Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976
Halldór Hermannsson,
skipstjóri:
Á þessu ári sem nú er bráðum á
enda hefur í fá skipti verið unnt
að opna svo dagblað, að ekki sé
þar að finna harkalegar árásir á
sjávarútvegsráðherra, Matthias
Bjarnason, vegna aðgerða hans í
fiskveiðimálum okkar.
Á mörgum aðstandendum
þessara árása er vart annað að
skilja en að þeir séu stórhneyksl-
aðir á því að ráðherrann sé
nokkuð að skipta sér af þessum
málum, láti t.d. Hafrannsókna-
stofnuninni eftir embættið.
Nú mætti ætla að mikið af
þessum ofsóknarkenndu blaða-
greinum kæmu frá sjómönnum og
útvegsmönnum, eða öðrum
tengdum sjávarútvegi. En svo er
ekki. Flestar aðrar stéttir manna
þykjast hafa betur vit á þeim
hlutum, svo sem kaupmenn, verk-
fræðingar, blaðaritstjórar og aðr-
ir dálkahöfundar, svo einhverjir
séu nefndir. Þar við bætist öll
stjórnarandstaðan I þingi sem er
eins og vanalega á einu máli,
hvernig svo sem það er vaxið.
Þess óska ég nýrri kynslóð til
handa, sem við völdum tekur á
þingi, að hún hafni slíkum vinnu-
brögðum, sem stjórnarandstöður
yfirleitt hafa tamið sér til þessa.
Ég get tæplega ímyndað mér, að
nokkur maður sé á móti fiski-
fræðingum, eða telji starf þeirra
Htilsvert síður en svo. Við erum
einmitt að byggja upp með þeirra
leiðbeiningum m.a. miklar og von-
andi árangursríkar varnar-
aðgerðir tii verndunar ungfiski
og friðunar hrygningarsvæðum.
Hefur sú framkvæmd verið stór-
aukin á s.l. tveimur árum. En telji
menn hins vegar, að rannsókna-
störf þessi séu auðveld og liggi á
borðinu, eins og sjá mætti fiskinn
í glerbúri, þá held ég að mönnum
hljóti að skjátlast hrapallega. Ég
er nærri viss um, að fáar vísinda-
greinar eru erfiðari viðfangs og
verra að segja til um en fiski-
fræðin. Nú kann margur að
spyrja. Hvernig dirfist
ómenntaður sjómaðurinn aðsegja
slíkt og með hvaða rétti? Maður
með brjóstvit, eða hvað?
Mér hefur í seinni tíð skilist á
æði mörgum, að slíkir menn séu
hlægilegir. Mér skilst llka, að það
sé stöðugt verið að láta fjöldann
vita af því, að einhverjir
ráðherrar okkar hafi brjóstvit.
Ekki veit ég það, ekki kann ég svo
að mæla vit manna að ég geti lagt
þar orð I belg. En hitt ætla ég að
segja hér, að við þessir menn sem
þykjumst hafa brjóstvit dirfumst
stundum að opna munninn án
þess að biðja hina svokölluðu
menn með æðri menntun og vit
um leyfi. Við viljum fá að kjósa
þá fulltrúa til valda, sem við álit-
um hæfasta án þess að spyrja aðra
um. Við ætlumst til þess, að þeir
menn sem við kjósum sýni áræði,
kjark og einbeitni til þess að taka
ákvarðanir eftir sinni beztu vit-
und, án þess að vera sffellt
hræddir um að missa fylgi. Ég er
næsta viss um, að innst inni vill
hinn almenni kjósandi þann þing-
mann einan, sem hefur kjark til
þess að standa á sínum málum
vafningalaust, og sem mæta sfðan
frammi fyrir kjósendum á kjör-
degi og fá sinn dóm. Það er svo
annað mál að þeir ráðherrar sem
vilja standa á sannfæringu sinni
af festu eru útmálaðir og atyrtir
sem mest má verða. Stefnan
virðist þannig að stjórna skuli
þeim sem fjarstýrðum, með
hávaða og glymrugangi, oft á
tíðum af hálfu fárra manna í
nafni einhverra samtaka,
framreitt eftir forskriftum á
bakka, sem vart semjendur sjálfir
trúa á, þegar farið er að ræða
nánar við þá. Ég held, að ekki
þurfi neinum blöðum um það að
fletta, að þetta er vísasti vegur til
þess að eyða lýðræði f hvaða landi
sem er.
