Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976 — „Samneyslaa. má ekki. . . Framhald af bls. 17. í sambandi við þetta mál. Því tel ég brýnast af öllu, að inn í fjár- lagafrumvarpið verði nú settar 70—80 millj. kr. vegna þessa máls, sem er samkvæmt tillögu nefndarinnar. Það eru mörg mál, sem ég hefi mikinn áhuga á að fáist fjárveit- ingar til, svo sem skólar, íþrótta- mannvirki heykögglaverksmiðjur og fl. Enn er ekki farið að skipta því fjármagni, sem er eyrnamerkt til þessara framkvæmda, og því ekki séð hvernig til tekst. Þó vil ég nefna sérstaklega aðra fram- kvæmd, sem ég tel að eigi að sitja fyrir öllu öðru nú, og það er sjúkrahúsið á Akureyri. Eins og fjárveitingin til þess var á síðasta ári og þær hugmyndir, sem ég hefi heyrt um þær nú, myndi það taka 25—30 ár að byggja upp þetta sjúkrahús miðað við þær áætlanir, sem fyrir Iiggja. Ekki getur það verið þjóðhags- lega hagkvæmt að hafa bygging- artímann svo langan, og mikið öryggi hlýtur að verða í því fyrir þjóðina alla að fá sem allra fyrst fullbúið sjúkrahús á Akureyri, þar sem ekkert sambærilegt sjúkrahús er nú til utan Reykja- víkur. Það ætti því ekki að vera neinn ágreiningur um það að ljúka þessari byggingu á 6—7 ár- um, en til þess þarf fjárveitingu nú að vera allt að 400 m.kr. Þá er spurt hvaða liði fjárlagafrum- varpsins megi lækka til að mæta þessum útgjöldum? Um það hef ég engar tillögur. Ég tel að samneyslan megi alls ekki minnka, frá því sem verið hefur. Við eigum að kappkosta að minnka aðstöðumuninn í þjóð- félaginu og við gerum það ekki með því að minnka samneyslu, heldur hið gagnstæða. Ég fylgi því ekki þeirri íhaldsstefnu, að draga eigi úr samneyslu. Stefán Valgeirsson. ,JVIeimtun kennara líður fyrir lakan aðbúnað” Spurt er um tvö mál, sem brýnt sé að veita fé til á fjárlögum næsta árs en ekki er getið í fjár- lagafrv. Ég nefni tvo þætti skólabygg- inga. Annar er almenns eðlis. Hinn snertir sára þört’ einstakl- inga. Menntun kennara líður fyrir lakan aðbúnað. Almennti kennaraskólinn býr við óskapleg Hjá okkur PIONEER strigi-korkur á veggina PIONEEK veggstrigj í nátturulegum litum 90 sm breidd IMOXri-K korkveggklœðning í veggfóðursformi 90 sm breidd nJÍGÖFDÐHflniNH- HVERFISGÖTU 34 - REYKJAVlK - SI M I 14484 - 13150 A ELSKUNA Þ þrengsli og aðstaða handavinnu- deildar og íþróttakennaraskóla er mjög erfið. Æfinga- og tilrauna- skólinn er og vanbúinn, en einnig honum er mikið hlutverk ætlað í kennaramenntuninni. Skortur á skólahúsnæði fyrir ungmenni, sem víkja svo frá venjulegum þroska að þau fá vart eða ekki notið tilsagnar í almenn- um skólum, er ákaflega mikill. Hér eru það í fyrstu einstakl- ingarnir, sem eiga um sárt að binda. Síðar geldur þjóðfélagið ef tækifærin til að gera vanmegna einstaklinga sjálfbjarga, eru ekki notuð. Öskjuhlíðarskólinn er ekki hálfbyggður. Og við heimili hjálparfélaga ýmissa vantar mjög aðstöðu til kennslu og þjálfunar huga og handar. Bæði þessi verkefni eru allstór og hljóta að vinnast i áföngum á mörgum árum. En til þess að hjól- in geti farið að snúast, þarf ná- lega 50 millj. kr. í hvort um sig á næsta ári. Stærð og verð nýtan- legra áfanga er álitamál. Lækkun einstakra liða fjárlaga tel ég öróugra viðfangsefni en svo, að ég treysti mér að forma ákveðnar tillögur, en tæpi á tvennu. Framkvæmd skattalaga hefir lengi verið talin allflókin og dýr. Hugsanlegt er að vitrir menn geti fundið hagkvæmari og ódýr- ari aðferðir. I annan stað: per- sónugjöld til almannatrygginga hafa verið afnumin. Geti því kom- ið til álita að takmarka greiðslur lífeyris til tekjuhárra, þar sem hér er ekki lengur um beina, per- sónulega tryggingu að ræða. Þess skal að lokum getið, að ég tel að fjárlög beri að afgreiða greiðsluhallalaus og þó leitast við að halda eðlilegum hraða í opin- berum framkvæmdum og brýnum þjónustuaðgerðum. Vilhjálmur Hjálmarsson. — Banaslys Framhald af bls. 48 Hansen, 51 árs, til heimilis að Laufskógum 39 I Hveragerði, læt- ur hann eftir sig konu og 4 börn. Slysið bar að með þeim hætti, að Jakob ók af Vorsabæjaraf- leggjaranum inn á Suðurlands- veginn. Lenti bifreið hans, sem var af Volkswagengerð, fyrir Wagoner-bifreið. Var áreksturinn mjög harður og báðar bifreiðarn- ar skemmdust mjög mikið. Lög- reglan á Selfossi kom fljótlega á vettvang og var Jakob fluttur til Reykjavlkur, en var látinn þegar komið var með hann á Slysadeild- ina. 1 jeppabifreiðinni var þrennt. Handarbrotnaða ökumaðurinn, en kona hans og sonur slösuðust óverulega. AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 THorgunblabih jólamarkaðnum ^AIIt til jólanna^ Jólakúlur Jólaskreyt ingar allskonar Jólatré o.fl Opið kl. 10-22 daglega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.