Morgunblaðið - 19.12.1976, Page 33

Morgunblaðið - 19.12.1976, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19.DESEMBER 1976 33 Fyrri grein SAUL Bellow, Nóbelshafi í bókmenntum í ár, er Gyðingaættar svo sem kunnugt er. Á liðnu ári dvaldi hann um f jögurra mánaða skeið í ísrael og um þá veru sína hefur hann nú ritað bókina „To JerUsalem and Back“. Mbl. mun í tveimur greinum birta lauslega þýdda kafla úr bók Bellows. í þessari grein segir frá fundi Bellows með Abba Eban og lýsing hans á Jerúsalem. Inntak alls þess tals sem fram fer í ísrael — og þar er talað mikið — er hið endanlega markmið, að það þjóðfélag, sem skapað hefur verið í ísrael á örfáum áratugum fái að lifa af. J erúsalem Jerúsalem heim aftur Við erum stödd í Jerúsalem — það er borg rétt eins og gengur og gerist. Og þó er Jerúsalem eina borgin þar sem ég hef séð að fornir dýrgripir eru í hag- nýtri notkun en ekki stillt út sem sýn- ingarmunum. Samt er Jerúsalem nú- timaborg með nútima þægindum. Við verzlum í nýtízkulegum stórmörkuð- um, við bjóðum vinum okkar góðan daginn i símann, við hlýðum á sinfóníu- leik í útvarpinu. En skyndilega þagn- ar tónlistin; skýrt er frá hryðjuverka- sprengju. Sprenging hefur orðið fyrir utan kaffistofu við Jaffa Road, sex ungmenni eru látin og 38 manns slasað- ir. Skelfingu lostin leggjum við frá okkur drykkina okkar. Órótt er okkur innan brjósts þegar setzt er að máls- verði. Alltaf eru sprengjur að springa. 1 London hefur sprengiefni verið kast- að. Munurinn er aðeins sá, að sprengja sem springur í veitingahúsi í West End í London, skekur ekki undirstöður og tilverurétt ensku þjóðarinnar. Samt sitjum við hér við kvöldverðinn með elskulegu fólki i ósköp venjuleg- um matsal. Ég veit að gestgjafi minn hefur misst son. Ég veit að systir hans missti son i stríðinu 1973. Ég veit að við þessa götu búa margir foreldrar sem misst hafa börn sín. Og við Jaffa Road voru sex manns að deyja — sex ungar manneskjur. þar af voru tvö ungmenni í skólafríminútum, sem höfðu brugðið sér inn í kaffistofuna að fá sér hress- ingu — og nú eru þau dáin. En í hversdagslegu umhverfinu þar sem óhreinir diskar og full glös eru jafn raunveruleg, er erfitt að að skilja áþreifanleika ótta og eyðileggingar. En þó veiztu, að þetta er einn þáttur í lífi Gyðinga. Hann er óumbreytanlegur, þrátt fyrir stofnun Gyðingarfkis: Þú getur ekki litið á rétt þinn til að lifa eins og sjálfsagðan hlut. Aðrir geta það. Ekki þú. Þar með er ekki sagt að allir aðrir Iifi ljúfu og góðu lífi og búi við réttlátt stjórnarfar. Nei. Það þýðir einvörðungu að vegna þjóð- ernis síns hafa Gyðingar aldrei notið þess að taka réttinn til að lifa eins og eðlilegan og sjálfsagðan hlut. Að sönnu neita margir ísraeiar að viðurkenna að þessari sögulegu stað- reynd hafi ekki verið útrýmt. Þeir virð- ast hugsa um sjálfa sig og ísraelsríki eins og fastmótað veldi, óbifanlegt. Staða þeirra hefur verið ákvörðuð. Þeir eru þjóð meðal þjöða og munu verða það. Þú verður að slíta hug þinn frá þessari blekkingu eða sannfæringu. Þú verður að slíta þig frá „siðfáguðu yfirborði“ til þess að skilja raunveru- leikann. Viðleitni til að lina