Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976 Greinargerð Þjóðhagsstofnunar — Framvindan ’76: Fjármál ríkisins hafa haft hamlandi áhrif á innlenda eftirspurn q Köccii 6rí meiri peninga- d pcoou all ÞENSLA EN 1975 B HÉR fer á eftir þriðji og síðasti hluti greinargerðar Þjóðhags Hstofnunar um ástand og horfur í þjóðarbúskap íslendinga: Þriðji hluti útgjöld ríkissjóðs um 4,2 milljörð- um króna umfram innheimtar tekjur, um 400 m.kr. innstreymi var á lánahreyfingum og nam greiðsluhalli ríkissjóðs því um 3,8 milljörðum króna. Rikisfjármálin hafa þvi styrkzt að mun á þessu ári. Með frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1977, sem lagt var fram á Alþingi í október, voru settar fram endurskoðaðar áætlanir tekna og útgjalda ríkissjóðs fyrir allt árið 1976. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir, að innheimtar tekj- ur ríkissjóðs nemi 68,9 milljörð- um króna og ríkisútgjöld nemi 68 milljörðum króna. Með tilliti til árstíðasveiflna í innheimtu tekna ríkissjóðs og þróunar útgjalda innanlands tvo síðustu mánuðj ársins virðist sennilegt, að tekju- spáin gangi eftir. Nokkur övissa ríkir enn um útgjaldaaætlun rík- issjóðs, en engu að síður er ljóst, að fjárhagur ríkisins mun styrkj- ast verulega á þessu ári, jafnvel þó að sá greiðsluafgangur, sem gert var ráð fyrir í fjárlögum árs- ins 1976, komi ekki að fullu fram. Borið saman við tvö undangengin ár, hafa fjármál ríkisins á þessu ári því haft hamlandi áhrif á inn- lenda eftirspurn. Peningamál Þjóðhagsspá Þjöðarframleiðslan á árinu 1976 er talin verða svipuð og á árinu 1975, en vegna batnandi viðskiptakjara eru þjóðartekjur taldar aukast um rösklega 3%. Þessar niðurstöður fela í sér, að þjöðarframleiðsla á mann muni dragast saman um l‘A% í ár, en þjóðartekjur á mann aukist um 2%. Þetta er talsvert hagstæðari útkoma en búizt var við fyrr á árinu. í spám í júní sl. var gert ráð fyrir, að þjóðarframleiðslan í heild drægist saman um rúmlega 2%. Viðskiptakjörin hafa enn- fremur batnað meira en þá var reiknað með, en í júní var gert ráð fyrir, að þjóðartekjur drægj- ust saman um 'A—1%. Vegnahag- stæðrar þróunar viðskipakjara á árinu er nú búizt við, að viðskipta- hallann verði innan við 4% af þjóðarframleiðslu, en í fyrri spám var gert ráð fyrír að hann yrði um 514—6%. Atvinna, mæld í vinnustundum, dróst nokkuð saman á árinu 1975, en í ár virðist vinnutími heldur hafa lengzt á ný.. Tölur Kjara- rannsóknarnefndar um meðal- fjölda vinnustunda verkafólks og iðnaðarmanna í viku hverri á fyrri helmingi þessa árs sýna, að vínnutími hefur lengst frá sama tímabili 1975, en meðalvinnu- stundir á viku voru samt heldur færri en á árinu 1974. Framleiðsla og hagur atvinnuvega Sjávarútvegur. sjavarvöru- framleiðslan er talin munu auk- ast um 4—5% á þessu ári. Að líkindum verður verðmæti heild- arframleiðslu sjávarafurða f.o.b. um 52 milljarðar króna, en það er um 15 milljörðum króna eða 40% Þjó6arframlei6sla, þjóftartekjur og þjóðarútgjöld 1975-1976. Milljóni r króna^ Breytingar frá fyrra ári,% Bráðab. 