Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976
— Hæstiréttur
ómerkti
Framhald af bls. 3
greind ýmis atriði, sem hann
telur að varða eigi ómerkingu
úrskurðarins.
1. Verjandi bendir á, að
hvorki komi fram í úrskurð-
inum, hvænær hann sé kveðinn
upp, hvenær gæzluvarðhalds-
tími hefjist né hvenær honum
ljúkí. I úrskurðinum er þess
ekki getið, hvenær hann var
upp kveðinn, svo sem vera ber.
Hins vegar er bókað í þingbók,
að úrskurðurinn hafi verið les-
inn fyrir varnaraðilja 7. þ.m. kl.
19.00. Er með því markaður
upphafstími gæzluvarðhalds-
vistar hans. Jafnframt eru þá
ákveðin lok hennar.
2. Verjandi telur, að kæru-
efnum sé ekki lýst með viðhlít-
andi hætti í hinum kærða úr-
skurði, og brjóti það í bága við
164 gr. laga nr. 74/1974. Kæru-
efni þau, sem getið er í úr-
skurðinum, voru kynnt varnar-
aðilja í sakadómi Keflavíkur 7.
þ.m. og leitað í skýrslna hans
um þau. Er kæruefnum lýst í
stuttu máli í hinum kærða úr-
skurði, en þó með þeim hætti,
að ekki orkar tvímælis fyrir
varnaraðilja og verjanda hans,
hver þau eru, enda hefur verj-
andi gert þeim. ítarleg skil í
greinargerð sinni hér fyrir
dómi. Urskurðurinn verður því
ekki ómerktur af þessari
ástæðu.
3. Verjandi bendir á, að ekki
sé glögglega vitnað til refsi-
ákvæða f hinum kærða úr-
skurði.
Ekki verður talið, að hinn
kærði úrskurður verði ómerkt-
ur vegna þessa.
III.
Um efnisatriði er þessa að
geta:
1. I úrskurðinum er þess fyrst
getið, að fram sé komin kæra
um, að varnaraðili hafi dregið
sér andvirði víxla. Kæraridi er
Hallgrimur Jóhannesson fangi
á Litla Hrauni, og er kæran frá
16. nóvember 1976. Þann dag
kom Haukur Guðmundsson
rannsóknarlögreglumaður í
Keflavík I heimsókn til Hall-
gríms á vinnuhælið, og virðist
kæran hafa veríð rituð, meðan
hann var í heimsókn þessari. í
kærunni eru nefndir víxlar,
samtals að fjárhæð 1.200.000
krónur, og er varnaraðili sagð-
ur hafa „stolið andvirði"
þeirra. Varnaraðili var spurður
um viðskipti sín við Hallgrím
Jóhannesson, þegar hann gaf
skýrslu i sakadómi Keflavíkur
7. þ.m. Hann neitaði að hafa
dregið sér andvirði vfxla frá
Hallgrími. Að öðru leyti er frá-
sögn varnaraðila um viðskipti
þeirra ruglingsleg og lftt
skiljanleg, en í henni kemur
fram, að þeir Hallgrfmur hafa
átt ýmis konar viðskipti.
2. í hinum kærða úrskurði er
þessu næst um það getið, að
varnaraðili hafi verið kærður
fyrir að skila ekki andvirði víx-
ils, sem hann hafi tekið við til
sölu frá kaupmanni í Keflavík.
Skjöl málsins bera með sér, að
kæra þessi kom fram 11.
nóvember 1974 og að 28. maí
1976 sendi sakadómur Reykja-
víkur málið til bæjarfógetans i
Keflavík. Var þess beiðst, að
skýrsla yrði tekin af kaup-
manninum og málið siðan sent
rikissaksóknara. Ekki sést af
skjölum málsins, að þessi
skýrsla hafi verið tekin og mál-
ið sent ríkissaksóknara. Varn-
araðili v var spurður um þetta
atriði í sakadómi 7. þ.m., en
ekki er ástæða til að rekja
framburð hans.
3. í hinum kærða úrskurði er
þess getið i þriðja lagi, að
varnaraðili hafi verið kærður
fyrir að eiga hlut að misferli f
viðskiptum við verzlun á Akur-
eyri. Meðal málsskjala er kæra
frá 30. nóvember s.l. undirrituð
af prókúruhafa verzlunarinnar
og stíluð til Hauks Guðmunds-
sonar. I kærunni segir, að til-
teknir menn, þar á meðal
varnaraðili, hafi lofað að veita
verzluninni lán haustið 1975 að
fjárhæð 1.500.000 krónur, feng-
ið frá henni víxla að fjárhæð
2.000.000 króna og tryggingar-
bréf, en ekki greitt lánsféð þá
eins og um hafi verið samið og
aldrei að fullu. Ýmis fleiri gögn
liggja fyrir um þetta mál, en
um hlut Guðbjarts í því er
margt óljóst. Þegar varnaraðili
kom fyrir sakadóm 7. þ.m., við-
urkenndi hann afskapti af mál-
inu, en skýrsla hans um það er
lítt skiljanleg.
