Morgunblaðið - 04.12.1976, Page 21

Morgunblaðið - 04.12.1976, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1976 21 Dr. Halldór Halldórsson: Halldór Halldórsson Mál- yrkja Guðmundar Finnbogason- ar og fram- tíð íslenzkr- ar tungu I Bók Baldurs Jónssonar. Bókaútgáfa Menningarsjóós hefir ný- lega látið frá sér fara bókina Mályrkja Guðmundar Finnbogasonar eftir Baldur Jónsson lektor. Bókin er 150 bls í átta blaða broti og vönduð á allan hátt. Sú var ekki ætlun min að skrifa hér venjulegan ritdóm um þessa ágætu og tímabæru bók, heldur að setja á blað hugleiðingar, sem hjá mér vöknuðu við lestur hennar. En fram skal tekið, að bókin er unnin af mikilli vandvirkni og natni, enginn tími sparaður til að eltast við aldur og upptök nýyrða, sem ætla mætti, að rætur gætu átt að rekja til Guðmundar Finnbogasonar. Varlega er farið i fullyrðingar, staðreyndirnar látnar tala og forðazt að kveða upp dóma, sem ekki verða að fullu rök- studdir. Bókin er samin á vönduðu og lipru máli og því læsileg i bezta lagi. Hún gefur glögga mynd af mályrkju Guðmundar Finnbogasonar og raunar fleiri samtimamanna hans. Bókin er grundvallarrit, sém allir þeir þurfa að kynna sér, sem vilja skilja þau vanda- mál, sem kynslóð Guðmundar glímdi við, hvern vanda hún leysti og hvað við getum af Guðmundi og samtíma- mönnum hans lært. II Ásókn götunnar. Sunnudaginn 10. október I haust hringdi til mín kennari hér I bæ og sagði mér sögu, sem mér hefir ekki úr minni liðið siðan og raunar gerzt því áleitnari, sem lengra hefir liðið. Sagan virðist mér eiga erindi til fleiri en min og ekki sízt þeirra, sem móta stefnuna í íslenzkukennslu og raunar öllum menntamálum þjóðarinnar. Sagan var á þá leið, að kennarinn hefði eitt sinn — ég spurði ekki nákvæmlega hvenær — verið kvaddur á fund námstjóra I íslenzku ásamt fleiri kenríurum. Á fundinum lagði námstjórinn fram hug- myndir sinar um Islenzkukennslu, en kennarinn rakti þær ekki I einstökum atriðum. A fundinum barst talið að svo nefndri þágufallssýki. Sagði nám- stjórinn, að hann hefði sjálfur gefizt upp við að venja börn sín af henni. Áhrif götunnar væru svo mikil, að hann teldi það tilgangslaust og ráðlagði kennurunum að fara að dæmi slnu og láta afskiptalaust, hvort nemendurnir væru þágufallssjúkir eða ekki. Áreiðanlega hefir námstjórinn rétt fyrir sér I því, að ásókn götunnar er mikil. En hitt er annað mál, hvort það er hlutverk skólanna að elta uppi götu- málið og láta undan áhrifum götunnar, þótt róðurinn geti verið þungar. Og vist er, að stefna námstjórans er I beinni andstöðu við hugmyndir Guðmundar Finnbogasonar um íslenzka málrækt. III Þjónkun við linkuna. Ég llt ekki svo á, að það sé hlutverk skóla að gefast upp fyrir áhrifum göt- unnar né stuðla að því, að út úr þeim komi linjumenni.Þessi stefna virðist þó eiga nokkru fylgi að fagna nú. Samkvæmt mínum skilningi er það hlutverk skóla að vinna á móti áhrifum götunnar, með öðrum orðum að leitast við að gera menn að menntamönnum, en ekki götustrákum. Til hvers eyðum við allri þeirri fyrirhöfn og öllu þvl fé, sem fer til skólamála, ef gatan er bezti uppalandinn? En átakalaust verður enginn mikill menntamaður, og átaka- laust leysum við aldrei íslenzk mál- vandamál. Þennan lærdóm getum við dregið af starfi og stefnu Guðmundar Finnbogasonar I menntamálum og af- skiptum hans af Islenzku máli. Honum var ljóst, að Islenzkan — málið og bók- menntirnar —átti að vera undirstöðu- grein I skólakerfinu. Þetta kemur skýr- lega fram I bók Baldurs Jónssonar. Guómundur var ekki hræddur við að leggja til atlögu við götumálið. Hann lagði til atlögu við mál heilla stétta og varð mikið ágengt. Hann gerðist aldrei þjónn linkunnar, þegar islenzkan átti I hlut. IV Kynslóð, sem réðst á brattann. Guðmundur Finnbogason og kynslóð hans létu ekki deigan síga I baráttu sinni fyrir vöndun islenzks máls. Hér er ógerningur að telja alla þá mætu