Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976
Lánsfjáráætlun ríkisins 1977:
Heildarstærð lánsfjármark-
aðarins minnki um 12,4%
GEFIN hefur verið út „Skýrsla
rlkisst jórnarinnar um lánsfjár-
áætlun 1977“ og er þetta ( annað
sinn, sem slík skýrsla er lögð fyr-
ir Alþingi. Með lánsfjáráætlun
1977 er aftur að þvf stefnt að
draga úr heildarnotkun lánsfjár,
en það er forsenda þess, að auðið
verði að ná þeim bata I viðskipta-
jöfnuði og verðþrðun, sem mið er
tekið af — segir f skýrslunni.
Heildarstærð lánsf jármarkaðar-
ins er áætluð 38.7 milljarðar
króna eða 12.4% lægri að fjárhæð
en I ár. Jafnframt er áætluð veru-
leg breyting innbyrðis hlutfalla.
A notkunarhlið er áætluð mikil
lækkun á vegum opinberra aðila,
meðan einkaaðilar ná lítils háttar
aukningu, sem öll er talin falla
fbúðarbyggjendum f skaut.
Á framboðshlið lánsfjármagns
verður megináherzla á minni
notkun erlends lánsfjármagns.
Innan hins innlenda lánsfjár-
markaðar er aðaláherzlan lögð á
minni fjármögnun bankakerfis-
ins, en þar ætti að veitast færi á
nokkurri aðlögun eftir mikla
þenslu undangenginna ára. Að
hluta er um að ræða bein tengsl
milli hlutfallabreytinga, sem að
miklum hluta eru kostaðar af er-
lendu lánsfé.
í skýrslunni segir að stefnan í
útlána- og peningamálum banka-
kerfisins muni miðast við að at-
vinnuvegunum verði séð fyrir
nauðsynlegu rekstrarfé, án þess
að með lánum sé ýtt undir um-
frameftirspurn, sem leiðir til
óhóflegs innflutnings og verð-
hækkana. Stefnan verður því að-
eins árangursrfk, að takist að
tryggja jafna og hóflega aukn-
ingu útlána og peninga í umferð,
sem samræmist verðmætasköpun
hafkerfisins. Þó mun atvinnu-
ástand og þróun almennrar eftir-
spurnar geta gefið tilefni til end-
urskoðunar.
Höfuðmarkmið stefnunnar í
peningamálum verður að bæta
viðskiptajöfnuð og gjaldeyris-
stöðu bankanna. Jafnframt er
stefnt að því að færa aukningu
peningamagns niður úr 32% á
yfirstandandi ári I 24% á næsta
ári. Á yfirstandandi ári byggðist
peningamyndun að verulegu leyti
á útlánum innlánsstofnana, en
horfur eru á því, að bætt greiðslu-
afkoma ríkissjóðs geti dregið
nokkuð úr þensluáhrifum þeirra
á síðasta ársfjórðungi. Takist að
bæta gjaldeyrisstöðuha um 4.5
milljarða á næsta ári eins og að er
stefnt, munu gjaldeyrisviðskiptin
leggja af mörkum stærri skerf til
peningamyndunar en verið hefur
á síðustu árum. Það þýðir að
draga verður úr útlánsaukningu
bankakerfisins eigi tilætlaður
árangur að nást I þróun peninga-
magns og viðskiptajafnaðar.
Reynsla síðustu ára bendir til
þess að við 100 króna útlánsaukn-
ingu aukist innflutningur um 60
krónur á sama ári. Samkvæmt
fjárlagafrumvarpi 1977 mun rík-
issjóður enn leggja af mörkum
verulegan skerf til þessa þáttar
peningamálanna með þvl að
grynnka á skuldum við Seðla-
bankann, sem mynduðust aðal-
lega á árunum 1974 og 1975. Áætl-
að er að skuldir ríkissjóðs og rík-
isstofnana I Seðlabankanum
lækki um 2.200 milljónir króna á
árinu. Auk þess þarf rikið að
greiða um 1.800 milljónir króna i
afborganir af erlendum lánum,
sem Seðlabankinn hefur endur-
lánað.
