Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976 33 Svona bók skrifar enginn nema sá, sem reynt hefur (JR DJtJPI REIS DAGUR: Höfundur Bjarni Eyjólfsson Þýðandi Benedikt Arnkelsson Utgefandi Prentsmiðjan Leiftur h.f. ÞAÐ er ekki algengt, að bækur íslenskra höfunda, er dvalist hafa allan sinn aldur á íslandi, komi fyrst út á erlendri grund. Svo er þó um bókina (Jr djúpi reis dagur eftir Bjarna Eyjólfs- son. Hún kom fyrst út á norsku árið 1960, en kemur nú fyrir sjónir íslenskra lesenda i þýðingu Bene- dikts Arnkelssonar. Hefur honum að venju tekist þýðingin mjög vel, þannig að saman fer meitlaður stíll og gott málfar. tJtgáfa þessarar bókar mun vafalaust verða mörgum fagnaðarefni, svo sérstæð er hún um margt. Þess verður ekki vart að þetta varð eina bók höfundar. Málfar, söguþráður og öll fram- setning er sllk að sýnt er að hér er I raun reyndur höfundur á ferð. Enda er það svo. Bjarni var um áratuga skeið einn af máttarstólp- um kristilegs barna- og unglinga- starfs á Islandi. Hann var for- maður Kristniboðssambandsins I þrjá áratugi og ritstjóri kristilega heimilisblaðsins Bjarma I tæpa fjóra. Á þvf timabili ritaði hann eða þýddi flestar greinar, sem I blaðinu birtust. Eftir hann liggur einnig fjöldi ljóða, einkum trúar- legra. Vinir höfundar ganga þess ekki duldir að hann er að segja sögu sjálfs sln og eykur það stórlega gildi bókarinnar. Það er vafalaust vandaverk að opna hug sinn fyrir lesanda og gera hann hluttakandi í reynslu bernsku- og unglingsára, þannig að efnið haldi honum föngnum langdvöl- um. Það tekst Bjarna Eyjólfssyni undravel i þessari bók. Lesandinn verður oft sem þátttakandi í baráttu, erfiðleikum og hugsun- um Ásgeirs, söguhetjunnar, flyzt inn í persónulega baráttu hans. Á timum rótleysis og ótta við að takast á við vandamál líðandi stundar lýsir þessi sérstæða bók baráttuheimi, þar sem engu er ýtt til hliðar, engin vandamál svæfð, heldur tekist á við þau. Baráttusaga Ásgeirs er tvíþætt: Barátta við fátækt og erfiðleika kreppuáranna, atvinnuleysi, bág kjör og fátækt. Lesandinn flyzt inn í heim, sem flestum er að verða framandi. Bernskurætur höfundar teygja sig til þess tima, og honum tekst á áhrifarikan hátt að tvinna þessa þætti lífsbaráttu bernskuheimilis sfns saman við sálarbaráttu barnsins og unglingsins, sem á stundum geisar sem æðandi eldur. Lesand- inn fær að fylgjast með sigrum og ósigrum þeirrar baráttu unz Asgeir að lokum nær fótfestu á kletti trúarinnar, þar sem ekkert getur haggað honum. Vist er að þessi þáttur sögunnar mun mörgum framandi, likt og þar sé sagt frá einhverju óraunverulegu. Sá heimur er samt raunverulegur og nálægur. Bjarni Eyjólfsson Slík v'ar reynsla Bjarna Eyjólfs- sonar, sem þurfti að ganga í gegn- um reynslueld efasemda og baráttu áður en hann eignaðist fullvissu trúarinnar og varð verkfæri Guðs öðrum til bless- unar. Þessi bók hefur tvímælalaust boðskap að bera. Hún er rituð af þeirri fullvissu, að reynsla eins geti orðið öðrum til hjálpar. Bók sem „Or djúpi ris dagur“ getur enginn ritað nema sá, sem reynt hefur sjálfur. Full ástæða er til þess að vekja athygli á þessari bók, þvi að hún á erindi til allra og getur orðið mörgum til fróðleiks, hvatningar og blessunar. Þökk sé þeim, sem stuðlað hafa að útgáfu hennar. Akranesi 13. des. 1976 Jóhannes Ingibjartsson. Fiskverðs- hækkunin styrkir þjóð- hagsspána FISKVERÐSHÆKKUNIN vestan hafs hefur einkum þau áhrif, að hún styrkir þá þjóðhagspá fyrir næsta ár, sem Þjóðhagsstofnunin hefur nýlega látið frá sér fara, fremur en að hún breyti verulega þeim niðurstöðum, sem þar koma fram, að sögn Jóns Sigurðssonar, forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Jón sagði, að fiskverðshækkun- in i Bandríkjunum kæmi eðlalega