Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976 amunzr frá Jfosta jBoc/ci úlliinI LAUGAVEGI 26 Skínandi klingjandi kristall í JÓLA-PAKKANN Verð kr.: 3360.— Verð kr.: 2545.- Verð kr.: 4070.— Verð kr.: 2940.— 2150.— ,ÓRÓAR" KR.: 1285,— ostaJÍBoda Laugavegi 26 — Sími 13122 0 „Eg er svo aldeilis hissa’ ’ Þórunn Elfa Magnúsdóttir: Elfarniður. Almenna bókafélagið, Reykjavlk 1976. „Ég er svo aldeilis hissa.“ Það var mín ágæta vinkona og hús- móðir, fröken Hólmfrlður skóla- stjóri Gísladóttir, s'em ærið öft sagði þessi orð af svo ljóslifandi undrun og einlægni, að þau urðu mér jafnminnisstæð og hún Sjálf. Svo hef ég oftar en ella tekið mér þessi orð i munn, og þegar ég hafði lesið mjög vandlega Elfar- nið Þórunnar Elfu Magnúsdóttur, stóð ég á fætur, sló á mitt lær og sagði upphátt við sjálfan mig í kyrrð morgunsins: ,jSg er svo al- deilis hissa.“ Þess skal getið, að I bókinni eru bæði rímuð og órfmuð ljóð, og virðist skáldkonunni láta bezt að sneiða hjá mjög fastbrundnum háttum, en stuðla og ríma hér og þar, þegar efni og orðgnótt segir henni fyrir verkum. Mér fannst ekki mikið koma til fyrstu ljóðanna í bókinni, þó að þau séu hugþekk og flest vel formuð. En þegar ég kom að kvæðunum Brúður ársins 1961 og Konan má ekki vakna, fór ég að verða hissa og verulega áhuga- samur. Hið fyrra er hörð og skap- heit og engan veginn ástríðulaus ádeila á herradóm karlmannsins. Þar er meðal annars skfrskotað til Samsonar sálaða og Delilu og kon- unni ráðlögð ísmeygileg og fljótt á litið mjög skynsamleg aðferð til að hafa einmitt á varhugaverð- ustu stundum samskipta karls og konu I öllum höndum við karl- kynið, og er málfar og túlkun efnisins vissulega skáldi sam- boðið. I hinu ljóðinu er i bitrum og oft hnitmiðuðum háðtón túlk- uð hin margreynda harðleikna, en samtámis lævlsa aðferð karlkyns- ins til að halda velli, margt auð- sjáanlega mælt af striðri lifs- reynslu og skáldlegu innsæi. En skýzt þótt skýrir séu: Skáldkonan lætur undir lokin karlmanninn harma það, sem vissulega veitir honum aðstöðu til að skáka I óum- flýjanlegu hróksvaldi; „Vei, 6, vei, ad ég, maðurinn, meistarinn kóróna sköpunarverksins, herra himins og jarðar, skuli eigi fær til að fæða börn mfn sjálfur og einn. Hvflfk böm hefðu það orðið, vitur og veikleika firrð.“ Eins og þegar er gefið I skyn, eru bæði þessi ljóð sérstæður og athyglisverður skáldskapur fyrir sakar skaphita nokkurrar rökvlsi og kjarnmikillar orðgnóttar, en samt tekst svo til , að þau sanna engu slður en fjarstæðan I hinum tilvitnuðu ljóðllnum, að engin kynheilbrigð kona fær umflúið Bökmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN það, að náin samskipti hennar við karlkynið og hið undursamlega hlutverk, sem er afleiðing þeirra reynist henni eðlislæg og hjart- fólgin Guðs gjöf . .. ,0g svo kem ég þá að kvæðinu Marquis de Sade. Það er svo þrungið átríðu- æstum skapsmunum, að ég minn- ist varla annars eins I ljóði. Og það sýnir og sannar beinlfnis átakanlega, að eðlisrík kona getur orðið svo gagntekin af þearri full- nægju, sem reyndur og vaskur karlmaður veitir henni, að hún er sem fjötruð jafnvel I himinhróp- andi andstöðu við manndóm sinn og og sjálfsvirðingu. I ljóðinu segir meðal annars svo: Lfney Jóhannesdóttir: KERL- INGARSLÓÐIR, 88 bls. Heims- kringla. Rvík 1976. 1ISLENZKU skáldatali má lesa um æviatriði Llneyjar Jóhann- esdóttur. Þar er og rakinn skáldferill hennar, meðal ann- ars getið að hún eigi I fórum sinum ,,óprentuð“ leikrit. Slík þjónusta við sannleikann getur maður nú sagt að beri vott um fyrirhyggju ef hliðsjón er höfð af að stundum liggur fyrir því, sem „óprentað" er, að þrykkjast. Auk þess sem það hlýtur að vera notalegt fyrir fræðimann að vita á hverju skáldkona kann að lúra. En hvað um það — þarna sá undir- ritaður fyrst nafn Líneyjar; hafði ekki heyrt hennar getið fyrr og þvi siður kynnst afrek- um hennar á skáldskaparsvið- inu. Síðan hefur henni skotið hratt upp á frægðarhimininn. Nú er hún búin að senda frá sér bók, þó ekki áðurnefnd „óprentuð" leikrit, heldur skáldsögu, stutta mjög. Aðal- söguhetjurnar eru kerling ein I Kópavogi (söguþulur) og drenghnokki sem eltir kerlingu heim að húsi hennar með þeim árangri að hún býður honum inn og upp á trakteringar og verða þau upp frá þvi góðkunn- ingjar. Upphafið er hversdagslegt svo ekki sé meira sagt. En nokkuð verður að bera til sögu hverrar og notar Líney þá gömlu góðu aðferð reyfarahöf- unda að láta óvæntar upplýs- ingar koma upp úr kafinu þeg- ar á söguna líður. Ekki er þetta ólipurlega skrifuð saga. Einneginn leitast skáldkonan við að gefa verki sinu tilgang með því að setja á oddinn þjóðfélagsvandamál Drengur, kerling og hæna Bókmenntir eftir ERLEND JÓNSSON sem konum er jafnan hugstætt: meðferð barna sem skjótast inn I heiminn án þess nokkur sé eiginlega tilbúinn að taka á móti þeim og-síðan að veita þeim þá aðhlynning og leiðsögn sem þau þarfnast allt til full- orðinsára. „Hvernig er það líka að vera aðeins fjórtán fimmtán ára og eiga von á barni?“ Sögupersónur og vandamál — er það ekki nóg efni I skáld- sögu? Að vísu ekki. „Skáldið er dálítill Guð,“ segir Vicente Huidobro. Leyfum okkur að breyta orðunum og segja að skáldið verði að vera dálitill guð I þeim skilningi að það verði að geta kveikt líf með persónum sínum. Ég hygg að Líneyju bresti getu fremur en .góðan vilja. Börn eru smærri vexti en fullorðnir — en er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.