I þessu greinarkorni mfnu ætla
ég að lýsa skoðunum mfnum á
nokkrum atriðum í sambandi við
fiskveiðimálin og tek fram, að þar
tala ég ekki fyrir munn annarra.
Þó hygg ég, að sá fjöldi sem fylgir
sjávarútvegsráðherra, að málum f
forgöngu hans í sóknina á miðin
sé meiri en margur vill vera láta.
Þær kröfur, að stöðva fiskiflota
okkar á miðju s.l. sumri, voru svo
háværar og fyrirferðarmiklar í
fjölmiðlum, að ætla mætti að yfir-
gnæfandi meirihluti þjóðarinnar
væru þeim fylgjandi, en var það
svo? Getur það verið, að þeir sem
héldu þessu fram og eru enn við
sama heygarðshornið, haldi að
þetta hafi verið framkvæman-
legt? Ég trúi þvf varla, að þeir
undir niðri álíti þetta. Ef svo er
þá slfta þeir sig viljandi úr tengsl-
um við raunveruleikann. Fáir
hafa þeir verið úti á landsbyggð-
inni, sem óskuðu eftir slfkum
aðgerðum.
Eru þeir þá svona margir á
Stór-Reykjavíkursvæðinu lítið
kunnugir lffsbaráttunni og til-
verunni f öðrum landshlutum, að
halda að slíkt hafi verið gerlegt?
Athugasemd
í GREIN um orkumál Austur-
lands í Morgunblaðinu fimmtu-
daginn 9. des. s.l., ritar Sverrir
Hermannsson m.a.
„A hitt vil ég leggja mikla
áherzlu að ég var óviðmælandi
um virkjun Bessastaðaár,
nema sem fyrsta áfanga Fljóts-
dalsvirkjunar. Enda er nú
komið f ljós, að virkjunin er
ótæk ella. Þeir sérfræðingar,
sem ég ráðfærði mig við,
reyndust hafa rétt fyrír sér og
er nú svo komið að frumherjar
Bessastaðaárvirkjunar,
prófessor Jónas Elfasson og
Leifur Benediktsson, eru
þessu alveg sammála."
Greinarhöfundur upplýsir ekki
nánar hvar eða hvernig það hafi
komið í ljós að Bessastaðaár-
virkjun sé ótæk, nema sem fyrsti
áfangi Fljótsdalsvirkjunar. Mér
er ókunnugt um að gerðar hafi
>'erið aðrar athuganir á hag-
Kvæmni virkjunarinnar en þær
sem verkfræðistofan Hönnun h.f.
vann fyrir Rafmagnsveitur ríkis-
ins á árunum 1975—1976 og ég
vann að ásamt mörgum fleiri.
Niðurstöður þeirra birtust f
skýrslu, sem gefin var út í marz
1976, en þar segir þvert á móti að
gera megi hagkvæma virkjun við
Bessastaðaá með 32—64 MW afli.
Fullyrðingar um að ég sé einnig
sammála einhverju öðru um hag-
kvæmni virkjunarinnar eru því
ekki réttar.
Hins vegar segir einnig í þess-
ari skýrslu að Bessastaðaár-
virkjun sé mjög heppileg sem
undirbúningur að virkjun
Jökulsár á Fljótsdal. Þar sem báð-
ar virkjanirnar standa á svipuð-
um stað verða nokkur mannvirki
sameiginleg með báðum. önnur
mannvirki Fljótsdalsvirkjunar
yrðu ýmist hagkvæmari vegna
undanfarinna framkvæmda við
Bessastaðaárvirkjun eða nýttust
fyrr en ella. Bessastaðaárvirkjun
mætti því eins nefna fyrsta
áfanga Fljótsdalsvirkjunar — ef
vill. .
Le,fur Benediktsson
Fáein orð
um fiskveiðimál
Fyrir fáeinum dögum birtust
tvær greinar í „Dagblaðinu",
önnur eftir verkfræðing en hin
eftir kaupmann og heildsala, þar
sem ráðist er harkalega á stefn-
una í sjávarútvegsmálum. Báðir
aðilar flytja mál sitt af miklum
trúarhita. Af lestri greinar verk-
fræðingsins lokinni, sem hann
nefnir „Nú er mælirinn fullur
Matthías", vartist mér sem hann
fyllti þar annan mæli, en það er
mælir þeirra ofstækismanna, sem
hafa þyrlað slfku moldviðri upp i
kringum fiskveiði- og landhelgis-
málin, að með eindæmum er.