inn þær viðræður sem nú ættu sér stað um verðákvörðun á fiskverði hér heima. Hann benti á varðandi þjóðhagsspána, að þar hefði verið gert ráð fyrir hækkunum á fiski- verði I Bandarikjunum á næsta ári en menn naumast reiknað með að hún kæmi svo skjótt né yrði svo mikil í einum áfanga. „Það má því segja, að sú verð- hækkun sem við væntum að kæmi fram i spánni, sé þannig þegar orðin að veruleika og eðlilegar styrkir þetta niðurstöður spár- innar i heild," sagði Jón. Árelíus Níelsson: Á bjargi aldaitna Bók þessi segir sögu Armensku kirkjunnar allt frá því, er iyrsta kirkja heimsins var byggð i dölum Araratfjalls um 300 e. Kr. og til þessa dags. — Sú athyglisverða spurning er m. a. rædd i bókinni: Voru armenskir biskupar hér á Islandi fyrstu 50 árin eftir kristnitöku? — Er Öræfatindur og Araratfjall skyldari en ætlað hefur verið? — Bókin fjallar um armensku þjóðina í áþján og of- sóknum á umliðnum öldum, er fróðlegt lesefni um framandi þjóð. Louise Hoffman: Undir fölsku flaggi Hötundur bókarinnar er af þýskum ættum, en fædd og uppalin á Irlandi. — Louise Hoffman er mjög vinsæll höfundur á Bret- landseyjum. — Sérstaklega eru það yngri konurnar, sem hrífast af sögum hennar. — Þýðandi: HERSTEINN PÁLSSON. BJARNI erjÓlFSSON ÚR DJÚPI REIS DAGUR Jónas Gu&mundsson Skáldsaga / þessari bók eru æviskrár nálega 570 manna, allra þeirra guðfræðinga, sem lok- ið hafa próti frá Prestaskólanum og guð- fræðideild Háskóla 'lslands, og að auki þeirra, sem luku guðtræðiprófi frá Hafnar- háskóla eftir að Prestaskólinn var stofn- aður. Sjötíu og sjö nýir guðfræðingar hafa bætzt við siðan önnur utgáfa Guðfræðinga- tals kom út 1957. Gerð er grein fyrir ætt- erni manna, námsferli og starfsferli, rit- störtum, hjúskap og börnum, og vísað til nánari umsagnar um þá í bókum, blöðum og tímaritum, eftir þvi sem til hefur náðst. Bjarni Eyjólfsson: tJr djúpi reis dagur Engum dylst að hér er hötundur að segja sína eigin sögu og eykur það stórlega á gildi bókarinnar. Bjarni var sjálfmenntaður gáfu- maður, sem miðlaði öðrum af þekkingu sinni og reynslu, ekki sist unga fólkinu, sem leitaði til hans með dýpstu spurningar lífsins. - Bókin er samin og gefin út á norsku, um 1960, en BENEDIKT ARNKELSSON, cand. theol., undirbjó þessa útgáfu. Jónas Guðmundsson: Ágúst berhenti Þessi saga gerist á öðrum tug aldarinnar. Bóndi austan úr sveit- um kemur til höfuðstaðarins til þess að innheimta útistandandi skuldir. Hann er ekki með veski í vasanum, skjalatösku í hend- inni né bankakerfið sér til aðstoðar. Hann er með kistilinn sinn undir hendinni — það er tryggast, að geyma peningana þar. — Lesið þessa bók og kynnist hvaða örlög Jónas skapar þessum etnaða — en drykkfellda bónda. David Reed: ANNA ANNA er ekki skáldverk . . . ANNA er ein átakanlegasta ástarsaga okkar daga ANNA er saga um unga, fagra konu, sem bilar á geðsmunum. — Enginn lesandi þessarar magnþrungnu bókar getur vitað, hvernig hann — eða hún — muni snúast við þeim vandamálum, sem þar er lýst: — Það er eiginmaður Önnu, sem ritar bókina af hreinskilni og snilld. — Þýðandi: HERSTEINN PÁLSSON. Jack Higgins: ÖRNINN ER SEZTUR í bókinni er greint frá þvi, hvernig leyniþjónusta þýska hersins, undir stjórn Canaris, æt/aði að ræna — eða myrða Churchill forsætisráðherra Breta. Þetta skeði i nóvember 1943. — Hötundur staðhæfir, að frásögnin sé að miklu leyti sannsöguleg. Sagan var kvikmynduð á síðastliðnu ári, og bókin varð metsölubók í Bandaríkjunum. — Höfundur bókarinnar, Higgins, er 46 ára að aldri og fæddur á Norður-irlandi, búsettur í Englandi, hámenntaður og heimsþekktu rithöfundur. Þýðandi: ÓLAFUR ÓLAFSSON, lögfræðingur. FÁST HJÁ ÖLLUM BÓKSÖLUM LEIFTUR HF. Höfðatúni 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.