Morgunblaðið - 23.11.1976, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 23.11.1976, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. NÖVEMBER 1976 31 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Drengjabuxur Drengja- og dömubuxur úr terylene. Framleiðsluverð. Saumastofan, Barmahlið 34, simi 1 461 6. Brotamálmur er fluttur að Ármúla 28, simi 37033. Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. Spönskukennsla með spönskum enskutalandi kennara Einkatlmar eða 2—3 i hóp Uppl i sima 33982. Arinhleðsla— Skrautsteinahleðsla Uppl. i sima 84736. . húsnæöi í boöi Keflavík til sölu 3ja herb efri hæð með sérinngangi. Útborgun 2,2 millj. Losnar fljótlega. Fasteignasalan, Hafnargötu 27, Keflavik, sími 1420. Njarðvík til sölu raðhús 4 herb. og eldhús. Söluverð 8 millj. Hagstæðir greiðsluskilmálar Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavík, simi 1420. I.O.O.F 8 = 1 581 1 248'/t = 9.11 I.O.O.F. Rb. 1 1261 1238'/t= Kertakv □ EDDA 59761 1237 — 1 Félagið Anglia heldur kvik- myndasýningu n.k. fimmtudag 25. nóv. kl. 8 að Aragötu 14. Sýnd verður kvikmyndin Oliver Twist. Meðal leikara Sir Alec Guinnes eftir kvikmynda- sýninguna eru kaffiveitingar. Anglia félagar nýir og gamlir mætið vel. Stjórn Anglia FfDlAFÉLJlG ÍSIANBS OLDUGOTU3 SÍMAR. 11798 0GJ9533. Ferðafélag íslands heldur kvöldvöku í Tjarnarbúð fimmtudaginn 25. nóv. kl. 20.30. Fundarefni: Þú stóðs á Tindi Heklu hám. Pétur Pétursson, þulur flytur erindi og sýnir skuggamyndir um leiðangra Paul Gaimard 1835 og 1836. Aðgangur ókeypis. en kaffi selt að erindi loknu. Ferðafélag íslands. K.F.U.K. Reykjavik A.D. K.F.U.M. boðið á fund í kvöld kl. 20.30. ..Hver á sér fegra föðurland". Þáttur i umsjá Katrínar Kristjánsdóttur, veit- ingar. Allir velkomnir. Stjórnin. Filadelfia Almennur Bibliulestur í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Einar J. Gislason. Hjálpræðisherinn Kristniboðskvöld i kvöld kl. 20.30. Litskuggamyndir frá Indónesíu. Trúboðinn og söngkonan major Ingrid Hiorth frá Noregi, syngur og talar. Allir velkomnir. raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar Akureyri Spilakvöld Annað spilakvöld Sjálfstæðisfélaganna verður haldið n.k. fimmtudag 25. nóvember og hefst kl. 20.30. Fyrir utan heildarverðlaun fyrir þrjú kvöld verða einnig veitt verðlaun fyrir hæstu pör fyrir þau tvö kvöld sem eftir eru. Hljómsveit hússins leikur til kl. 1 e.m. Sjálfstæðisfélögin á Akureyri. Akranes Akranes >• Sjálfstæðiskvenfélagið Bára Jólafundurinn verður í Sjálfstæðishúsinu, fimmtudagskvöld 25. nóvember kl. 20.30. Frú Sigrún Þorleifsdóttir leiðbeinir við gerð aðventukransa og sýnir gerð jólaskreytinga á borð og hurðir. Konur athugið að koma með greni og annað efni til skreyting- ar Stjórnin. — Aðvörunarskilti Framhald á bls. 46 dag og talin eru eiga upptök sfn f Kötlugjá. Á þessu svæði hafa um árabil verið árvissir jarðskjálftar á haustin, og þannig hefur verið undanfarna tvo mánuði, en hrin- an s.l. laugardag var mjög hastar- leg að sögn Guðjóns og jarð- skjálftar tfðir. Var ákveðið að setja upp að- vörunarskilti við veginn beggja vegna Mýrdalssands, við Kötlu- gerði Víkurmegin og Hrífunes í Skáftártungu. A skiltunum eru menn varaðir við að fara á bil yfir sandinn nema i fylgd með öðrum bíl og gæta vel að f kring um sig." Guðjón kvað þessi skilti eiga að vera uppi við næstu daga. — Veturliði Framhald af bls. 2 vestursal Kjarvalsstaða og hefur aðsókn að sýningunni verið góð. Milli 20 og 30 mynd- ir hafa selzt, en þetta er viða- mesta sýng Vesturliða til þessa og m.a. sýnir hann myndir frá eldri timabilum á ferli sinum. Sýningunni lýkur kl. 22 í kvöld og i rabbi við Vesturliða í gær- kvöldi sagðist hann vonast eftir því að sjá mannfjölda í dag, það væri nóg pláss, líf- legar myndir og upplagt að líta inn i skammdeginu. — Raforkuverð Framhald af bls. 2 almenningsrafveitna frá 1. janúar 1977. Tekjurnar skiptast þannig sam- kvæmt töflu í fréttatilkynningu Landsvirkjunar. 