Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976
47
— Greinargerð
Framhald af bls. 21
mannvirkja en íbúðarhúsnæð-
is 1—10% eftir gerð og bygg-
ingarefni, en keypts eignar-
réttar að verðmætum hug-
verkum og auðkennum svo og
sérstaks keypts eignarréttar
að verðmætum hugverkum og
auðkennum svo og sérstaks
stofnkostnaðar 5—20%. Þá
eru ýmis önnur ákvæði um
fyrningu, þar á meðal þess
efnis að yfirleitt skuli standa
eftir sem niðurlagsverð eign-
anna 10% af heildar-
fyrningarverði þeirra.
Auk þeirra föstu fyrninga,
sem hér hafa verið taldar eru
í lögunum ákvæði um tvenns
konar heildarfyrningar til við-
bótar. Annars vegar er heim-
ild i D-lið 15. gr. til að fyrna
lausafé og mannvirki, önnur
en íbúðar-og skrifstofuhús-
næði, með sérstakri fyrningu
er nemi 30% af heildar-
fyrningarverði, en þó má
aldrei nota meira en fimmta
hluta hennar á einu ári. Þessi
sérstaka fyrning má ekki
mynda rekstrarhalla eða not-
ast til að fresta yfirfærslu
tapa frá fyrri árum. Hins veg-
ar er í 6. mgr. C-liðar 15. gr.
veitt heimild til svonefndrar
„stuðulfyrningar" af lausafé
^g mannvirkjum öðrum en
íbúðarhúsnæði. Er verðhækk-
unarstuðullinn ákveðinn af
fjármálaráðuneytinu i sam-
ráði við Hagstofu tslands og
skal einkum miða hana við
verðbreytingar á þeim eign-
um sem fluttar eru til lands-
ins. Verðhækkunarstuðullinn
hefur reiknast af fyrningu
ársins en ekki fyrningar
grunni.
Þeim þrenns konar fyrning-
um, sem hér hefur verið lýst,
er í frumvarpi þessu steypt
saman í eina árlega fyrningu.
Ekkert áriegt lágmarkshlut-
fall fyrningar er tiltekið en
hins vegar árlegt hámarks-
hlutfall.
Lausafé skal samkvæmt
frumvarpinu fyrna af bók-
færðu verði lausafjár i einu
lagi, að hámarki 30%>. Þetta
þýðir, að sé kaupverð lausa-
fjár 100 yrði hámarksfyrning
30% á 1/ ári, 21% á 2. ári
o.s.frv. Kaupverð nýrrar
lausafjáreignar færist til
hækkunar fyrningargrunns.
Eins og áður er lýst færist
söluverð lausafjáreignar
beint til lækkunar fyrningar-
grunns. Af hinum nýju regl-
um leiðir að ekki er unnt að
hagnast á því að selja eignir í
því skyni að fá nýjan
fyrningargrunn en sleppa við
söluhagnað. Eign, sem seld er,
myndar nýtt fyrningarandlag
hjá kaupanda en rýrir
fyrningargrunn seljanda að
sama skapi.
I frumvarpinu er ekki gert
ráð fyrir að íbúðarhúsnæði
verði fyrnanlegt. Fasteignir,
sem heimilt er að fyrna, verða
samkvæmt frumvarpinu
fyrndar af kostnaðarverði
(stofnverði) að hámarki 10%
á ári. Þ.á gerir frumvarpið ráð
fyrir að árlegt fyrningarhlut-
fall stofnkostnaðar sé 20 + að
hámarki, en heimilt sé að
fyrna hann að fullu á
notkunartíma ef hann er
skemmti en 5. ár. Einnig að
heimilt sé að færa að fullu til
gjalda eignir sem kosta minna
en tiltekna fjárhæð.
Andstætt því sem er í gild-
andí lögum er engin lág-
marksfyrning tiltekin og
heimilt er að nota árlega fyrn-
ingu til fulls á kaupári en
enga á söluári eignar. Ekki
erheldur gejrt ráð fyrir til-
teknu niðurlagsverði lausa-
fjár en hins vegar mannvirkja
eins og verið hefur. Töp yrói
heimilt að færa milli ára án
timat akmörkunar.