Enda þótt hann styðji mál sitt
með þvf að vitna f skammir frá
formanni L.í.tJ. á hendur
Matthfasi, þá er það ekki skraut-
fjöður f hans máli. Verk-
fræðingurinn segir á einum stað
orðrétt í grein sinni:
„Börnin mín samþykkja ekki,
Matthías, að þú látir veiða upp
allan fisk á næstu tveimur árum.“
Svo er nú það.
En ég segi, ég hefði ekki getað
haldið börnum mfnum jól núna,
ef Matthfas hefði stöðvað allar
veiðar á miðju ári. Svo myndi
hafa orðið um flesta heimilis-
feður hér á Isafirði, svo og í flest-
um öðrum byggðarlögum. Hitt
þykist ég vita, að opinberir starfs-
menn svo sem verkfræðingar og
margir fleiri hefðu vafalaust
haldið launum sfnum óskertum
fram yfir áramótin.
Þar sem svo mikið er búið að
ræða um svörtu hliðarnar á fisk-
veiðimálunum, langar mig til þess
að ræða svolftið um þær björtu.
Ég vil t.d. nefna hin miklu svæði
norð-vestanlands og norð-
austanlands, sem friðuð hafa
verið fyrir smáfiskveiðum. I
fyrsta sinni f sumar lenti Reykja-
fjarðarállinn, úti af Húnaflóa, á
friðuðu svæði fyrir botnvörpu-
veiðum, en þangað gengur árlega
geysimikill fiskur í dreifðri
loðnugöngu. Þarna var fisknum
áður ausið upp. I fyrstu allsæmi-
legum, en fljótlega miklu smælki.
Á þessu svæði öllu og á friðuðu
smáfisksvæðunum norð-
austanlands herjaði útlenzki og
innlendi flotinn gegndarlaust f
áraraðir, þar til núna, að okkur
hefur tekizt að ná yfirstjórn á
þessum veiðum. Það er lfka gleði-
efni að þorskur sá, sem borizt
hefur hér á land í sumar hefur
verið betri að stærð og gæðum en
verið hefur lengi, meðal annars
vegna þess að tekizt hefur að
friða áðurnefnd svæði.
Á s.l. vori sendi sjávarútvegs-
ráðuneytið frá sér reglugerð þar
sem kveðið er á um að eigi sé
heimilt að hafa meira en 10% í
afla af smáfiski. Þetta er á réttri
leið, en betur má gera. Það ætti
engum að leyfast að landa fiski
undir 50 sm, hann er engin vara,
varla til nokkurs nýtur. Möskvi f
neti hefur nú verið stækkaður til
mikilla muna, jafnvel svo að
mörgum sjómanninum finnst
keyra hér úr hóti fram. En hvað
um það, viðleitni er það eigi að
síður. Éinnig held ég að allur
þorri sjómanna hafi vaxandi
skilning á að umgangast fiski-
miðin með gætni.
Að lokum nokkur orð : f brjóst-
viti.
Á árunum 1967—68 fór veru-
lega að gæta lækkandi sjávarhita.
Hefur svo verið um nokkuð mörg
ár, eða allt þar til á s.l. hausti að
hiti sjávar hefur mælst í hærra
lagi miðað við áður gengið kulda-
tímabil. Þetta staðfestir Sven Age
Malmberg haffræðingur hjá Haf-
rannsóknastofnuninni f Alþýðu-
blaðinu s.l. sumar. Hann varpar
þar fram þeim möguleika að
þarna kunni m.a. að vera
skýringin á ört minnkandi þorsk-
afla og jafnframt því, að síldin
hvarf svo snögglega eftir 1967. Ég
hneigist til að halda að þessar
hugleiðingar hans kunni að vera
réttar samkvæmt reynslu
sjómanna. Þessi grein virðist ekki
þykja fýsileg til að vekja umtal, ef
til vill vegna þess að þar var ekki
spiluð platan um ofveiði
eingöngu. Á þessu tímabili hefur
göngufiski stöðugt seinkað til
hrygningar, hefur það jafnvel
dregist fram undir vor. Frá
talstöðvum slnum hefi ég heyrt
skipstjóra úr Breiðafirði, sem
fylgzt hafa með sjávarhita, leggja
mest uppúr því að hiti væri ekki
of lágur til þess að mega eiga von
á göngufiski á vertíðinni. Árið
1973 kom mjög sterk ganga eftir
páska upp á kantana úti fyrir
Vesturlandi. Mokfiskirf var f öll
veiðarfæri á 50 fermílna svæði
hvaða nöfnum sem þau nefndust f
tvo til þrjá sólarhringa. Fiskurinn
virtist ganga allhratt i átt að
Breiðafirði. Skyndilega sneri
gangan við og skipstjórarnir, með
sfn góðu mælitæki, máttu fylgja
henni eftir þar til hún hvarf ofan
af landgrunninu. Hvað var það
sem fisknum líkaði ekki? Voru
það ekki skilyrðin f sjónum? Eða
hvað?
