Morgunblaðið - 23.11.1976, Page 26
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1976
Ólafur B. Thors:
Unnid að auk-
inni fjölbreytni
miðbæjarstarf-
semi — og
hnignun
Brýnast ad
fólk fái störf
vid sitt hæfi
ENDURSKOÐUN aðalskipu-
lagsins varð umræðuefni á fundi
borgarstjórnar 18. nóv. Borgar-
fulltrúi Kristján Benediktsson
<F) flutti tillögu sem sagði m.a.
að borgarstjorn léti kanna ítar-
lega á hvern hátt megi gæða
gamla miðbæinn meira lífi og
tryggja honum sess í framtíðinni
sem raunverulegum miðbæjar-
kjarna. Þess vegna skuli athugað
hvernig tryggja megi sem
greiðastar samgönguleiðir að og
frá miðbænum og að lágmarks-
fjöldi bílastæða verði í miðbæn-
um og næsta nágrenni hans.
Kristján Benediktsson fylgdi til-
lögu sinni úr hlaði og sagði að
ýmsir myndu hafa af því nokkrar
áhyggjur, að gamli bærinn í kvos-
inni væri að deyja hægum dauð-
daga, þar sem fyrirtæki og stofn-
anir flyttu þaðan og ekki kæmu
önnur i staðinn. Vildi Kristján
ræða þetta mál því hann sagði það
spurningu hvort miðbæjarkvosin
héldi velli sem miðbær höfuð-
borgarinnar eða væri aðeins til
sýnis í komandi framtið og þá yrði
sagt „þarna var gamli
miðbærinn“.
Sagði Kristján að svo gæti farið
að vandræði yrðu með bílastæði í
framtiðinni. T:lað hefði verið um
stórt bílastæði í Vatnsmýrinni,
með tengingu um strætisvagna
við miðbæinn og ennfremur
hefur verið rætt um bílageymslu-
hús á mörgum hæðum i Seðla-
bankagrunninum. Hvoruga
þessara lausna taldi Kristján
mögulega nú. Því vildi hann ræða
það mál hvort ekki mætti koma
fyrir neðanjarðarbflastæðum í
Grjótaþorpi. Hann sagði að hvaða
kenningar sem uppi væru um
hlut einkabils eða almennings-
vagna sýndi það sig að einka-
bíllinn væri vinsælli og einhvers
staðar þyrfti hann að vera. Sagði
Kristján að gefa þyrfti tillögu
skipulagsnefndar gaum og hvaða
áhrif hún myndi hafa á þróun
Grjótaþorps. Skiptar skoðanir
væru uppi um Grjótaþorpið en
líklega þyrfti að byggja hluta þess
upp að nýju. Ólafur B. Thors (S)
sagði að á þessu ári hefði skipu-
lagsnefnd haldið 48 fundi.
Ástæðan fyrir svo mörgum
fundum á þessu ári væri sú að
staðið hefði yfir endurskoðun
aðalskipulagsins. Á 19 fundum á
þessu ári hefði verið fjallað um
aðalskipulagið. Að sjálfsögðu
væri gamli miðbærinn tekinn
fyrir þar. Starf nefndarinnar
væri fólgið í að stuðla að sam-
ræmdri uppbyggingu stærri
svæða i þessum hverfum til að
koma í veg fyrir hnignun —
sporna við fólksfjölda og auka
fjölbreytta miðbæjarstarfsemi.
Jafnframt að meta frá umhverfis-
legu og skipulagslegu sjónarmiði
hvers konar byggð sé æskileg og
hversu mikla nýtingu skuli leyfa.
