Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976 Erlendur Jónsson, Jóhann Hjálmarsson og Jenna Jensdóttir skrifa um BÓKMENNTIR - Jón Asgeirsson skrifar um TÓNLIST Helgar og hátíðir SIGURBJÖRN EINARSSON BISKUP: HELGAR OG HÁTIÐ- IR. 251 bls. Setberg 1976. BISKUP er æðsti yfirmaður íslensku kirkjunnar. Það er auðvitað stjórnunarembætti fyrst og fremst. En margir líta svo á að hann sé þá jafnframt trúarleið- togi. í rauninni er þarna um tvennt ólíkt að ræða: annars veg- ar stofnun sem reka verður eins og hvert annað fyrirtæki, hins vegar trú sem viðkomandi stofn- un er meðal annars starfrækt til að boða. Sem æðsti maður kirkj- unnar kemur biskup fram á stórhátíðum hennar. Helgar og hátiðir eru safn af ræðum sem eru að verulegu leyti fluttar við þvílík tækifæri. í samræmi við stöðu biskups er efni þeirra í stór- um dráttum þetta tvennt: kirkjan og kristin trú. Sigurbjörn Einars- son biskup er ekki aðeins kirkju- leiðtogi að embætti heldur einnig að hugsjón. Hann ann stofnun sinni og vill veg hennar sem mestan en telur hana jafnframt bera skarðan hlut frá borði. 1 ræðu, sem hann flutti á Hólum í Hjaltadal fyrir sjö árum, skirskot- ar hann til velmegunar íslendinga, fátækt hafi að mestu verið útrýmt hérlendis. En — eftir á að hyggja — „meðal þess fáa, sem er verulega fátækt á íslandi nægtanna, eru sumar kirkjurnar til og frá i byggðum landsins." Um kirkjusókn er biskup ekki margorður. Við gerum okkur í hugarlund að hún hafi einu sinni verið mikil og almenn en alllengi farið minnkandi og aldrei verið dræmari en nú. Biskup svarar þessu í ræðu sem hann nefnir Aldið og ungt, leggur út af texta í Lúkasarguðspjalli og segir siðan meðal annars: „Biblian er kannski ekki alveg eins úrelt og margir halda. A.m.k. upplýsir hún hér, að helgidómar séu helzt sóttir af gömlu fólki, en þetta hafa þótt nýjar og tímabær- ar fréttir eins lengi og ég man eftir mér.“ Nokkru siðar í sömu ræðu tekur biskup fyrir spurning- una um það hvers vegna hinir eldri sæki betur kirkju, hvort það stafi af að fólki vaxi trú með aldri og segir: „Það er algengur hugarburður, að trú og trúrækni sæki á gamla menn eins og hver önnur elli- mörk, að ekki sé sagt elliglöp. Ellin út af fyrir sig gerir ekkert í þvi tilliti. Það sem innra býr segir aðeins betur til sín oft, berar en áður.“ Þó trú sé eitt og kirkja annað má segja það tvennt verði ekki. sundurgreint í hugum manna. Og I vitund margra er það eitt og hið sama. Svo er um trúarlega þáttinn í ræðum biskups að hann er gjarnan ofinn saman við hug- leiðingar um kirkjuleg málefni. Ræður hans eru að því leyti alþýð- legar að efni þeirra fer oft á víð og dreif, dæmi eru tekin af ein- hverju, sem er ofarlega á baugi þá stundina, eða aðeins af daglegu lifi. Stundum útskýrir biskup ritningarleg atriði með þvf að skírskota til hánútímalegra hluta, jafnvel vísindalegra eða tækni- legra. Og í jólaræðu einni útlistar hann á nútímavisu hvers vegna Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON efnt var til hins fræga manntals er „skrásetja skyldi alla heims- byggðina.