4. í hinum áfrýjaða úrskurði
er loks nefnt, að varnaraðili
hafi játað að eiga hlut að kaup-
um á um 15 lítrum af spíritus.
Ekki var heimilt að hefta
frelsi varnaraðila vegna 2.
atriðis eða 4. atriðis, þar sem
ekki verður séð, að það gæti
orðið til að breyta neinu um
rannsókn þeirra, hvort varnar-
aðili situr í gæzluvarðhaldi eða
ekki. Kæra sú, sem 1. liður
fjallar um, er marklítil, en
skýrsla varnaraðila um efni
hennar er þannig, að rannsaka
þarf kæruefnið betur. Kæra sú,
sem getið er í 3. lið, veitir og
tilefni til rannsóknar. Verður
að telja, að um bæði þessi atriði
sé veruleg óvissa og að hugsan-
legt sé, að aðrir menn séú á
þessu sambandi viðriðnir laga-
brot. Má ætla, að varnaraðili
muni, ef hann hefur óskert
frelsi, reyna að torvelda
rannsóknina með því að skjóta
undan gögnum og hafa áhrif á
vitni og samseka. Ég tel því, að
staðfesta beri hinn kærða úr-
skurð.
— Klúbbmálið
Framhald af bls. 48
og verði beinlínis að líta svo á um
tímabil það er sambýliskona hans
rak Glaumbæ. Að þvf er varðaði
tímabil þau er Bær h.f. var rekstr-
araðili var það talið skera ótvi-
rætt úr um refsiábyrgð ákærða
Sigurbjörns að hann var formað-
ur stjórnar og framkvæmdastjóri
þess félags.
Varðandi ákærða Magnús Leo-
poldsson taldi dómurinn ekki
unnt að leggja á hann refsiábyrgð
á þeim tíma er reksturinn var á
nafni ákærða Sigurbjörns eða
sambýliskonu hans. Hins vegar
var hann talinn ábyrgur vegna
söluskattsskila á þeim tíma er
Bær h.f. var aðili að rekstrinum
þar sem hann var í varastjórn
félagsins og prókúruhafi auk þess
sem hann var virkur þátttakandi í
daglegu starfi og sá að verulegu
leyti um gerð söluskattskýrslna á
þessum tíma.
Niðurstöður dómsins um ein-
staka liði ákærunnar urðu þessar:
Talið var sannað að undanskot
söluskatts á öllu timabilinu hefði
numið eigi lægri fjárhæð en kr.
2.939.290.- Var ákærði Sigurbjörn
talinn ábyrgur fyrir allri þeirri
fjárhæð en ákærði Magnús fyrir
kr. 590.129.-. Töldust þeir hér
hafa gerst brotlegir 26. gr. laga
nr. 10, 1960 sem í gildi voru er
brotin voru framin en ekki talið
leyfilegt að beita ákvæðum lága
nr. 10, 1974 sem vísað var til í
ákæru. Refsing skv. ofangreindri
26. gr. 1. nr. 10, 1960 er sektir allt
að kr. 100.000.- eða varðhald.
Þá taldi dómurinn sannað að
ákærði Sigurbjörn hefði vanrækt
skil til skattstjóra á framtölum
um laun starfsfólks, þ.á m. fram-
reiðslumanna, sem næmi eigi
lægri fjárhæð en kr. 29.598.605.-
og taldist það varða við 3. mgr. 48.
gr. laga um tekjuskatt og eigna-
skatt. Við ákvörðun refsingar var
hins vegar tekið tillit til þess að
ekkert hefði annað komið fram í
málinu en að viðkomandi starfs-
fólk hefði greitt opinber gjöld af
launum þessum og brot þetta því
ekki leitt til tjóns fyrir hið opin-
bera svo sannað væri.
Þá var talið sannað að með því
að vanrækja að telja fram til
tekjuskatts og eignaskatts fyrir
skattaárin 1970 og 1971 hafi
ákærði Sigurbjörn komist hjá
greiðslu tekjuskatts sem næmi
eigi lægri fjárhæð en kr. 929.492.-
og útsvars kr. 762.435.- eða sam-
tals kr. 1.691.927.-. Var þetta talið
varða við 1. mgr. 48. gr. laga um
tekjuskatt og eignaskatt svo og
við lög um tekjustofna sveitar-
félaga.
Að lokum var ákærði Sigur-
björn fundinn sekur um bók-
haldsbrot þar sem mikil óreiða
hafi verið á öllu bókhaldi hans og
jafnframt hafi ýmsum gögnum
verið haldið skipulega utan við
færslur. Voru þessi brot talin
varða refsingu skv. 262. gr. al-
mennra hegningarlaga nr. 19,
1940.
Refsing ákærða Sigurbjörns var
ákveðin varðhald í 4 mánuði og
sekt I rlkissjóð, kr. 6.000.000.-, og
komi varðhald I 10 mánuði I stað
sektarinnar verði hún eigi greidd
innan fjögurra vikna.
