Morgunblaðið - 04.12.1976, Síða 19

Morgunblaðið - 04.12.1976, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1976 19 ERLENT Kosningarnar í Japan: London 3. desember — AP BREZKA blaðið The Guardian birti í dag leiðara um fiskveiði- lögsöguna við tsland og samskipti Breta og tslendinga vegna henn- ar. Segir blaðið meðal annars, að I engri baráttu um verðmæti og I engum deilum við erlendar rfkis- stjórnir gangi Bretum jafn illa og þegar um fisk er að ræða. „Tvisvar með stuttu millibili Sjónvarpsmadur flýr Rúmeníu Los Angeles 3. desember — Reuter. HÁTTSKRIFAÐUR rúmenskur sjónvarpsmyndagerðarmaður og handritahöfundur, Dumitru Undrescu, hefur ákveðið að leita pólitisks hælis í Bandarfkjunum og segir hann vilja „sópa götur fyrir frelsið“. Undrescu, sem er 47 ára, er yfirmaður kvikmynda- og heim- ildamyndadeildar rúmenska sjón- varpsins. Hann lauk nýlega við verkefni i Bandaríkjunum, sem unnið var I samvinnu rúmenska og bandarísks sjónvarps um olympiumeistarann Nadiu Comaneci. Los Angeles Times hafði það eftir honum að hann færi ekki aftur heim þvi hann væri orðinn þreyttur á þvi að þurfa alltaf að láta verk sín samræmast hug- myndafræði rúmensku stjórnar- innar. Hann sagði, að hann hefði lent í deilum við stjórnvöld 1958 og var honum þá sagt upp sem frétta- manni við útvarpið. Kvaðst hann hafa unnið sem götusópari og dag- launamaður þar til hann var tek- inn I sátt 1963. Undrescu er fráskilinn. For- eldrar hans, 18 ára gömul dóttir og bróðir búa i Rúmeniu. Hinn íhaldssami Frjálslyndi flokkur hefur nú 265 sæti í neðri deild, af 491 sæti, sem þar er nú. Sósíalistar hafa 112 sæti, kommúnistar 39, Komeito, sem er búddistaflokkur, 29, og lýðræðis- legir sósialistar 19 sæti. Samkvæmt nýlegum skoðana- könnunum mun Frjálslyndi flokkurinn ekki fá hreinan meiri- hluta í þingdeildinni, en miklir erfiðleikar hafa steðjað að flokkn- um. Hörð valdabarátta fer fram innan hans og fyrrverandi for- sætisráðherra flokksins, Kakuei Tanaka, er viðriðinn í Lockheed- hneykslið og hefur verið kærður fyrir að hafa þegið mútur. Japanski forsætisráðherr- ann, Takeo Miki, og erki- keppinautur hans um for- mannsembættið í Frjáls- lyndaflokknum, Takeo Fukuda, tóku höndum saman á óvenjulegum kosningafundi og hvöttu menn til að flykkja sér um flokk þeirra í kosning- unum á sunnudag. Geysimikill mannfjöldi fylgdist með þeim á Shinjuku- járn- brautarstöðinni í Tokyo, þegar þeir tókust í hendur og brostu. Báðir vísuðu þeir þvi á bug sem hreinni firru að flokkur þeirra væri klofinn. Þetta er I fyrsta og siðasta skipti, sem þeir halda sameigin- legan kosningafund fyrir kosn- ingarnar á sunnudag. Kosið verður um 511 sæti I neðri deild þingsins. Háttsettur maður innan Frjálslyndaflokksins, Kenzo Kono, spáði því I gær, að ef kjör- sókn yrði dræm mundi flokkur- inn klofna í tvennt. Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, með franska utanríkisráðherranum Louis de Guiringaud eftir fund í Quai d’Orsay í gær. - simamynd ap. Guardian: Gengur illa þegar fiskur er annars vegar höfum við beðið ósigur með þeim árangri, að ein af meginuppistöð- um mataræðis okkar verður dýrari. Vera má að spurningin sé landfræðilegt réttlætismál. Bret- ar fengu aðeins fyrir landfræði- lega tilviljun og án þess að að- hafast nokkuð geysimikið af oliu og jarðgasi upp í hendurnar og öðrum löndum, sem ekki þurfa þess minna við, er meinaður hlut- ur í þvi. Hitt stendur þó eftir að fiskiðnaðurinn átti og á enn skilið betri frammistöðu frá samninga- mönnum landsins. Sama dag og síðustu brezku togararnir fóru af Islandsmiðum þar sem ekkert langtímasamkomulag hafði náðst, þá felldi framkvæmdanefnd Efnahagsbandalagsins kröfur Breta og íra um stærri hlut i fiskveiðilögsögunni með strönd- um sínum en gert var ráð fyrir í bókuninni, sem gerð var áður en þeir gerðust aðilar. Bæði atriðin er skyld, vegna almennrar út- færslu í 200 mílur, en það hefði komið Bretum til góða að halda þeim aðskildum. Staða Bretlands í Briissel hefur alltaf verið veik. I fyrsta lagi var fiskveiðilögsaga ekki eitt þeirra atriða, sem tekið var til endur- skoðunar þegar stjórn Harolds Wilson samdi upp á nýtt um sum inngönguskilyrði. Burtséð frá öll- um deilum, sem urðu þá og siðan, þá féllust Bretar á að landhelgi þeirra yrði landhelgi bandalags- ins. Um tima leit út fyrir að Roy Hattersley, þegar hann stóð I stappinu, hefði fengið framgengt breytilegri einkalögsögu á milli 12 og 50 mílna. En Belgar og Frakkar stunda ekki fiskveiðar til að gefa eftir mið, sem þeir álíta að tilheyri þeim. Bretar urðu því að berjast til að fá einkalögsögu utan við 12 mil- urnar og til þess voru þeir í erfiðri aðstöðu og stóðu einir. Þeir höfðu helgað sér alla oliuna, en sóttu samt um fátækrastyrk til hinna höfuðborganna. Þannig er komið að fjöldi manna i Húll, Grimsby og Fleetwood er að missa atvinnuna. Þrir fjórðu hlutar „mare nostrum" Efnahagsbanda- lagsins eru mið Bretlands og Ir- lands. Auk þess eru til fleiri mið að fiska á en þau eru langt út af Falklandseyjum. Þegar Bretar komast þangað verða Rússar og Pólverjar einnig mættir. Það eru líka til aðrir fiskar en ýsa og þorskur. Og það eru enn vonir um að Islendingar og Efnahagsbanda- lagið muni semja. En falleg orð græða ekki sárin þannig að næst þegar ágreiningsmál koma upp, sem varða Breta og íra, ættu þeir að vera eins ákveðnir og Belgar og Frakkar að verja þjóðhags- muni sina.“ Bandaríska vidskiptaráduneytid: Hagvöxtur minnk- ar á íslandi EINS og fram kom I Morgun- blaðinu f gær hefur bandariska viðskiplaráðuneytið birt skýrslu um fslenzk efnahagsmál f „Commerce America" og segir meðal annars í henni að verð á fiski muni verða hátt á næsta ári og að dregið hafi úr innflutningi tsiendinga. Fr jálslyndir setja upp einingarsvip Cyrus V ance—fyrsta flokks samningamaður Washington 3. desember — Reuter CYRUS Vance 59 ára gamall lögfræðingur, sem Jimmy Carter hefur skipað utanrfkis- ráðherra sinn, hefur sýnt góða hæfileika sem samningamaður á löngum ferli sfnum f þjónustu rfkisins. Cyrus hefur einnig sýnt að hann kann bezt við sig f skugga yfirmanns sfns, og að beita áhrif- um sfnum án þess að mikið beri á og sumir segja að hann fram- kvæmi frekar skipanir annarra en að móta sjálfur stefnuna. Þessir eiginleikar njóta sfn vel við hlið sterks forseta, sem Carter segist ætla að verða, sérstaklega varðandi utanrfkismál. Cyrus mun vart verða jafn aðsópsmikill og Henry Kissinger, sem hann verður óhjá- kvæmilega borinn