“ Agústus var enginn sérstakur áhugamaður um manntöl. En hann þurfti fé I hirsl- ur sínar. Og „þetta var sem sé skattskráning," segir biskup. Vlða vikur biskup að vísindum og tækni andspænis trú. „Sigur- för visindalegra sanninda er dásamleg," segir t.d. á einum stað. Þau orð eru út af fyrir sig afdráttarlaus. Biskup kveður að ætla mætti að yfirstandandi öld Sagaí myndum LJÓSMYNDIR SIGFlJSAR EY- MUNDSSONAR. Þór Magnússon valdi myndirnar og samdi myndatexta, ÍJtlit: Graffk og hönnun / Ottó Olafsson. ' Almenna bókafélagið 1976. Nafn Sigfúsar Eymundssonar (1837—1911) er einkum tengt bókaversluninni sem enn heldur minningu hans I heiðri. En með útkomu Ljósmynda Sigfúsar Ey- mundssonar ætti öllum að vera ljós hið merka framlag hans á sviði ljósmyndunar. Þór Magnús- son segir um bókina: „1 þessari bók verða ljósmynd- irnar iátnar tala að mestu sjálfar. Þær segja oftast meira en mörg orð um ljósmyndagerð Sigfúsar Eymundssonar, eins frumherjans vísindanna væri þá jafnframt öld sannleikans öðrum öldum frem- ur. En „því miður er ekki svo,“ segir hann. Er þá farið að nálgast þau sjónarmið sem verið hafa deilumál kirkjunnar manna sfðan á dögum þróunarkenningar og raunsæisstefnu, sem sé þetta: hvernig ber að leita sannleikans? Felst óumbreytanlegur og eilífur trúarlegur sannleiki i orðum Biblfunnar sjálfrar? Eða ber kristnum manni að endurskoða afstöðu sína í ljósi rökhyggju og vísindalegra staðreynda og hafna trú fyrr en sönnuð verði? Eða fara einhvers konar bil beggja: trúa og leita sannana fyrir trú sinni um leið? Yfirhöfuð leiðir biskup hjá sér spurningar af þessu tagi. Ekki leynir hann þó skoðunum sinum í þeim efnum. Til dæmis segir hann í ræðu er hann flutti fyrir rösku ári og nefnist Sannleikurinn, sem frelsar: „Kristin trú er ekki leit að sann- leiksdreifum. Hún er ekki hugboð um eitthvað satt, sem mannsand- inn kunni að geta fálmað sig fram til um myrkviðu mannlegra hug- mynda. Kristin trú er að gefast lifandi persónu, Guði sannleikans i Jesú Kristi. Gefa honum trúnað sinn, fela sig leiðsögn hans, umsköpun hans, lækningu hans.“ Þessi orð láta ekki mikið yfir sér. Þó má segja að hér sé komið að kjarna þess sem skipt hefur kirkjunnar mönnum í tvo hópa í ljósmyndagerð hérlendis, val hans á fyrirmyndum, tilfinningu fyrir landslagi og mannvirkjum, natni og smekkvísi og glögg- skyggni á það, sem sfðar átti eftir að verða sögulegt, eða tilfinningu fyrir að skrá á myndaplötur dag- leg störf manna, sem mönnum datt oft ekki I hug fyrr en löngu síðar, að einhvers virði væri að eiga á mynd. Við kunnum nú að meta þessi störf hans.“ Af 97 myndum bókarinnar eru 65 frá Reykjavík, hin elsta frá því um 1868. Það er ævintýri likast að þessar myndir skuli hafa varð- veizt. Hús og götur vitna um kýrr- látt andrúmsloft liðins tfma, en mannlif í gleði og sorg birtist okk- ur lika jafnt á helgum dögum sem rúmhelgum. Eins og Þór Magnús- son bendir á fengust flestir ljós- myndarar á öldinni sem leið og á öndverðri þessari næstum ein- göngu við myndatökur af fólki. Markaður fyrir aðrar myndir var lítill, en Sigfús Eymundsson var fyrstur til að taka útimyndir að ráði og eftirmaður hans og mágur, Daníel Danielsson, beindi list Sinfóníutónleikar Efnisskrá: Karneval-forleikurinn, A. Dvorak Hornkonsert, P. Hindemith, Hornkonsert nr. 2, K.417, W.A. Mozart, Fjórða sinfónian, op. 120, R. Schumann, St jórnandi: Gunnar Staern Eínleikari: Ib Lanzky-Otto Fyrsta verkið á efnisskránni, Karneval-forleikurinn eftir Dvorak, er skemmtilegt og var nokkuð vel flutt. Þau verkefni sem mesta athygli vöktu voru án efa hornkonsertarnir eftir Mozart og Hindemith. Þessi verk eru ekki aðeins ólik að gerð og blæ, heldur eiga sér og mjög ólíka forsögu. Mozart var „aðeins" að leika sér og fylgdi f einu og öllu eftir gildandi smekk, „var ekki frumlegur, en samdi betri verk en nokkur annar", svo notuð séu orð Alfred Einstein. Hindemith var aftur á móti byltingarsinni og hugðist leggja grundvöll að nýj- um