Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976 17 veitinganefnd. Auk þess, og ekki síður, tel ég ekki við eiga að þing- menn séu að viðra hugsanlegar breytingartillögur sínar við fjár- lagafrumvarpið fyrirfram í blöð- um. MagnúsTorfi Ölafsson. „1,5 milljarða framlagi til jámblendiverk- smiðju betur varið til annarra hluta” Spurningin er illa orðuð. Fjár- lög eru ekki afgreidd ennþá og frumvarpið á eftir að taka mikl- um breytingum; sumum vonandi til bóta, þannig að of snemmt er að fullyrða um endanlega gerð fjárlaga. Fjölmörg atriði mætti telja upp þar sem mjög áríðandi er að þoka verklegum fram- kvæmdum áleiðis. Hvað varðar Norðurland vestra eru mjög brýn- ar framkvæmdir í heilbrigðismál- um og stærst verkefni á því sviði er bygging heilsugæslustöðva á Sauðárkróki og Blönduósi. Ég legg mjög mikla áherzlu á að verulegt fé fáist til framkvæmda við graskögglaverksmiðjur í Hólminum í Skagafirði og Saltvík í Suður-Þingeyjarsýslu. Sveitaraf- væðingin hefur orðið gjörsamlega útundan í fjáraustri til orkumála undanfarin ár, ég óttast að nægi- leg úrbót fáist ekki þar. Við Áburðarverksmiðjuna i Gufunesi væri mjög hagkvæmt að byggja nýja saltpétursýruverk- smiðju, þannig að aðrar verk- smiðjur þar mætti reka af fullum afköstum og framleiða þar þann köfnunarefnisáburð er við þurf- um að nota og gæti þá áburðar- verð lækkað. Þetta mál er á ákvörðunarstigi og ég vona að það hljóti farsæla afgreiðslu og láns- fjáráætlun verði gerð í samræmi við það. Hvað varðar liði i frumvarpinu sem mættu að skaðlausu lækka þá eru þeir margir og gætu sumir þeirra numið miklu hærri fjár- hæðum en hér voru nefndar á undan. Til járnblendiverksmiðju á Grundartanga er áætloð hluta- fjárframlag 680 milljónir, fjár- magnsútgjöld 217 milljónir, hafnarframkvæmdir á Grundar- tanga 450 milljónir í hluta ríkis- ins og 150 milljönir sem lán frá ríki til sveitarfélaga vegna hluta þeirra í höfninni. ÞessL verk- smiðjuhugmynd er dæmalaus endaleysa og getur aldrei orðið annað en ráðleysis og vandræða- framkvæmd, þess vegna eru þarna 1,5 milljarðar sem betur væri varið til annarra hluta. Það er engin goðgá þó að heildarupphæð skatta hækkaði, vandamálið er einungis að dreifa skattabyrðinni réttlátlega og grundvallaratriði til lækningar á okkar sjúka efnahagskerfi er að taka alla skatta út úr vísitölunni þannig að menn fái ekki skatta sína strax endurgreidda í hækk- uðu kaupi og velti þeim yfir á atvinnurekstur og ríki, sem síðan þarf sífellt hærri skatttekjur til þess að greiða óbeint í hækkuðum launum skattana, beina og óbeina, sem innheimtir voru fyrir skömmu. Þannig hleður óðaverð- bólgan stöðugt utan á sig. Tekjur verður ríkið að hafa og réttmætt að þegnarnir standi straum af ríkisrekstrinum jafnóð- um, fremur en með erlendum lán- tökum sem raunar eru komnar langt úr hófi meðal annars vegna óðagots og óspilunarsemi í sum- um orkuframkvæmdum undan- farin ár. Fjárlagagerðin er mjög mikilvægt verkefni sem hefur mikil áhrif á líf fólksins í landinu. Við búum í félagslegu velferðar- ríki og vil ég