Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976 JMttrgtniÞlitfeft Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík Framl< væmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrói Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson, Gerbreyting á skattalögum Matthías Á. Mathie- sen, fjármálaráðherra, lagði sl. laugardag fram á Alþingi frumvarp til breyt- inga á gildandi lögum um tekjuskatt og eignaskatt. Frumvarp þetta er flutt í samræmi við yfirlýsingar í stefnuræðu forsætisráð- herra í októbermánuði sl. Qg í fjárlagaræðu fjármála- ráöherra. Að baki þessu frumvarpi liggur umfangs- mikil undirbúningsvinna, sem rekja má allt til fjár- málaráðherratíðar Magnúsar Jónssonar. Frumvarp Matthíasar Á. Mathiesen felur í sér ger- breytingu á núverandi skattalögum og verulega einföldun þess skatta- kerfis, sem við höfum búið við. En nefna ætti eitt helzta einkenni þessa skatta- frumvarps, sem nú hefur verið lagt fram, má segja, að með því sé mjög komið til móts við þá gagnrýni, sem fram hefur komið á skattalögin hin síðustu ár, þegar skattskráin hefúr verið lögð fram og þá alveg sérstaklega sl. sumar. Með frumvarpinu er stefnt að því að afnema óeðlileg fríð- indi, sem leitt hafa til mis- réttis við skattlagningu og koma þar með á meira rétt- læti i skattamálum. í þeim opinberu umræðum, sem fram hafa farið um skatta- mál á þessu ári hafa laun- þegar t.d. mjög staðnæmzt við, að þeirra mati létta skattbyrði þeirra sem hafa sjálfstæðan atvinnurekst- ur með höndum og telja skv. núgildandi skattalög- um fram í einu lagi fyrir sig og atvinnurekstur sinn. Þetta frumvarp gerir ráð fyrir því, að í slikum tilvik- um telji atvinnurekandinn fram í tvennu lagi þ.e. fyrir sjálfan sig sem einstakling og fyrir atvinnureksturinn sérstaklega. í opinberum umræðum hefur þeirri spurningu verið varpað fram, hvort 50% frádrátt- ur af tekjum útivinnandi eiginkonu hafi með breytt- um samfélagsháttum skapað misrétti. Þeim mun tekjuhærri, sem hin úti- vinnandi eiginkona hefur verið, þeim mun hærri tekjur hefur hún haft skattfrjálsar. Með þessu frumvarpi er gert ráð fyrir, að tekjum hjóna verði skipt til helminga og þau siðan skattlögð hvort í sínu lagi. I stórum dráttum á þessi breyting að koma þannig út að um óbreytta eða minni skattbyrði verði að ræða hjá þeim, sem meðaltekjur hafa, en nokk- ur aukning skattbyrða verður hjá hátekjufólki. En samhliða þessari breyt- ingu kemur sérstakur af- sláttur til góða þegar báðir húsráðendur vinna úti. Þá mun sú breyting vekja athygli, að frá- dráttarliðir eru felldir niður en afsláttarkerfi tekið upp í þess stað, sem í fljótu bragði sýnist a.m.k. mun einfaldara í sniðum en frádráttarkerfið var orðið. Sú breyting, sem að atvinnurekstrinum snýr er á fyrningareglum. Þá eru teknar upp nýjar reglur um skattlagningu sölu- hagnaðar. Loks má geta þess, að viðurlög við skatt- svikum eru mjög þyngd með þessu frumvarpi og skattaframkvæmd styrkt. Gert er ráð fyrir, að þetta frumvarp komi ekki til framkvæmda fyrr en við skattlagningu á árinu 1978, þegar tekjur ársins 1977 verða skattlagðar. Eðlilegt er að haga málum á þennan veg vegna þess, að frum- varpið felur í sér svo mikla breytingu á núgildandi lög- um, að ósanngjarnt væri, að skattþegar hefðu ekki tækifæri til að haga málum sínum í samræmi við breyttar aðstæður. Þetta þýðir jafnframt, að Alþingi gefst tóm til að ígrunda þetta skattafrumvarp mjög vel. Að vísu er hugsanlegt, að einstaka þættir frum- varpsins verði lögfestir og komi til framkvæmda við skattlagningu á næsta ári en ljóst er, að veigamestu þættir frumvarpsins koma ekki til framkvæmda fyrr en á árinu 1978. Það hlýtur að verða eitt veigamesta verkefni Alþingis á næsta ára að fjalla um þetta skattafrum- varp. Vafalaust á það eftir að taka nokkrum breyt- ingum í meðferð þingsins. Aðalatriðið er, að fjármála- ráðherra hefur með þessu frumvarpi lagt grundvöll að störfum þingsins í skattamálum eftir áramót og að þingmenn hafa nú tækifæri til að ganga frá nýjum skattalögum á næsta ári, sem gera allt í senn að koma til móts við gagnrýni almennings á gildandi skattalög, einfalda skattakerfið og færa okkur nær því marki að taka upp staðgreiðslukerfi skatta, en hið síðastnefnda