stíl, nýju tónmáli sem þó átti i grundvallaratriðum að vera tengt eldri tónlist. Fyrir undirritaðan er hornkonsertinn eftir Hindemith ekki sérlega skemmtileg tónsmfð. Hún hefst án upphafs, heldur áfram án takmarks og endar án niður- lags. í hornkonsertum Mozarts er einleiksröddin ekki laus við að vera notuð á köflum eins og hljómfylling, sem nútfma horn- leikarar reyna að gera eins lftið áberandi og frekast er unnt. Á milli kveður svo við annan tón og þá syngur Mozart söngva, sem eru með þeim fegurstu sem hann samdi. Ib Lanzky-Otto er snillingur. Hjá honum samein- ast tækni og tóngæði sterkri Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON tilfinningu fyrir formi og blæ- brigðum. 1 Mozart-konsertinum var tónmótunin frábær bæði í sterkum og veikum leik og á öllu tónsviði hljóðfærisins. Síðasta verkið á tónleikunum var 4. sinfónian eftir Schumann. Fjórða sinfónian er ekki sérlega sinfónfsk að gerð, en svipar aftur á móti mjög til leikhústónlistar, eins og t.d. forleikja. Ferli tónhugmynd- anna er að mestu bundið við „efstu rödd“, sem undirraddir eru settar við. Þá eru stefin sjálf ekki ólík uppfyllingar- „figúrum" og ekki gædd þeim sérkennum sem hæfa sinfónfsk- um vinnubrögðum, nema þá helst í skérsó-kaflanum, sem þó er mjög lítið unninn. Að svo miklu leyti sem ráðið verður af frammistöðu hljómsveitarinnar er Gunnar Staern góður hljóm- sveitarstjóri, en ekki sérlega spennandi eða tilþrifamikill. Sigurbjörn Einarsson bískup. sfðustu áratugina. Hitt er svo annað mál að kirkjan hefur um sinn skipað kærleiksboðskapnum í öndvegi þannig að deilumál um trúarleg efni hafa, tilfinningalega séð, farið framhjá almenningi, prestar hafa verið að stjaka þetta hver við öðrum f sinn hóp á bak við tjöldin. En fólk veit af þessu, leggur við hlustir, vegur og metur. En því aðeins tilfæri ég þessi orð biskups hér að ég hygg að ræður hans skiljist ekki auðveld- lega nema hliðsjón sé af þeim höfð. Hann eyðir ekki tima til að rökræða hvort Guð sé til eða hvort orð Bibliunnar þar að lútandi séu sönn heldur gengur út frá þvi sem gefnu að svo sé. I einni bestu ræðu sinni, sem prentuð er I þessari bók og hann nefnir Tfmann og nafnið, vitnar hann til orða manns sem nútim- inn kannast vel við: „Austur í Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON sinni inn á sömu braut. Ekki er alltaf ljóst hvaða myndir Sigfús hefur tekið vegna þess að Daníel tók myndir f nafni hans. Hlutur Daníels Daníelssonar mun því vera stór í þessari bók. Liklegt er talið að hann hafi tekið flestar nýrri myndirnar. Sigfús nam ljós- myndagerð í Björgvin og Kaup- mannahöfn, en Danfel hjá Sigfúsi og einnig I Skotlandi. Myndatextar Þórs Magnússonar eru stuttir, en engu að sfður góð- ur leiðarvisir með myndunum. Hönnun bókarinnar er prýðileg og hefur prentun tekist vel. Ég ætla ekki að hætta mér út i bolla- leggingar um einstaka myndir, að minnsta kosti ekki að sinni. En ég tel að Ljósmyndir Sigfúsar Ey- mundssonar sé ein þeirra bóka sem varla er hægt að vera án. Heimildasaga Sigfúsar Eymunds- sonar og Daníels Danfelssonar er slík að hún varðar alla. A bak við hverja mynd er saga, stór eða smá eftir atvikum, en saga sem á er- indi til okkar ef við hirðum um fortfðina, uppruna okkar. Rússlandi," segir hann. „situr skáldið André Siniavski I fangelsi og skrifar þaðan: „Það er nauðsyn að trúa. Ekki af hefð né ótta við dauðann, ekki af því að enginn veit nema..., ekki af auðsveipni eða uggsemi, ekki til að varðveita vissa húmanfska hugmynd, ekki til að bjarga sálu sinni eða vera frumlegur. Það er óhjákvæmilegt að trúa af þeirri einföldu ástæðu, aðGuð er.