Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976 31 — Hjálpar- stofnunin Framhald af bls. 2 kirkjunnar, þeir séra Bragi Frið- riksson, dr. Ásgeir B. Ellertsson yfirlæknir og Pétur Sveinbjarnar- son framkvæmdastjóri, ásamt framkvæmdastjóra Hjálparstofn- unarinnar, Guðmundi Einarssyni. Aðilar gerðu með sér samkomu- lag, þar sem fram kemur að Hjálparstofnun kirkjunnar lagði fram endanlegt uppgjör fyrir söfnunarfé er fór um hendur stofnunarinnar og afhenti jafn- framt Vestmannaeyjakaupstað allar þær eignir sem samanlagt voru 119.394.791.- og eftir standa á vegum stofnunarinnar, vegna söfnunar til styrktar Vestmanna- eyingum f eldgosinu 1973. Skilyrði afhendingar þessarar er, að eignir þessar eða andvirði þeirra verði varið til uppbygg- ingarstarfs vegna eldgossins og þá einkum á félagslegu sviði. Hér er um að ræða eftirfarandi þætti: 1. Eftirstöðvar alm. söfnunar- fjár. 2. Eignarhluta i Kriuhólasjóði. Hér er um að ræða hluta af and- virði Ibúðarblokkar, sem byggð var i samvinnu við R.K.I. og Við- lagasjóð og sfðar seld. 3. Eignarhluta í eftirstöðvum vegna norsku þjóðarsöfnunar- innar. „Hándslagtil Island". 4. Utlagður kostnaður Hjálpar- stofnunar kirkjunnar við fram- kvæmd söfnunar til Vestmanna- eyja er kr. 427.968.-, svo og annað vinnuframlag Hjálparstofnunar kirkjunnar vegna máls þessa var afhent sem gjöf, þannig að allt söfnunarfé rennur óskert til Vest- mannaeyja. Hjálparstofnun kirkjunnar hefur að fullu staðið Vestmanna- eyjum skil á öllu því söfnunarfé, er f hennar umsjón var. Samkomulag þetta gerðu f.h. Vestmannaeyjakaupstaðar þeir Einar H. Eiríksson, forseti bæjar- stjórnar, og Páll Zóphonfasson, bæjarstjóri, og hlaut staðfestingu bæjarstjórnar Vestmannaeyja laugardaginn 11. desember 1976. Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir ánægju sinni með gert sam- komulag og þakkar Hjálparstofn- un kirkjunnar fyrir ómetanlegan stuðning við Vestmannaeyinga fyrr og sfðar. — Mjólkurduft Framhald af bls. 48 bænda, eins og gert hefði verið við nautakjötsútflutning fyrir nokkrum árum. Óskar tók fram að ekki hefði enn verið tekin um það ákvörðun með hvaða hætti þessar 23 til 24 milljónir yrðu greiddar. Sagði Óskar að útflutningur á mjólkur- afurðum hefði yfirleitt skilað frá 25 til 60% af innlendu heildsölu- verði. Einu sinni hefði verð á und- anrennudufti þó ekki skilað nema 17 til 18% af innanlandsverði en aldrei hefði ástandið verið eins slæmt og nú þegar útflutningur- inn skilaði ekki nema um 4%. Óskar sagði að heimsmarkaðsverð á undanrennudufti væri gott dæmi um sveiflur á verði land- búnaðarvara, þvf fyrir þremur ár- um var útflutningur á undan- rennudufti mjög hagstæður. Eins og áður sagði eru nú miklar birgðir af undanrennu- dufti til I Evrópulöndum og má nefna að birgðir Efnahagsbanda- lagsrfkjanna voru 1. október sl. 1.300 þúsund tonn. Vegna upp- bótakerfis EBE á landbúnaðar- vörum er verð á undanrennudufti innan EBE nú 330% yfir heims- markaðsverði. Miklar birgðir eru einnig hjá öðrum þjóðum og má nefna að Finnar hafa meðal ann- ars orðið að grípa til þess ráðs að tjalda yfir undanrennubirgðir sínar utan dyra vegna skorts á geymslurými. Óskar sagði