627 milljónir króna er fé úr rekstri að óbreyttu verði og rafmagnssölu, 324 milljónir króna er áætluð tekju- aukning vegna aukinnar raf- magnssölu að óbreyttu verði til almenningsrafveitna, ÍSALs og Áburðarverksmiðjunnar, 219 milljónir vegna verðhækkunar vegna samninga við ISAL og Áburðarverksmiðjuna og 491 milljón vegna 25% hækkunar til almenningsrafveitna 1. janúar 1977. Samtals nemur þetta 1.661 milljón króna. Eins og fram kemur í þessu hefur Sigölduvirkjun mikla út- gjaldaaukningu í för með sér á fyrsta rekstursári og óhjákvæmi- legt er á þeim tímamótum, er ný virkjun hefur rekstur. Útgjalda- aukning vegna Sigöldu er þó með mesta móti vegna verðbólgu og gengisbreytinga á byggingartíma virkjunarinnar, sem leitt hefur til verulegra hækkana á stofnkostn- aði hennar. Þrátt fyrir óhagstæða þróun í þessu efni, getur Lands- virkjun tekið á sig um 70% af hinum aukna kostnaði án sér- stakrar verðhækkunar til almenn- ingsrafveitna, sem þarf aðeins að standa undir 30% kostnaðarauk- ans, en til þess þarf 25% verð- hækkun frá næstu áramótum að telja. í lok fréttatilkynningar Lands- virkjunar segir: „Niðurstaða þessa er sú, að umbeðin 25% verðhækkun er eingöngu tilkom- in, þar sem verið er að taka I notkun nýjan virkjunaráfanga, sem mun auka framleiðslugetu Landsvirkjunarkerfisins um 36% og landsins i heild um 32%. Auk þess fæst með tilkomu Sigöldu- virkjunar mikið viðbótarafl, sem mun gera Landsvirkjun kleift að selja verulegt magn afgangsorku svo sem til rafhitunar og. iðnaðar. Mun Landsvirkjun á næstunni setja sérstaka gjaldskrá, þar sem orka til fjarhitunarkerfa og ann- arra nota svo sem gufufram- leiðslu í iðnaði og heyþurrkunar verður boðin á mjög hagstæðu verði. Ætlunin er að þetta af- gangsorkuverð taki gildi um leið og hin nýja gjaldskrá." — Þingfréttir Framhald af bls. 19 þörfin fyrir þessar breytingar hefur ekki breyst, nema siður sé, er frumvarpið nú endur- flutt. Samkvæmt gildandi lögum er arfur hjúskapareign þess hjóna, er erfir. Sliti hjón sam- vistum, kemur arfur þvi til skipta. Sú regla hefur oft valdið sársauka og óréttmætum eigna- tilfærslum að almenningsáliti. Nýverið hefur Alþingi rýmkað heimildir til hjónaskilnaðar og fer þeim mjög fjölgandi. Það er að vísu svo, að heimilt er með erfðaskrá að gera arf að séreign, þótt skylduarfur sé. Eins er heimilt að setja ákvæði þar um i kaupmála. Reynslan hefur hins vegar sýnt, að mönn- um getur verið það mikið til- finningamál, hvort slikir gern- ingar séu gerðir eða ekki, og eru þeir af sumum túlkaðir á þann veg, að um tortryggni sé að ræða um endingu viðkom- andi hjónabands. Dreifikerfi sjónvarps Páll Pétursson og fleiri þing- menn Framsóknarflokks flytja svohljóðandi tillögu til þings- ályktunar: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hlutast til um það að 10% af afnota- gjöldum sjónvarps verði varið til uppbyggingar á dreifikerfi sjónvarpsins, þannig að skilyrði verði sköpuð til viðtöku sjón- varpsefnis á sem allra flestum heimilum í landinu og einnig á fiskimiðum, þar sem það er unnt með viðráðanlegum kostn- aði. — Ódýrara Framhald af bls. 2 stætt á þvl að ákveða hærri sektargreiðslur, þar sem ekki hefði verið nægilega ítarlega tilgreint I skýrslum lögreglu- mannanna í hverju þátttaka einstakra unglinga á ólátunum hefði verið fólgin og yfirleitt aðeins sagt að um ölvun og óspektir hefði verið að ræða. I því ljósi mætti jafnvel sektin teljast há, þvi yfirleitt væri fólk ekki sektað fyrir fyrsta brot af þessu tagi. Gísli sagði, að hann ætti von á því að frekar yrði fjallað um þetta mál innan Lög- reglufélagsins, þvf að félagið yrði einmitt að vera sérstaklega vakandi i málum af þessum toga. Lögreglan tók alls um 20 ung- linga úr umferð vegna óspekt- anna á Hótel Islandsplaninu, en mál eins unglingsins var sent áfram til rannsóknarlög- reglunnar til frekari meðferð- ar. — Fundur NA