Forsenda nýtingar væri að gera
sér grein fyrir aðkomuleiðum að
og frá og tryggja lágmarksfjölda
bifreiðastæða á svæðinu, eða í
nágrenni þess. Það er þetta sem
skipulagsnefnd hefur verið að
gera sagði Ólafur. Ólafur sagði að
aðalfulltrúi Framsóknarflokksins
í skípulagsnefnd, Helgi Hjálmars-
son, hefði staðið síg ágætlega. Það
er þvi furðulegt að Kristján Bene-
diktsson lætur sem sér sé
ókunnugt um þetta starf þó
honum hefði verið í lófa lagið að
’eitT upplýsinga hjá flokksbróður
sínum. Þetta eru dapurleg vinnu-
brögð borgarfulltrúa Kristjáns
Benediktssonar. 1 stað þess að
leita sér að vitneskju um málið
flytur borgarfulltrúinn tillögu
um hvernig gæða megi miðbæjar-
kvosina meira lífi. Eða meðal
annarra orða, að kannað verði það
sem verið hefur í könnun undan-
farin ár. Hvað segja nú menn um
svona vinnubrögð, spurði Ólafur.
I máli Ólafs kom síðan fram að
gert er ráð fyrir að eitt bilastæði
verði á hverja 50 ferm. í atvinnu-
húsnæði. Nú eru 1600 bílastæði í
miðbænum en þau þurfa að vera
2100 árið 1995. Tillaga sjtipulags-
nefndar gerir hins vegar ráð fyrir
2300 bílastæðum 1995. I Grjóta-
þorpinu eru nú 263 stæði. I fram-
tíðinni má koma þar fyrir stæói
fyrir 328 bíla þar af 200 í bíla-
geymsluhúsi en hitt úti. Siðan
endurtók Ólafur að kannanir þær
sem Kristján Benediktsson leggur
til að verði gerðar hafi þegar
verið framkvæmdar og því er til-
lagan óþörf „og legg ég því til að
tillögunni verði vísað frá." Þor-
bjöm Broddason (Abl.) sagði að
ef menn hefðu biladellu hefðu
þeir kannski bílastærðardellu og
þá að sjálfsögðu bílastæðisdellu.
Hann sagðist ekkert hafa út á
störf Ólafs að setja en hann gæti
hins vegar ekki sætt sig við út-
komuna. Starfið hefði gengið vel
en niðurstöðurnar væru ekki
allar eins góðar. Kristján Bene-
diktsson sagði að tillaga sín væri
ekki fram komin til að segja að
tillögur skipulagsnefndar væru
Ólafur B. Thors
slæmar. Hann kvaðst óska þess að
vel myndi takast til með skipulag
miðbæjarkvosarinnar. Nú virtist
sem hrekja ætti endurnar úr
varpinu i Vatnsmýrinni. Stað-
reyndin væri að undir stjórn
Sjálfstæðisflokksins hefði
miðbæjarkjarnanum farið aftur
og hrörnað undanfarin ár.
Elín Pálmadóttir (S) sagðist
vilja vekja athygli á því að vand-
ræði með bílastæði væru aðeins
fáa tima á dag. Ennfremur að það
væri síður en svo af hinu illa að
nýtingarhlutfall I Gjótaþorpi væri
hátt. Nauðsynlegt væri að gæða
miðbæinn lífi og lifió væri fólkið.
Ólafur B. Thors sagði að Kristján
Benediktsson ætti annan elsta
starfsaldur hér i borgarstjórn og
ætti því að vera öllum hnútum
kunnugur. Ólafur sagðist fagna
öllum umræðum um skiplagsmál
Reykjavíkurborgar sem byggðar
væru á vitrænum staðreyndum.
Ekki kvaðst hann geta fagnað til-
lögum sem gerðu ráð fyrir að
kannað yrði það sem búið væri að
kanna. Samþykkt var frávísunar-
tillaga sem sagði að tillagan væri
óþörf þar sem umrædd könnun
hefði þegar farið fram. Borgar-
fulltrúar Alþýðubandalagsins
sátu hjá en borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins samþykktu til-
lögu Ólafs. Þess skal getið að
endurskoðun aðalskipulags lýkur
væntanlega á fundi skipulags-
nefndar á mánudag.
VIÐ afgreiðslu fjárhags-
áætlunar Reykjavíkur-
borgar á fundi borgar-
stjórnar 18. mars 1976 var
samþykkt að upp skyldi
tekin sérhæfð vjnnumiðlun
á vegum Ráðningarskrif-
stofu Reykjavíkurborgar.