að eitt mjólkurbú landsins væri þannig búið að tækjakosti, að ekki væri hægt að framleiða þar aðrar mjólkurvörur fyrir utan venjulega neyslumjólk en undanrennuduft. Mjólkurbú þetta er á Blönduósi og er nú unnið að athugun á þvi með hvaða hætti er hægt að breyta fram- leiðslu búsins. Sagði Óskar að helst kæmi til greina að taka upp aðra framleiðslu á Blönduósi og breyta þá vélakosti búsins eða að taka upp samvinnu við mjólkur- búið á Hvammstanga en þar eru til tæki til ostagerðar. Hefur búið á Hvammstanga framleitt ostateg- undir, sem vart hefur verið nóg framboð af. Óskar tók fram að hann væri persónulega hlynntari síðari leiðinni. Birgðir af undanrennudufti i landinu voru um siðustu mánaða- mót 456 smálestir og sagði Óskar að gera mætti ráð fyrir að f vor þyrfti að finna markað fyrir um 200 lestir af undanrennudufti, hvort sem duftið færi til sölu á innanlandsmarkaði eða á erlend- an markað. Óskar sagði að nú væri verið að kanna möguleika þess að undanrennuduftið yrði notað í fóðurvörur hér heima en þar væri helsti þröskuldurinn að skráð heildsöluverð væri hærra en fóðurblöndunarfyrirtæki gætu greitt fyrir það. — Bankaráð Framhald af bls. 48 1. janúar 1977 til 31. desember 1980. Listi stjórnarflokkanna fékk 42 atkvæði, stjórnarand- stöðu 18. Kosningu hlutu: Sverrir Júliusson, forstjóri, Pétur Sæmundsen, bankastjóri, Jón Skaftason, alþingismaður, Hall- dór Ásgrímsson, alþingismaður, og Ingi R. Helgason, hrl. Vara- menn: Ólafur B. Thórs, Jón G. Sólnes, Geir Magnússon, Eiríkur Tómasson og Haukur Helgason. Bankaráð Landsbanka lslands. Kjörnir vóru 5 bankaráösmenn og jafnmargir varamenn til sama kjörtima. Listi stjórnarflokka fékk 41 atkv., stjórnarandstöðu 18, einn auður. Kosnangu hlutu: Arni Vilhjálmsson, prófessor, Kristján G. Gfslason, stórkaup- maður, Margeir Jónsson, út- gerðarmaður, Kristinn Finnboga- son, framkvæmdastjóri, og Einar Olgeirsson, fyrrv. alþingismaður. Varamenn: Matthías Á. Mathie- sen, Davíð Sch. Thorsteinsson, Hermann Hansson, Ómar Krist- insson og Lúðvík Jósepsson. Endurskoðendur reikninga Landsbanka Islands vóru sjálf- kjörnir, Ragnar Jónsson, skrif- stofustjóri, og Jón Helgason, rit- stjóri. Bankaráð Utvegsbanka lslands. Atkvæði féllu 42 og 18. Kjörnir vóru eftirtaldir aðal- og varamenn til sama tima og fyrr segir. Aðal- fulltrúar: Ólafur Björnsson, prófessor, Guðlaugur Gislason, al- þingismaður, Alexander Stefáns- son, sveitarstjóri, Jón Aðalst. Jónasson og Halldór Jakobsson, framkv.stj. Varamenn: Gísli Gíslason, Valdimar Indriðason, Páll Guðmundsson, Ólafur Þórðarson og Garðar Sigurðsson. Endurskoðendur reikninga Ut- vegsbanka vóru sjálfkjörnir, Ingi R. Jóhannsson, endurskoðandi, og Jón Kjartansson, forstjóri. Bankaráð Búnaðarbanka Islands. Þrír listar komu fram. Listi stjórnarflokka fékk 42 atkv, listi Alþýðubandal. 11, og Alþýðufl. 