menn, sem þátt áttu I þessu mikla starfi. En nánasti samstarfsmaður Guðmundar I þessum efnum var prófessor Sigurður Nordal, sem starf- aði með honum alla tið I Orðanefnd Verkfræðingafélagsins. Samvinna þeirra var einkar frjósöm. Þeir voru báðir óvenjumiklir hæfileikamenn, en jafnframt mjög ólikir: Guðmundur kappsfullur I baráttunni, en Sigurður gætinn og raunsær. Hvorugan skorti hagleik i orðasmíð. Af öðrum högum orðasmiðum frá sama eða svipuðum tima mætti nefna Björn Bjarnason frá Viðfirði, Sigurð Guðmundsson skóla- meistara, Steingrlm Jónsson rafmagns- stjóra, landlæknana Guðmund Björns- son og Vilmund Jónsson, Alexander Jóhannesson prófessor, Hallbjörn Halldórsson prentara og marga fleiri. Síðar tóku við ýmsir, sem enn eru á lifi, eins og t.d. Einar Ól. Sveinsson prófess- or. Þessi frlði flokkur réðst ótrauður á brattann. Hann beitti sér bæði fyrir málhreinsun og málrækt, sem Baldur Jónsson kallar sameiginlega mályrkju. Um það leyti, sem ég ólst upp, var málið atað alls kyns dönskuslettum. Það þótti ekki tiltökumál að tala um kokkhús, dösslag og fortó. Þessi orð heyri ég nú aldrei, nema ef einhver roskinn maður bregður þeim fyrir sig i gamni. Ég tek þau aðeins sem dæmi. Sllkum orðum sópuðu Guðmundur og kynslóð hans burt úr málinu. Mál- hreinsun þessarar kynslóðar beindist að útrýmingu slíkra orða ásamt bar- áttunni við hvers kyns málvillur eins og þágufallssýkina, sem gatan og fylgismenn hennar eru treg til að varpa út á hauga. Málræktin, sérstak- lega nýyrðasmið, var annað aðalverk- efni þessarar kynslóðar. A þessari öld hafa verið myndaðir tugir þúsunda orða, sem náð hafa fótfestu I málinu, og eiga þeir, sem samtiða voru Guðmundi, og þeir, sem tóku við af þeim, þakkir skildar fyrir þessi orð. Mér er ljóst, að islenzk tunga væri öll önnur og verri tunga, ef Guðmundar Finnbogasonar og kynslóðar hans hefði ekki notið við. Þessi kynslóð kennir okkur, hve langt má komast, ef sótt er á brattann og reynt er :ð leysa hvert málvandamál með skynsamlegt, íslenzkt sjónarmið að leiðarljósi. V Framtfðin Mér virðist, að sú málstefna, sem kynslóð Guðmundar Finnbogasonar hélt á loft, eigi sér öfluga stuðnings- menn enn. Þessa verð ég meðal annars var meðal ungs fólks, sem ég hefi kynnzt. En við verðum að athuga, að aðstæður hafa mjög breytzt, þannig að eðlilegt er, að hugmyndir okkar um vandað mál eru ekki nákvæmlega þær sömu og á tímum Guðmundar. Við eigum lika við nokkuð breytt vandamál að gllma. Áhrif frá dönsku eru að visu ekki úr sögunni, en enskan er nú miklu áleitnari. Hvers vegna nota margir djús og sprei, þegar við eigum jafngóð orð og safi og úði i þeirra stað? Þetta eru aðeins einangruð dæmi. Þá vaða enn uppi allslenzkar málvillur, sem þarf að útrýma. Mér er að vísu ljóst, að götumál verður aldrei að fullu upp- rætt. En það þyrfti að takmarkast við þröngan hóp og skyni bornum mönnum innrætt, að þeir eiga að bera virðingu fyrir tungunni, enda sé það þeim sjálf- um virðingarauki. Nýyrða er enn meiri þörf en áður, og til þeirra ber að vanda. Mér virðast nú vaða uppi óhrjáleg og stundum óþörf nýyrði. Hér er þörf aukinnar málrækt- ar. Á ráðstefnu, sem menntamálaráð- herra hélt um stafsetningarmál 30. okt. s.l., bar nokkuð á góma, að efla þyrfti Islenzka málnefnd. Ef við viljum vinna I anda Guðmundar Finn- bogasonar, ætti að breyta íslenzkri málnefnd I stofnun, sem hefði sér- fróðu starfsliði á að skipa. Hlutverk þessarar stofnunar ætti að vera íslenzk málhreinsun og Islenzk málrækt. Hún ætti að gefa út bækur og bæklinga um þessi efni og gefa þeim ráð, sem til hennar leituðu, um málfarsleg efni. Ég beini þessari tillögu tií menntamála- ráðherra og Alþingis og vænti þess,að þessir aðilar hrindi hugmyndinni i framkvæmd, en láti ekki Islenzka mál- nefnd veslast upp af f járskorti, eins og formaður hennar lýsti á fyrr greindum fundi. Ef Alþingi er jafnannt um Islenzkt mál og ýmsir alþingismenn hafa látið f veðri vaka, ættu þeir að sýna ræktarsemi sfna I verki.