I skýrslunni segir: Utlánagetu
innlánsstofnana eru settar þröng-
ar skorður, þar sem lausafjár-
staða þeirra er rýr eftir óhagstæð
gjaldeyrisviðskipti síðustu ára
ásamt mikilli aukningu útlána i
ár. Verður þvi nauðsynlegt að
bæta stöðuna á næsta ári, en vafa-
samt er að hægt sé að setja mark-
ið hátt á þessu sviði, nema þróun
gjaldeyrismála snúist mjög til
hins betra. Vegna endurkaupa
Seðlabankans er tryggt, að af-
urðalán verða veitt með venjuleg-
um hætti, en að öðru leyti hljóta
útlán að takmarkast af aukningu
innlána umfram það sem greiða
ber inn á bundna reikninga í
Seðlabankanum. Ofangreind
markmið um gjaldeyrisviðskipti
og lausafjárstöðu, ásamt áætlun-
um um aðra þætti peningamál-
anna, benda til þess að útlán inn-
lánsstofnana að frádregnum end-
urseldum afurðalánum geti auk-
ist um 19% eða u.þ.b. 4.4% á
hverjum ársfjróðungi. Síðan segir
i skýrslunni:
„1 hnotskurn má lýsa stefnunni
í peningamálum þannig, að mark-
miðin séu til að bæta gjaldeyris-
stöðu og lausafjárstöðu innláns-
stofnana. Þessu verður náð með
bættri stöðu ríkisins gagnvart
Seðlabanka og með þvi að draga
úr útlánaaukningu innlánsstofn-
ana. Meginviðfangsefni á sviði
peningamálanna verður því sem
áður fólgið i stöðugu eftirliti með
stöðu rikassjóðs og útlánum inn-
lánsstofnana. Á yfirstandandi ári
hefur Seðlabankinn samið við við-
skiptabankana um hámarksaukn-
ingu útlána i samræmi við láns-
fjáráætlun 1976, en nú er ljóst að
útlánin fara fram úr hámarkinu
og stuðla að óheppilegri nýmynd-
un peninga. Þetta er þeim mun
alvarlegra, þegar haft er I huga,
að aðeins með samstilltu átaki er
árangurs að vænta. Það er þvi
afar mikilvægt nú að finna leiðir
til að ná tökum á aukningu útlán-
anna.“
Loks segir: Heildarniðurstöður
lánsf jaráætlunar 1977 falla mjög i
sama farveg hlutfallslegra aukn-
inga á árinu áður, með 21,6%
aukningu í heild, 32,5% á vegum
Ibúðalánasjóða og 16,4% á vegum
atvinnusjóða. Stafar mun meiri
aukning Ibúðalána af ástæðum
félagslegra skuldbindinga, þ.e.
vegna verkamannabústaða, leigu-
og söluibúða sveitarfélaga og
leiguibúða aldraðra og öryrkja,
auk verulega hækkaðra lánveit-
inga út á eldri íbúðir.
Lagning gufuleiðslu f itt að skilju, sem skilur vatnið frá gufunni fyrir
virkjunina. (Ljósm. Sigurður Harðarson.)
Aðeins vaktmenn
eru nú við Kröflu
Niðurstöður mælinga lagðar fyrir
Kröflunefnd og iðnaðarráðuneyti
STARFSFÓLK við Kröflu
er nú flest komið í jðlafrí
og þar aðeins eftir vakt-
menn frá Miðfelli, sem
gæta búðanna yfir há-
tfðarnar. Af mælingum á
holu 10, sem er sú hola sem
virðist ætla að gefa beztan
árangur, er það að frétta að
niðurstöður mælinga hafa
verið lagðar fyrir Kröflu-
nefnd og iðnaðarráðuneyt-
i. Er trúlegt að sú hola gefi
5 til 6 megawött og holur 6
og 7 saman jafn mörg
megawött.
Að sögn Jakobs Björnssonar
orkumálastjóra er hola 8 i blæstri,
en holur 9 og 11 eru hins vegar
enn ekki komnar upp. Kröflu-
nefnd og iðnaðarráðuneyti hefur
verið gerð grein fyrir árangri bor-
ana og framkvæmdum við Kröflu
i ár og unnið er að útreikningum
á gufumagnstölum um þessar
mundir.
Stóri borinn, Jötunn, er á leið
til Akureyrar og gert er ráð fyrir
að þar verði byrjað að bora í byrj-
un janúar á næsta ári.
Frá undirskrift samkomulagsins um gjafaféð um endanlegt uppgjör
um söfnunarféð, sem fór um hendur stofnunarinnar.
H j álparstofnunin
aöiendir Vestmanna-
eyingum 119 millj.
VESTMANNAEYJAKAUPSTAÐ
voru í síðasta mánuði afhentar
allar þær eignir og endanlegt
uppgjör, sem fóru um hendur
Hjálparstofnunarinnar vegna
söfnunar til styrktar Vestmanna-
eyingum f eldgosinu 1973. Nemur
upphæðin alls samtals rámlega
119 milljónum króna. Morgun-
blaðinu barst í gær fréttatilkynn-
ing frá Vestmannaeyjakaupstað
og fer hún hér á eftir:
Þann 26. nóvember s.l. kom
hingað til Vestmannaeyja fram-
kvæmdanefnd Hjálparstofnunar
Framhald á bls. 46
JÓLABLAÐ Lesbókar — fyrri hluti — fylgir blaðinu f dag. Síðari hluti jólablaðsins
verður borinn út i fimmtudag. I fyrri hluta er m.a. eftirfarandi efni.
• Forsfðumynd: „Ljós“ vatnslitamynd eftir Kirfk Smith.
0 Fnglasöngur i jólanótt. Grein eftir dr. theol. Jakob Jónsson.
0 Skammdegi. l’m áhrif hinnar dimmu árstfðar á mannfólkið. Eftir Sigurjón Björnsson
sálfræðing.
