Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLABIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976 Móðir Bukovskys þurrkar tár úr augum sér ð blaðamannafundinum. Bukovsky: Heilaþyottur og sveltí meðal aðferða sem beitt er gegn politískum föngum —ísland og EBE Framhald af bls. 1. makrfl né veiðar okkar við Græn- land. • Sfðdegis í gær gerði Gunde- lach aukafundi utanrfkisráðherra Efnahagsbandalagsins grein fyrii viðræðunum við fslendinga og frestun þeirra. Lýstu ráðherrarn- ir yfir áhyggjum sfnum með þessa þróun mála. Utanríkisráð- herrafundinum er ætlað að finna lausn á mismunandi stjórnarmið- um sem uppi eru meðal banda- lagsrfkjanna um tilhögun fisk- veiða rfkjanna innbyrðis. Sam- kvæmt fréttastofufregnum virð- ast litlar lfkur á samkomulagi á þessum fundi og virðast einkum vera uppi ágreiningur milli Þjóð- verja annars vegar og Breta og Ira hins vegar um stefnuna f þess- um efnum. RAMMASAMKOMULAG UM FISKVERND I samtali við Morgunblaðið í gær sagði Tómas Tómasson, sendiherra og formaður fslenzku viðræðunefndarinnar, að íslenzka nefndin hefði f gærmorgun átt bæði fundi með Gundelach og að- stoðarmanni hans, Emon Gallag- her, og síðan fund með hinni formlegu samninganefnd Efna- hagsbandalagsins. Viðræðunum hefði siðan verið slitið að sinni en ákveðið að taka upp viðræður að nýju í næsta mánuði. Tómas sagði, að viðræðurnar f gær hefðu fyrst og fremst snúizt um gerð langtima rammasam- komulags um fiskvernd milli Is- lands og Efnahagsbandalagsins, og uppkast slfks rammasamnings væri nú til athugunar. Þá kvað Tómas viðræður um gagnkvæm veiðiréttindi milli Islands og Efnahagsbandalagsins hafa flétt- azt inn í viðræðurnar f gær en eins og fram hefur komið hefur af hálfu Efnahagsbandalagsins kom- ið fram tilboð um gerð bráða- birgðasamkomulags við íslend- inga um gagnkvæm veiðiréttindi, en íslenzk stjórnvöld eiga eftir að fá þessar tillögur f hendur. Tómas kvað utanríkisráðherra- fund Efnahagsbandalagsins, sem hófst síðar f gærdag, óneitanlega hafa sett mark sitt óbeint á við- ræður íslenzku nefndarinnar og bandaiagsins. Menn væru almennt efins um að fundinum tækist að móta tilhögun fiskveiða EBE-ríkjanna innbyrðis fyrir 1. janúar, þegar færa á fiskveiðilög- söguna út I 200 mílur og þess vegna hafi af hálfu bandalagsins komið fram tillögur um gerð bráðabirgðasamkomulaga við rfki þau sem standa utan bandalags- ins. GUNDELACH VARAR tSLENDINGA VIÐ Á blaðamannafundi f Brtissel í gær eftir viðræðurnar við íslenzku nefndina sagði Gunde- lach, að þar sem viðræöunum í gær hefði lokið án samkomulags myndu brezkir fiskimenn ekki geta snúið að nýju á fiskimiðin við Island 1. janúar eins og vonast hefði verið til og af hálfu banda- lagsins hefði þessu verið svarað með því að meina íslenzkum fiski- skipum veiðar innan fiskveiðilög- sögu bandalagsins eftir næstu mánaðamót. Gundelach kvað Islendinga ekki hafa komið fram með neitt jákvætt til að koma hreyfingu á þessa fyrstu lotu viðræðnanna og afstaða Islendinga væri Efna- hagsbandaiaginu mikið áhyggju- efni. Ekki væri þó hægt að segja, að slitnað hefði upp úr viðræð- unum, því að ákveðið væri að hann og Tómas Tómasson hittust aftur eftir nýár. Hins vegar vissi hann ekki nánar hvenær viðræð- urnar hæfust en mjög ólfklegt væri að það yrði fyrr en Alþingi kæmi saman aftur í næsta mánuði. Gundelach sagði ennfremur, að fiskimálaviðræður Islendanga og EBE yrði að skoða f ljósi heildar- samskipta þessara aðila, og Reuter-fréttastofan hefur eftir embættismönnum EBE f Brtissel, að þar hafi Gundelach átt við möguleika þess, að EBE beitti verzlunar- og viðskiptatengslum bandalagsins og Islands sem þætti í fiskimálaviðræðunum. Gunde- lach sagði hins vegar á fundinum sem svar við fyrirspurn, að hann væri ekka að hafa i hótunum við einn eða neinn. Gundelach sagði ennfremur, að Islendingar virtust hafa skipt um skoðun varðandi veiðiheimildar til handa EBE á þessu stigi vegna stjórnmálaástands heima fyrir. Lýsti hann afstöðu íslendinga á þann veg, að þeir væru „óhjálp- legir“ og sagði að tsland væri sér á báti meðal annarra ríkja sem nú stæðu í viðræðum við EBE um fiskveiðisamkomulag. REIÐUBtJNIR TIL SAMNINGA UM FISKVERND Eins og getið er í upphafi sagði utanríkisráöherra Einar Ágústs- son, í samtali við Morgunblaðið, að viðræðurnar hefðu á engan hátt farið út um þúfur en hins vegar hafi aldrei staðið til að gera samninga á þessum fundi, og sagði jafnframt vegna þeirra um- mæla sem fréttastofur hafa eftir Gundelach, þar sem hann segir að líta verði fiskimálaviðræðurnar í ljósi heildarsamskipta íslands og EBE, að Gundelach hafi hingað til ekki haft í hótunum við fslenzk stjórnvöld. Varðandi tillögur þær sem EBE hefur lagt fram um gagnkvæm veiðiréttindi sagði Einar að fslenzka ríkisstjórnin væri ekki búin að fá þær í hendur og hann gæti þar af leiðandi ekk- ert tjáð sig um efni þeirra. Matthías Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, sagði að ákvörðun EBE um að meina islenzkum fiskiskipum veiðar innan fisk- veiðilögsögu EBE frá og með næstu áramótum hefðu ekki minnstu áhrif á veiðar okkar al- mennt miðað við þennan árstfma, hvorki hvað snerti síldveiðar islenzkra skipa f Norðursjó né við Grænland. Matthías sagði, að hann færi ekkert dult með það, að hann væri hlynntur því að gert yrði fiskverndarsamkomulag við Efna- hagsbandalagið og hann teldi það vera til góðs fyrir Islendinga engu sfður en fyrir þá. Hvað snerti gagnkvæm fiskveiðirétt- indi milli Islands og EBE kvaðst ráðherra ekkert vilja segja fyrr en hann hefði séð þær tillögur sem íslenzku sendimennirnir kæmu með frá Briissel, en þær yrði að athuga mjög vel hér heima fyrir. ÁGREININGUR Á UTANTlKISRÁÐHERRA FUNDINUM 1 fréttastofuskeytum kemur fram, að á utanríkisráðherrafundi EBE i Briissel í gær hafi lítið miðað í samkomulagsátt og mikill ágreiningur sé um ýmis grund- vallaratriði. Þvi þykir æ ósenni- legra að ráðherrarnir muni kom- ast að samkomulagi á yfirstand- andi fundum. V-Þjóðverjar munu álíta, að hin endurskoðuðu tillögudrög EBE- ráðsins séu um of höll undir hags- muni Breta og Ira, sem sækja fast að fá einkalögsögu allt upp í 50 mílur fyrir fiskimenn sína ein- vörðungu." Það er komið fram við okkur eins og við séum alls ekki f bandalaginu," hefur Reuter- fréttastofan eftir þýzkum em- bættismanni f gær, og fram kem- ur að ýmis önnur aðildarríki deili þessari óánægju með þjóðverjum. Ráðið hefur endurskoðað kvót- ana í þá veru að Bretar og Irar fá nú meiri hlutdeild í afla EBE- lögsögunnar en gert var ráð fyrir í fyrri drögunum, sem bæði þessi rfki höfnuðu. I nýju drögunum er þó ekki lagt til að rfkin tvö fái einkaveiðisvæði heldur er stungið upp á vissum takmörkunum á vernduðum svæðum, þar sem að- eins vissum stærðum veiðiskipa er heimiluð veiði, sem i reynd tryggir nánast fiskiskipum við- komandi strandríkja einkarétt til veiða. Einnig er lagt bann við veiðum verksmiðjuskipa innan 200 málna fiskveiðilögsögu EBE, sem v-þýzkir heimildarmenn EBE segja að sé algerlega óaðgengilegt fyrir þá, þar sem 70% úthafsafla V-Þjóðverja fáist með verk- smiðjuskipum. Framhald af bls. 1. in litu á Vesturlönd sem óvin, sem strfðsástand ríkti við. Yfir 100 fréttamenn voru á fundinum með Bukovsky og risu þeir á fætur er hann kom f salinn og klöppuðu fyrir honum. Bukov- sky var taugaóstyrkur og hikandi f fyrstu, en brosti síðan öðru hverju. Hann svaraði flestum spurningunum á rússnesku með aðstoð túlka. Hann sagði að sú staðreynd að sér hefði verið sleppt, væri fyrsta viðurkenning Sovétstjórnarinnar á því að póli- tískir fangar væru f landinu og skapaði því fordæmi. Hann hvatti til stóraukinnar baráttu fyrir mál- stað pólitískra fanga „þekktra og óþekktra hvar sem í heiminum væri.“ Þegar hann var spurður hvort hann hefði nokkra orðsendingu til Leonids Brezhnevs, leiðtoga so- vézka kommúnistaflokksins á sjö- tugsafmæli hans, svaraði Bu- kovsky brosandi: „Skiptum á hon- um og Pinochet." Átti hann þar við Pinochet forseta Chile. Bukovsky sagði, að einn af yfir- mönnum sovézku leyniþjónust- unnar KGB hefði fylgt sér til Sviss og sér hefði verið tjáó að hann hefði ekki verið sviptur so- vézkum ríkisborgararétti, eins og gert var t.d. við Solzhenitsyn, hann hefði fengið 5 ára vega- bréfsáritun. „Ég verð því líklega að líta á mig sem pólitískan fanga í leyfi.