Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976 39 Olafur Ingólfur Tómasson -Mmnmg Fæddur 26. sept. 1896. Dáinn 6. nóv. 1976 Ólafur var dæddur að Gilhaga, Bæjarh reppi, Strandasýslu. Hann fluttist með foreldrum sínum frá Gilhaga að Gillastöðum I Laxárdal í Dölum vorið 1898, og þaðan að Lambastöðum I sömu sveit vorið 1900. Þar vann hann til ársins 1943. Hann var i unglingaskóla séra Ólafs próf. Ólafssonar í Hjarðarholti vetur- inn 1912—1913. Árin 1916—1918 var hann við trésmíðanám hjá Ólafi Jónssyni trésmið á Borðeyri. Ólafur var mjög hneigður til náms á þvi sviði og þótt að náms- timinn væri ekki lengri en tvö ár, átti hann ekki erfitt með að vinna að alls konar smíði, bæði ibúðar- húsa, fénaðarhúsa og ýmiss konar húsgagna. Eftir að smíðanáminu lauk, vann hann á búi foreldra sinna milli þess sem hann byggði 4 íbúðarhús í Laxárdalshreppi, og auk þess allmikið af búfjárhús- um, og ýmiss konar viðgerðum og endurbótum á húsum, bæði- I Laxárdalshreppi og viðar. Vorið 1943 fluttist hann til Búðardals og vann þar einkum við smiðar alls konar. Hann mun hafa verið þar að smíði fjögurra íbúðarhúsa. Auk þess vann hann þar að viðgerðum og endurbyggingum á allmörgum öðrum húsum. Ég sem þessar linur skrifa kynntist Ólafi fyrst fyrir 14 árum. Þá lést sonur minn, Bogi Stein- grímsson, búsettur i Búðardal. Steingrimur gekk á fund Ólafs og spurði hann hvort hann ætti til likistur. Hann játti þvi. Steingrímur tók upp peninga til greiðslu. Gamli maðurinn tók ekki við þeim og mælti: „Bogi var mér hlýr og notalegur, í okkar kynnum og viðskiptum. Ég tek ekki við peningum. Kistan á að vera hinsta kveðja frá mér til hins !átna.“ Þessum orðum gat ég aldrei gleymt. Mér fundust þau lýsa svo vel hlýhug og höfðings- lund gamla mannsins. Siðar fluttum við hjónin til Búðardals, til tengdadóttur okkar, Unu Jóhannsdóttur, og höfum dvalið þar siðan. Stein- grímur lézt fyrir tveim árum. Kynni okkar Ólafs áttu eftir að verða nánari, þvi hannbjó í næsta húsi við okkar. Hann var þá hætt- ur húsasmiði, og stundaði aðrar smiðar, allt frá finustu skrifborð- um og kommóðum að ógleymdum taflborðunum frægu. Tvö þeirra eru nú I eign Friðriks stórmeistara. Stokkar fylgdu hverju borði til að geyma tafl- mennina. Ég bað hann eitt sinn að smiða litla kistu I stil við gömlu fatakisturnar. Ég keypti af hon- um þrjár, og hann smiðaði margar slikar, sem seldust vel. Það mun fátítt nú, að eins marg- ar tegundir af smiðisgripum hafi verið framleiddar af einum manni. — Öll var smíði hans vönduð og fallegur frágangur. Hann var svo fljótur að geirnegla, og gerði það svo vel, en hún er nú að týnast úr sögunni, geirnegling- in. Ólafur smiðaði sér hús I Búðar- dal og heitir það Vellir. Meðan á smíðtnni stóð, hafðist hann við i tjaldi hér uppi I dalverpi, fram i snjóa, og vildu margir fá hann heim til sin, en hann sinnti eng- um fortölum og svaf í sínu tjaldi, þar til Jóhanni Bjarnasyni tókst að fá hann heim til sfn og lánaði honum herbergi til vors. Engan vin átti Ólafur betri en Jóhann, enda var sá maður dáður