Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 21
íbúðarhúsnæði verði tekin út bæði tekjumegin og gjalda- megin. Er um að ræða annars vegar eigin húsaleigu en hins vegar fasteignagjöld, fyrningu og viðhaldskostnað annan en vegna greiddrar viðhaldsvinnu. Við álagningu 1975 voru bæði tekjur og gjöld íbúðarhúsnæðis reiknuð sem hlutfall af fasteignamati. Við álagningu 1976 var frádrætti breytt með reglu- gerð þar sem einungis fyrning er ákveðið hlutfall af fast- eignamati en fasteignagjöld og viðhaldskostnaður frádráttarbær samkvæmt reikningi. 'Sé litið á eigih húsaleigu i heild annars vegar og heildargjöld af íbúðar- húsnæði hins vegar vógu þessir liðir nokkurn veginn salt við álagningu 1975. Sú tilhögun sem ríkti við álagningu í ár hefur ekki gef- ið eins góða raun varðandi betra framtal viðhaldsvinnu og vonir stóðu til, auk þess sem afar erfitt er að draga skýr mörk milli viðhalds og endurbóta á íbúðarhúsnæði. 1 frumvarpinu er gert ráð fyrir að sérstakur afsláttur frá skatti verði veittur vegna greiddrar viðhaldsvinnu að vissu marki við eigin íbúð. Telja verður að þær breyt- ingar sem lýst hefur verið. auðveldi allar upptöku staðgreiðslu opinberra gjalda, enda þótt ástæða kynni að vera til að ganga enn lengra í átt til einföldunar ef hún yrði lögleidd. Einnig er greinilegt að hin nýja tilhögun leyfir verulega einföldun skattfram- tals hjá öllum þorra ein- staklinga. Ekki er síður um vert að þær ættu að létta störf skattyfirvalda að mun. 5. Skattlagningu tekna barna er breytt á þann veg að fyrstu krónurnar verða skattfrjálsar en þær siðustu eru skatt- lagðar þyngst. í gildandi lög- um er tiltekinn hluti skatt- lagður með tekjum foreldra, en sé sérsköttun heimiluð lækkar tekjuskattur niður í núll á tilteknu bili (og útsvar er greitt af ónýttum eftir- stöðvum persónuafsláttar að vissu marki) eins og ein- staklingur ætti í hlut. 6. Ákvæði um tekjuskattsfrelsi vaxtatekna eru nú miðuð við vaxtagjald í stað skulda sam- kvæmt gildandi lögum. Arður er gerð|ur frádráttarbær hjá móttakanda að vissu marki, Framtalsskylda er útvíkkuð t.d. á sparifé. 7. Frumvarpið gerir ráð fyrir að tekjur einstaklings af at- vinnurekstri verði áfram á einkaframtali hans, eins og nánar er lýst, en sú breyting er gerð að tap af rekstrinum verður einungis frádráttarbært frá tekjum af honum en ekki öðrum tekjum, svo sem launatekjum og lífeyri. 8. Reiknað er tneð að skattþrep verði áfram tvö og sömu hlut- fallstölur gildi til útreiknings tekjuskatts. 9. Ymsar aðrar tillögur um ^nauNBLADW- þR1ÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976 21 breytingar eru gerðar svo sem um skattskyldu, og eru þær raktar í athugasemdum um einstakar greinar. Einstaklingar í atvinnu- rekstri 1. 1 gildandi lögum um tekju- skatt og eignarskatt eru engar heimildir til ákvörðunar launa af eigin atvinnurekstri manns eða sjálfstæðri starf- semi, umfram þær sem al- mennt gerist um einstaklinga. 1 lögunum eru ekki sérstök ákvæði sem takmarka frá- dráttarbærni taps frá öðrum en af rekstrinum sjálfum. Sé reksturinn hins vegar í félags- formi kemur tap af rekstri ekki til frádráttar tekjum ut- an rekstrarins. 2. I lögum um tekjustofna sveit- arfélaga er heimild til að áætla manni tekjur af at- vinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi „ef sérstaklega stendur á“, sbr. 23. gr. þeirra laga. Þessari grein hefur hins vegar lítt verið beitt í fram- kvæmd og ágreiningur ríkt meðal úrskurðaraðila um hvernig beri að túlka lagabók- stafinn. 