“ Bukovsky sagði að fram- tíð sfn væri óráðin og myndi ráð- ast mjög af þvf hvernig 12 ára systursyni sfnum heilsaðist, en hann þjáist af krabbameini í eitl- um og var fluttur beint í sjúkra- hús f Sviss. Hann sagðist myndu fara í stutta heimsókn til Bret- lands í boði leikarans David Markhams, sem mjög beitti sér fyrir því að Búkovsky yrði látinn laus. Síðan sagðist hann hugsan- lega halda áfram Líffræðinámi, Gód lodnu veiði MJÖG góð loðnuveiði var hjá þeim fáu skipum sem voru á miðunum NA af Horni f fyrri- nótt, en þá fengu fjögur skip 1780 lestir. Ársæll GK fékk 250 lestir, Sæbjörg VE fékk 280 lestir, Grindvíkingur GK 600 lestir og Súlan 650 lestir. Þá fékk Pétur Jónsson RE 630 1 Eldur í Jökut felli á Höfn ELDUR kom upp í Jökulfellinu í gær, er verið var að lesta síld og ufsaflök á Höfn í Hornafirði. Eldurinn kom upp í neðri lest skipsins, en þar voru 77 tohn af kjöti, sem flytja á til Danmerk- ur. ' sem hann lagði stund á, er hann var handtekinn. Líklega myndi hann stunda það nám í Hollandi. Hann sagðist einnig vilja heim- sækja Bandarfkin og þakka öllum þeim, sem hefðu veitt sér lið. Brezki leikarinn David Markham heimsótti Bukovsky f Sviss og sagði er hann kom aftur til London að Bukovsky liti ótrú- lega vel út eftir allar þær þol- raunir, sem hann hefur orðið að líða. Sér hefði hins vegar brugðið stórlega er hann fyrst sá Bukovsky. Hann sagði að Bukovsky væri hálfruglaður ennþá af öllu umstanginu og breytingunum og fréttin um að honum yrði sleppt hefði verið mikil andleg áreynsla fyrir hann. Hann ætti því ekki eins auðvelt með að tala við fólk og hann sjálfur hefði vonað. Bukovsky sagði fréttamanni Reuterfréttastofunnar í dag, að hann hefði fyrst heyrt um ákvörð- unina um að sér yrði sleppt frá samfanga f Vladimirfangelsinu, sem hefði morsað fréttirnar á vatnsrörum fangelsins. Mikið hefur verið fjallað um skiptin á Bukovsky og Corvalan f blöðum á Vesturlöndum. The Times í London sagði í morgun, að það, sem, vekti undrun væri að sovézkir leiðtogar hefðu látið undan beiðnum frá Kaupmanna- höfn og beiðnum bandaríska embættismanna í einkaviðtölum. Hins vegar hefðu þeir hugsanlega álitið að Bukovsky myndi ekki valda þeim meiri vandræðum á Vesturlöndum en Solshenitsyn og aðrir hefðu þegar gert. Það sem erfiðast er fyrir þá, er að nú hafa þeir viðurkennt að pólitfskir fangar eru til í Sovétríkjunum, ekki aðeins glæpamenn og geð- veikissjúklingar. Daily Telegraph sagði að bar- átta Bukovskys hefði vakið mikla aðdáun fólks á Vesturlöndum og því yrði vitnisburður hans tekinn fullkomlega trúanlegur. Fólk á Vesturlöndum fengi æ meiri við- bjóð á notkun sovézkra yfirvalda á geðveikrahælum, sálfræðingum og geðveikislyfum gegn pólitísk- um andófsmönnum. Málgagn ítalskra kommúnista gagnrýndi f dag takmarkanir á mannréttindum í Sovétríkjunum og sagði að það væri ófyrirgefan- legt að fólk væri sett í fangelsi fyrir að hafa skoðanir. Blaðið L. Unita, sagði í forsíðuleiðara að ýmsum spurningum væri enn ósvarað en ánægjulegt væri að Bukovsky og Corvalan væru laus- ir úr haldi. Luis Corvalan var enn í kvöld í leynilegum bústað einhvers stað- ar fyrir utan Moskvu, en búizt var við, að er hann æki inn f Moskvu yrðu honum fagnað sem erlend- um þjóðhöfðingja og hetju. Hann sagði við fréttamann um borð í flugvélinni, sem flutti hann frá Chile, að hann væri glaður og leiður yfir að fara frá heimalandi sínu. Hann væri ánægður yfir að geta hafið baráttuna að nýju gegn hægristjórninni í Chile, en leiður yfir að þurfa að yfirgefa félaga sína. Hann sagði að enginn vissi hve margir fangar væru í haldi í Chile, né hve margir hefðu horfið sem aldrei myndu koma fram. Luis Corvalan gengur f átt til flugvélarinnar á Antiagoflugvelli, sem flutti hann til Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.