Refsins ákærða Magnúsar var
ákveðin varðhald í 40 daga, skil-
orðsbundið, og sekt i ríkissjóð kr.
90.000.-, og komi varðhald í 25
daga í hennar stað verði hún eigi
greidd innan f jögurra vikna.
Varðandi kröfu ríkissaksóknara
um sviptingu leyfa kom fram að
ákærði Sigurbjörn hafði ekki
lengur nein slfk leyfi þar sem
hann hafði ekki endurnýjað þau
er þau runnu út. Kom því ekki til
álita leyfissvipting að þvl er hann
varðaði. Ákærði Magnús fékk vín-
veitingaleyfi hinn 26. júni 1974 og
veitingahúsleyfi hinn 30. júli
1974. Varð það niðurstaða dóms-
ins að hann skyldi sviptur þessum
leyfum.
Ákærðu voru að lokum dæmdir
til að greiða málskostnað þar með
talin málsvarnarlaun skipaðra
verjanda sinna. Ákærði Sigur-
björn skyldi greiða skipuðum
verjanda sinum, Inga Ingi-
mundarsyni hrl., kr. 200.000,- og
ákærði Magnús skipuðum verj-
anda sínum, Hafsteini Baldvins-
syni hrl., kr. 125.000.-. Annan
málskostnað skyldi ákærði Sigur-
björn greiða að % hlutum en
ákærði Magnús að V* hluta.
Dóm þennan kváðu upp Harald-
ur Henrysson, sakadómari, og
meðdómsmennirnir Ragnar Ólafs-
son hrl. og Árni Björnsson hdl.,
löggiltir endurskoðendur.
— Steinkross
Framhald af bls. 5
hafi ekki verið gerð hérlendis, að
öðrum leyfist að hirða mola úr
ómarktæku fslenzku ritsafni án
þess að geta heimilda."
Einar Pálsson, höfundur Stein-
kross, er beðinn velvirðingar á
þeim mistökum, sem áttu sér stað
í birtingu texta hans hér I blað-
inu.
JÓN AUDUNS
UF og
UFSVIDHORF
:'*n»»
Séra Jón Auðuns, frjálshyggju-
maður í trúmálum, orðsnjall í
ræðu sem riti, rekur hér æviþráð
sinn.Hann segir frá uppvaxtar- og
námsárum, afstöðu til guðfræði-
kenninga, kynnum af skáldumog
menntamönhum og öðru stór-
brotnu fólki og hversdagsmann-
eskjum, sem mótuðu lífsviðhorf
hans og skoðanir.
ÞóKonnuH
fíUOMUNDSSON ■
HÚSFREYJAN
A SANDI
Fagur óður um móðurást og
makalausa umhyggju, gagnmerk
saga stórbrotinnar og andlega
sterkrar og mikilhæfrar alþýðu-
konu, saga mikilla andstæðna og
harðrar en heillandi lífsbaráttu,
þar sem togaðist á skáldskapur og
veruleiki, því Guðrún Oddsdóttir
vareiginkona skáldbóndans Guð-
mundar á Sandi.
FARMAÐUR
I FRIOI OO STRÍOI
Jóhannes fer hér höndum um
sjóferðaminningar Ólafs Tómas-
sonar stýrimanns frá þeirri kvöld-
stund að hann fer barn að aldri í
sína fyrstu sjóferð á Mótor Hans
og til þeirrar morgunstundar að
þýzkur kafbátur sökkti Dettifossi
undir honum í lok síðari heims-
styrjaldar. - Hér er listileg frásögn
og skráð af snilld.
MÐmmm
smmsómm
Fjórtán þættír um fiskimenn
og farmenn, skráðir af börnum
þeirra. Þeir voru kjarnakarlar,
þessirskipstjórar,allir þjóðkunnir
menn, virtir og dáðir fyrir kraft og
dugnað, farsælir í störfum og
urðu flestir þjóðsagnapersónur
þegar í lifanda lífi. - Ósvikin og
saltmenguð sjómannabók.
KOIOIAKI it
SHil IIOSSON
MOUDINNI
I
GUTRAR
GULLIÐ
Opinskáar og tgspitungulausar
sögur úrfórumævintýramannsins
og frásagnarsnillingsins Sigurðar
Haralz, mannsins sem skrifaði
Emigranta og Lassaróna. Fjöldi
landskunnra manna kemur við
sögu, m.a. Brandur í Ríkinu,
Sigurður í Tóbakinu, Þorgrímur í
Laugarnesi og þúsundþjalasmið-
urinn Ingvar fsdal.
Einn allra mesti fjallagarpur og
ævintýramaður heims segir frá
mannraunum og hættum. Bók
hans er skrifuð af geislandi íjöri
og leiftrandi lífsgleði og um alla
frásögnina leikur hugljúfur og
heillandi ævintýrablær, tær og
ferskur eins og fjallaloftið. - Þetta
er kjörbók allra, sem unna fjall-
göngum og ferðalögum.