3. Þá er í 4. mgr. B-liðar 25. gr. laga um tekjuskatt og eignar- skatt takmörkunarákvæði á greiðslu eftirstöðva ónýtts persónuafsláttar til greiðslu útsvars hjá aðila sem vinnur við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi. 4. í frumvarpinu er lagt til að maður sem atvinnurekstur stundar i eigin nafni eða sjálf- stæða starfsemi sitji við sama borð og eigandi félags af starfslaunum sinum frá félag- inu. Er miðað við aó maður skuli telja sér til tekna eigi lægra endurgjald fyrir starf sitt en hefði hann innt starfið af hendi fyrir óskyldan aðila, hvort sem hann vinnur við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi eða þá hjá félagi sem honum er tengt. Endurgjald þetta yrði frádráttarbært sem kostnaður í atvinnurekstrinum en ekki frádráttarbært frá öðrum tekjum. Við ákvörðun endur- gjaldsins yrði tekið tillit til aðstæðna aðila, svo sem starfsaldurs, heilsufars og starfstíma hans hjá öðrum á árinu. Með þessu móti reiknar maður sér tekjur af atvinnu- rekstrinum óháð sveiflum á afkomu rekstrarins frá einu ári til annars. Jafnframt er ekki lengur þörf takmörkun- arákvæðis skv. 4. mgr. B-liðar 25. gr. gildandi laga um tekju- skatt og eignarskatt. Söluhagnaður og fyrningar Frumvarpið kveður á um veiga- miklar breytingar á reglum um fyrningar og söluhagnað eigna. Breytingarnar eru í aðalatriðum þessar. 1. Söluhagnaður af þeim eignum i atvinnurekstri, sem heimilt yrði að fyrna, verði að fullu skattskyldur á söluári, óháð eignarhaldstima. 1 gildandi lögum er skattskyldan hins vegar bundin eignarhalds- tíma, en mismunandi er eftir tegundum eigna hvenær hann leysir aðila undan skattskyldu að einhverju eða öllu leyti, sbr. E-lið 7. gr. laga um tekju- skatt og eignarskatt. 2. Að því er tekur til fyrnanlegs lausafjár færist söiuverð sam- kvæmt frumvarpinu til lækk- unar fyringargrunns þess og verður söluhagnaður þannig óbeinlínis skattskyldur án til- lits til eignarhaldstíma. Fyrn- ingar af lausafé reiknist af bókfærðu verði, samanber síð- ar. Heimild er í frumvarpinu til frestunar skattgreiðslu eða til flýtifyrningar annarra fyrnanlegra eigna ef fyrningargrunnur lausafjár verður neikvæður. 3. Hagnaður af sölu fyrnanlegra fasteigna þ.m.t. mannvirki og fyrnanleg náttúruauðævi, verður samkvæmt ákvæðum frumvarpsins einnig að fullu skattskyldur án tillits til eignarhaldstíma og telst mis- munur á söluverði annars veg- ar og stofnverði (kostnaðar- verði) þeirra að frádregnum áður fengnum fyrningum, framreiknuðu með víisitölu verðbreytinga, hins vegar. Sá munur, sem þá stendur eftir, sem söluhagnaður, ætti að svara til raunverulegs hagn- aðar sem myndast hefur, t.d. vegna þjóðfélagslegra að- gerða eða breytinga, svo og vegna fenginna fyrninga um- fram slit mannvirkis við öflun tekna. Heimild er til að nota fasteignamat 1977 Fstað stofn- verðs, hafi aðilar eignast hið selda fyrir þann tíma. Jafnan er heimilt að telja helming söluverð til tekna sem sölu- hagnað. Einnig er heimild til frestunar skattgreiðslu eða fyrningar annarra fyrnan- legra eigna, lausafjár eða fast- eigna. Með þessu ákvæði, samanber einnig samskonar ákvæði um lausafé, er leitast við að hafa flutning eigna milli atvinnugreina sem greið- astan, t.d. milli fiskveiða og fiskvinnslu, eða úr útgerð í vefjariðnað, ef svo ber undir. Þá verður hagnaður af sölu annarra fyrnanlegra eigna en lausafjár og fasteigna að fullu skattskyldur á söluári. 