Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 45
MORC.UNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100KL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI wuManPK'aM'uu % Óæskileg breyt- ing. „Hinn 15. þessa mánaðar birt- ist í Dagbók Mbl. svohljóðandi fregn: „Á nýafstöðnum ársfundi Samb. dýraverndunarfélaga var gerð um það tillaga í sambandi við endurskoðun dýraverndunar- laga, að veiðar flækingskatta og aflífun þeirra hér í borginni yrði færð úr höndum hreinsunar- deildar borgarinnar yfir á lög- gæsluna sem jafnframt yrði séð fyrir útbúnaði til þeirra nota." Vegna þessara tillögu vill Kattavinafélagið láta þess getið að hún er framkomin án þess vit- undar. Kattavinafélagið er ekki i Sambandi dýraverndunarfélaga og sátu því fulltrúar þess ekki nefndan ársfund. En það skal tekið fram hér svo ekki verði um villst að félagið er á móti breyt- ingunni og telur hana miður æski- lega. Asmundur Reykdal hefur ann- ast þessi verk og leyst þau af hendi með mikilli prýði svo að ekki verður á betra kosið, enda er árangurinn af starfi hans þegar orðinn mikill og góður. Stjórn Kattavinafélagsins ber því fyllsta traust til hans og væntir áfram- haldandi samstarfs. Stjórn Kattavinafélags Islands." Að lokum er bréf um íslenzkt mál. Fjallar það um nokkuð al- genga málvillu eða ónákvæmni í orðavali og notkun , sem er nokk- uð algeng. % Eitthvað — eitthvert „Kæri Velvakandi. Það væri án efa verðugt verk- efni fyrir þig og hrós ættir þú skilið í bak og fyrir ef þú gætir komið því til leiðar að þeir furðu- fuglar, sem segja í daglegu máli eitthvað í staðinn fyrir eitthvert. Þeir segja eitthvað barn, eitthvað heimili, o.s.frv. Þegar venjulegt fólk segir eitthvert barn og eitt- hvert heimili. Þessi heimskulega notkun er enn þá ekki komin á eins hátt stig eins og orðið mundi sem ámóta spekingar ofnotuðu og rangnotuðu hér fyrir nokkru og heyrist jafnvel enn þann dag i dag, þrátt fyrir mikinn áróður gegn því. Hvenær ætli Þorsteinn Erlingsson hefði lagt sig svo lágt að segja þegar hann var að yrkja um Hlíðarendakotið sitt“ .... æfa saman eitthvað lag"? Verst af öllu er þó þegar menn, sem við erum búin að mennta, láta svona rugl- ing til sín heyra og það jafnvel í útvarpi eða sjónvarpi. Ómenntaður af opinheru fé.“ Þessir hringdu . . . 0 Meira um rafmagnsverðið. Frá Bolungarvík fengum við þessa upphringingu og rætt var um verð á raforku: — Ég sá að rafmagnsnotandi á Skagaströnd sagðist greiða kr. 13,60 fyrir kílówattstundina en við á Bolungarvík greiðum 14,40 svo við erum enn hærri hvað það snertir. í september greiddum við 12,80 fyrir hverja kílówattstund og ég hef ekki heyrt um neina hækkun en það má samt vel vera að það hafi hækkað þrátt fyrir það. i Annað atriði í sambandið við rafmangið langar mig til að for- vitnast um og það er af hverju þurfa húsbyggjendur að greiða helmingi hærra raforkuverð á byggingartímanum. Við erum að byggja og þurftum að greiða 105.000.— krónur fyrir að fá raf- magnið inn í húsið og svo þarf SKÁK / UMSJÁ MAfí- GE/fíS PETUfíSSONAfí Norðmaðurinn Ragnar Hoen var ein aðalstoð og stytta norsku sveitarinnar á Ólympíumótinu. Hann hlaut 7 vinninga úr 11 skák- um og gerði m.a. jafntefli við Guðmund Sigurjónsson. I stöðunni hér að neðan hafði hann hvítt og átti leik gegn Gamarro frá Paraguay. •_ 26. Rgxf7! Hxd6 (Ef 26. . . . Hxf7 þá kemur 27. Rxf7 Kxf7 28. Hd7 + ! Hxd7 29. Dxb8 og vinnur.) 27. Hxd6 Kh7 28. De7 og svartur gafst upp. auk þess áð greiða helmingi hærra verð meðan á byggingar- tímanum stendur. Það væri fróð- legt að vita af hverju þetta er svona. Siðan þarf maður kannski að bíða þangað til að rafvirki getur gefið vottorð um að raflögn- in sé tilbúin og á meðan verður alltaf að greiða þetta dýrara raf- magn, kannski löngu eftir að fólk er flutt. Þá vitum við það, Bolvíkingar greiða mest fyrir rafmagn. Eftir því sem við vitum ennþá fleiri vilja leggja hér orð í belg er það velkomið og ekki sízt ef svör bær- ust við spurningunni um verð á raforku ti húsbyggjenda. HÖGNI HREKKVÍSI Bjartsýnn í jólaskapi ha? AEG HJÓLSÖG INNIFALIÐ KARBITSAGARBLAÐ.íMJÖG HAGSTÆTT VERD BRÆÐURNIR ORMSSON LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 % Gleðileg jólagjöf fyrir lítinn pening ^aSiiba stærstir í heimi í framleiðslu elektroniskra tækja Tegund BC — 8013 Verð 3.730,- Mjög stórir og skýrir stafir fljótandi komma, stórir takkar.Þetta er sannkölluð heimilistalva. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTl I0A - SlMI I6995

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.