Það hefur komið fram f skoð-
unum erlendra fiskifræðinga að
aflaleysið við Grænland stafi
fyrst og fremst af kulda sjávarins
og af völdum veðurfars. Þeir
dagar munu koma, að við
Islendingar óskum þess að fá að
leita fanga þar, þótt dæmið standi
öðruvísi f dag. Á árunum
1967—70 sóttu þeir fáu togarar,
sem þá voru gerðir út hér á landi,
mokveaði af þorski til Austur-
Grænlands á vorin. Á þeim árum
var enginn fiskur að marki á
Halanum og úti fyrir Vestfjörð-
um, hvernig sem á því stóð. Að
segja að þar hafi ekki verið nægi-
lega reynt er markleysa. Þetta
geta þeir menn staðfest, sem þá
voru á togurunum. Ef við förum
lengra aftur í tfmann, þá tökum
við íslendingar miklu meira af
fiski heldur en þarna getur um
við Grænland.
Fiskveiðisaga okkar sannar
það, ef einhver væri sem vildi
fara yfir hana, að veiði er sífellt
að hverfa frá einum stað til
annars, stundum breytist það á
fáum árum, stundum á mörgum.
Sá stjórnmálamaður sem segir f
dag: „Já, svona verður fiskveiðin
í framtfðinni ef við gerum þetta
eða hitt og til annarra landa
þurfum við ekki til að leita
fanga“, hann er á hörmulegum
villigötum. Honum þarf ekki að
endast svo ýkjalangur aldur hér
frá til þess að komast óþægilega
að raun um þetta.
Þvf segi ég að lokum: Ekki má
slfta viðræðum við E.B.E. um
gagnkvæm veiðiréttindi. Það er
að vfsu ekki mikið sem við getum
látið f skiptum f dag eða á næstu
árum. Þó gætum við væntanlega
sýnt einhvern lit. Fyrir það mun
okkur launað verða þegar fram í
sækir.
Halldór Hermannsson
Mörgum þykir skúrbyggingin við Gullfoss stinga f stúf við GuIIfoss,
eina fegurstu perlu fslenzkrar nðttúru.
„Aðstöðuleysið
við Gullfoss er
þjóðarhneisa,,
— segir formaður Ferðamálaráðs
„ÞAÐ er þjóðarhneisa aðstaðan
eða öllu heldur aðstöðuleysið
fyrir ferðamenn við Gullfoss.
Þar er andspænis einni
fegurstu náttúruperlu þessa
lands, ljótur skúr sem blasir
við tugþúsundum gesta á
hverju ári og við leggjum til að
þessi skúr verði rifinn snarlega
og menningarlegri aðstöðu
komið upp,“ sagði Heimir
Hannesson, formaður Ferða-
málaráðs, f samtali við
Morgunblaðið f gær, en á
undanförnum mánuðum hefur
margþætt starf varðandi um-
hverfisvernd verið f gangi á
vegum Ferðamálaráðs og Um-
hverfisverndarnefndar.
Heimir sagði að algjör
samstaða væri um það milli
Ferðamálaráðs og
Náttúruverndarráðs að þessi
skúr yrði fjarlægður og hafa
menn frá báðum aðilum kannað
aðstæður fyrir nýtt þjónustu-
hús f grennd við Gullfoss.
Heimir sagði að það væri álit
Ferðamálaráðs að Gúllfoss væri
sá staður þar sem brýnust þörf
væri á endurbótum á húsa-
kynnum fyrir ferðamenn
snyrtiaðstöðu og hressingu.
Fyrir frumkvæði Ferðamála-
ráðs hefur arkitekt gert drög að
nýju fyrirkomulagi ferða-
mannaþjónustu við Gullfoss og
er þar gert ráð fyrir því að hún
verði fjær fossinum en nú er,
en eins og fyrr segir hefur
samráð verið haft við Náttúru-
verndarráð um þennan undir-
búning.
„Ferðamálaráð,“ sagði
Heimir, „vill stefna að því, að
af ffamkvæmdum geti orðið
sem fyrst á næsta ári og helzt að
Framhald á bls. 34