Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.12.1976, Blaðsíða 38
38 MORCiUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 1976 + Útför FRÍMANNS EINARSSONAR Kumbaravogi, Stokkseyri er lézt 16 þ m fer fram miðvikudaginn 22 desember kl 3 00 frá Aðventkirkjunm í Reykjavík Ferð verður frá Selfossi með sérleyfisbílum Selfoss kl 1 30 Fyrir hönd barna, tengdabarna. barnabarna og barnabarnabarna Kristfn Ólafsdóttir. Eigmmaður minn t JACOB HANSEN Kálfakoti við Laufásveg. lést af slysförum 18 desember s.l. Jarðarförin fer fram frá Kotstrandar kirkju þann 23 desember kl 14 Ferð verður frá BSÍ kl 13 Margrét Hansen. t Taðir minn JON JÓNSSON frá Kaldbak. Suður Þingeyjarsýslu verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju 22 desember kl 1 30 _ Fyrir hönd systkina minna Egill Jónsson. Konan min SARA ÓLAFSDÓTTIR frá Akranesi lést að Hrafnistu 1 8 þ m Fyrir mína hónd og barnanna Bergur Arnbjörnsson. t Maðurinn minn MAGNÚSJÓNSSON Freyjugotu 17 B, andaðist í Landakotspitala 1 8 desember Sigurjóna S. Sigurjónsdóttir. t Móðir okkar tengdamóðir og amma ÓLAFÍA KRISTÍN INDRIÐADÓTTIR Hrauni, Tálknafirði lést 19 þessa mánaðar Sigríður Þorsteinsdóttir Ingibjörg Þorsteinsdóttir Aðalsteinn Einarsson Guðrún Þorsteinsdóttir Reynir Þ. Hörgdal Ingibjartur Þorsteinsson Kristín Guðmundsdóttir Einar Þorsteinsson Heiðrún Helgadóttir fósturdætur og barnabörn. Steinn K. Steindórs- son — Minningarorð Fæddur. 13.8. 1907 Dáinn. 12.12. 1976 „Requiem æternam — „Drottinn veiti þeim hina eilifu hvíld, og hið eilifa ljós lýsi þeim.“ Þessi upphafsorð kveðjubænar- innar ævafornu munu verða flutt í dag yfir jarðneskum leifum Steins K. Steindórssonar í Dómkirkju Krists konungs á Landakotsliæð. Hálf öld er nú að baki frá þvi er fundum okkar bar fyrst saman á þeirri hæð. Þar áttum við síðar margar samveru- stundir, flestar hugljúfar, en þá dapurlegasta er við hringdum saman klukkum yfir likkistum hinna látnu frá „Pourquoi Pas?“ árið 1936. Hvers vegna við urðum vinir allt frá fyrstu kynnum? Ég veit það i rauninni ekki, og ég held að við höfum aldrei reynt að skýra það eða skilgreina. Það var sennilega alltof augljós staðreynd okkur báðum til þess að við teld- um nokkra nauðsyn til þess bera að leita henni röksemda, en nú er mér það ráðgáta hvernig á því stóð, að við, sem áttum svo fjar- skyld áhugamál, skyldum verða jafn samrýndir og raun bar síðar vitni. Fyrir það langar mig til að þakka með kveðjuorðum, sem mega ekki verða alltof mörg, þar sem ég veit, að Steinn vildi helzt mega hverfa kyrrlátlega í faðm þeirrar moldar, sem hann óx úr, að fengnum fyrirbænum kirkjunnar, sem varð kjörmóðir hans og leiðarsteinn um langa tíð. Steinn Kristinn fæddist að Ira- felli I Kjós. Foreldrar hans voru Guðný Þorkelsdóttir, ættuð frá Meðallandi í Skaftafellssýslu, og Steindór Steinason frá Valda- stöðum í Kjós. Ég er ekki nógu fróður um ættir hans til leið- beiningar þeim, sem þær eru ókunnar, en kunnugir geta staðfest það, sem ég heyrði jafn- an, að Steinn væri af góðu bergi brotinn og ljóð þau er hann orti til foreldra sinna eru til vitnis- burðar um, að hann mat þau að verðleikum. Steinn ólst upp í Kjós og á Kjalarnesi, en fluttist til Reykjavíkur árið 1921. Næstu árin einkenndust af baráttu unglings, sem var of fátækur til þess að setjast á skólabekk, fyrir því að afla sér menntunar. Það tókst Steini af miklum bóklestri og með hjálp góðra manna. Hann gerðist snemma mjög fjölfróður og á mörgum sviðum ágætlega menntaður. 1 þessu sambandi nefndi Steinn oft nafn Maulen- bergs biskups og presta hans, sem reyndust honum góðir og veitulir lærifeður. Það mun hafa verið árið 1925 er Steinn gekk í sveit kaþólskra, og mun hugur hans um þær mundir mjög hafa staðið til þess að helga kirkjunni alla starfsorku sina, þótt örlög felldu lif hans síðar i annan farveg. Hann átti löngum skjól hjá trú- bræðrum sinum, bæði að Jófríðar- stöðum og Landakoti, og minntist þeirra jafnan með þakklæti og aðdáun. Þegar fundum okkar bar fyrst saman var Steinn orðinn mikill atgervismaður um allt það, er ungan mann mátti prýða. Hann hafði þá þegar dregið að sér mikið safn bóka, sem hann las af kappi og jók jafnan við síðan af mikilli ástriðu. Hann var prýðilega skáld- mæltur, ágætlega ritfær og setti aldrei ljós undir mæliker. Rit- gerðir hans og ljóð höfðu þá birzt I blöðum og