Samstarf átti að hafa við
Endurhæfingarráð ríkisins
vegna þjálfunar og hæfnis-
prófa fyrir öryrkja, sem
fram fara á þess vegum.
Áætlað var að fjölga vernd-
uðum vinnustöðum í
Reykjavík og taka mið af
könnnun þeirri sem gerð
var á vegum Félagsmála-
stofnunar Reykjavíkur-
borgar árið 1974.
Guðrún Helgadóttir vara-
borgarfulltrúi (Abl) lagði fram
tillögu á fundi borgarstjórnar 18.
nóv. varðandi þetta. I tillögunni
segir m.a. að þegar skuli hafinn
undirbúningur að stofnun deildar
innan Ráðningarskrifstofunnar
sem ráði úr atvinnumálum
aldraðra og fólks með skerta
vinnugetu. Ennfremur að annast
aðra þætti sem um getur I sam-
þykktinni frá 18. mars. Guðrún
sagðist hafa kynnt sér málið
gaumgæfilega og ljóst væri að nú
skorti aðeins fé til framkvæmda.
Mikilla breytinga væri þörf til að
leysa úr vandamálum þessa fólks.
Starfsemi sú sem um er rætt,
sagði Guðrún, mun áreiðanlega
spara borg og riki stórfé. Ástæðan
er einfaldlega að oft er aldrað og
fatlað fólk meira sjúkt vegna
félagslegra aðstæðna en líkam-
legra. Skoraði hún síðan á borgar-
fulltrúa að samþykkja tillöuna og
sagði að annað væri kerksni.
BorgarfuIItrúi Markús örn
Antonsson (S) tók næst til máls
og sagði brýnast að fólk fengi
störf við sitt hæfi úti á hinum
almenna vinnumarkaði. I tillög-
unni sem samþykkt var í mars
sagði Markús að mest áhersla
hefði verið lögð á vinnumiðlunar
þáttinn. Það hlýtur þvl að vera
skylda okkar að taka tillit til
þessa við samningu fjárhagsáætl-
unar. Markús sagðist vilja leggja
höfuðáherslu á að hægt og sfgandi
verði farið af stað. Einn starfs-
kraftur t.d. í byrjun gæti hentað.
Markús sagði eðlilegast að borgar-
ráð fengi tillögu þessa til um-
fjöllunar. Guðrún Helgadóttir
sagði að með því að vísa tillögunni
til borgarráðs væri hætt við að
draga myndi úr framkvæmda-
hraða og það mætti ekki gerast.
— Síðan barst tillaga um að vísa
tillögu Guðrúnar til borgarráðs I
umfjöllun þar. Þetta var sam-
þykkt með níu atkvæðum gegn
sex.
Magnús L. Sveinsson:
Nauðsynlegt að reisa heilsu-
gæzlustöð í Breiðholti I
MAGNtJS L. Sveinsson (S)
borgarfulltrúi lagði fram tillögu
á borgarstjórnarfundi 18. nóv.
varðandi heilsugæslustöð I
Mjóddinni I Breiðholti I. Tillagan
hljóðar þannig: Árið 1972 var haf-
in undirbúningur að hönnun
heilsugæslustöðvar I Breiðholti I,
Mjóddinni, sem þjóna á um 12000
manns I Breiðholti I og II. 1 árs-
lok 1973 var hönnunin langt á veg
komin. Farið hefur verið fram á
f járveitingu frá rfkinu til þessara
framkvæmda, samkvæmt lögum
um heilbrigðisþjónustu, en án
árangurs.
Málum er nú svo komið að skil-
yrði fyrir því, að þýðingu hafi að
vinna að frekari undirbúningi
þessara framkvæmda er, að fé
verði veitt til þeirra á fjárlögum,
þar sem byrjunarframlag rfkis-
sjóðs er forsenda þess, að mögu-
legt sé að gera fjármögnunar-
samning um bygginguna. Borgar-
stjórn Reykjavíkur skorar þvi á
Alþingi að samþykkja nauðsyn-
lega fjárveitingu til heilspgæslu-
stöðvar í Breiðholti I, Mjóddinni,
á fjárlögum 1977, svo að
undirbúningsframkvæmdir stöðv-
ist ekki. — Magnús L. Sveinsson
fylgdi tillögunni úr hlaði og sagði
aó frá árinu 1963 hefði það legið
ljóst fyrir að mikilla úrbóta var
þörf á sviði almennrar heilsu-
gæslu og læknisþjónustu utan
sjúkrahúsa hér í Reykjavík. Skip-
uð var nefnd og nokkrum árum
sfðar skilaði hún áliti þar sem lagt
var til að heilsugæsla yrði flutt út
f hin ýmsu hverfi borgarinnar.
