Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976 23 HREINN Halldórsson, KR, setti nýtt Islandsmet á innanhússmóti I Laugardalshöllinni á laugardag- inn. Kastaði Hreinn lengst 19,16 metra 1 keppninni og bætti þvl fyrra innanhússmet sitt um alls 53 sentimetra, því gamla metið var 18,63 m. Þetta kast Hreins kom I fjórðu umferð, en I þeirri fyrstu kastaði hann einnig lengra en eldra metið, þ.e. 18,98 m. Hreinn var yfirburða sigurvegari f kúluvarpinu. þvi næsti maður kastaði 11,77 m. í viðtali við Mbl. sagðist Hreinn vera nokkuð ánægður með þenn- an árangur. „Ég reiknaði með þvi að í manni byggi um 18V4 til 19 metrar, og þvl er ánægjan yfir þessu kasti meiri en ella. 1 sjálfu Hreinn Halldórsson f keppninni á laugardaginn. Myndina tók Frið- rik Þór Óskarsson. sér veit ég ekkert hvað í mér býr núna hvað lengdar snertir, þvi ég kasta eingöngu I net um þessar mundir. Þá er einnig vont að kasta hér i Laugardalshöllinni, þvl gólfið er stammt en það gerir það að verkum að löppin situr eiginlega eftir,“ sagði Hreinn. Aðspurður kvaðst Hreinn æfa sæmilega, og vonast hann til að vera með á Evrópumeistaramót- inu innanhúss, sem haldið verður I San Sebastian á Spáni um miðj- an marz. Annar i kúluvarpinu varð Ás- geir Þór Eiríksson, ÍR, en hann kastaði 11,77 metra. I kúluvarps- keppninni kastaði Óskar Reykdal, HSK, sveinakúlu, og þvi áhaldi kastaði hann 16,02 metra sem er nýtt sveinamet. Fyrra metið átti hann sjálfur frá þvi fyrr i haust. I keppni kvenna sigraði Asa Hall- dórsdóttir, Á, en hún kastaði lengst 10,40 m. Lára Sveinsdóttir, Á, varð í öðru sæti með 9,58 m og i þriðja sæti varð svo Ingunn Einarsdóttir, IR, með 9,16 m. Á móti þessu var einnig keppt I stangarstökki. Eitthvað fundu stökkvararnir sig illa, því flestir voru þeir nokkuð frá sinu bezta. Þá felldi Stefán Hallgrimsson, KR, byrjunarhæð sina 4.30 m en annars urðu úrslit sem hér segir: 1. Guðmundur Jóhannesson, UMSK, 3,60 2. Ásgeir Þ. Eiriksson, IR, 3,18 3. Þráinn Hafsteinsson, HSK 3,00 4. Þorsteinn Þórsson, UMSS, 3,00 Myndina hér að ofan tók ljósmyndari Morgunblaðsins f Vest- mannaeyjum, Sigurgeir Jónsson á leik Islands og Danmerkur f hinu nýja og stórglæsilega fþróttahúsi Eyjamanna á laugardag- inn. Geir Hallsteinsson er með knöttinn og ógnar að vörninni, en á Ifnunni halda tveir danskir leikmenn Björgvin Björgvinssyni. Danir sigruðu f þessum leik með 3 mörkum og geta tslendingar þakkað markverði sfnum, Gunnari Einarssyni, að ekki fór verr. Myndin hér til hliðar er af bezta leikmanni danska liðsins f landsleikjunum, Michael Berg. Hann er þarna með átta fingur á lofti f tilefni þess að f fumi við stöðugar skiptingar varnar- og sóknarleikmanna hjá fslenzka liðinu henti það einu sinni að átta tslendingar voru samtfmis inni á vellinum. Nauösynlegt að fá Olaf H Jónsson til liðs við okkur - sagði Jón Karlsson fyrirliði íslenzka landsliðsins — ÞESSI leikur var eins og fyrri leikir okkar nú að undanförnu, að vörnin var alls ekki nógu góð, sagði Jón H. Karlsson, fyrirliði islenzka handknattleikslandsliðs- ágás. ins eftir tapleikinn gegn Dönum i FRAMARAR LEITA