6. Kjörnir vóru eftirtaldir aðal- og varamenn til sama tíma: Friðjón Þórðarson, alþingismaður, Gunnar Gislason, sóknarprestur, Ágúst Þorvaldsson, bóndi, og Stefán Valgeirsson, alþ.maður og Helgi F. Seljan, alþingismaður. Alþýðuflokkur fékk ekki mann kjörinn. Varamenn: Pálmi Jóns- son, Steinþór Gestsson, Jón Helgason, Magnús Ólafsson og Svavar Gestsson. Sjálfkjörnir endurskoðendur reikninga bankans eru Einar Gestsson, bóndi, og Guðmundur Tryggvason, fyrrv. bóndi. Norðurlandaráð. Sjálfkjörið var f Norðurlanda- ráð. Aðalmenn voru kjörnir þing- mennirnir Ragnhildur Helga- dóttir, Sverrir Hermannsson, Asgeir Bjarnason, Jón Skaftason, Gylfi Þ. Gfslason og Magnús Kjartansson. Varamenn: Axel Jónsson, Sigurlaug Bjarnadóttir, Halldór Ásgrfmsson, Jón Helga- son, Eggert G. Þorsteinsson og Gils Guðmundsson. Stjórn Sementsverksmiðju rfkis- ins. Sjálfkjörnir vóru til fjögurra ára. Jón Árnason, alþingismaður, Asgeir Pétursson, sýslumaður, Sigmundur Guðbjarnason, prófessor, Daniel Ágústfnusson, fulltrúi, og Jóhann Ársælsson, Akranesi. Stjórn Sfldarverksmiðja rfkisins. Kosningu hlutu til þriggja ára: Einar Ingvarsson, aðstoðar- maður sjávarútvegsráðherra, Þor- steinn Gislason, skipstjóri, Jón Kjartansson, forstjóri, Björgvin Jónsson, útg.m., og Hannes Baldvinsson, slldarmatsmaður. Varamenn: Markús Kristins- son, Þorbergur Þórarinsson, Hjalti Gunnarsson, Björn Hólm- steinsson og Angantýr Einarsson. Sfldarútvegsnefnd Aðalmenn: Guðfinnur Einars- son forstjóri, Jón Skaftason alþm., og Ólafur Gunnarsson, framkv.stj. Varamenn: Gunnar Flóvenz, Kristmann Jónsson og Karl G. Sigurbergsson. Yfirskoðunarmenn rfkisreikn- inga 1976. Halldór Blöndal, kennari, Halldór Kristjánsson, bóndi, og Haraldur Pétursson, fyrrv. safn- húsvörður. Kjaradeilunefnd (til 4ra ára) Sjálfkjörnir vóru Friðjón Þórðarson, alþingismaður, og Pétur Einarsson, stud. jur. Endurskoðendur Framkvæmda- stofnunar rfkisins. Sjálfkjörnir vóru Þorfinnur Bjarnason, fyrrv. sveitarstjóri, og Jón Kristjánsson, verzlunar- maður. Gunnar Benediktsson RÝNTÍ FQRNAR RÚNIR Stórskemmtilegir og fróðlegir þjóðlífsþættir frá liðinni tíð, frá- sagnir af körlum og konum úr alþýðustétt, raunsönnum aðals- mönnum og höfðingjum eins og þeir gerast beztir. Snjallar ritgerðir í sambandi við frásagnir fornra rita íslenz.kra,sem varpa nýju ljósi á lít' stórbrotinna sögupersóna. Gagnmerk bók, sem á sess við hlið íslendinga- sagna á hverju bókaheimili. Fjölbreytt og þjóðlegt efni, m.a. þættir um listamennina Finn Jónsson og Kjarval, dr. Stefán Einarsson og . Margréti móður hans, húsfreyju á Höskulds- stöðum, ábúendatal Dísastaða í Breiðdal, lýsing Fossárdals, upp- haf prentlistar og blaðaútgáfu á Austurlandi. ;; Hin mikilvirka, nýlátna skáld- kona lauk rithöfundarferli sínum með þessári fallegu bók, frá- sögnum af þeim dýrum sem hún umgekkst og unni í bernsku heima í Skagafirði og eins hinum, sem hún síðar átti samskipti við árin sem hún bjó á Mosfelli. Saga þolgæðis og þrautseigju, kartmennsku og dirfsku, saga mannrauna og mikilla hrakninga, heillandi óður um drýgðar dáðir íslenzkra sjómanna á opnum skipum í ofurmannlegri aflraun við Ægi konung. Bergsveinn Skú/ason Gamlir grannar yyn Stórkostleg bók um undraaílið ESP. - Einnig þú býrð yfir ótrú- legri hugarorku, yfirskilvitlegum hæfileikum, sem gjörbreytt geta lífi þínu og lífsviðhorfum. Allir, sem leita aukins sjálfsþroska, ættu að lesa þessa bók og fara að ráð- um hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.