Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976
19
Sparið ykkur tíma
og fyrirhöfn.
|fc^^Við sendum
heim.
álkrónan er áþreifanlegt hættumerki.
opinber yfirlýsing Seðlabankans um
það hver raunveruleg staða íslensku
krónunnar er orðin. Okkur hefur rekið
nógu langt að efnahagslegum feigðar-
ósi Hingað og ekki lengra. Við skulum
snúa vörn í sókn og slá skaldborg um
þá gulllituðu, nikkelblönduðu krónu,
sem hefur verið undirstöðumynt lýð-
veldisins og við skulum hafna
álkrónunni, þvi hún verður aldrei
annað en eldsneyti á verðbólgubálið
Ég kalla á islenskt þjóðarstolt, ég kalla
á sjálfsvirðingu okkar og samhuga að
stöðva þessa óheillaþróun. því ef við
höfum ekki efni á þvi að halda áfram
að slá virðingarverðar krónur, þá er
hætt við því að við hættum að hafa efni
á þvi að halda sjálfsvirðingu okkar á
fleiri sviðum og þá endum við kannski
með þvi að hafa ekki lengur efni á því
að vera sjálfstæð þjóð
GeirV. Vilhjálmsson
eftir ERLEND
JÓNSSON
Sigurd Hoel: UPPGJÖRIÐ.
skáldsaga. 200 bls. Bókaforl.
Odds Björnssonar. Akureyri
1976.
NORSKI rithöfundurinn, Sig-
urd Hoel (1890—1960), var
sem næst jafnaldri Gunnars
Gunnarssonar og Þórbergs
Þórðarsonar, árinu yngri. 1 bók-
menntasöguritum er hann
kenndur til „sálfræðilegs raun-
sæis“ meðal annars. Hann var
að mörgu leyti dæmigerður
millistriðshöfundur, stefnu-
leysi og óvissa millistriðsár-
anna endurspeglast meðal ann-
ars I þessari skáldsögu hans.
Uppgjörið á að gerast skömmu
fyrir seinna stríð, ’35 eða svo;
því Hamsun er sagður „sjötíu
og sex ára“ en það varð hann á
því ári ef mér reiknast rétt.
Þessi saga snýst um hjóna-
bandsvandamál. Við íslending-
ar könnumst við þess konar
„upgjör" úr leikritum Kamb-
ans, skáldsögum hans og Krist-
manns og fleiri höfunda frá
sömu árum. Aðalpersónan er
fertugur háls-, nef- og eyrna-
læknir í góðri stöðu og góðu
áliti, eigandi gott heimili og bú-
andi við góð efni, kvæntur og
tveggja barna faðir. Hann hef-
ur unnið sig upp sem kallað er.
Og byrgir inni ýmsar geð-
flækjur sem rekja má til streitu
þeirrar sem það kostaði hann
forðum að olnboga sig gegnum
langskólanám, en vera þó út-
undan, eiga ekki innangengt á
heimilum skólabræðra af
heldra standi og þar með vera
meinað að mægjast f samræmi
við framtíðarstöðu sína — „hin-
um aðkomnu varð að hald'a fyr-
ir utan“. Hugurinn reikar með-
al annars til lokaprófsins. Þá
lét hann eftir sér að slá sér
svolítið út kvöld eitt. Hann slóst
í för með stúlku. Sú för varð til
frambúðar. Sú varð önnur af-
leiðing kvöldskemmtunarinnar
að hann varð lægri á embættis-
prófi fyrir bragðið.
Nú hittist svo á að læknirinn
á fertugsafmæli, en kona og
börn ekki heima. Að vinnu lok-
inni heldur hann til veitinga-
staðar i betri röð og fær sér vel
að borða. Og sparar hvergi vín
með matnum. ölvíman rótar
upp í minningunum. Læknir-
inn minnist ástarævintýra frá
þeim árum er hann var enn
ungur og frjáls. Honum finnst
hann hafa lifað eins konar
ólifðu lífi, það er að segja ekki
notið þess sem hann vildi notið
hafa. Framundan á hann — i
eiginlegum skilningi — ólifað
líf, enn er tími til að njóta. Og
tækifærin renna upp. Læknir-
inn kemst á ærlegt kvennafar.
Þannig liða dagar og vikur með-
an eldur ástrfðnanna fuðrar
upp. Þá taka að vakna aðrar
spurningar og alvarlegri. Á
hann að skilja við konuna? Eða
snúa heim aftur? Að vera eða
ekki vera. Þegar honum tekur
að leiðast útlegðin fer hann
jafnframt að hugsa um hvað
taki við ef hann velji fyrri kost-
inn. Konunni sér hann ekki svo
mjög eftir. Hins vegar togar
þrennt í hann og flokkar hann
það svo með sjálfum sér: Fyrir
það fyrsta lífsvenjurnar. „Þær
áttu sér djúpar rætur, hann var
bundinn þeim, en hann gat slit-
ið sig frá þeim.“ I öðru lagi
vinnan. „Það var verra. Mikið
af sjálfsvirðingu hans, og mikið
af því, sem var nokkurs virði i
honum var fléttað vinnunni. En
henni gæti hann reyndar haldið
áfram..Svo voru það i þriðja
lagi börnin. „Það var það
versta... Skilnaður mundi fela
það I sér að hún héldi þeim.“
Sigurd Hoel var ekki höfund-
ur í alfremstu röð, framarlega
þó. Hinn óbeini frjálsi stíll
Hamsuns kennist gegnum stil
hans á þessari sögu. En Hoel
var ekki gefin leikni Hamsuns.
Hann er sums staðar óhæfilega
langdreginn og endurtekninga-
samur. Hins vegar var Hoel
næmur fyrir mannlegu eðli,
getspakur á eðlislæg mannleg
viðbrögð.
Skáldverk af þessu tagi voru i
aðra röndina framhald hjóna
bandsbókmennta realistanna
frá þvi fyrir aldamót (hérlend-
is t.d. sögur Þorgils gjallanda),
en að öðru leyti samin til mót-
vægis gegn þeim. Hvert og
hvers vegna fór Nóra þegar
hún fór? Realistarnir vildu láta
hjón skilja jafnskjótt sem þau
hættu að elskast (orðin að
„elska“ og „elskast" voru þá
notuð í huglægri merkingu en
ekki hlutlægri eins og nú).
Réttur ástarinnar var skýlaust
settur ofar rétti vanans. Tíminn
leið með aldamótaárum, fyrra-
stríðsárum og millistriðsárum
sem við höfum tamið okkur að
kalla svo með hæpnum dönsku-
slettum. Kynslóð Hoels gat ekki
verið á sama máli og feður
þeirra og mæður. Málið var
ekki svona einfalt. Maður mat
og vó. Var ekki til fleira en
Framhald á bls. 34
Bókmennlir
á lækkuðu verði
bjóðum við
hálfar brauðsneí
blandað álegg 7
Okkar
pantao er
yfir 20
stykki
vegna.
pantið
Bmuðbær
Veitingahús
V/ÓÐINSTORG
Pöntunarsímar 25640
^ — 25090 — 20490
tímanlega.
Ást og
geðflækiur