EFTIR SAMNINGUM VIÐ KNAPP Þróttur og KA hafa ráðið sér þjálfara — ÞAÐ ER rétt að við höfum haft samband við Tony Knapp og erum að kanna möguleika þess að fá hann til starfa hjá okkur sem þjálfara á næsta keppnistfmabili, sagði Sveinn Sveinsson, einn af stjórnar- mönnum knattspyrnudeildar Fram f viðtali við Morgunblað- ið f gær. — En þetta mál er á algjöru frumstigi, sagði Sveinn, við skrifuðum Knapp og óskuðum eftir viðræðum við hann, en jafnvel þótt hann hefði áhuga á málinu er alls ekki vfst að af ráðningu hans yrði. — Við höfum að undanförnu haft Islenzka þjálfara, sagði Sveinn, — og að okkar mati hafa þeir skilað betri árangri en hinir erlendu þjálfarar. Það var hins vegar ákveðið fyrir löngu að þeir Guðmundur Jóns- son og Jóhannes Atlason sem verið hafa með Framliðið að undanförnu tækju það ekki að sér næsta sumar. Við vonum hins vegar að þeir komi aftur til starfa hjá félaginu þótt slðar verði, enda báðir frábærir þjálfarar. Við höfum leitað til tveggja innlendra þjálfara, þeirra Árna Njálssonar og Guðna Kjartanssonar, en þeir gáfu báðir afsvar. Töluverðar hræringar eru nú I þjálfaramálum knattspyrnu- liðanna, enda styttist óðum til þess tima að liðin fara að búa sig undir keppnistlmabilið af alvöru. Tvö annarrar deildar félög hafa nú gengið frá ráðn- ingu þjálfara, KA, en Jóhannes Atlason mun þjálfa liðið næsta sumar, og Þróttur, Reykjavlk, en aðalþjálfari þess liðs verður Theódór Guðmundsson, sem að undanförnu hefur þjálfað ís- lenzka unglingalandsliðið og náð mjög góðum árangri með það. — það getur vel verið að Lárus Loftsson, «em þjálfað hefur unglingalandsliðið með Theódór, starfi einnig að þjálf- un meistaraflokksins hjá okk- ur, sagði Helgi Þorvaldson, for- maður knattspyrnudeildar Þróttar I gær. Þá hafa FH-ingar verið að leita eftir þjálfara að undan- förnu og er líklegt að annað- hvort Þórir Jónsson eða Albert Eymundsson verði með liðið á næsta keppnistfmabili. Laugardalshöllinni á sunnudags- kvöldið. — Það þarf greinilega meira en lltið að gera til þess að bæta þar um betur. Okkur skortir snerpu og úthald fyrst og fremst, þannig að mótherjar okkar ná oft að setja okkur út af laginu með brellum og bolvindum og við verðum sfðan of seinir I þá, brjótum illa af okkur og fáum dæmd á okkur vltaköst. — Ég tel leiki þessa hafa sýnt fram á það að okkur er nauðsyn- legt. að fá Ólaf H. Jónsson til liðs við okkur. Ég hef mikla trú á því að hann gæti tengt saman vörnina og styrkt hana verulega á miðj- unni. Um danska liðið sagði Jón H. Karlsson. — Ég leyfi mér að full- yrða að þetta var miklu betra og skemmtilegra lið en við mættum I Danmörku, jafnvel þótt I það vantaði nokkra leikmenn sem þykja sjálfsagðir I danska lands- liðið eins og t.d. Flemming Hansen. Þegar hann var með gekk sóknarleikurinn mun hægar fyrir sig hjá liðinu og það var auðveldara fyrir okkur að verjast. Þessir leikmenn voru fullir af áhuga og vilja — ætluðu að sanna að það væri hægt að vinna þrátt fyrir að stórstjörnurnar væru ekki með, og þeim tókst það. — Ég er tiltölulega ánægður með sóknarleikinn, en vörnin var herfiieg I leiknum, sagði