“ En hver er Guð? Og hvar er hann? Þvi svarar biskup svo í sömu ræðu: „Guð er hulinn bak við slæður tfmans og öll fylgsni eilffðar." Þessi dæmi, sem ég hef tekið hér úr ræðum biskups, eru handa- hófskennd og fá. Þó held ég þau nægi til að leiða i ljós þá trúar- legu afstöðu sem fram kemur I þessari bók. Höfundur telur kristna trú yfir það hafna að leiða þurfi getum að þvf samkvæmt rökfræðilegum eða raunvfsinda- legum aðferðum hvort hún standist. Biblían er sá bjargfasti grunnur sem hann byggir á. Mun þá tæpast ósanngjarnt að álykta sem svo að þessar ræður nái frem- ur til þeirra sem trúa en hinna sem efast. Sums staðar má skilja svo að biskup telji kirkjuna vera í varnarstöðu. En Guð er ekki í varnarstöðu þvf hann er til og er eilífur. Er ekki rétt skilið að sá sé grunntónninn? Sumum kann að finnast sem þessar ræður séu of einhliða til að vera vekjandi vegna hinnar trúarlegu sann- færingar, í þær vanti þá innri spennu og áhættu sem efinn jafn- an vekur, ræðumaður ætti að gera ráð fyrir fleiri möguleikum. Slikt er jafnan álitamál og fer eftir afstöðu hvers og eins til málefnis- ins. Enn annað sem biskupi er jafnan ofarlega í huga er þakkar- gerðin, þakklæti fyrir miskunn Guðs. „Erindi vort hingað f kvöld er að þakka liðið ár,“ segir hann t.d. í ræðu sem flutt var í Landa- kirkju f Vestmannaeyjum réttu ári eftir upphaf goss. Trúartraust, tilbeiðsla, þakkargerð — með þeim þrem orðum hygg ég þannig að megi í sem skemmstu máli draga saman og einkenna efni þessarar bókar. Vitaskuld bera svo ræðurnar með sér að þær eru samdar og skrifaðar með flutning í huga þar sem ræðumaður getur beitt áherslum að vild með rödd sinni. Staður og stund fyrir predikanir af þessu tagi er kirkjan á helgum og hátfðum eins og nafn bókar- innar minnir á. Hitt er bæði verðugt og tilhlýðilegt að ræður biskups íslensku kirkjunnar séu einnig tiltækar i bók.'Þjóðin þarf ekki að trúa á óskeikulleika kirkjuhöfðingja sfns til að meta orð hans meir en annarra. Embætti fylgir ábyrgð. Og biskupsembætti er bæði virðulegt og mikilvægt i vitund þjóðar- innar. Og hvort sem nú fólk trúir meira eða minna, hvort sem það fer f kirkju til gð heyra Guðs orð eða af vana — sjálfsagt er hvort tveggja til — þá eru margir sem líta á kirkjuna sem samhengið í lífi sfnu, ekki sfst á þessari öld þegar svo margt fellur — en hún stendur. Gamalt - Sígildar sögur: Heiða. Róbinson Krúsó. Jane Carruth endursagði. Ándrés Kristjánsson þýddi. Bókaútgáfan örn og örlygur hefur sent frá sér tvær sfgildar sögur: Heiðu eftir Jóhönnu Spyri og Róbinson Krúsó eftir Daníel Defoe. Báðar eru þessar sögur fs- lenskum lesendum að góðu kunn- ar og virðast alltaf jafn kærkomið lesefni fyriryngri sem eldri. J :ne Carruth hefur endursagt sögurn- ar, stytt þær og gert þær aðgengi- legri fyrir yngri lesendur. Andrés Kristjánsson hefur þýtt þær á ís- lensku. Stórar litmyndir prýða -bækur þessar og eru þær eftir hinn þekkta málara John Worsley. ■ en nýtt Það er enginn vafi að myndirn- ar auka enn gildi þessara bóka og leiða lesandann lengra inn á þá veröld sem sögurnar opna honum. Efni þessara ólfku bóka tel ég óþarft að kynna svo þekktar eru þær báðar hérlendis. Andrés Kristjánsson er vand- virkur þýðandi, mál hans er lit- rikt og hreint og því eru þessar bækur mikill fengur fyrir börn og unglinga. Frágangur er mjög vandaður. Bókmenntlr eftir JENNU JENSDÓTTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.