Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 48
Drekkið Demantur 4« æðstur eðalsteina - <§ttll & áNlfur Laugavegi 35 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976 varðhald og 90 þús. kr. sekt SKEMMSTUR sólargangur er f dag hér á landi. í Reykjavík er sólarupprás klukkan 11.22 og sólarlag klukkan 15.30. í Grimsey nýtur sólar við enn styttri tíma eða aðeins í liðlega tvær klukkustundir, frá 12.03 til 14.18. Úr þessu fer daginn svo að lengja. Ljósm. Mbi. Öl. K. Mag. SÍÐUKt.IS í gær var kvertinn upp í sakadómi Keykjavíkur dómur f máli því, sem ákæruvaldió höfðaói hinn 27. febrúar s.l. á hendur SiRUrbirni Eirfkssyni, veilinf'amanni, Stóra-Hofi, Rangárvallasýslu, ok Maf'núsi I.eopoldssyni, framkvæmdasljóra, Lundarbrekku 10, Kópa- vogi, vegna ætlaóra skattsvika og bókhaldsbrota við rekstur veitinga- hússins (Uaumbæjar og veitingahússins að I.ækjarteigi 2 (Klúbbmál- ið). Refsing Sigurbjórns var ákveðin varðhald í 4 mánuði og 6 milljón króna sekt í ríkissjóð en refsing Magnúsar var ákveðin skilorðsbundið varðhald í 40 daga og 90 þúsund króna sekt í rfkissjóð. Kf sektirnar verða ekki greiddar innan fjögurra vikna, kemur 10 mánaða varðhald f stað sektar hjá Sigurhirni og 25 daga varðhald hjá Magnúsi. Hvorki Sigurbjörn né Magnús voru viðstaddir dómsuppkvaðninguna í gær en lögmenn þeirra voru ma-ttir og var þeim veittur tveggja vikna frestur til að taka ákvörðun um áfrýjun málsins til Hæstaréttar Islands. í ÁKÆRU var hinum ákærðu báðum gefið að sök að hafa á tímabilinu 1. janúar 1970 til 1. október 1972 dregið undan sölu- skatt samtals að fjárhæð kr. 3.484.694,- Þá var ákærða Sigurbirni gefið að sök að hafa vanrækt skil til skattstjóra á lögboðnum skýrslum Banaslys skammt frá Hvera- gerði BANASLYS varð á Suðurlands- vegi, skammt fyrir austan Hvera- gerði, sfðdegis á laugardag. Fólks- bíll og jeppi lentu þar f hörðum árekstri og var ökumaður fólks- bifreiðarinnar látinn þegar kom- ið var f Slysadeild Borgarspftal- ans f Reykjavfk. Hann hét Jakob Framhald á bis. 32 Jakob Hansen (launaframtölum) um starfslaun í veitingahúsunum árin 1970 og 1971 þar með talin laun fram- reiðslumanna og námu þessi laun samtals kr. 29.598.605.- skv. ákær- unni. Ennfremur var ákærða Sigur- birni gefið að sök að hafa vanrækt að telja fram til tekjuskatts og eignarskatts fyrir skattárin 1970 og 1971 og með því komist hjá greiðslu tekjuskatts og útsvars samtals að fjárhæð kr. 4.745.499.- Að lokum var Sigurbjörn ákærður fyrir brot á ýmsum ákvæðum bókhaldslaga þar sem hann m.a. hafði ekki gert upp efnahag sinn og rekstur á lög- boðnum ársreikningum fyrir árin 1970 og 1971. Af hálfu ákæruvaldsins var þess krafist að ákærðu yrðu dæmdir til refsingar og til greiðslu sakarkostnaðar og auk þess yrðu þeir sviptir leyfum til vínveitinga og veitingasölu. í niðurstöðum sfnum fjallar dómurinn fyrst um refsiábyrgð hinna ákærðu á rekstri framan- greindra veitingahúsa en aðild að rekstrinum var sögð með ýmsum hætti á umræddu tímabili. A ár- inu 1970 var rekstur Glaumbæjar á nafni fyrrverandi sambýliskonu ákærða Sigurbjörns en á árinu 1971 á hans nafni en húsið brann f desember það ár. Á árinu 1970 var veitingahúsið að Lækjarteigi 2 rekið af hlutafélaginu Bæ, svo og árið 1972. Árið 1971 var það hins vegar rekið á nafni ákærða Sigurbjörns. Dómurinn taldi að aðild og þátt- taka ákærða Sigurbjörns f rekstr- inum hafi allan umræddan tíma verið með þeim hætti að full refsi- ábyrgð yrði á hann lögð. Breyting- ar á rekstraraðild beri keim af því að þær hafi verið til málamynda Framhaid á bls. 28 Rannsóknarstjóri Guðbjartsmálsins hjá sakadómi Rvikur: Rannsókn framhaldið, ekki ástæða til gæzlu Langflest skjöl Guðbjarts 10 ára og eldri Omerking Hæstaréttar á gæzluvarðhaldi Guðbjarts, sjá bls 3. □ .......