1975 Spá 1976 Maen2> Verð 1975 1976 1975 1976 Einkaneyzla 121.540 156.700 -10,0 0,0 49 ,0 29,0 | Sanmeyzla 19.300 24.300 2,0 0,0 31,0 26,0 [ Fjármjnamyndun 63.560 75.300 -8,4 -4,9 53,7 24,5 1 Atvinnuvegir 25.810 29.070 -21,8 -9,5 58,7 24,5 | Opinberar framkvasndir 24.290 30.750 15,9 1,7 48,1 24,5 [ Íbú6arhús 13,460 15,480 -7,0 -8,0 42,0 25,0 I Birgöabreytingar 3.680 -1.500 1 ÞjóöarMtgjöld, samtals 208.080 254.800 -8,5 -3,8 48,8 27,3 [ CJtflutningur vöru og þjónustu 72.190 102.500 1,8 10,0 47,5 29,0 [ Innflutningur vöru og þjónustu 93.570 111.300 -11,2 -0,7 ' 65,6 19,8 | Viöskiptajöfnuður -21.380 -8.800 1 Verg þjóðarframleiðsla 186.700 246.000 -3,6 0,0 41,1 31,8 f Viöskiptakjaraáhrif^ -3,9 3,3 Vergar þjóðartekjur -7,5 3,3 1 1) Verðlag hvors árs. 2) M.v. fast verölag fyrra árs 3) Hlutfall af þjóðarframleiðslu fyrra árs. Atvinna Þótt verulega hafi dregið úr þjóðarútgjöldum síðustu misser- in, hefur þessa vart séð stað í skráningu atvinnuleysis. Fyrstu tíu mánuði þessa árs var skráð atvinnuleysi á öllu landinu svipað og á sama tíma i fyrra, eða að meðaltaii um 0,6% af mannafla, samanborið við 0,4% á árinu 1974. Skráð atvinnuleysi hefur því ekki breytzt, en samanburður þessi er þó ekki einhlítur bæði vegna verkfalla og nokkuð breyttra skráningarreglna. meira en 1975. Þessi aukning er af þrennum toga spunnin, þ.e. 18—19% ha;kkun útflutnings- verðlags í erlendri mynt, 14—15% hækkun á verði erlends gjaldeyris og 4—5% aukning framleiðslunnar. Vegna stór- hækkunar rekstrarkostnaðar hef- ur afkoma sjávarútvegsins þó ekki batnað í jafn ríkum mæli og ætla mætti. Hvað fiskvinnsluna varðar vegur aukning hráefnis- kostnaðar þyngst (9,9 milljarðar króna), en auk þess hefur annar rekstrarkostnaður aukizt veru- lega (sennilega nær 4!4 milljarð- ur króna) og loks verða tekjur af greiðslum úr Verðjöfnunarsjóði mun minni í ár en í fyrra. A móti kemur, að útlfutningsgjöld hafa lækkað vegna breytingarinnar á sjóðum sjávarútvegs um miðjan febrúar, en að öllu samanlögðu verður niðurstaðan sú, að hagar fiskvinnslunnar verði heldur skárri en í fyrra, en þá var hann þröngur, einkum hjá frystihús- um. Um mikilvægustu greinarnar má segja, að við ríkjandi skilyrði í árslok sé hagur frystingar all- miklu betri en á sama tíma í fyrra og mun betri en 1974, en þá var afkoman afleit. Þess ber þó að geta, að hagur frystiiðnaðarins er nú að talsverðu leyti háður greiðslum úr Verðjöfnunarsjóði, sem hafa verið stórauknar, þar eð hækkun afurðaverðs hefur engan veginn dugað til að mæta hækkun fiskverðs á árinu. Hagur saltfisk- og skreiðarverkunar er nú tals- vert lakari en undangengin þrjú ár, en þá var afkoma þessara greina mjög góð. Hagur fiskveið- anna var afleitur á sl. ári, en horfur eru á að hann verði skárri í ár, enda hefur aflaverðmæti aukizt stórlega. Afkoman