Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976 15 Þðrunn Elfa Magnúsdóttir „Ég veinaði: V*gð! Ó, v*gð! Vesalings hjartað mitt þolir ekki Þennan grimma leik. Svar þitt var hlátur, sem nlsti hold mitt og bein og frysti blöð mitt. Þú hélzt leiknum áfram I girndargleði. Ég rétti fram hendurnar og bað I dauðans angist: Skilaðu mér hjartanu mlnu aftur, þó að það sé kramið og kvaiið.“ En veigamesta, djúptækasta og fegursta ljóðið I þessari bók er það, sem ber heitið Slokknað ljós. Það túlkar þann unað, þá eftir- væntingu og þann ótta, sem kon- an ein getur haft af að segja, og þá sorg og þann söknuð, sem sannri konu mun sárri en tárum taki. Þetta átakanlega erindi með hinu frábærlega vel valda loka- orði gefur verðuga hugmynd um hið harmræna efni þessa eftir- minnilega ljóðs, sem ég man ekki til að eigi sér nokkra hliðstæðu í íslenzkri ljóðagerð: „Nætur og daga bað þln móðir I einsemd og ugg að þitt veika llf yrði sterkt. t ðtta hennar fólst feigðar fyrirboði. Nótt eina varð blóð þinnar móður þln banavök." Og sfðan fylgdi sá ægiuggur, sem ómennsk og gamalgróin Framhald á bls. 34 sálarlif þeirra ekki jafnstórt, jafnmikil ráðgáta? Mannlýsing- arnar í sögu þessari eru grunn- færnislegri en svo að persón- urnar loði eftir i minni manns að lestri loknum. Hugmyndin er út af fyrir sig sniðug. Það er alls ekki óraunsætt að láta dreng eins og Markús (svo heit- ir drengurinn í Kerlingarslóð- um) elta konu heim til sin og þráspyrja hana hvað hún geymi í skúrnum slnum. Börn eru i eðli sínu forvitin og spyrja gjarnan beint og formálalaust. En þau eru vissulega lifandi mannverur, og rækilega það, og tjá sig með ótal mörgu móti, miklu fleira en orðum og miklu fleira en fram kemur í þessum Kerlingarslóðum. Markús litli er ágætis piltur en að minni hyggju of bókleg persóna til að svara til þess hlutverks sem honum er ætlað að gegna, of mikil skrifborðsvinna til að vandamál hans verði verulega hugstæð. Ekki þykir mér skáldkonunni takast betur í hversdagslífslýs- ingum sínum. Svo finlegir geta drættirnir orðið í skáldsögu að það skipti t.d. máli hvort kona fer I bæinn í nýju kápunni sinni eður ei. En hér skortir forsendurnar fyrir slíkri ná- kvæmni. Tilþrifameiri eru frá- sagnir Líneyjar af hænum kerl- ingar. Sagan endar á að söguþulur klökknar og fær ,,kökk í háls- inn“. Það bendir til að skáld- konan hafi lagt í sögu sína ærna tilfinning. Gallinn er að sú til- finning kemst treglega til skila. Hið besta sem að mínum dómi verður sagt um þessa stuttu skáldsögu er að hún muni vera samin I góðri meiningu. Og mannúð og samkennd er að sönnu mikils virði. Erlendur Jónsson VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK 0 ÞL' AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUG- LÝSIR í MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.