Framhald af bls. 2 og hvort leggja ætti hana niður. tslendingar munu leggja til að síldveiðar i Norðursjó verði bann- aðar með öllu á næsta ári, vegna þess hve mikið hefur gengið á síldarstofninn þar. íslendingar lögðu fram þessa tillögu á fundi nefndarinnar i fyrra, en tillagan var felld, en samþykkt var þá að draga úr veiðunum. Hin svokall- aða visindanefnd var þá búin að leggja til i tvö ár að banna sild- veiðar I Norðursjó í ákveðinn tima, eða á meðan síldarstofninn væri að ná sér. NTB-fréttastofan segir i gær, að fiskveiðarnar í Norðursjó geti jafnvel orðið að stórpólitisku máli á þessum fundi Norðaustur- Atlantshafsnefndarinnar, þar sem Efnahagsbandalagslöndin og Austur-Evrópuríki leiki aðalhlut- verkið. Þetta hafi strax komið í ljó s i gærmorgun er ráðstefnan var sett, og virðist sem Austur- Evrópulönd virðist ekki ætla sætta sig við 200 milna fiskveiði- lögsögu Efnahagsbandalags- ríkjanna. Segir fréttastofan að ástæðan fyrir þessari afstöðu A- Evrópurikja sé að þau viðurkenni ekki EBE stjórnmálalega, og þar með fallist þau ekki á að EBE standi fyrir útfærslu fiskveiðilög- sögu aðildarlandanna og að fisk- veiðikvótar A-Evrópurikja falli úr gildi 1. janúar n.k. Þá segir, að sjáanlegt sé að Sovétríkin eigi auðsjáanlega við mikið vandamál að stríða eftir að fiskveiðilögsaga EBE ríkjanna hefur verið færð út, þar sem þau hafi veitt um 20% af heildarafla sinum í Norðursjó á undanförnum árum og þau megi vart við að missa slikan spón úr aski sinum. — Að þora Framhald af bls. 29 Kvaddi okkur svo með Glóandi gát- um Nelly S chs, þjánmgu gyðingakyn- stofnsins Sá sem best kunni að ávarpa sveitunga sína, Dalamenn. landa sína. minnti þá á gamalkunn sannindi: ..Sumir tala um lifandi dauða, aðrir tala/ um dautt líf? ..Timinn er furðulegur ‘ Stundum finnur hann skáld sitt — Frá kirkjuþingi Franihald af bls. 18 kirkjuþing og kirkjuráð, sem sr. Jón Einarsson flutti. Þar er gert ráð fyrir að kjörnir verði 19 kirkjuþingsmenn, 18 í 8 kjördæmum og 1 af guðfræði- deild H.I. Með þessu frumvarpi er lagt til að kirkjuþingsmönnum verði fjölgað um 4 og kjördæm- um fjölgað um eitt. I greinar- gerð með frumvarpinu er bent á að gifurleg fólksfjölgun hafi orðið á Reykjavikursvæðinu, siðan lögin voru sett fyrir um 20 árum, og sé stefnt að meiri jöfnuði og jafnrétti er varði skipan kirkjuþings og rétt ein- stakra landshluta til áhrifa þar. Á fundi kirkjuþings i dag verður fjallað um tillögur um innheimtu á vöxtum af andvirði seldra kirkjueigna, um altaris- sakramentið og um kosninga- rétt á kirkjuþingi. — Sárin gróa ekki Framhald af bls. 17 Fréttum um þær ógnir sem lista- mönnum, einkum þeim sem tjá sig i orðum, eru búnar í löndum sem kenna sig við sósialisma rignir yfir okkur. Og það eru fleiri en Wolf Biermann i þeim hópi. I ljóði sinu, Gljúpur jarð- vegur, spyr Reiner Kunze: Hve mörg tré verða felld, hve mörgum rótum bylt innra með okkur — Kjötálegg Framhald af bls. 16 Með þvi að athuga pökkunar- daginn getur neytandinn geng- ið úr skugga um hve áleggið er gamalt. Einnig getur neytand- inn borið saman einingarveró áleggsins og með því móti gert sér grein fyrir hvaða áleggsteg- undir séu ódýrastar. En niður- skorið álegg er mjög dýr sölu- varningur, hann kostar yfirleitt 2000-3000 kr. hvert kg. Þegar keypt er álegg í loft- tæmdum umbúðum þarf að at- huga eftirfarandi: Að umbúðirnar séu heilar (kaupið aldrei álegg i loft- tæmdum umbúðum sem hafa skemmst) að pökkunardagur- inn sé ekki fyrir löngu liðinn að kalt sé þar sem áleggið er geymt í versluninni. Að lokum skal á það bent að áleggssneiðar i lofttæmdum umbúðum vilja loða saman. Auðveldara er að ná sneiðunum i sundur efumbúðirnar eru opnaðar 10-15 mín. áður en áleggið er borið á borð. Áleggs- sneiðar sem verða afgangs skal ætíð geyma í kæliskáp, látið þær aldrei liggja lengi þar sem hitastigið er um 20°. Sigrfður Ilaraldsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.