Mikill dráttur hefur orðið á þessu
m.a. vegna ágreinings um kjör
lækna. Sagði Magnús að f Reykja-
vík væri erfitt að halda uppi
heilsugæslu, þetta vissu allir
Reykvikingar og allt of margir af
biturri reynslu. Heimilislækna-
þjónustan hefur farið hríðversn-
andi undanfarin ár hér á höfuð-
borgarsvæðinu um leið og mennt-
un og þekking lækna eykst. Ungir
læknar hafa ekki hug á að stunda
heimilislækningar hér f Reykja-
vík vegna slæms aðbúnaðar. Þeir
kjósa frekar landsbyggðina sér-
staklega vegna aðstöðunnar.
Þann 18.11. 76 var enginn
heimilislæknir laus á skrá í
Reykjavík. Af 33 heimilislæknum
f Reykjavík er 21 eða 64% 50 ára
og eldri og þar af 8 eða 24% 70
ára og eldri. Aðeins 3 eru undir 40
ára aldri. Þessar tölur segja sfna
sögu sagði Magnús. 1 dag eru um
14 þúsund Reykvíkingar heimilis-
læknalausir. Frá átta að morgni
til fimm að kvöldi geta Reykvfk-
ingar leitað til heimilislækna þó
að á ýmsu gangi með að ná í þá
sökum anna hjá þeim. Hinar 17
klukkustundirnar geta u.þ.b. 100
Magnús L. Sveinsson
þús. manns leitað til eins læknis
sé um bráð tilfelli að ræða. Þeir
heimilislæknar sem nú eru starf-
andi sinna miklu fleiri sjúkling-
um en þeim ber eða allt að 4000.
En hæfilegt er talið að um
2—2500 manns séu um hvern
lækni. Magnús vék síðan að þeim
sem engan heimilislækni hefðu
og vitnaði í ræðu sem Skúli
Johnsen borgarlæknir flutti ný-
lega en þar mun hann hafa sagt
m.a. „að fólki sem hefði engan
heimilislækni væri boðið upp á
frumstæðustu tegund læknisþjón-
ustu sem hugsast gæti. Nauðsyn-
legt er því að koma heilsugæslu f
Reykjavík í viðunandi horf sagði
Magnús. Nú er starfandi heilsu-
gæslustöð í Domus Medica með
fimm læknum. Tekið verður á
leigu húsnæði í Asparfelli undir
heilsugæslustöð. Við þessar fram-
kvæmdir er ekki gert ráð fyrir
framlagi fra ríkinu. Heilsugæslu-
stöð i Árbæ er nú tilbúin. Þar
vantar enn heimild til að ráða
starfsfólk en við vonum það
besta. Vegna sérstöðu Breiðholts-
hverfa er nauðsynlegt að reisa
þar heilsugæslustöð sem þjóni
12000 manns í Breiðholti I og II.
Þess vegna þarf að knýja enn á
ríkisvaldið um fjárveitingu til
þessarar stöðvar og þvf flyt ég
tillögu þá sem hér er sagði
Magnús L. Sveinsson að iokum.
Páll Gíslason (S) sagði að á næsta
ári yrðu 10 milljónir látnar til
hönnunar heilsugæslustöðvar-
innar. Bygging myndi líklega
hefjast 1978 og starfsemi 1980.
Um það leyti má vænta þess að
heimilislæknaþjónustan verði
komin f eðlilegt form og unninn
verði upp sá tími og það ástand
sem skapast hefur. Lýsti hann
síðan stuðningi við tillögu
Magnúsar L. Sveinssonar. Tillag-
an var samþykkt samhljóða.