I gildandi lögum má flytja
tap á atvinnurekstri milli ára
um fimm áramót, en þann
hluta rekstrartapa sem mynd-
ast hefur vegna fyrninga, ann-
arra en flýtifyrningar, má
flytja milli ára uns hann er að
fullu jafnaður. Í frumvarpinu
er einnig lögboðið að mæta
skuli tapi áður en fé er laggt í
varasjóð.
10. I frumvarpinu eru ýmis önn-
ur ákvæði um fyrningar, bæði
til skýringar á hugtökum,
hvað teljist fyrnanlegar eign-
ir, um upphaf og lok
fyrningartíma, fyrningar-
grunn, kostnað vegna tjóns
o.fl. Ennfremur um maka-
skipti. arftöku, eignir sem eru
einungis að hluta nýttar til
öflunar tekna, um niðurlag
rekstrar, skyldu til að halda
skrá yfir eignir og um heimild
ríkisskattstjóra til að víkja frá
reglum um fyrningar hlutfall
og veita frest til tekjufærslu
neikvæðs fyrningargrunns
lausafjár.
Framkvæmd,
úrskuröir,
eftirlit
Helstu breytingar frumvarpsins,
er varða framkvæmd og úrskurði
í skattamálum, eru þessar:
1. 1 stað gildandi lagaákvæðis,
sbr. 39. gr. laga um tekjuskatt
og eignarskatt, um framlagn-
ingu skattskrár eigi síðar en
20. júní ár hvert er gert ráð
fyrir að álagning á einstak-
linga, sem ekki hafa með
höndum atvinnurekstur eða
sjálfstæða starfsemi, fari
fram þegar í apríl, en framtöl
atvinnurekstrarins verði end-
urskoðuð áður en álagning fer
fram og skattskrá síðan lögð
fram eigi síðar en i árslok. Er
með þessu vonast til að skatt-
stjórum gefist tími til að
skoða framtöl betur áður en
skattskrá er lögð fram og hún
gefi þá réttari mynd en verið
hefur af álagningu gjaldasem
þar birlast.
2, Í stað gildandi ákvæðis um
skipan ríkisskattanefndar
skal hún samkvæmt frum-
varpinu skipuð þremur mönn-
um sem hafa setu í nefndinni
að aðalstarfi.
3. Það nýmæli er í frumvarpinu
að ríkisskattstjóri geti leitað
álits ríkisskattanefndar á
túlkun lagaákvæða í því skyni
að tryggja að framkvæmd lag-
anna verði í samræmi við
skilning nefndarinnar.
4. í frumvarpinu eru víðtækari
ákvæði en í gildandi lögum
um skatteftirlit og rannsóknir
og verkefni skattrannsóknar-
stjóra í því sambandi.
Viðurlög
Allmiklar breytingar eru
gerðar á viðurlagaákvæðum. Eftir
sem áður er meginreglan sú, að
viðurlög eru ekki ákveðin af dóm-
stölum nema sökunautur eða
ríkisskattstjóri óski þess sérstak-
lega. Samkvæmt gildandi lögum
eru sektir í málum, sem ekki fara
fyrir dómstóla, úrskurðaðar af
sérstakri skattsektanefnd. Hér er
lagt til að þetta úrskurðarvald
verði í höndum ríkisskattanefnd-
ar. Ætti þessi breyting að horfa til
einföldunar enda gerir hin
breytta skipan ríkisskattanefndar
henni mögulegt að taka við aukn-
um verkefnum.
Þá eru refsingar við brotum á
lögunum verulega þingdar frá því
sem er í gildandi lögum.
— Handrit
Framhald af bls. 22 •
nefna eina af fyrstu gerðum
Shelleys að kvæðinu „Mont
Blanc“ og tvö kvæði, sem hugs-
anlega hafa aldrei verið gefin
út auk fjölda óþekktra bréfa
Byrons.
Dagblaðið Times skýrði frá
fundinum fgær á forsíðu og
hafði frétt sína eftir einum af-
komenda Davies, Bevis Hiller.
Hiller hafði verið boðið að
skoða skjölin, sem Davies skildi
eftir þegar hann flúði undan
skuldum frá Englandi.
þeir nýjustu frá
2 HPM40 hátalarar
Ploneer. PL.112 plötuspilari með
Ortofon hljóðdós. 5x535 úrvals
útvarpsmagnari.
Glæsilegt og vel uppbyggt sett fyrir
fólk, sem gerir kröfur um hljómgæði