tímaritum, en þeim fór síðar fjölgandi með nýjum áhugamálum og viðhorfum. Hann var harður og óvæginn í baráttu fyrir þeim stjórnmálaskoðunum, sem hann taldi réttar, brá sverði og skildi til varnar og sóknar fyrir málstað kirkju sinnar, og lét sér fátt mannlegt óviðkomandi. Síðar ferðaðist hann talsvert, dvaldi m.a. í Clervaux, og fór í suðurgöngu, en frá þessum ferð- um ritaði hann margar góðar greinar. Steinn vann fyrir sér með ýmsum hætti og var t.d. um árabil afgreiðslu- og skrifstofumaður í Laugavegs apóteki, en Ilentist hvergi til langframa unz hann gerðist starfsmaður Sjúkrasam- lags Reykjavíkur árið 1936. Þar vann hann alla tíð síðan, að frádregnum tveim árum, og þar lauk hann starfsævinni, þrotinn að kröftum. Steinn lofaði mjög allt samstarfsfólk sitt hjá sjúkra- samlaginu, og kvað forráðamenn þess jafnan hafa auðsýnt. sér mikinn drengskap og góðvild. t Dóttir okkar ÁLFHEIÐUR ÓLAFSDÓTTIR, lézt af slysförum í Danmörku Útförin hefur farið fram í Reykjavik Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug Olafur Kjartan Olafsson, Ingibjorg Gísladóttir. t Amma mín og mágkona ETHEL ODDSSON andaðist að heimili sinu Cleethirpes, Englandi þann 1 9 þ.m. Jón Magnússon Hólmfríður Oddsdóttir Barónstfg 33. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför mannsíns mins og föður SIGURBJORNS L. GUÐNASONAR Faxabraut 9. Keflavik Sérstakar þakkir færum við vinnufélögum hins látna á Vörubilastöð Keflavikur fyrir fagra minnmgargjöf Svava Árnadóttir, Guðni Sigurbjörnsson. Útför systur okkar KRISTÍNAR JÓHANNESDÓTTUR, kennara, frá Skáleyjum, Breiðafirði, sem lést 1 5. desember, verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 22 desember klukkan 10 30 Blóm og kransar afþokkuð, en þeir sem vildu minnast hennar, láti liknarfélög njóta þess Systkini hennar látnu. Árið 1937 kvæntist Steinn Britt Haveland frá Noregi. Síðar skildu leiðir þeirra, og árið 1954 kvæntist Steinn danskri konu, Ellen að nafni. Þau bjuggu hér í Reykjavik i 9 ár og eignuðust tvo sonu, Stein, sem nú er 19 ára og Sturlu, nú 17 ára. Ellen tók sjúk- dóm, sem auðsætt þótti að myndi verða banvænn, en i von um lengri stundargrið erlendis en hér fluttist fjölskyldan til Kaup- mannahafnar. Þar dó Ellen tveim árum siðar, og varð Steinn þá einn erlendis til forsjár og um- önnunar hinum ungu sonum sinum tveim. Þá rættist hinn gamli draumur skáldsins norska, er skóp Sólveigu, hina sígildu táknmynd órofa tryggðar, trúar, vonar og ástar. Britt kom aftur til Steins, bjó honum á ný hlýlegt heimili hér I Reykjavik og stóð styrk við hlið hans i bliðu og striðu unz yfir lauk. Ég veit að hún vill ekki, að um þetta sé fjölyrt, og þess vegna verður það ekki gert. En Steinn myndi áreiðanlega ekki hafa kosið, að um þennan einstæða og fagra þátt hennar í æviskeiði hans yrði þag- að, og þess vegna er það ekki gert. Síðustu æviárin átti Steinn við mikla vanheilsu að stríða, og hefði engum, er muna hann ung- an, filhraustan, lifsglaðan og stæltan, þótt trúlegt að vinir hans myndu eiga eftir að varpa önd- inni léttar er fregnin barst um að þjáningastríði hans væri loksins lokið. Við þennan þátt verður ekki skilizt án þess að færa öllum þeim þakkir, sem hjúkruðu honum af þeirri nærfærni og hjartahlýju, sem ógleymanleg er öllum, er til þekktu. Upp hefir nú aftur birt eftir hið svarta sorgarél sjúkdóma og andstreymis síðustu æviáranna, og þá er okkur gott, hinum mörgu vinum Steins, sem áttu svo oft með honum indælar stundir, að minnast þess í fari hans, sem olli þvi, að hann verður okkur alltaf hugljúfur og eftirminnilegur. Þess vegna munum við um leið og við tökum undir þá bæn, er síðust verður nú flutt vegna hans í dóm- kirkju Krists „Requiescat inpace“ — Hvil þú í friði — þakka fyrir, að hann veitti okkur þá samfylgd, sem dýrmætt er nú að eiga i sjóði ljúfra minninga við leiðarlok. Sigurður Magnússon ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og mlnningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á f mið- vikudagsblaði, að berast f sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máii. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili. t Listla dóttir okkar lézt á Barna- deild Hringsins þann 19/12 Sigríður Breiðfjorð, Stig Lauridsen. S^Helgason hf. STEINIÐJA tlnholti 4 Slmar 24477 ogf 14254

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.