óþægindi virkileika ísraels. Þjóðernisstefna hef- ur engan sambæærilegan raunveru- leika. Þetta mætti orða eins og George Steiner gerði í „The Listener", þannig að zionismi sem skapaður væri af gyð- inglegum þjóðernissinnum, sem inn- blásnir væru af Bismarck og fylgdu prússneskri fyrirmynd, gæti ekki verið réttur. Gyðingar urðu ekki þjóðernis- sinnar vegna þess að þeir sóttu styrk sinn til dýrkunar á því sem jafna má við „Blut und Eisen“, heldur vegna þess að þeir einir roeðal þjóða jarðar höfðu ekki öðlazt rétt til að búa í landi forfeðra sinna. Þessi réttur er ekki skýrt markaður, ekki einu sinni á hin- um frjálslyndu Vesturlöndum. I hinni stuttu en athuglisverðu bók Jafkovs Lind um Israel, „The Trip to Jerúsalem", eru þessi orð höfð eftir Ben Gurion: „Gyðingar vita varla um nokkurt víti sem kynni að bíða þeirra. Víti Gyðinga er persónuleg óánægja með þá sjálfa ef þeir finna til meðal- mennskunnar". Eins og alþekkt er gera Gyðingar óheyrilegar kröfur til sjálfra sín og hver til annars. Og þeir gera viðlíka kröfur til umheimsins. Ég velti stundum fyrir mér, hvort það sé ástæð- an fyrir því, hvað Israel bögglast fyrir brjóstinu á heiminum. Ég fer í þingið. Þar eru í gildi strang- ar öryggisráðstafanir. Þeir stöðva bíl- inn minn í hliðinu og ég fer út og inn á litla skrifstofu, þar sem sex eða sjö hermenn eru i fullum skrúða með brugðnar vélbyssur um öxl. Þeir eru að tala um kvikmyndir og væntanlega heimsókn Frank Sinatra. Ég skýri frá því hver sé tilgangur heimsóknarinnar. Ég sé kominn til að snæða hádegisverð með Abba Eban. Vegabréfið mitt er skoðað og hringt er til skrifstofu Ebans. Gamall, svartklæddur og skeggjaður Gyðingur nálgast. Hann er hýr í bragði með góðar tennur og vold- ugt nef og hann skýrir glaðlega en i löngu máli frá erindi sínu. Að baki hans standa elskendur og sýna hvort öðru ástúð sína með því að strjúka höfuð hvors annars meðan þau bíða eftir því að skilríki þeirra séu skoðuð. Embættismaðurinn vill fá að skoða bækurnar sem gamli Gyðingurinn hef- ur meðferðis. Loks er mér gefin bending um að fara inn í klefa og þar leitar hermaður að vopnum. Hann fer líka í saumaría á regnfrakkanum mínum, þuklar hattinn minn og lætur mig stíga upp á lítinn stall og þreifar á fótleggjunum. Hann tekur pennann minn í sundur. Síðan rymur í honum og hann hleypir mér út í áttina að stóra opna torginu sem þing- húsið stendur við. Knesset er stórkost- leg bygging. Þjóð með þrjár og hálfa milljón íbúa ætti að hafa íburðarminna Abba Eban þinghús, en frumbyggjarnir voru ekki þekktir að góðum smekk né sparnaði. Teddu Kolek, borgarstjóri Jerúsalems, segir mér, að eftir 1967 hafi Ben Gur- ion verið áfjáður í að láta rífa niður veggina i gamla borgarhlutanum. „Lát- ið allt vera opið. Gerið úr eina borg, enga múra," sagði hann. „Sneyddur fegurðarskyni," segir Kolek stutt og laggott. Við upplýsingaborðið eru starfs- mennirnir illúðlegir á svip, konurnar í fatageymslunni eru að spjalla saman. Ég segi að ég sé kominn til hádegis- verðar og mér er vísað niður stigann. Niðri eru tveir matsalir, annar fyrir kjötætur, hinn fyrir fólk á sérfæði. Eban bíður eftir mér. Hann er að