er þó ekki betri en svo, að áætlað er, að hvorki rekstur báta né stærri skuttogara hafi neitt aflögu upp í afskriftir, en minni skuttogarar geti mætt þriðjungi afskriftanna. Sýnt er, að tekjur sjómanna hafa aukizt mun meira í ár en tekjur landverkafólks. Ætla má, að heildartekjur sjómanna af aflahlutum og áhafnarlaunum aukist um 45% að meðaltali í ár, samanborið við 32% aukningu launagreiðslna fiskvinnslufyrir- tækja. Þessa tekjuaukningu má og bera saman við breytingu kauptaxta og tekna verkafólks og iðnaðarmanna, en kauptaxtar þeirra hækka um 26—27% að meðaltali í ár en atvinnutekjur þeirra eru taldar aukast um 30%. Sjómannatekjur aukast því um 10% meira en tekjur landverka- fólks í fiskvinnslu í ár og 12% meira en tekjur verkafólks og iðn- aðarmanna á þessu ári. Framangreindar tölur sýna, að hlutur sjávarútvegsins í heild hefur batnað á árinu. Hins vegar er það áhyggjuefni, að lengra hef- ur verið gengið í hækkun tekna í greininni, en jafnvel hækkandi verðlag afurða leyfir. Þetta kem- ur glöggt fram í stöðu Verðjöfn- unarsjóðs gagnvart frystingunni, en að óbreyttu jafngilda síðustu ákvarðanir rúmlega 2 milljarða kröna greiðslu úr sjóðnum til frystingarinnar. Aðrar greinar og framleiðslan í heild. Sú vitneskja, sem fyrir hendi er um breytingar fram- leiðslu og afkomu í einstökum at- vinnugreinum, bendir til fremur ólíkra breytinga í hinum ýmsu greinum. Búvöruframleiðslan í ár verður væntanlega 1H—2% meiri en í fyrra og jafnframt virðist iðnaðarframleiðslan í heild frem- ur hafa aukizt en minnkað. Ljóst er, að iðnaðarframleiðslan til út- flutnings hefur aukizt verulega, eða um 16% á þessu ári. Verðlag þessa útflutnings hefur einnig hækkað að mun og er framleiðslu- verðmætið talið verða 50% meira í krónum talið en 1975. Hagur þessara greina flestra hefur því enn treystst í ár. Afkoma heima- markaðsgreina virðist hins vegar hafa breytzt lítið. Hagur vöru- greina er sennilega svipaður nú og á undanförnum tveimur árum en lakari en árin 1971 til 1973, þegar á heildina er litið. Hagur viðgerðargreina virðist svipaður nú og á undanförnum árum. Ljóst er, að meðaltölur um aíkomu í ár geta leynt mun milli greina, sem ræðst einkum af misjöfnum breytingum framleiðslumagns. Afkoma verslunargreina virðist hafa breytzt nokkuð á þessu ári. Þannig hefur hagur heildverzlun- ar sennilega versnað eitthvað á árinu, en er svipaður og árin 1973 og 1974. Afkoma smásöluverzlun- ar sýnist hafa skánað frá 1975, en þá var hún slök. Um verzlunina gildir það sama og um iðnaðinn að munur getur verið milli einstakra greina. Umsvif í verzlun reynast að líkindum svipuð og í fyrra og sama máli gegnir um ýmis konar þjónustustarfsemi einkaaðila, op- inbera þjónustu og samgöngur. Hins vegar dregst byggingarstarf- semi saman í ár um 5—6% að því ætlað er. Samanlagðar virðast þær framleiðslubreytingar, sem hér hafa verið raktar fyrir at- vinnuvegina, benda til þess, að