Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 1976 17 ^LjósmyndiiT '>igfúsar~' ^EymundssonaT Dómkirkjan leitar til Reykvíkinga EFTIRFARANDI bréf hefur nú, ásamt gíróseðli, verið sent út til þeirra, sem búa innan sóknarmarka Dómkirkjunnar. Ef einhverjir hafa ekki fengið bréfið, geta þeir fengið það í Dómkirkjunni eða hringt þangað og fengið það sent. Hér er bréfið birt vegna hinna mörgu velunnara kirkjunnar, sem utan sóknar- markanna búa, en vilja styðja hinn aldna helgidóm, sem öll- um Reykvíkingum er kær. Framlögum er hægt að koma til okkar dómkirkjuprestanna eða kirkjuvarðarins, og svo á gfróreikning kirkjunnar, sem er nr. 12113. Forráðamönnum kirkjunnar er ljóst, að desember er mörg- um, og ekki síst fjölskyldufólki, erfiður mánuður fjárhagslega, en söfnunin stendur fram yfir áramót, svo þetta ætti ekki að hindra. Eins og bréfið ber með sér hefur útkoma þess dregist vegna anna þeirra, sem veittu okkur aðstoð við að undirbúa söfnunina, en útsendingu var þó ekki frestað fram yfir ára- mót, þvi margir munu vilja gefa eitthvað til kirkjunnar sinnar um jólin. Við væntum góðra undir- tekta, svo hægt verði að gera þær lagfæringar á Dómkirkj- unni, sem nauðsynlegar eru, og hún megi með sóma gegna hlut- verki sínu sem Dómkirkja Islendinga. Hjalti Guðmundsson. Þórir Stephensen. Og hér kemur bréfið: Reykjavík, nóvember 1976. Heiðraði viðtakandi. Eins og þér mun kunnugt á Dómkirkjan 180 ára afmæli um þessar mundir. Þegar æfmælis- ins var minnst, var sú ákvörðun tekin að láta framkvæma mikla viðgerð á kirkjunni innan- verðri, mála hana, leggja ný teppi, lagfæra bekki og margt fleira, sem nauðsyn er að gera, svo að þetta forna guðshús verði svo veglegt sem því ber, og geti, jafnframt því að vera sögulegur minnisvarði, einnig verið kirkja lifandi safnaðar. Kirkjan hefur búið við þröng- an efnahag að undanförnu, því að íbúum prestakallsins, og þar með gjaldendum, hefur fækkað um meira en helming s.l. 30 ár. Það er ekki sfst vegna þess að æ meira húsnæði innan sóknar- marka Dómkirkjunnar er nú tekið undir skrifstofur og aðra starfsemi ýmissa fyrirtækja. Þess vegna skrifum við nú bæði öllum heimilum og fyrirtækj- um i sókninni með beiðni um Framhald á bls. 37 i i 4 t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.