Morgunblaðið - 23.11.1976, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1976
37
HVERFAFÉLÖG sjálfstæðismanna efna aðallega til
funda um málefní, sem varða viðkomandi hverfi, auk þess sem
undirbúningur kosninga hvílir verulega á herðum hverfafélag-
anna- , i i
MALFUNDAFÉLAGIÐ
ÖÐINN
MÁLFUNDAFÉLAGIÐ Óðinn er félag sjálfstæðismanna í
launþegasamtökum.
Málfundafélagið Óðinn hefur náð því markmiði að efla
samhug sjálfstæðismanna innan launþegasamtakanna í þeim
tilgangi að þroska þá í almennri félagsstarfsemi, svo sem
málflutningi á mannafundum, fundarstjórn og fundarreglum
og öðru því, sem að gagni má koma i þeirri viðleitni að vinna
að bættum lífskjörum launþega.
Málfundafélaið Óðinn beitir sér fyrir því að vinna að öllum
þeim málum í hinum ýmsu stéttarfélögum, sem stuðla að
varanlegum kjarabótum og jafnrétti meðlimanna.
Málfundafelagið Óðinn vill efla samvinnu og skilning milli
launþega og vinnuveitenda.
Málfundafélagið Óðinn berst gegn hvers konar pólitískri
misnotkun á verkalýðsfélögum.
Málfundafélagið Óðinn leggur áherzlu á:
1) Að tryggja lýðræði og skoðanafrelsi innan launþegasam-
takanna í landinu.
2) Faglega hagsmunabaráttu launþegum til heilla og koma í
veg fyrir pólitíska misnotkun launþegasamtakanna.
3) Að hafa þau áhrif á stefnu og störf Sjálfstæðisflokksins,
að hagsmunir launþega séu ávallt í hávegum hafðir, svo
flokkurinn eigi í raun fylgi allra stétta skilið.
Helztu baráttumál Málfundafélagsins Óðins í dag eru:
1) Atvinnuöryggi^fyrir hvern vinnufæran mann.
2) Trygging kaupmáttar launa.
3) Bætt vinnulöggjöf.
4) Vinnuhagræðing til framleiðniaukningar og hagsbóta fyrir
almenning.
5) Arðshlutdeild og afkastabónus.
6) Auknir möguleikar á heilbrigðri nýtingu frístunda, sem
leiðiraf styttingu vinnutímans.
7) Verðtryggður lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn.
8) Atvinnulýðræði, þ.e. þátttaka launþega í stjórnun fyrir-
tækja.
9) íbúðabyggingar á félagslegum grundvelli.
Norðurland
— nýtt blað
NÝTT blað hefur byrjað
göngu sína á Norðurlandi.
Heitir blaðið Norðurland
og er málgagn Alþýðu-
bandalagsins í Norður-
landskjördæmi eystra.
Tekur blaðið við af Alþýðu-
bandalagsblaðinu, sem
sami stjórnmálaflokkur
gaf áður út. Norðurland er
gefið út á Akureyri.
Ritstjóri hefur verið ráðinn
Vilborg Harðardóttir, sem áður
var blaðamaður á Þjóðviljanum. 1
ritnefnd eru Helgi Guðmundsson,
Þórir Steingrímsson, Böðvar Guð-
Vilborg Harðardóttir.
mundsson, Sofffa Guðmundsdótt-
ir og Þröstur Ásmundsson.
Isadora
— ný bók
ÆGIStlTGAFAN hefur sent frá
sér bókina „Isadora" eftir Ericu
Jong, en bókin heitir ð frum-
mfilinu Fear of Flying. t fslenzku
hefur bókin verið nefnd eftir
aðalsögupersónunni Isadóru
Wing.
Á bókarkápu segir að aðalsögu-
persónan sé einhver skemmti-
legasta og viðkvæmasta and-
hetja, sem fram hefur komið í
nýrri skáldsögu. „Altekin fælni,
sem veldur þvf að hún þorir ekki
að fljúga, en leyfir sér þó ekki að
forðast flugvélar. Isadora segir
frá ævintýrum sínum og skakka-
föllum með þeirri algeru hren-
skilni, sem um aldir hefur aðeins
karlmönnum leyfst."
Blásarakvintett í
Norræna húsinu
1 dag, þriðjudaginn 23.
nóvember kl. 20.30, verða
haldnir tónleikar í
Norræna húsinu. Þar
kemur fram blásarakvint-
ett sem skipaður er þeim
Manuelu Wiesler,
Kristjáni Þ. Stephensen,
Sigurði Snorrasyni,
Stefáni Þ. Stephensen og
Hafsteini Guðmundssyni.
Á efnisskrá tónleikanna eru
kvintettar eftir Leif Þórarinsson,
Franz Danzi og Paul Hindemith,
trfó eftir Jacques Ibert og Duett
eftir Hector Villa-Lobos.
Aðgöngumiðar fást við inn-
ganginn.
AUGLÝSINGASÍMtNN ER:
22480
JHorQunblabib
FYRIR DÖMUR: Rúlliikraga-
peysur, jakkapeysur. Hvítar
og mislitar blússur. Kjólar.
Regnkápur frá Gordon King.
FYRIR HERRA: Terelín föt
m/vesti. Rifluð flauels föt.
Rlflaðir og finflauels jakkar.
Stakar terelín buxur. Úrval
af alls konar peysum.
Skyrtur frá Men's Club. Mao
skyrtur. Mittis kuldajakkar,
mittis leðurjakkar. Gallabuxur
frá Levi's, Inega og Kobi.
HERRA KÚREKASTÍGVÉL.
laugavegi 37 laugavegi 89 hafnarstr. 17
12861
13008
13303