Janus Cerwinski landsliðsþjálfari eftir leikinn á sunnudaginn. — Ég er hins vegar bjartsýnn á að við náum varnarleiknum vel upp, og takist það ættu Islendingar að komast áfram I B-keppninni. Ætlunin er að þeir Ólafur H. Jónsson og Axel Axelsson komi til liðs við okkur núna um áramótin og mjög sennilega styrkja þeir liðið verulega. Þá er einnig llkur á þvl að Arni Indriðason komi inn I landsliðshópinn aftur, en hann er sterkur varnarleikmaður. \ Um dómarana sagði Cerwinski, að sér hefðu virst þeir vera tauga- óstyrkir og gera töluvert af mis- tökum. Þannig hefðu t.d. mistök þeirra bitnað tvívegis illa á islenzka liðinu. — Tuttugu mörk eiga að nægja til sigurs I svona leik, sagði Geir Hallsteinsson, er Morgunblaðið ræddi við hann eftir leikinn. — En þau gerðu það ekki, einfald- lega af þvl að varnarleikurinn hjá okkur var ákaflega slakur. Ég hugsa að það sé rétt sem Janus Cerwinski, landsliðsþjálfari, hefur látið hafa eftir sér, að það séu ekki nema tveir leikmenn sem geta leikið vörn sæmilega, þeir Þórarinn Ragnarsson og Þor- björn Guðmundsson. Hitt liggur fyrir að islenzku landsliðsmenn- irnir hafa aldrei verið i betri æfingu en um þessar mundir, og ég er sjálfur viss um að liðið á eftir að springa út og ná árangri. Þannig er ég t.d. mjög bjartsýnn á að við vinnum Austur- Þjóðverjana I B- heimsmeistarakeppninni I Austurriki og komumst þar áfram. 2ttorjjunIiIaí>ií> III II I III II I II —Ml llprðtlirl Met hjá Hreini Bætti fyrra met um 53 sentimetra TVEIR BLAKSIGRAR YFIR FÆREYINGUM 3-2 OG 3-1 UM HELGINA léku tslendingar tvo landsleiki við Færeyinga I blaki og voru þetta þriðji og fjórði leikur þjóðanna I þessari íþróttagrein. Að þessu sinni unnu Islendingar, eins og I fyrri skipt- in, en leikir þessir voru þó nokkuð erfiðir fyrir fslenzka landsliðið — ef til vill ekki sfzt vegna þess að fslenzku landsliðs- mennirnir vanmátu andstæðinga sfna, og virtust fyrirfram halda að Iftið sem ekkert þyrfti fyrir sigri að hafa. Fyrri leikurinn vannst með þremur hrinum gegn tveimur, og lék fslenzka liðið þarna fremur slakan leik. Einkum og sér i lagi var uppspilið slakt hjá liðinu og töpúóust þannig mörg tækifæri. Hins vegar náði liðið svo öórtl hverju að sýna allgóð tilþrif og einstakir leikmenn náðu góðum skellum. I byrjun leiksins kom það greinilega fram að Islendingarnir voru þreyttir eftir erfiða ferð til Færeyja, og náðu Færeyingar for- ystu I leiknum 2—1. En þá loks fór íslenzka liðið sæmilega I gann og vann tvær næstu hrinur og þar með leikinn 3—2. 1 seinni landsleiknuin voru yíif- burðir tslendinganna ótvfræðir og lék liðið þennan leik til muna betur en fyrri leikinn. Þrátt fyrir það unnu Færeyingar eina hrinu, þannig að leiknum lauk með 3—1 sigri Islands. Verður því ekki á móti mælt að Færeyingarnir kunna talsvert fyrir sér I þessari íþrótt og lið þeirra náði ágætum jeikköflum. Islenzka liðið gerði ýmsa hluti ágætlega I þessum leik, en öðru hverju bar svo á mistökum, sem auðvelt hefði átt að vera að komast hjá, ef leikur- inn hefði verið tekinn af meiri alvöru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.