0 Konan við lyppulárinn. Orlagasaga Ástrfðar Bjarnadóttur frá Þingeyrum. Eftir Ragn-
heiði Viggósdóttur.
0 Jólasaga eftir Kristmann Guðmundsson.
0 Álfar á jólanótt. Fjórir listamenn myndskreyta sömu þjóðsöguna.
0 Mátfur bænarinnar. Jólahugvekja eftir Arna Ola.
0 Brotabrot frá morgni aldarinnar. Ofsli Sigurðsson ræðir við Helga Ágústsson frá
Bírtíngaholti.
• Vinir — Stúfur. Tvö sögukorn eftir Matthfas Johannessen.
0 Oangandi f jölmiðill á liðinni öld. Rósberg C. Snædal skrifar um Sfmon Dalaskáld.
0 Ifundrað kflómetrar hlaupnir og gengnir á einum degi. Helgi Ágústsson rifjar upp
Reykjavfkurför árið 1913.
0 Verðlaunakrossgáta.
0 Ljóð eftir Jón frá Ljárskógum og kfnversk Ijóð f þýðingu séra Cunnars Árnasönar.
0 Myndir sérstaklega gerðar fyrir jólablaðið eftir Braga Ásgeirsson, Einar Hákonarson.
örlyg Sigurðsson. Þorbjörgu Höskuldsdóttur. Helga Cfslason. Alfreð Flóka. Arna
Elfar. Rósu Ingólfsdóttur. Elfas Sigurðsson, Bolla Cústafsson, Efrfk Smith og Cfsla
Sigurósson.
Unnar kjöt-
vörur hækka
VERÐLAGSSTJÓRl hefur
heimilað hækkun á nokkrum
unnum kjötvörum, — vfnar-
pilsum, kindabjúgu, kjötfarsi
og kindakæfu.
Vínarpilsur hækka úr 821
krónu í 856 krónur eða um
4.3%, bjúgu hækka úr 864 í 909
krónur eða um 5,2%, kjötfars
hækkar úr 454 krónum í 485
eða um 6.8% og kindakæfa
hækkar úr 1181 krónum í 1259
krónur eða um 6.6%
Ástæður þessarar hækkunar
eru launahækkanir í nóvember
og ákvörðun 6-manna nefndar
um hækkun á landbúnaðarvör-
Gullna hliðið:
Uppselt á
þrjár sýningar
ÆFINGAR á jólaleikriti Þjóð-
leikhússins, Gullna hliðinu eft-
ir Davfð frá Fagraskógi, eru nú
f fullum gangi, en leikst jóri er
Sveinn Einarsson Þjóðleikhús-
stjóri. Gullna hliðið verður
frumsýnt á 2. dag jóla og er
uppselt á þrjár fyrstu
sýningarnar.
Handtökumálið:
Rannsókn
lýkur vænt>
anlega í dag
RANNSÓKN handtökumálsins
svonefnda lýkur væntanlega f
dag, samkvæmt þeim upplýs-
ingum sem Mbl. fékk f gær hjá
setudómaranum Steingrfmi
Gauti Kristjánssyni.
í gær voru nokkrir menn
yfirheyrðir, þar á meðal lög-
reglumenn, sem áttu hlut að
hinni meintu ólöglegu hand-
töku í Vogunum, þegar Guð-
bjartur Pálsson og annar mað-
ur til voru teknir. Að sögn
Steingríms kemur Haukur
Guðmundsson rannsóknarlög-
reglumaður í Keflavík fyrir
rétt í dag, en eins og komið
hefur fram í Mbl. hefur honum
verið vikið úr starfi á meðan
rannsókn þessa máls fer fram.
Steingrímur Gautur sagði við
Mbl. að hann myndi ekki skýra
frá gangi rannsóknarinnar fyrr
en að henni lokinni.
Opid til 23 á
Þorláksmessu
VERZLANIR verða opnar frá
klukkan 9 til 23 á fimmtudag,
Þorláksmessu. Á aðfangadag
verða búðir hins vegar opnar
frá klukkan 9 — 12 og sömu-
leiðis á gamlársdag. Á föstudag
og laugardag í siðustu viku
höfðu kaupmenn heimild til að
hafa verzlanir opnar frá klukk-
an 9—22 og munu flestir þeirra
hafa notfært sér þá heimild.
Búið að gera
við Scottice
SÆSTRENGURINN á milli ís-
lands og Skotlands, Scottice,
komst í lag á sunnudaginn, en
hafði þá verið slitinn i tæpa
viku. Talið er að togari hafi
slitið strenginn um 60 sjómílur
norður af Færeyjum. Danskt
viðgerðarskip frá Mikla
norræna símafélaginu kom á
staðinn siðdegis á föstudag, en
gat ekkert athafnað sig þar fyrr
en sólarhringi síðar. Var búið
að gera við strenginn laust fyrir
hádegi á sunnudag og samband
við úttönd orðið eðlilegt upp úr
hádeginu.