að svo verði áfram. Við eigum mjög margt ógert i verklegum framkvæmdum og á sviði menningarmála, þess vegna er sá söngur sem ónefnd þjóð- félagsöfl hafa uppi haft nú í haust um það að nauðsyn beri til að draga sem allra mest úr samneyzl- unni en auka einkaneysluna hlut- fallslega bæði leiðinlegur og hættulegur því að ef einkaneyzl- an vex á kostnað samneyzlunnar þá vex lífsaðstöðumunur fólksins og þjóðfélag okkar verður rang- látara. Páll Pétursson. „Samneyslan má alls ekki minnka” Morgunblaðið spyr, hvaða tvö mál ég telji að brýnast sé að veita fé til á fjárlögum næsta árs, sem ekki er getið þar, og hver sé áætl- aður kostnaður. Á fundi í Sameinuðu þingi 26. janúar s.l. lýsti félagsmálaráð- herra, dr. Gunnar Thoroddsen, því yfir að það væri ætlun ríkis- stjórnarinnar að hlaupa undir bagga með íbúum Presthóla, öxarfjarðar og Kelduneshrepps vegna jarðskjálftanna þar, með svipuðum hætti og gert var af hálfu ríkisvaldsins á árinu 1974—75 vegna tjóns þess, sem varð af náttúruhamförum i Norð- firði. Sama dag skipaði hann nefnd til að kanna tjónið af völd- um jarðskjálftanna og gera tillög- ur um úrbætur. Formaður þessarar nefndar ér Hallgrímur Dalberg ráðuneytis- stjóri. Um miðjan ágúst s.l. sendi formaður nefndarinnar Fjárlaga- og hagsýslustofnun bréf, þar sem gerð .var glögg grein fyrir hver fjárþörfin myndi verða af hendi ríkisjóðs í sambandi við umrætt tjón og yfirlýsingar ríkisstjórnar- innar þar að lútandi. En þrátt fyrir það, sem að framan greinir, er engin tillaga finnanleg í fjár- Iagafrumvarpinu um fjárveitingu Framhald á bls. 32 Haraldur Sigurðsson, formaður Stúdentafélags Hafnarfjarðar AÐALFUNDUR Stúdentafélags Hafnar- fjarðar var haldinn 1 2 des s.l. Félagið var stofnað fyrir rúmu ári af allmörgum fyrri nemendum skólans, í tilefni þess að Flensborgarskóli útskrif- aði stúdenta i fyrsta sinn vorið 1975. Félagssvæði er Hafnarfjörður og nær- liggjandi byggðarlög Fyrsti formaður félagsins var Matthi- as Á. Mathiesen en aðrir i stjórn voru Vilhjálmur Skúlason. Bragi Guð- mundsson, ■ Gunnar Linnet og Ásta Lúðvíksdóttir. Við skólaslit Flensborgarskóla i vor efndi félagið til kvöldfagnaðar þar sem nýstúdentum var fagnað og afmælis- árgangar skólans hittust Ræðumaður kvöldsins var Guðlaugur Þorvaldsson háskólarektor. Er það von félagsmanna að fagnaður sem þessi geti orðið árviss atburður i félagslífinu Á aðalfundinum baðst fráfarandi for- maður eindregið undan endurkjöri og i stað hans var Haraldur Sigurðsson kosinn formaður Aðrir i stjórn eru Vilhjálmur Skúlason, Bragi Guð- mundsson, Helga Guðmundsdóttir og Sólveig Axelsdóttir. 7/A Eittódýrasta gæðasettið . á markadnum er frá OrD PIOMŒGR SA 5300 stereomagnari framleiddur á hagstæðu verði, en samt sem áður útvarpstæki. PL. 112 plötuspilari með Ortofon hljóðdós (pick-up) 2 CS-313 hátalarar, sem skila úrvals tón Allt þetta fyrir staðgreiðsluverð aðeins kr. 128.300 Komið og hlustið í nýrri hljómdeild Hljómdeild & ABÆR LAUGAVEGI 66, 1. HÆÐ Simi frá skiptiborði 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.