Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976
Vtff>
MORö-JKí-
KAFFÍNO
Ung stúlka kom eitt sinn með
gullfiskinn sinn til dýralæknis
I Glasgow og sagði, að hann
væri sjúkur og vildi ekki borða.
Læknirinn leit á fiskinn og
bað stúlkuna að koma eftir
nokkra daga. Þegar hún kom
aftur, var fiskurinn vel lifandi
og synti um allt. Borgaði hún
með ánægju 10 shillinga fyrir
læknishjálpina.
Með enn meiri ánægju
borgaði læknirinn verzluninni,
sem hann hafði keypt nýjan
gullfisk hjá, tvo shillinga.
— Þegar ég var á þfnum
aldri, sagði faðirinn við son
sinn, sem hann ætlaði að láta
fara að vinna hjá fyrirtæki fjöl-
skyldunnar, fékk ég 10 krónur
á mánuði fyrstu tvö árin og
þegar ég var 20 ára hafði ég
eignast sjálft fyrirtækið.
— Já, svaraði sonurinn, en
þá voru Ifka peningaskáparnir
ekki eins þrælsterkir og þeir
eru nú.
Kallinn er ótrúlega hress með hamarinn I uppslættinum.
Mig langar til að muna eftir
þér, — áttu ekki smáköku i
eldhúsinu.
t þessu stend ég ekki oftar, þeir
rændu mig á horninu hér fyrir
neðan
Maður nokkur, sem fékk
skyndilega mikinn áhuga fyrir
golfi, keypti sér áhöld og
byrjaði að æfa. Hann fékk
lftinn drengsnáða til þess að
aðstoða sig við að elta kúlurnar.
Hann reiddi til höggs og sló,
en var ekki vissari en það, að
mold og grasrætur þeyttust upp
f loftið með kúlunni. Þegar
mesta moldfokið var liðið hjá,
spurði hann aðstoðarmann
sinn:
— Jæja, drengur minn, hvað
hitti ég núna?
— tsland, var svarið.
BRIDGF
í UMSJA PÁLS
BERGSSONAR
Eins og kunnugt er, sigraði
Brasilía á ólympíumótinu 1976.
En sigur þeirra var naumur og
segja má, að síðasta spilið hafi
ráðið úrslitum.
Vestur gefur, A-V á hættu.
Norður
S. Á53
H. AK65
T. KG5
L. A85
Vestur
S. 108
H.G942
T. 1098
L. DG32
Austur
S. G964
H. 1)10.3
T. 73
L. K1097
Ég verð því miður að fara. Biðjið útkastarann að
henda mér út.
„Blessuð r júp-
an hvíta”
• „Enn einu sinni eru rjúpna-
veiðar byrjaðar. Enn einu sinni
verða þær að þola dráp og limlest-
ingar af hálfu manna, sem hafa
með þessu athæfi þann eina til-
gang að skemmta sjálfum sér á
þeirra kostnað. Þetta er veiði-
mönnum skemmtun, fyrst og
fremst, því fáir eða engir þurfa að
fara á rjúpnaveiðar sér til lifs-
framfæris. Einhver frumstæð
hvöt knýr þá til þessara athafna,
og þeir virðast ekki sjá neitt at-
hugavert við þessa veiðigleði sína.
Það er mikiil öfugsnúningur
hugsunarinnar, ef menn öðlast
meiri gleði eða ánægju af að sjá
blóðugar og sundurtættar dauðar
rjúpur, heldur en að sjá þær lif-
andi og fagrar í vetrarbúningi sín-
um í eðlilegu umhverfi þeirra.
Ef réttar væri stefnt í viðskipt-
um manna við lifandi náttúru og
dýralíf þessa lands mundu menn
ganga um heiðar og fjöll í þeim
tilgangi einum að njóta fegurðar
landsins og þess dýralífs, sem þar
er að finna. Rjúpan gæti þá orðið
mönnum til augnayndis, án þess
að henni væri mein gert.
Fegurð og grimmd geta aldrei
farið saman. Að hafa ánægju af
dýradrápi er öfugsnúin ánægju-
tilfinning. Sönn ánægja getur
aldrei falist í því að eyða lífi,
heldur í því að vernda það og
bæta- Ingvar Agnarsson.
Og úr því að verið er að ræða
um dýrallf er eðlilegt að hér fari
á eftir annað bréf um dýr. Sam-
skipti manna og dýra eru öðru
hvoru umræðuefni í þessum pistl-
um hér og það virðist skipta mjög
I Ivö horn hvað mönnum finnst
um allar tegundir veiða, hvort
heldur eru lax- og silungsveiðar,
rjúpna- og gæsaveiðar eða hverju
nafni sem þær nefnast. Sumir
vilja halda fram að þetta sé sport,
hægt sé að fá hvíld og hressingu
við þá útivist sem þessu er sam-
fara. Þeir telja líka að þetta sé
ekki meiri grimmd en er viðhöfð
á hverju hausti, þegar slátrun
stendur yfir. Aðrir segja að þetta
sé hið grimmasta sport, sem ekki
eigi að viðgangast svo sitt sýnist
hverjum eins og oft áður.
Suður
S. KD72
H. 87
T. ÁD642
L. 64
Spilað var á sömu spil i öllum
leikjum hverrrar umferðar. I leik
Brasiliu og Kanada spilaði kana-
damaðurinn í suður 6 tígla.
Vestur spilaði út laufi, gefið og
blindur tók á laufás í 2. slag.
Nú stendur spilið með því, að
trompa lauf heima ás og kóngur
og hjarta trompað, spaðaás og
hjarta trompað hátt. Þessi spila-
aðferð er kölluð „öfugur
blindur".
