hún er ekki
fjölmenn sú sveit, er stendur und-
ir verðmætasköpun í þjóðfélaginu
og skattabyrðinni til ríkisins.
Auk þessa sérkennis kemur
annað til, sem er mjög afgerandi í
efnahagslífi þjóðarinnar, hvað
hún er háð utanríkisviðskiptum.
Sennilega býr engin Evrópuþjóð
við jafn einhæft atvinnulíf eða er
jafn háð verðlagi einnar út-
flutningsvöru og við — eða verð-
lagi jafn margra innfluttra nauð-
synja. Svipull er sjávarafli segir
máltæki, sem til varð með þjóð-
inni löngu áður en rányrkja rýrði
fiskstofna okkar, og sveiflur í
verði sjávarafurða hafa löngum
sett mark sitt á lifskjör ís-
lendinga.
Þjóóarbúið lýtur sömu efna-
hagslögmálum um tekjur og fram-
færslu og hvert heimili í landinu.
Þjóðartekjurnar, eins og þær
verða hverju sinni, setja þjóðinni
sem heild mörk um þjóðareyðslu
og framkvæmdir. Safni þjóðar-
búið skuldum vegna þess að þjóð-
in hafi lifað um efni fram, eða
ráðizt í fjárfestingu fyrir lánsfé,
dragast afborganir og vextir af
því aflafé, sem fæst fyrir fram-
leiðslu þjóðarinnar. Þeim mun
hærri sem skuldirnar eru þeim
mun minna verður eftir af afla-
fénu sem ráðstöfunartekjur i
höndum heimila og einstaklinga.
Þetta eru einföld en áþreifanleg
sannindi.
Slæm viðskiptakjör þjóðarinnar
út á við á árunum 1974 og 1975
leiddu til verulegs viðskiptahalla,
sem raunar enn er umtalsverður,
þó viðskiptakjör hafi mikið batn-
að. Þessi viðskiptahalli stafaði að
hluta til af fjárfestingu í landinu
en einnig að hluta til af því, að
þjóðin skammtaði sér ekki fé til
ráðstöfunar í samræmi við rýrðar
þjóðartekjur, heldur lifði á
skuldasöfnun, sem hún hafði og
raunar gert undanfarin ár. Sam-
hliða þessu rauk verðbólguvöxtur
upp í 53% á ársgrundvelli, eins og
hann komst hæst í endaðan feril
vinstri stjórnarinnar.
111 nauðsyn knúði því landsfeð-
ur til aðhalds í efnahags- og
peningamálum þjóðarinnar. Þar
hefur nokkuð miðað í rétta átt, þó
að enn þurfi betur að gera. Við-
skiptahalli hefur lækkað um 12%
í 5 til 6% og stefnt er að því að
hann hverfi á allra næstu árum.
Verðbólgan hefur hjaðnað niður í
um 30% á þessu ári en er þó enn
tvö- til þreföld við það, sem gerist
í viðskiptalöndum okkar. Þessi
árangur hefur náðst af fjórum
meginástæðum: verulega minnk-
aðri þjóðareyðslu, sem sagt hefur
til sín í svokallaðri einkaneyzlu
en síður í samneyzlu, aðhaldi í
ríkisútgjöldum og samdrætti í
ríkisframkvæmdum, hóflegum
kjarasamningum og samræmdri
stjórnun peningamála. Þessi bati
er þó ekki meiri en svo, að lítið
þarf út af að bera til þess að
öfugþróunin hefjist á ný.
Samdráttur þjóðareyðslunnar
hefur nær einvörðungu komið
fram í einkaneyzlunni sem fyrr
segir. Vöxtur samneyzlunnar hef-
ur að visu hægt á sér en naumast
meir. Samneyzla er samheiti á út-
gjöldum rlkis og sveitarfélaga.
Hún er það sem fæst fyrir skatt-
heimtu þjóðfélagsins. Samneyzla
og skattheimta eru því tvær hlið-
ar sama hlutar. Hækki eða vaxi
samneyzlan fylgir skattheimtan í
kjölfarið. Það er jafn öruggt og að
nótt fylgir degi.