lesa blöðin. Stór augun virðast enn stærri bak við gríðarmikil glerrugun. Hann kemur fram af sendiherralegri reisn. Hann og ég göngum að borði í kjötætu- salnum og pöntum steiktan kjúkling og vínarsnitsel. Eban hefur ekki fundið í blöðunum það sem hann var að leita að og hann dregur þau undan armkrikanum og heldur áfram af fullum krafti. Ég reyni að létta honum þessa fyrstu stund með smáskrafi meðan hann rennir í gegn- um Ha-aretz. Loks er maturinn borinn fram. Eban er hlédrægur en einnig mjög sjálfsöruggur. Hann er fúll, en ekki dónalega fúll. Hann langar ekki til að vera það sem hann er. Hugsanir hans hvarfla um heiminn eins og gervi- hnöttur á sporbraut. Ég þekki mann- gerðina. Súpuskálarnar eru teknar á braut, kjúklingnum er snarað fyrir Eban. Snitselið mitt er seigt. Svo að ég snæði húrsgrjónin og dreypi á límonaði. Eban talar og talar, skoðánjr hans eru skipulegar og skipulagðar. Hann hefur ekkert gaman af því að heyra aðra tala. En þá er lika að hafa í huga að hingað er ég kominn til að heyra hvað hann hefur að segja. Bellow lýsir síðan þegar Eban segir skoðun sína á heimsmálunum og kem- ur víða við. Hann telur Sovétríkin ekki versta þjóðfélagið í sögunni. Né heldur litur hann á það sem djöfullegt veldi, sem sækist eftir að þenja sig út og reyna að eyðileggja kapitaliskt lýðræði. Það er kannski vont stórveldi, en þó má skilja það, halda því i skefjum, stýra því. Það gerir mistök og hikar, veikleikar þess eru sannfærandi og veita visst öryggi. Hefur Eban heyrt Kissinger gefa persónulega útlistun á detente? Nei. Dr. Kissinger hefur aldreí setið nógu lengi til að skýra það til fullnustu fyrir Eban. Fólk er alltaf að koma með skila- boð og Kissinger alltaf að stökkva á fætur. Þegar við ökum siðan saman eftir Jaffa Road ræðum við um bandarísk stjórnmál. Sú saga er bersýnilega sann- leikanum samkvæm að stutt er síðan Gerald Ford, Bandarfkjaforseti, komst að þvi að bandariska sendiráðið í Ísrael væri ekki í höfuðborg Ísraels, heldur í Tel Aviv. Eban er tregur til að gagn- rýna forsetann, en hann viðurkennir að hann fari ekki i fötin hans Lyndons Johnsons. „Hann var vitur maður," segir hann með aðdáun. Ég hafði heyrt að einu sinni hefði Johnson tekið 4 móti Eban með eftirfarandi orðum: „Herra sendi- herra, ég sig hérna og klóra mér í rassinum og er að hugsa um Israel.“ Eban staðfestir að rétt sé með farið, en tekur fram að þetta hafi verið mælt vinsamlega og með fullri virðingu. Það hefur stytt upp. Ég fer út úr bilnum, þakka fyrir mig og kveð. Jaffa Road. Búðirnar eru lokaðar um miðjan dag. Ég geng framhjá litlu kaffistof- unni, þar sem sprengjan sprakk fyrir fáeinum dögum. Ungur leigubiistjóri sagði mér og Alexöndru konu minni, að hann hefði verið í þann veginn að fara þarna inn með vini sínum, þegar þriðji kunningi hans handan götunnar kall- aði til hans. „Hann þurfti aó segja við mig orð og ég hljóp til hans og í sömu mund sprakk sprengjan. Og nú er vin- ur minn dáinn." Röddin var ung og hún var að bresta en svo bætti hann við „Og þannig lifum við. herra. Skilurðu? Þetta er okkar lif. Einmitt svona."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.