Það er nauðsynlegt að undirbúa þegar f stað frumvarp um þetta efni og samþykkja það sfðan sem lög. I þessum lögum ætti að ákveða, að Islenzk málnefnd verði sérstök stofnun, sem annaðist fslenzka málhreinsun og málrækt. Stofnunin ætti að hafa rffan fjárhag og beita öllum tiltækum ráðum til verndar tungunni. Áskell Löve: Um mýragróður Islands Á s.l. ári gaf Vísindafélag Islend- inga út allstórt rit um fslenskan mýragróður eftir Steindór Steindórsson fv. skólameistara. Þess hefir lítt eða ekki verið getið I íslenskum fjölmiðlum en fyrir skemmstu birtist um það ritdóm- ur I amerísku vlsindatlmariti eft- ir dr. Áskel Löve. Fer hann hér á eftir I íslenskri þýðingu. Langt er síðan almennar rann- sóknir á ýmsum arktfskum lönd- um hafa leitt I ljós, að hinar vel þekktu regnmýrar norrænna landa hittast þar naumlega, held- ur eru votlendi þessara svæða nær eingöngu til orðin af stað- háttum, engu að síður eru nær engar nákvæmar rannsóknir um gróðurfarslegan breytileika nor- rænna mýra. Þessvegna er full ástæða fyrir grasafræðinga og bú- fræðinga, sem fást við arktískan gróður að fagna bókinni um Is- lenskar mýrar eftir Steindór Steindórsson, öldung fslenskrar grasafræði og fyrrverandi skóla- .re:staia á Akureyri. Höfundurinn hefir varið nær 45 árum til að rannsaka gróðurfar um mestan hluta Islands. Þar eð verulegur hluti af rannsókna- starfi hans hefir beinst að mýr- lendinu, sem nær yfir verulegan hluta landsins, er bók þessi byggð á geysimiklum fjölda af gróður- greiningum, sem hann hefir gert á allflestum gerðum mýra, og eru þær settar upp I töflur, sem taka yfir 60 blaðsiður aftast I bókinni. Niðurstöður þessara gróðurgrein- inga sýna um 100 mismunandi gróðursveitir islenskra mýra. I þrjátfu og fimm gróðursveitum eru starartegundir og klófffa ríkj- andi tegundir, og einkennast þær af þessum tegundum. Þær heyra allar til flóagróðri, en I flóanum er landið flatt, og yfir jarðvegin- um liggur kyrrstætt vatn meiri eða minni hluta ársins. Flóar þessir eru á flötu láglendi en einnig víða I hálendinu, þar sem f landinu hallar ekki, og verða þar oft til freðmýrar með rústum. I fjörutíu gróðursveitum rikja star- ar- skúfgras- og elftingartegundir og jafnvel grös og smárunnar. Þar flýtur vatn sjaldnast yfir jarðveg- inum, enda þótt hann sé rakur af vatni, sem er á sffelldri hreyf- ingu. Mýrar þessar, sem ætlð eru meira eða minna hallandi, eru að öllum jafnaði þýfðar, þúfurnar oft að mestu úr mosum, enda þótt þær séu vaxnar öðrum tegundum. Það eru þessar mýrar, sem eink- um hafa verið nýttar til heyöflun- ar, og síðar þurrkaðar og teknar til ræktunar á seinni árum. 1 nán- um tengslum við þessar tvær mýragerðir er jarðargróður sem Steindór Steindórsson er blandaður þurrlendis og mýr- lendistegundum. Sérstöðu hefir dýjagróðurinn, sem aldrei þekur nema smábletti, vaxna nokkrum tegundum, sem stöðugt eru I köldu vatni, en frjósa aldrei. Þessar gerði votlendisgróðurs eru ekki sérkennilegar fyrir ísland, heldur er þær að finna hvarvetna I arktískum löndum. Þriðja megingerð íslenskra mýra eru flæðimýrarnar, sem verða til I óshólmum á láglendi, þar sem árnar, stundum ásamt sjávar- föllunum hlaða upp leir- og sandeyrum þar sem plöntur festa smám saman rætur og mynda með timanum samfellda gróðurbreiðu. Víðast hvar I arktískum löndum, þar sem þessi skilyrði eru fyrir hendi verða fyrstu gróðurhverfin samansett af grastegundum, elft- ingum og nokkrum jurtum, síðan tekur við hrafnafífu gróður- hverfi, er hverfur seinna yfir I þéttar breiður af klófifu, hálma- gresi og skyldum tegundum. Þessi gróðurhverfi eru einnig til á Islandi en algengast er að lokastig I gróðri flæðimýranna sé annað- hvort hrein gulstarahverfi, eða gróðurhverfi, þar sem gulstörin er að visu rlkjandi, en þó oft Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.