4. Svipað ákvæði gildir um sölu- hagnað af ófyrnanlegum fast- eignum, þ.m.t. lönd, lóðir og ófyrnanleg náttúruauðævi, og um söluhagnað af fyrnanleg- um fasteignum. Þó er skattað- ila jafnan heimilt að telja helming söluverðs ófyrnan- legrar fasteignar til tekna sem söluhagnað, enda getur viðmiðun við fasteignamat 1977 eða framreikningur á gamalt stofnverð reynst erfið- ur í sumum tilvikum. Þetta þýðir í reynd að heildarskatt- ur af söluhagnaðinum yrði rúm 25% hið mesta (í stað skattfrelsis eftir sex ára eða lengri eignarhaldstíma). Flutningur söluhagnaðar til lækkunar stofnverðs annarrar eignar er bundin við sams konar eign, þ.m.t. sölu- hagnaður af landi bújarðar samkvæmt nánari ákvæðum. 5. Hagnaður af sölu lausafjár, sem eigi er heimilt að fyrna, svo sem einkabíla, telst því aðeins til skattskyldra tekna, að hlutaðeigandi hafi átt hina seldu eign skemur en tvö ár. Akvæði þetta tekur ekki til hlutabréfa og eignarhluta í samlögum og félögum og er óbreytt frá gildandi lögum. 6. Frumvarpið gerir ráð fyrir að ekki verði heimilt að fyrna íbúðarhúsnæði hvorki í eigu félaga né manna. Hagnaður af sölu íbúðarhúsnæðis teljist að fullu til skattskyldra tekna á y söluári, hafi maður átt það skemur en fimm ár, en sé skattfrjáls eftir fimm ára eða lengri eignarhaldstíma, enda eigi hlutaðeigandi eigi fleiri en þrjár íbúðir á söludegi. Um söluhagnað af íbúðarhúsnæði í eigu félaga svo og þeirra einstaklinga, sem eiga fleiri íbúðir en þrjár, fer eins og um söluhagnað af öðrum ófyrnan- legum mannvirkjum. Þá eru í frumvarpinu ákvæði um flutning söluhagnaðar af seldu ibúðarhúsnæði á það, sem aflað er í staðinn. 7. í gildandi lögum telst ágóði af sölu hlutabréfa og eignar- hluta í sameignarfélögum og samlögum að fullu til skatt- skyldra tekna á söluári hafi aðili átt hið selda skemur en tvö ár, en eftir fjögur ár eða lengrí eignarhaldstima telst ágóðinn ekki til skattskyldra tekna. Samkvæmt frumvarp- inu er full skattskylda sölu- hagnaðar af þessum eignum, ef eignarhaldstími er styttri en fjögur ár, en engin skatt-, skylda ef hann er fjögur ár eða lengri. 8. Ymis ákvæði önnur eru í frum- varpinu um söluhagnað, svo sem af eignum sem einungis eru notaðar að hluta i at- vinnurekstri, um altjón og eingarnám, tímamörk við kaup og sölu, arftöku, tap af sölu, makaskipti um sölu fast- eignar sem er seld í heild eða að hluta og sala hennar fellur undir mismunandi ákvæði, um ákvörðun vísitölu við ákvörðun söiuhagnaðar o.fl. 9. I gildandi lögum fer um fyrn- ingar skv. 15. gr. en þær telj- ast til rekstrarkostnaðar. skv. A-lið 11. gr. 1 A-lið 15. gr. laganna er fyrnanlegum eign- um skipt í fimm flokka og i 1 mgr. C-liðar sömu greinar er fyrning ákveðin sem fastur árlegur hundraðshluti af heildarfyrningarverði eigna, sem þar eru upp taldar, og innan vissra marka að því er fyrningarhlutfall varðar. í aðalatriðum er árlegt fyrningarhlutfall lausafjár 8—15%, bygginga og annarra Framhald á bls. 47 BOLTAR Blakboltar Verðfrð kr. 18.30.-! Flestar gerðir af Fótboltar VerSfri kr. 2080.- æfingaskóm m.a. Handboltar VerSfri kr. 4510 frá PUMA Körfuboltar Ver8 frá kr. 2180,- Verð frá kr. 1932 KLAPPAHSTIG 44 SIMI11783 LOUHOLUM 2 — 6 SIMI75020 laiy/onar • KÖ 0 \\°, S\V° ,-i’O 'YV \>°* , J Almenn [ /l) Austurstræ KiU simi 19707

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.