Flestir þættir samneyzlu eru
bæði æskilegir og óhjákvæmileg-
ir. Þar má nefna málaflokka eins
og heilbrigðismál, fræðslumál,
tryggingamál, samgöngumál og
löggæzlumál. Hins vegar veldur
hver á heldur í fjármálalegri
stjórnun þessara og annarra
málaflokka samneyzlunnar.
Sífelld endurskipulagning, jafn-
vel hinna þörfustu samneyzlu-
flokka, getur leitt til sparnaðar —
eða í öllu falli til þess, að fjár-
magnið, skattpeningurinn, nýtist
betur.
Dæmi um öfugsnúna samneyzlu
er gröftur fyrir endurhæfingar-
sundlaug við sjúkrahús A, sem
fylgt er eftir 14 árum síðar með
tillögugerð um byggingu sund-
laugar við sjúkrahús B. 1 millitíð
eru 3 húsbóndaár flutningsmanns
í heilbrigðisráðuneyti, án frum-
kvæðis á þessum vettvangi. Mark-
viss vinnubrögð, þar sem gagn-
semi og arðsemi framkvæmda
sitja í fyrirrúmi, eru forsenda
hyggilegrar fjárfestingar og
fjarmagnsstjórnunar — og vissu-
lega er endurhæfing gagnsöm,
hverp veg sem á er litið, en vinnu-
brögðin sem hér eru nefnd segja
sina sögu sjálf.
Nauðsynlegt er að sýna vaxandi
aðhald og festu i rikisbúskapnum
við ríkjandi efnahagsaðstæður.
Það hefur og verið gert. Og fram-
kvæmdum, sem geta beðið betri
tíma, þarf hiklaust að slá á frest,
fremur á þeim vettvangi, en að
stofna til frekari erlendrar
skuldasöfnunar.
I stuttu máli sagt: við verðum
að sniða okkur stakk eftir vexti í
ríkisútgjöldum á hverri tíð. Þar af
leiðir að setja þarf ákveðið þak á
fjárlög hverju sinni, þann veg, að
samneyzlan fari aldrei.yfir ákveð-
ið hlutfall af þjóðartekjum. Þjóð-
artekjur, að frádreginni sam-
neyzlu eru ráðstöfunarfé almenn-
ings, það sem verður eftir í hönd-
um hans að skattheimtu frádreg-
inni. Aukin skattheimta myndi
því þrengja ráðstöfunarfé heimil-
anna i landinu. En aðgæzla í ríkis-
fjármálum er ekki einungis nauð-
synleg til að koma í veg fyrir
hugsanlega skattpiningu, heldur
ekki siur sem samverkandi aðferð
til að ná þeim efnahagslegu mark-
miðum, í viðnámi gegn verðbólgu
og viðskiptahalla, sem rikisstjórn-
in hefur sett sér. Núverandi fjár-
lagafrumvarp er miðað við ríkis-
útgjöld sem svarar 29.5% af áætl-
uðum þjóðartekjum árið 1977.
Það hlutfall má undir engum
kringumstæðum hækka. Það er
prófraun Alþingis hvern veg
tekst til i þessu efni.
Orð verða til
Baldur Jónsson: Mályrkja
Guðmundar Finnbogasonar.
150 bls. Bókaútg. Mennsj.
Rvik 1976.
„Þetta rit átti upphaflega að
verða timaritsgrein um nýyrða-
smíð Guðmundar Finnboga-
sonar i tilefni aldarafmælis
hans 6. júní 1973." segir höf-
undur í formála þessarar bókar.
Betur að svo hefði orðið. En
ritgerðin hefur sem sagt þanist
út og orðið að bók.
Guðmundur Finnbogason
sinnti mörgu um ævina. Ný-
yrðasmið eða „mályrkja" var
aðeins einn þátturinn í marg-
þættu ævistarfi hans. Hann var
höfundur og þýðandi margra
bóka, eftirsóttur fyrirlesari og
áhrifamaður í skólamálum. Fáir
munu hafa unnið meir að
breytingum þeim sem gerðar
voru á íslenskum skólum upp
úr aldamótunum. Þó svo að
hann færi mest eftir erlendum
samtímafyrirmyndum var verk-
ið öðru fremur hans.