I stað þessa valdi sigurhafi aðra
leið. Hann vonaði, að spaðinn iægi
3—3 eða, að sami spilari ætti
am.k. 4 spil i báðum hálitum, en
þá hefði spilið unnist á kastþröng.
Þegar hvorugt þessa var fyrir
hendi tapaði sagnhafi spilinu.
Italir voru helstu keppinautar
Brasilíu um ólympiu-títilinn.
Þeim nægði að vinna slemmu i
þessu spili, í leik við Grikkland.
Grikkirnir spiluðu 4 spaða og
unnu þá eðlilega en ítalinn
Franco lenti í 6 tiglum. Hann fékk
einnig út lauf og valdi sömu leið
og kanadamaðurinn. Hann tapaði
þvi einnig spilinu.
Segja má að heppni ráði hvort
þessara spilaaðferða sé valin, en
leiðin, sem spilararnir völdu
hefur þó meiri vinningslíkur.
Maigret og þrjózka stúlkan
Framhaldssaga eftir Georges
Simenon
Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi
39
Og hún er það slungin að hún
segir:
— t gærmorgun...
— Og þar á undan?
Hún svarar ekki og Maigret
snýr sér móðgaður I áttina að
garðinum, þar sem smáhýsið
blasir við. Þar stóð þennan
morgun karafla og tvö glös.
Hún hefur fylgt augnaráði
hans eftir og hún gerir sér
grein fyrir því um hvað hann er
að hugsa.
— Eg segi yður ekki orð...
— Eg veit það. Ætli ég sé ekki
búinn að heyra yður tönnlast á
þessu tuttugu sinnum eða svo.
Það fer nú eigínlega að hljóma
eins og utanaðbókarlærdóm-
ur.. .Það er svei mér heppilegt
að við fundum peningana.
— Hvers vegna það?
— Þarna sjáið þér hvort áhugi
yðar er ekki smám saman að
vakna. Þegar Petillon fór héðan
fyrir ári, hafði honum sinnast
við frænda sinn, var það ekki
rétt?
— Og hann hefur ekki sézt hér
sfðan.
Hún reynir að geta sér til um
hvort hann sé að veiða hana.
Hann flnnur að hýn brýtur
ákaft heilann.
— Og þér hafið ekki séð hann
sfðan? segir Maigret kæru-
leysislega. Eða réttara sagt, þér
hafið ekki talað við hann. Ann-
ars hefðuð þér Ifklega sagt hon-
um að það væri búið að flytja
skápana til...
Hún hefur grun um hættuna
sem leynist að bakí þessara
spurninga. Hamingjan sanna
hvað er erfitt að átta sig á þess-
um rólyndislega manni sem
tottar pfpu sfna f makindum og
virðist alltaf vera f fullkomnu
jafnvægi og horfir á hana
undirfurðulegu augnaráði og
leyfir henni aldrci að vera f
friði.
— Þér voruð aldrei ástkona
hans, Felicie...
Atti hún að svara þessu játandi
eða neitandi? Hvert er hann að
leiða hana?
— Ef þér hefðuð verið ástmey
hans hefðuð þér hitt hann aftur
þvf að rifrildi það sem hann
lenti f við frænda sinn kom
yður ekkert við.. .Þér hefðuð
fengið tækifæri til að segja
honum frá skápaflutningun-
um.. .A þann hátt hefði Petill-
on fengið að vita að peningarn-
ir voru ekki lengur f herberg-
inu hans, heldur inni f
geymslunni.. .Ef hann vissi
það hefði hann ekki ruðst inn f
herbergið þar sem hann var
tilneyddur að drepa frænda
sinn — af hverju sem það hef-
ur nú verið.
— Þettaer ekki satt...
— Nei...
— Hann vissi ekki að þér elsk-
uðuð hann?
— Nei..
Maigret brosir út að eyrum.
— Já, Felicie mfn, það var nú
akkúrat það! Eg held að þetta
sé f fyrsta skipti sfðan ég hóf
rannsóknina og hafði tal af yð-
ur að þér hafið ekki log-
ið.. .Þessa ástarsögu skildi ég
frá byrjun, skal ég segja yð-
ur.. .Þér eruð ung stúlka og Iff-
ið hefur ekki verið of gjöfult
við yður.. .Þar sem þér upplifð-
uð aldref neitt hvunndags sköp-
uðuð þér yðar eígin raunveru-
leika út úr draumum yð-
ar.. .Þér voruð ekki hún
Felicie litla sem var rétt og
slétt vinnkona hjá Lapie gamla,
heldur allar þr spennandi per-
sónur f bókunum sem þér láguð
f...
1 draumum yðar var Staurfót-
ur ekki önugur og duntóttur
húsbóndi.. .þér reynduð að
gera hann að draumahetju.. .og
þér skrifuðuð um þetta f dag-
bókina og lífðuð yður inn f
ævintýrin.. .sem þér sfðan
sögðuð vinkonu yðar Leontine
frá.. .nei, þér þurfið alls ekki
að roðna.. .þetta er ekki neitt
til að blygðast sfn fyrir.
Jafnskjótt og ungur maður
kom inn á heimilið urðuð þér f
huganum ástkona hans og upp-
lifðuð með honum — f hugan-
um — hana miklu ást og ég þori
að sverja að veslings piltinn
hefur aldrei grunað neitt um
það.. .Eins og ég þori að hengja
mig upp á að Forrentin hefur
aldrei elzt við yður...
Eitt andartak leikur undar-
lcgt bros um varir Felicie. Svo
hverfur það aftur og hún hreyt-
ir~jnug út úr sér.