af öllum sem þekktu sakir mannkosta og manngæða, sem öllum Dalamönn- um er kunnugt o.fl. Ólafur lauk sinni húsbyggingu og flutti í nýja húsið. Aldrei gekk hann endanlega frá innréttingu þess. Verkstæðið var stórt og bjart. Hann unni sér aldrei hvfld- ar, vann alla daga frá morgni til kvölds. Hann var maður vel greindur og stálminnugur, las mikið og sagði afburðavel frá. Hann lærði á bil og keypti sér fólksbíl, ók fólki á skemmtistaði, fékk sér snúning, tók þátt í dansinum, en bragðaði ekki vin væri hann á bil, en gat lyft glasi I góðvinahópi. Söngrödd hafði SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Eg giftist manni, sem hefur gefið mér allt. Við eigum heima i fallegri fbúð utan við ys miðborgarinnar. Við eigum tvo bfla, bát, iitasjónvarp og njótum töluvert mikils álits. Samt vantar eitthvað. Eg er eitthvað leið og döpur oftast nær. Getið þér sagt mér, hvað að er? Eg leit á Heimilistimaritið nýlega og renndi aug- um yfir efnisyfirlitið. Þar voru greinar um skreyt- ingu, gólfábreiðuefni, matargerð, garðyrkju, nýja bíla á árinu, innkaup, gæludýr og hvernig ætti að skera út önd. En eg fann enga grein um samskipti manna, um raunveruleg vandamál heimila eða um siðgæði. Eg hlaut að álykta, að það væri skoðun ritstjórans, að allt, sem við þyrftum til þess að verða hamingjusöm, væru góðir garðar, gott sjónvarpsloft- net, góðar máltíðir og gjáandi, nýr bíll. Því miður hafa margir landar okkar tileinkað sér þessa efnis- hyggju. En Jesús sagði að líf mannsins væri ekki tryggt með eigum hans. Mér er óskiljanlegt, hvað menn erfiða í þeirri blekkingu, að „hlutir“ veiti þeim hamingju. Þetta er yðar mein. Þér eigið fullt hús af eftirsóknarverðum munum, en ekkert raunverulegt takmark með lífinu. Leiðindi yðar og þunglyndi stafa af sektarkennd, og þér finnið yður seka, af því að þér njótið alls konar lífsþæginda, meðan heimurinn er að deyja úr hungri, af því að hann vantar raunveru- legt og andlegt brauð. Biblían segir: „Enginn lifir af sjálfum sér“. Við erum ekki sköpuð til þess að liggja í dái i allsnægtum og einangrun, heldur til þess að veita öðrum hlutdeild í trú okkar og nægtum. hann góða og söng f kór um tíma. Og fjölhæfur var hann I höndun- um. Slikur maður getur vænt sér nokkurs I lifinu. En það fór á annan veg. Hann var einbúi alla tíð. Hver skilur þá mannssál, sem lokar sig frá mönnunum og umhverfi sinu, heyr sina baráttu einn og óstuddur. Það hlýtur að vera margt sem leitar á hugann, margt sem undan sviður. Er þá undarlegt þótt beiskja myndist hið innra, sem stöku sinnum leitar út. En hann Ólafur Tómasson gerði hvorki að bogna né blása i kaun. Hann bar sínar byrðar einn, og lét aldrei hugfallast. Hann var með afbrigðum barngóður. Þau sóttu til hans og hann gaf þeim gjafir. Það yljaði honum að vera í návist barna. Eitt sinn sem oftar kom hann út til okkar. Ég var ein heima. Við tókum tal saman um bækur og menn, eins og oft áður. Þá sagði hann mér sögu. Og söguhetjan var ungur maður og margt til lista lagt. En hæfileikar hans nýttust ekki. Hann kvæntist