Baldur Jónsson gerir glögga
grein fyrir „mályrkju" Guð-
mundar en fjölyrðir þar að auki
um önnur viðfangsefni hans án
þess þó að gera þeim viðhlít-
andi skil. Fyrir bragðið verður
bók þessi of langdregin miðað
við tilgang þann sem henni
sýnist ætlaður. Sá, sem vill
aðeins kynna sér efni það, sem
titill hennar gefur fyrirheit um,
verður víða að leita langt yfir
skammt. Hinn, sem hyggst
leita þarna upplýsinga um önn-
ur störf Guðmundar, finnur
tæpast fullnægjandi frásögn af
nokkru þeirra Ef höfundur
hefði aðeins samið ritgerð um
kjörefni sitt eitt saman hefði
hann þurft að þjappa því tals-
vert saman, satt er það. En
með því að breiða það yfir heila
bók eins og hann hefur gert
blasir við verri ókosturinn, sem
sé að lopinn hefur verið teygð-
ur til óhagræðis og málaleng-
ingar hvergi sparaðar. Tilvitn-
anir eru viða langar, allt upp í
þrjár blaðsiður í einu. Ég tel að
margt hvað sem í þeim er sagt
hefði mátt endursegja í mun
styttra máli. Og annað eftir því.
Hér er ekki lýst vantrausti á
kunnáttu höfundarins, Baldurs
Jónssonar, sem er að sögn
ágætur málfræðingur, hann
hefur unnið verk sitt af
nákvæmni, henni kannski of
mikilli! Aðeins hefur honum
láðst að skipuleggja verkið,
sníða því stakk eftir vexti svo
notað sé orðtak sem lýsir nokk-
uð bókstaflega því sem gerst
hefur. Úr því að verkið var fært
út fyrir þann ramma að ein-
skorða það við nýyrðasmíð
Guðmundar Finnbogasonar
hefði ég þó alténd kosið að
betri grein hefði verið gerð fyrir
endurnýjun tungunnar á sama
BóKmenntlr
eftir ERLEND
JONSSON
tíma og Guðmundur var að búa
til sín nýju orð. Tími Guðmund-
ar var tími málhreinsunar. Sú
stefna var þá nauðsynleg en
gekk út i öfgar hjá sumum.
'f'msir þoldu engin erlend orð á
málinu, allt varð að nefna á
íslensku, hversu klúðurslega
sem það gekk. Þó Guðmundur
væri maður hófsamur létu
þessar öfgar hann ekki með
öllu ósnortinn. Forvitnilegasti
kaflinn I þessari bók Baldurs er
sjálf nýyrðaskráin. Þar eru
bæði orð sem fest hafa í málinu
og önnur sem ekki hefur tekist
að vinna sér minnstu hefð.
Vita málfræðingar hvað veld-
ur því að sum orð geysast inn í
málið en önnur ná engri festu?
Hvernig tókst „símanum" að
útrýma „telephon" svo dæmi
sé tekið" Hví hefur „bifreiðin"
ekki enn unnið á „bilnum"?
Hvers vegna hefur „dráttarvél"
átt svo erfitt uppdráttar sem
raun ber vitni þar sem t.d.
„þotan" flaug inn í málið á
einum degi?
Til að orð festist í málinu
hygg ég það þurfi að vera stutt
og laggott — sem sagt lipurt.
Ekki tjóir að ætla ferðamanni
að geifla á orði eins og „áætl-
unarlangferðabifreið" — hann
verður þá hvarvetna stranda-
glópur.
Guðmundur Finnbogason
mun hafa smíðað ný orð af
margs konar og mismunandi
tilefni. Stundum hefur það ver-
ið honum tómstundagaman og
þá hefur hann tæpast gert ráð
fyrir að öll þau orð, sem til urðu
undir þvílíkum kringumstæð-
um, hlytu óskoraðan og varan-
legan sess í málinu. En stund-
um kom lika fyrir að hann tók
að sér nýyrðasmíð sem starf og
vann það þá sem slíkt, vitandi
að það yrði að bera góðan
árangur.