------------------□ — SUM ÞKIRRA sakarefna, sem lágu til grundvallar gæzluvarð- haldsúrskurðinum frá 7. desem- ber s.l., voru vafasöm talin og þau tvö sakarefni, sem helzt gáfu til- efnatil áframhaldandi gæzluvarð- haldsúrskurðar, var byrjað að rannsaka hjá sakadómi Reykja- vfkur f nóvember s.l. að frum- kvæði sakadóms og búið að gera um þau skýrslur. Með þetta f huga og einnig það, að rannsókn á meintu f jármálamisferli getur tekið svo langan tfma, að gæzlu- varðhaldi er afar sjaldan beitt f slfkum málum, þótti ekki ástæða til að framlengja gæzluvarðhald Guðbjarts Pálssonar, sagði Erla Jónasdóttir fulltrúi við sakadóm Kosningar í bankaráð o.fl.: Fulltrúar Alþýðuflokks og SFV féllu út úr bankaráðum I GÆR var kjörið f sameinuðu þingi f bankaráð rfkisbankanna, kjörnir endurskoðendur þeirra, kosið f Norðurlandaráð, stjórn Sfldarverksmiðja rfkisins, Sfldar- útvegnsnefnd, stjórn Sements- verksmiðju rfkisins, kjörnir yfir- skoðunarmenn rfkisreikninga og fulltrúar Alþingis f kjaradeiiu- nefnd. Stjórnarflokkarnir buðu fram sameiginlegan lista við allar kosningar. Stjórnarandstöðu- flokkarnir buðu fram sameigin- legan lista við kjör f bankaráð Landsbanka, Seðlabanka og (Jt- vegsbanka en hins vegar bauð Al- þýðubandalagið fram sérstaklega við kjör f bankaráð Búnaðarbank- ans en Alþýðuflokkur og SFV stóðu sameiginlega að framboði f það bankaráð. Við kjör f banka- ráð Landsbankans kom fram einn auður seðill f liði stjórnarflokk- anna og við kosningu f bankaráð Búnaðarbankans kom fram einn auður seðill hjá Alþýðuflokki og SFV. Kosningar fóru sem hér segir: Bankaráð Seðlabanka Islands. Kjörnir vóru fimm fulltrúar og jafnmargir til vara fyrir timabilið Framhald á bls. 31 Reykjavfkur f samtali við Mbl. f gær, en hún stjórnar rannsókn Guðbjartsmálsins af háifu saka- dóms. Þau sakaefni, sem Erla gerir hér að umræðuefni og byrj- að var að rannsaka í sakadómi eru viðskipti Guðbjarts við mann einn, sem nú er fangi á Litla- Hrauni og viðskipti hans við verzlun á Akureyri, en þessara tveggja atriða er einnig getið I sératkvæði Þórs Vilhjalmssonar hæstaréttardómara, sem birt er á bls. 3. Erla Jónsdóttir sagði að rann- sókn þessa máls yrði haldið áfram hjá sakadómi. Fyrir liggur geysi- legt magn pappíra, en mest af þessum skjölum fannst við hús- leit hjá Guðbjarti. Sagði Erla að mikið verk væri að flokka skjölin niður. Þessi skjöl ná allt aftur til ársins 1958, og sagði Erla að megnið af skjölunum væri 10 ára eða eldra. Heildsöluverð 250 kr. —selt til Sviss á 10 kr. Verð undanrennudufts of hátt til að hægt sé að nota það í innlent kjarnfóður BUVÖRUDEILD Sambands fs- lenskra samvinnufélaga seldi í haust 100 tonn af undanrennu- dufti til Sviss. Markaðsverð á undanrennudufti á heimsmark- aði hefur á þessu ári verið mjög lágt en gffurlegar birgðir eru nú til af duftinu f Evrópulöndum. Óskar H. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Osta- og smjörsöl- unnar sf, sagði f gær, að um 10 krónur hefðu fengist fyrir hvert kfló af undanrennuduftinu, sem fór til Sviss, þegar frá hafði verið dreginn kostnaður við útflutning- inn en skráð heildsöluverð hér innanlands var á þessum tfma 250 krónur hvert kfló. Mismunur þess, sem fengist hefði fyrir duft- ið og þess verðs, sem framleið- endur eiga að fá, er milli 23 og 24 milljónir króna en alls skilaði útflutningur duftsins um 1 milljón króna. Óskar sagði að einkum kæmi til álita að fjárhæð sú, sem þarna vantaði, yrði greidd af útflutningsbótafé frá rfkissjóði eða úr verðjöfnunarsjóðum Framhald á bls. 3) dagar til ióla Dæmt í Klúbbmálinu í gær: Sigurbjöm fékk 4ra mánaða varðhald og 6 millj. kr. sekt Magnús Leópoldsson dæmd- ur 1 40 daga skilorðsbundið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.