saman við. Vance nam lög við Yaleháskóla og starfaði fyrir rfkisstjórn Johns F. Kennedy sem almennur ráðgjafi hermálaráðuneytisins. Hann hækkaði fljótlega f tign og varð aðstoðar- varnarmálaráðherra. Johnson notaði hann f erfið utanrfkismál. Sendi hann til Panama 1964, eftir óeirðirnar við skurðinn, til Dóminikanska lýð- veldisins þegar borgara- stríðið geisaði þar 1965 og til Miðjarðarhafs þegar Tyrkir og Grikkir deildu um Kýpur 1967. Hann er þó þekktastur f Bandarfkjunum fyrir Vietnam. Hann var gagnrýninn á afskipti Bandarfkja- manna f Suðaustur- Asíu, en var sendur til Suður-Vietnams 1967. Hann sagði af sér opin- berum störfum 30. júnf 1967 vegna ofþreytu, en var sendur til Parísar 1968 til að koma Parlsarviðræðunum af stað. 1968 var hann sendur til Suður-Kóreu til að kanna hvaða ógn stæði af Norður- Kóreumönnum. Mestan hluta ársins var hann þó ásamt Averell Harriman aðal- samningamaður Banda- rfkjanna i hinum löngu og erfiðu friðar- viðræðum f Parfs. Hann fór frá Parfs 1969 eftir að Nixon tók við af Johnson. Þá hafði loftárásunum á Norður- Vietnam verið hætt og strfðsaðilar setztir að samningaborðinu. Á milli þess sem Vance var f Parfs vann hann að innanlandsmálum og var hann meðal annars sendur til Detroit til að kanna ástæðurnar fyrir óeirðunum 1967. Þegar hann var f opin- berri þjónustu gat hann þann orðstfr sem fram- úrskarandi samninga- maður og álitið er að reynsla hans úr varnar- málaráðuneytinu muni verða honum mikill styrkur i samningum við Rússa um afvopnun. Vance var ákafur stuðningsmaður Carters f baráttu hans við að ná útnefningu sem forsetaframbjóð- andi demókrata eftir að Sargent Shriver, sem hann hafði hvatt til að fara f framboð hætti við. Fólk, sem starfað hefur með Vance, segir að hann sé maður, sem geti ekki gert vitleysur. Ritari hans, Elsa Morgan, sem var ráðin til að aðstoða hann f Parfsarviðræðunum og hefur unnið fyrir hann sfðan, segir: ,Jfann er mjög ákafur, en getur þó slappað af. Hann er mjög yfirvegaður og gengur hreint til verks. Hann er ekki ör — það er stórkostlegt að vinna með honum.“ Vance er giftur Grace Sloane og þau eiga 5 börn. Þá segir, að dregið hafi úr verð- bólgunni og sú þróun geti haldið áfram, sérstaklega ef ríki og sveitarfélög draga út útgjöldum sínum. Skýrslan segir markmið stjórnvalda vera að auka hagvöxt, koma stöóugleika á Verðlag og halda fullri atvinnu hvað sem það kostar. Ríkisstjórnin hafi siðan hún tók við völdum staðið frammi fyrir erfiðum efnahagsvandamálum. Brúttóþjóðarframleiðslan hafi minnkað verulega í stjórnartíð hennar ásamt rauntekjum og verðbólgan hefur haldið áfram. Þrátt fyrir það hafi stjórnin getað haldið atvinnuleysi innan við hálft prósent. Sú stefna að halda fullri at- vinnu, þrátt fyrir minnkandi framleiðslu og hækkandi kostnað, hefur leitt til meiri lántöku er- lendis og hafa erlendar skuldir Islendinga vaxið verulega á undanförnum tveim árum. Þá segir að í ár sé þriðja árið í röð búizt við minnkuðum hag- vexti, og að hann minnki um 1,7% miðað við 3,4% í fyrra. Brjóti þetta í bága við vonir manna, sem höfðu álitið að efnahagsbatinn er- lendis myndi auka þjóðarfram- leiðslu íslendinga lítillega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.