er einmitt einn af kostunum við þetta frumvarp. Bókmenntauppgötvun aldarinnar: Öþekkt handrit Byrons og Shelleys 1 bankahólfi London 20. desember — Reu- ter BUNKI af handritum eftir tvö af mestu 19. aldar skáldum Bretlands hefur fundizt í ryk- ugri bankahvelfingu í London. Telja sérfræðingar þetta vera handritafund aldarinnar. Meðal handritanna eru frum- handrit kvæðis Byrons „Childe Harolds pilgrimage“ og frum- gerðir af „Hymn to intellectual beauty" eftir Shelley. Þá fund- ust teikningar af Napóleon eft- ir sjómann, sem fór með honum i útlegðina til eyjarinnar Sankti Helenu 1815. Handritin fundust í leður- kistu sem var á meðal annarra rammgerðra hirzlna í einu '^f útibúum Barclays-banka í Lon- don, þegar unnið var að breyt- ingum á húsinu. Var ákveðið að opna allar hirzlur, sem voru eldri en 100 ára gamlar. Talsmaður bankans, Geoffrey Kelly, sagði í samtali við Reu- ter: „Sérfræðingar, sem skoðað hafa handritin, segja þau vera bókmenntalega uppgötvun ald- arinnar." Handritin, sem upprunalega tilheyrðu miklum vini Byrons, Scrope Berdmore Davies, eru áætluð vera á milli 250 og 500 þúsund sterlingspunda virði. Afkomendur Davies eiga hand- ritin nú sameiginlega. Kelly sagði að uppgötvunin hefði verið gerð fyrir nokkrum mánuðum en skjölin verða lán- uð British Library á næsta ári. Af öðrum handritum má Framhald á bls. 47 /L ' >!'/ /». /, t ' , / 'Vy fr , > ! > / Af ,r >,/>( 4 ’) y/ <r> ^ r. f >yv<+4 f< V , / f/i.t*</i\ ••i/>>(ýff*'f ’/' 'A/íi/r' f.’S/ /*fr dft.fk >1 / /’>,///>/ .’'/• /. * Ó *ftt //> //,/rt tJ/hJ. - tfar. / } !■>*)>/.' •//,»• f f//,/, trrff*** <4 r f „ . /'<** * *, V'/* * r:%' 4 .............. . + >'ÍJ A-, ’ /tAf (/./>/,■ »H 4ft ■ /i ’.r r/f\/ /,//t<j J) ‘ l,ý. > t f «y/< } f j'rt /, t* <y, ií< *ft ‘Jf>t J /fOt’t*. I . fct t'f/ ’*>, < X fh/f* /ft* H/e *(//. ýi-rr r / /’r’ff /, 4é , c t.rxr-// ,v< f fí,, , þM ' ’fft/lr 'A/rfi J t/ a <•/ />.., /m /, '*’> f<(J> «J/<Í 1/C titjf £/*’,/f rt/t-C/*'/,./ ff f/<^J fz<r . ’/r JJ’f jf//<>•/•■ , Ííðtí'í' '*'<♦«/< '/-» /y*>, 'f/. /r • /t S.y/,, , • VÁ 'ÍJ /'•> <’ U ’f’Xf}..r/,>/,*<■ ,. ,, }/}, jA-r'/tfe*' >£(<*/(> ,( /•„,/}' /Át *■/ &•* >>.*.”//, / . • * , < * * e* f t 1 •>,/ \f//>>,<- fj/tr. ” ‘ý'/>> *-v<, >> ,/ ' 7 ,) / t *' A j / yt * * *€& >*A » <V> . Handrit að „Óði til menningarlegrar fegurðar" eftir Shelley sem var meðal handrita f kistlinum f Barcalysbanka. Sjötugur Brezhnev lofaður og hylltur Moskvu 20. desember — AP. LEIÐTOGI sovézka kommún- istaflokksins, Leonid Brezhnev, varð sjötugur á sunnudaginn og rigndi bókstaflega yfir hann heillaóskum og heiðurstitlum frá sovézkum samstarfsmönn- um og erlendum kommúnista- leiðtogum. Haldið var upp á af- mæli Brezhnevs, sem virtist kátur og við góða heilsu, fyrst með heiðursathöfn í Kreml og síðan með veizlu þar sem óendanlegt lof var borið á gerðir hans og persónu. Hinir opinberu fjölmiðlar skýrðu nákvæmlega frá hátíðarhöldunum, en aðeins fá- ir útvaldir Sovétmenn voru við- staddir þau. Afmælisins var ekki minnzt með hátíðarhöld- um annars staðar í landinu. Leiðtogar Austur-Evrópuríkja voru við athöfnina i Kreml, þar sem Brezhnev var á ýmsan hátt heiðraður og sátu málsverðinn að henni lokinni. Við heiðurs- athöfnina, sem sjónvarpað var um Sovétríkin og Austur- Evrópu, var afmælisbarnið sæmt tveim heiðursmerkjum og sverði. Sovézku dagblöðin birtu á sunnudag engar heillaóskir frá kínverskum leiðtogutn né vestrænum kommúnistaleiðtog- um, sem hefur greint á um hug- myndafræði við Kremlstjórn- ina. Gáfu blöðin út á sunnudag sérstök afmælisblöð með stórum myndum af leiðtogan- um. Mikhail Suslov, hinn 74 ára gamli hugmyndafræðingur kommúnistaflokksins, hélt ræðu við athöfnina þar sem hann kallaði Brezhnev „gall- Framhald á bls. 30 Podogrny, forseti Sovétríkjanna sæmir Brezhnev Leninorðunni f afmælisveizlunni á sunnudag. t fremsiu röð frá v. við athöfnina: Zhivkov forsætisráðherra Búlgarlu, Ceausescu forseti Búmenfu, Kadar leiðtogi ungverska kommúnistaflokksins, Husak, leiðtogi tékkóslóvakfska kommún- istaflokksins, Honecker leiðtogi a-þýzka- kommúnistaf lokksins, og Gierek leiðtogi pólskra kommúnista. T.h. eru Suslov, Kosygin og Kulakov.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.