Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976 41 r ti 1 k í n 1 v* u%yu1% ■ fréttum + Þessi unga stúlka held- ur því fram að hún sé dótt- ir Marilyn Monroe. Hún heitir Janet Raymond og er 23 ára. Hún fæddist í mars 1953 á sjúkrahúsi ( Texas. Marilyn Monroe var á sama tíma á þessu sjúkrahúsi skorin upp við botnlangabólgu — að því er sagt var. Skýrslur sjúkrahússins sýna hins vegar að leikkonan fór út af sjúkrahúsinu án þess að botnlanginn væri tekinn úr henni. í nokkrar vikur áður en Marilyn fór á sjúkrahús- ið sýndi hún sig ekki opin- berlega og i síðustu kvik- myndinni sem hún lék í áður en hún var lögð inn, þótti hún óeðlilega sver. Janet var ættleidd af efn- uðum hjónum ( Los Angel- es og hefur aldrei skort neitt og fengið góða menntun. Hún segist vera viss um að Marilyn Monroe sé móðir sin og faðirinn baseball-stjarnan fyrrverandi, Joe Di Maggie. Janet hefur feng- ið tilboð um að leika í kvik- myndum en afþakkaði boðið. + Trúið þið á jólasveininn? Þessi spurning var lögð fyrir nokkur börn í stórmagasíni í Danmörku þar sem þessi myndarlegi jólasveinn var að spjalla við börnin. Flest yngri börnin voru sannfærð um að hann væri „alvöru“ jólasveinn og ætti heima á Grænlandi eða fslandi. Hin eldri sögðu að auðvitað væri hann „bara maður“ eins og þau orðuðu það en samt skemmtileg- ur. lVlörg vildu þau fá að vita hvað jólasveinninn gerði á sumrin. Já, það er sælt að vera ungur og hafa sína jólasveinatrú. + Nýskipaður sendiherra Ungverjalands hr. Tivadar Ivan afhenti I dag forseta tslands trúnaðarbréf sitt að viðstöddum utanrfkisráð- herra Einari Agústssyni. Sfðdegis þá sendiherrann boð forsetahjónanna að Bessastöðum ásamt fleiri gestum. Aðsetur Ungverska sendiherrans er f Stokkhólmi. + Rick Wakeman sem tal- inn er einn besti „beat“ orgelleikari í heimi ætlar nú eftir tveggja ára hlé að fara aftur að leika með hljóm- sveitinni Yes. Hljómsveitin er nú f Sviss að leika inn á nýja breiðskffu sem kemur á markaðinn f byrjun ársins 1977. Rick verður á meðan að vera án konu sinnar Roz og sonanna tveggja en þau búa f húsi þeirra f Bucking- hamshire f Englandi. Ef þeim skyldi leiðast geta þau skemmt sér við að þvo bfl- ana sfna 20, en þar af eru 8 Rolls-Royce bflar. Rick hef- ur sfðustu tvö ár haft sína eigin hljómsveit og fengið margar gullplötur en fannst það of erfitt og sneri þvf aftur til vina sinna og félaga f Yes. iittala O finland Solaris diskar og skálar — nýja línan í iitlala glervörum — eru án nokkurs vafa vinsœlustu gjafavörurnar, sem við höfum á boðstólum i dag. Falleg hönnun og fínleg framleiðsla iittala verksmiðjanna tryggir framúrskarandi gœði. KOMIÐ OG SKOÐIÐ SOLA RIS Fáið bœkling yfir iittala vörurnar. HÚSGAGNAVKRZLUN KRISTIÁNS SIGGEIRSSONAR HF. l,ati(iHvt'(|i i:< Kiiykjavik sími 2587(1 Kornið er: ”Golden Sweet Corn” frá Banda rikjunum, frábært á bragðið. LYKKJULOK er á dósunum. Þú opnar það með einu handtaki hitar kornið og berð fram með steikinni öllum til ÆKKk óblandinnar ánægju. Svona auðvelt er það. sweet c

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.