ekki, og bjó einn í sinu húsi. Þar vann hann að hugðarefnum sinum, varð ómann- blendinn og einrænn. Og að lok- um stytti hann sér aldur. Mér varð litið á Óla, eins og við kölluðum hann i daglegu tali. Svipur hans var lokaður. Hann rauf þögnina og mælti: „Á ég ekki að lána þér bókarkornið, Steinunn." — „Nei, þakka þér fyrir Óli minn. Ég ætla heldur að eiga og geyma hjá mér frásögn þina. Ég bæti engu um þó að ég lesi sjálf." Ég varð hugsi um stund. Svo var tekið upp léttara hjal. Óli gaf Blindavinafélainu tvisvar gjafir. Veit ekki hve há upphæð sú fyrri var. Seinni gjöf- in var 100 þúsund kr. Hann sendi lika marga kassa af smlðisgripum sínum, sem kunningi hans í Reykjavik ætlaði að selja fyrir hann, og átti ágóðinn að renna til vangefinna. Hann lést áður en hann fékk að heyra frá þeim þakkarorð. Hann unni mikið einu systurinni sem hann átti. Hún reyndist honum lfka mjög vel til hinstu stundar. Hann átti við mikla vanheilsu að striða 3 siðustu árin og dvaldi oft á sjúkrahúsum En oft dvaldi hann heima langa tíma og vann þá af sama kappi og áður þó sár- lasinn væri. Vinnan var honum allt. Una nágrannakona hans var honun> sönn hjálparhella, enda mat hann hana mikils, eins og föður hennar, Jóhann. Systir hans, Guðlaug tjáði mér, að eitt sinn, skömmu fyrir andlát hans, en hún átti margar ferðir til hans á sjúkrahúsið á Akranesi, þá hafi hann fallið I mók, en hreyft sig fljótlega og sagt: Ert þú þarna, Jóhann? — Mig hefir sennilega verið a dreyma, mælti hann svo. Að endingu þakka ég Óla góð kynni og margar fræðandi sam- verustundir. Og að leiðarlokum óska ég að það verði hann Jóhann Bjarnason, vinur hans, sem réttir honum sfna hlýju vinarhönd yfir móðuna miklu. Steinunn J. Guðmundsdóttir. CASIO FX — 102 heimsins fyrsta tölva með almennum brotum. brotabrotum og skekkjureikningi GASIO tx 102 tPDUCCnO-QO i.l -t n ju i a jj LJ "Xf. LJ LJ LJ LJ iö LJ LJ LJ LJ LJ LJ U LJ U LJ LJ LJ u Verðkr: 11.995- STÁLTÆKI Vesturveri, simi 2 7510 Jólagjöfín sem allir reikna með er vasatalva frá Texas Instruments með Minni, Konstant og Prósentu Verzlunarfólk Vasatölvan ykkar er loksins komin 1.200 kbt. notkun á sömu rafhlöðum Verð aðeins / 9.960- 5f ^O Tegund LC 810 ^Oóhíha Brautryðjendur í tölvutækni. Vþlin er ‘með fljótandi kristal leturborð, rafhlöðurnar endast í 1 200 klst. Þetta er sannkölluð vasatölva. Mál lengd 13,4x7x0,9 cm. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTADASTRÆTI I0A - SlMI 16995 CHARLES WILUAMS SUÐRI Desmond Bagley lauk ekki það snemma við nýju söguna sína að hún gæti komið út á íslensku í ár og því kemur hún út næsta haust. En þess í stað gefur Suðri nú út spennandi og ævintýralega sögu eftir amerískan höfund, Charles Williams. Allar sögur hans gerast á sjó og þetta er sú fyrsta sem út kemur á íslensku. Charles Williams er tvímælalaust í fremstu röð þeirra sem skrifa spennandi bækur og nýja bókin eftir hann heitir ELDRAUN Á ÚTHAFINU. Tryggið yður eintak í tíma. Saya um ofsafengna v*ðurergn á Kyrrahafi SUORI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.