Ennfremur gátu ný orð
kviknað á vörum Guðmundar
eins og fyrir tilviljun og segir
Baldur-eina skemmtilega sögu
af því.
„Dr. Finnbogi Guðmundsson
hefur sagt mér sögu af því,
hvernig orðið blöndungur varð
til. Maður nokkur mætti Guð-
mundi Finnbogasyni á förnum
vegi og sagði við hann, að nú
vantaði orð yfir „karbúrator" í
bílnum. Guðmundur, sem var
allsendis ókunnugur bílvélum,
spurði, til hvers þessi „karbúra-
tor" væri. „Hann blandar sam-
an bensíni og lofti", svaraði
maðurinn. „Nú, þá köllum við
hann blöndung!" sagði Guð-
mundur af bragði, og hefir ekki
þurft að bæta um síðan."
Sinfc
tónle
Efnisskrá:
Karl O. Runólfsson Á krossgöt-
um, Robert Schumann Pfanó-
konsert op.54, Carl Nielsen Sin-
fónfa nr.4, Einleikari: Critina
Ortiz, Stjórnandi: Karsten Ander-
sen.
Karl O. Runólfsson samdi Á
krossgötum á árunum 1938—39
og sé aðstaða isl. tónskálda þá
athuguð má það teljast furðuleg
bjartsýni af Karli að leggja vinnu
í að semja hljómsveitarverk á
þeim tima sem eini tónlistar-
skólinn á landinu hafði aðeins
átta ára starf að baki og þekking
manna á tónlist og tónsmíði nærri
eingöngu bundin við söng. Hljóm-
sveit, eins og nokkrir sigldir is-
lendingar þekktu slíkt fyrir-
brigði, var fjarlægur draumur en
aldamótabörnin lifðu þau tíma-
skipti er allslaus þjóð reif sig upp
úr snærisleysi til bjargálna og
voru farin að dekra við frelsið og
sáu fyrir sér framtiðina í glæsi-
legum myndum. Karl O. Runólfs-
son var einn af vormönnum Isl.
tónlistar og sannarlega stóðu tón-
skáld árið 1938 á krossgötum. Það
sem vekur eftirtekt er, að i
„Krossgötunum" bryddar Karl
upp á ýmsum nýjungum, sem
rekja má til Stravinsky og jafnvel
Debussy og sýnir það hve Karl
fylgdist vel með, því 1938 er tón-
list þessara manna ekki orðin eins
almennt þekkt og nú. Með þessu
er ekki átt við að Karl stæli eða
hermi eftir, heldur er hann að
tileinka sér það sem nýjast gerist
i tónsmíði. Á krossgötum var vel
flutt og auheyrt að hljómsveit og
stjórnandi vildu hlut Karls sem
bestan.
1 efnisskrá tónleikanna er
minnst á þá skoðun, sem mjög
hefur brennt sig í vitund manna,
að rómantík sé af sama toga
spunnin og væmni. Ef rómantík
er athuguð á þeim tima sem hún
er ný og fersk, er vandséð að
mannkynið hafi nokkurn tfma í
gengið i gegnum voldugri bylt-
ingu, þar sem frelsið, jafnréttið
og ástin varð til og Guð varð full-
ur umburðarlyndis og gæsku. Á
þessum tíma eru sköpuð glæsileg
listaverk, sem eru ríkari af til-
finningum en dæmi eru til á öðr-
um timum.
Sá sem heldur að raungildi
hluta verði mælt við hagnýti
þeirra, gleymir því að tilfinning
hefur líka raungildi fyrir mann-
inn. Það ætti hverjum manni að
vera augljóst, því dæmi nútímans
sanna það svo rækilega í uppvax-
andi kynslóðum, sem uppalendur,
vegna lifsþægindagræðgi og með
rangfærðu gildismati, hafa skilað
framtíðinni börnum sínum full-
um af hryllingi, sóðaskap og
illsku. En þó við þykjumst þekkja
ástina verða hljómbrigði ástár-
játninganna margbreytileg. Það
er ekki nóg að kunna þessar setn-
ingar. Til að blær þeirra fái nýjan
og sterkan hljóm þarf sá sem seg-
ir þær fram að hafa upplifað það