Morgunblaðið - 19.12.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 1976
25
AUGI.ÝSrNGASÍMÍNN ER:
22480
|H«r0unliI«t>ib
Bókamiðstöðin:
Fjórar nýjar
ævintýrabækur
á jólamarkað
BÓKAMIÐSTÖÐIN hefur gefið
út fjórar bækur í safni ævintýra
fyrir yngstu lesendurna. Þau
heita Ævintýrið um Sigríði og
tunglið, Ævintýrið um Þumaling
og sígaunana, Ævintýrið um
spiladósina góðu og Ævintýrið um
Fútta og Bússu. Bækurnar eru
þýddar af Jóhanni J. Kristjáns-
syni og myndskreyttar af Herdisi
Hilbner.
Otgáfa þessa ævintýrasafns
hófst árið 1964 og hafa nú komið
út alls 25 hefti. Fyrstu átta ævin-
týrin þýddi Högni Torfason og
voru þau myndskreytt af
Baltazar. Næstu 13 ævintýri voru
þýdd af Jóhanni J. Kristjánssyni,
eins og þau fjögur sem nú eru
komin út, og voru þau
myndskreytt af Ellen Birgis.
Spies
greiðir
milljarð
í skatt
Kaupmannahöfn 15. des. Ntb.
MEÐ ávísun, sem hljóðar upp á
tæpan milljarð, mun danski ferða-
málafrömuðurinn og glaumgos-
inn Simon Spies gera upp skuldir
sinar við dönsk skattayfirvöld að
þvi er danska blaðið Politiken
segir i dag. Skuldin hefur verið að
aukast síðustu fimmtán ár og
kröfur skattayfirvalda hljóðuðu I
fyrstu upp á fjórum sinnum hærri
upphæð. En i gær náðist svo sam-
komulag sem felur i sér, að Spaes
og fyrirtæki hans greiði um millj-
arð og sé þar með kvittur við
skattayfirvöld. Samtimis var tek-
ið fram að fyrirtækið hefði ekki
reynt að svikja undan skatti en
vegna mismunandi túlkunarat-
riða ýmissa greina skattalaganna
slyppi Spies við frekari greiðslur
svo og þyrfti hann ekki að greiðá
skaðabætur.
vervgmi sinu,
og geturfært eigamtanum veglegan
mppdnettisvinning
að upphæð 20 milljónir
Happdrættisskuldabréfin em til sölu nú. Þau fást í öllim
m og spansjóðum og kosta 2000 krónur.
1) SEÐLABANKI ÍSLANDS
Tvær sauðfjár-
sæðingarstöðvar
starfræktar
Á SÍÐAST liðnu ári voru sæddar I
hér á landi nær 18 þúsund ær en
gert er ráð fyrir að talan verði
nokkuð lægri I ár. Sæðingar-
stöðvar eru nú starfræktar á
tveimur stöðum, Hesti i Borgar-
firði og Laugardælum. t ár er
ekki starfrækt sæðingarstöð I
Eyjafirði, eins og undanfarin ár
en frá Laugardælum eru ær
sæddar vfða um Suðurland, auk
þess hefur sæði verið sent þaðan
til Norðurlands. Sæðisskammtur-
inn er seldur á 130 krónur en
bændur verða auk þess að greiða
kaup sæðingarmannsins og ferða-
kostnað hans.
Fyrstu ærnar voru tæknifrjóvg-
aðar hér á landi á Hvanneyri árið
1913 og gerði það Halldór Vil-
hjálmsson, skólastjóri á Hvann-
eyri. Notaði hann venjulega bólu-
setningasprautu og gafst ágæt-
lega. Arið 1945 var í fyrsta og eina
skiptið flutt inn sæði frá Skot-
landi, sæddar væru 640 ær og af
þeim héldu 94. Sauðfjársæðingar
hafa að því er segir i siðasta
fréttabréfi Upplýsingaþjónustu
landbúnaðarins verið og eru stór
þáttur I þeim kynbótaframförum,
sem orðið hafa I sauðfjárræktinni
en lögð hefur verið áherzla á að
vélja vel byggða hrúta og einnig
hefur frjósemin ráðið miklu um
val kynbótahrútanna.
Ný rakara-
stofa
Á ÞESSÁRI mynd má sjá
Lárus Gunnlaugsson hárskera
á Dalvfk en hann opnaði
nýlega rakarstofu að Goða-
braut 11 þar f bæ. Mun þetta
vera fyrsta rakarastofan sem
Starfrækt er á Dalvfk. Lárus
veitir almenna hárskera-
þjónustu, og auk þess mun
vera hægt að panta tfma hjá
honum, og á móti þeim
pöntunum er tekið f sfma 6-
14-66. (Ljósm. Jón Baldvins-
son)