Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976 £ Hæstiréttur ómerkti gæzluvarðhald Guðbjarts: Getið um víxlamisferli, vangreidd lán og spírakaup í úrskurðinum HÆSTIRÉTTUR ómerkti slðdegis á laugardag gæzluvarðhaldsúr- skurð þann, sem Viðar Á. Olsen, fulltrúi bæjarfógetans í Keflavfk, kvað yfir Guðbjarti Þórði Pálssyni leigubifreiðarstjóra hinn 7. desember s.l. Hafði úrskurðurinn verið kærður til Hæstaréttar. Meirihluti réttarins, hæstréttardómararnir Ármann Snævarr, Benedikt Sigurjónsson, Björn Sveinbjörnsson, og Logi Einarsson, komust að þeirri niðurstöðu að ómerkja bæri úrskurðinn, þar sem hann bryti svo mjög f bága við fyrirmæli 164. greinar laga nr. 74/1974, að ómerking væri óhjákvæmileg. Þór Vilhjálmsson hæsta- réttardómari skilaði sératkvæði. Segir þar að ástæða sé að rannsaka betur tvö atriði, sem tiltekin eru I sératkvæðinu. Hugsanlegt sé, að aðrir menn séu I þessu tilfelli viðriðnir lagabrot. Megi ætla, að Guðbjartur muni, ef hann hefur óskert frelsi, reyna að torvelda rannsóknina með þvf að skjóta undan gögnum og hafa áhrif á vitni og samseka. Telji hann þvf rétt að staðfesta bæri hinn kærða úrskurð. Sjötti dómarinn, Magnús Þ. Torfason, tók ekki þátt f afgreiðslu málsins. Taka aldrei fleiri en 5 af 6 dómurum Hæsta- réttar þátt f afgreiðslu mála. Áð sögn Björns Helgasonar, hæstaréttaritara, er það afar sjald- gæft og nánast einsdæmi að gæzluvarðhaldsúrskurður sé ómerktur af Hæstarétti. Þá er það einnig mjög sjaldgæft, að sögn Björns, að dómari f Hæstarétti skili sératkvæði, þegar um er að ræða gæzlu- varðhaldsúrskurði. Hins vegar eru sératkvæði ekki óalgeng við afgreiðslu mála hjá Hæstarétti. Þegar úrskurður Hæstaréttar lá fyrir seinnipartinn á laugar- daginn, var Guðbjarti Pálssyni sleppt eftir ákvörðun sakadóms Reykjavfkur. Frétt Mbl. um handtöku og gæzluvarðhaldsúrskurðinn daginn eftir aðGuðbjartur var handtekinn. Hér fara á eftir f heild dómar Hæstaréttar í málinu. Fyrst dómur meirihlutans, þeirra Ármanns Snævarr, Benedikts Sigurjónssonar, Björns Svein- björnssonar og Loga Einars- sonar og síðan sératkvæði Þórs Vilhjálmssonar, hæstaréttar- dómara: Ar 1976, laugardaginn 18. desember, var I Hæstarétti i málinu nr. 233/1976: Akæruvaldið gegn Guðbjarti Þórði Pálssyni uppkveðinn svo- hljóðandi dómur: Hinn kærða úrskurð hefur kveðið upp Viðar Á. Olsen, full- trúi bæjarfógetans í Keflavík. I. Með kæru 9. desember 1976 skaut verjandi varnaraðilja samkvæmt heimild f 3. tl. 1972. gr. laga nr. 74/1974 máli þessu til Hæstaréttar. Hinn kærði úr- skurður var birtur varnaraðilja hinn 7. s.m. kl. 19.00. Sam- kvæmt bókun i þingbók benti dómarinn varnaraðila á, „að hann gæti kært úrskurð þennan til Hæstaréttar", en eigi sést af bókun, að hann hafi leiðbeint varnaraðilja um sóla- hrings kærufrest samkvæmt 2. málsgr. 174. gr. laga nr. 74/1974. Að beiðni varnaraðjlja var nafngreindur hæstaréttar- lögmaður skipaður verjandi hans með bréfi dómara 8. þ.m., en samdægurs baðst hæsta- réttarlögmaðurinn undan starfanum vegna anna. Var Tómas Gunnarsson héraðs- dómslögmaður skipaður verj- andi að ósk varnaraðilja um kl. 15.00 þennan dag, að sögn verj- andans, er kveður sér hafa bor- ist gögn málsins um kl. 18.15 10 s.m. Með simskeyti, er barst bæjarfógetanum í Keflavík kl. 10.15 9. s.m. samkvæmt áritun á því, kærði verjandinn gæslu- varðhaldsúrskurðinn, sem um er fjallað í máli þessu. Eins og atvikum er háttað, verður að telja, að ákvæði 2. málsgr. 174. gr. laga nr. 74/1974 standi þvi eigi í vegi, að kæran sé tekin til meðferðar í Hæstarétti. Hæstarétti bárust gögn máls frá héraðsdómara síðdegis hinn 10. þ.m., en þó eigi svo úr garði gerð, sem boðið er í 2. málsgr. 174. gr. laga nr. 74/1974. Gögn máls, afgreidd í lögmæltu formi samkvæmt greindu ákvæði, bárust Hæstarétti 13. s.m. Hæstarétti hefur eigi borist greinargerð frá rikissak- sóknara. II. Á hinum kærða úrskurði eru ýmsir annmarkar. Kæruefnum er -svo lauslega lýst, að eigi er vað hlitandi. Kærur þær, sem greinir í úrskurðinum, eru eigi tímasettar og ótryggt, frá hverj- um þær stafa. Ekki er sérgreint nægilega, f hverju hin einstöku brot eru fólgin, þ.á.m. er and- lagi brota eigi lýst ljóslega, svo sem víxlum, er kærur lúta að, en einu kæruefninu er lýst svo, að varnaraðili er „sagður hafa átt þátt í verulegu fjármála misferli í viðskiptum við verslun á Akureyri". Tilvitnun til „tollalaga" er og eigi svo glögg sem skyldi. Hinn kærði úrskurður brýtur svo mjög í bága við fyrirmæli 164. gr. laga nr. 74/1974, að óhjákvæmilegt þykir að ómerkja hann. Kærumálskostnaðar hefur eigi verið krafist. Dómsorð: Hinn kærði úrskurður á að vera ómerkur.Sératkvæði Þórs Vilhjálmssonar hæsta- réttardómara í hæstaréttar- málinu nr. 233/1976. Akæruvaldið gegn Guðbjarti Þórði Pálssyni. I. Um kæru máls þessa er vísað til I. kafla dóms meirihluta Hæstaréttar. Af hálfu varnaraðila er þess karfist, að hinn kærði úrskurð- ur verði úr gildi felldur. I greinargerð verjanda eru Framhald á bls. 28

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.