heildarframleiðslan í ár verði svipuð að vöxtum og í fyrra. Fjármál ríkisins Fyrstu tíu mánuði þessa árs námu innheimtar tekjur ríkis- sjóðs 53,4 milljörðum króna, en útgjöld námu 54,8 milljörðum króna og voru því um 1,4 milljarð- ar króna umfram tekjur, Jöfnuð- ur lánahreyfinga sýndi um 140 m. kr. innstreymi, og var því tæplega 1,3 milljarða króna greiðsluhalli hjá ríkissjóði fyrstu tíu mánuði ársins. Á sama tíma í fyrra voru Þróun peningamála á þessu ári hefur einkum einkennzt af meiri peningaþenslu en á árinu 1975. Meginástæður peningaþenslunn- ar í ár má einkum rekja til mikilla útlána bankanna og hinnar hag- stæðu breytingar á greiðslustöð- unni við útlönd, sem haft hefur í för með sér, að Seðlabankinn hef- ur keypt meiri gjaldeyri en hann hefur selt. Ahrif gjaldeyriskaupa umfram sölu hafa þó fyllilega ver- ið vegin upp af hagstæðri breyt- ingu á stöðu ríkissjóðs, fjárfest- ingarlánasjóða og sjóða í opin- berri vörzlu gagnvart Seðlabank- anum, og meginhluta ársins hefur verið nokkurt innstreymi fjár til hans. Fyrstu tíu mánuði ársins námu gjaldeyriskaup Seðlabankans tæpum 1.200 m.kr. umfram sölu, en á sama tima 1975 var gjaldeyr- issala 4.800 m.kr. umfram kaup. Hins vegar jukust kröfur Seðla- bankans á hendur ríkissjóði og ríkisstofnunum á þessu timabili aðeins um rúmar 200 m.kr., en á sama tíma 1975 versnaði staða rík- isins um 3.600 m.kr. Staða fjár- festingarlánasjóóa og sjóða í opin- berri vörzlu gagnvart Seðlabank- anum batnaði auk þess um 2.700 m.kr. fyrstu tíu mánuði ársins en hafði versnað um tæpar 4.100 m.kr. á sama tíma í fyrra. Innláns- stofnanir rýrðu stöðu sína um 3.800 m.kr. janúar — október í ár (740 m.kr. í fyrra), en heildarút- lán þeirra jukust um 16.600 m.kr. á móti 11.400 m.kr. aukningu inn- lána. (Jtlánin jukust um 29% frá áramótum til októberloka í ár samanborið við 19% aukningu á sama tíma í fyrra. Heildarinnlán hafa hins vegar aðeins aukizt um 21% í ár á móti 15!4% i fyrra. Lausaf járstaða innlánsstofnana gagnvart Seðlabankanum hefur því rýrnað að mun í ar eða um 3.000 m.kr. á móti 1.000 m.kr. rýrnun á sl. ári. Um sl. áramót var lausafjarstaðan jákvæð um 470 m.kr^en neikvæð um 2.540 m.kr. í októberlok. I októberlok hafði peninga- magn aukizt um 28% frá upphafi ársins samanborið við rjimlega \ Sjávarútvegstekjur og sk ipting þeirra. Nóvemberve rðlag 1976 * I f milljónum króna 1975 1976 Breyting í % Ársstæt ð:r Breyting í % 1 1. F.o.b.-verðmæti 1 framleiðslunnar 37.030 52.000 40 57.000 10 ■ 2. 'Sruiðsi ír úr B Verðjöfnunarsjóði 1.430 130 2.120 1 3. Til skipta (1.+2.) 38.460 52.130 36 59.120 13 ■ 4. Til fiskiskipa og 1 sjóða sjávarútvegs 22.251 30.161 36 34.920 16 ■ Þar af: m Aflahlutir og H laun áhafnar 7.700 11.209 45 13.:: 16 1 5. Til vinnslustöðva og ■ söluaðila innanlands ló .2 j-? 21.969 36 24.200 10 ■ Þar-af: H Beinar la.unagreiðslur 7.600 10.000 • 32 11.200 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.