Morgunblaðið - 28.05.1977, Side 17

Morgunblaðið - 28.05.1977, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1977 17 Það fer að gutla f strokknum, og þetta hljóð flytur öryggi um allan bæinn, en ég tek mér lítinn hrísvönd og sópa álútur gólfin. fyrsta mikla verkefni hans á því listasviði og máski það, er lengst mun geyma nafn hans. Örlögum manna er misjafnlega ráðið og torskil- ið, og hér lá einnig að baki illkynjuð vanheilsa. Ungur tók hann berkla- veiki og lá þá í æsku lengi þungt haldinn, og þótt hann næði bata var hann jafnan heilsuveill og ágerðist það hin síðari ár. íslenzkt loftslag og kuldi þess féll honum ekki, og vísast er, að skap- gerð hans tók miklum um- skiptum eftir að hingað kom. Gunnar reisti eitt fallegasta húsið I Mosfellssveit og nefndi það As. En hann var þó sjálfur jafnan með foreldr- um sínum í Laugarásnum við Dyngjuveg, en tryggð hans við þá og umhyggja var ein- stök. — Nú þegar þau öll eru horfin sjónum er Laugar- ásinn stórum risminni, og hús skaldsins stendur þar hnípið við brekkubrún. Mætti minning þess merka fólks er þar bjó, sagnaskálds- ins mikla, frábærrar konu hans og Ijúfs sonar verða tilefni til ræktarsemi í þess garð af hálfu þjóðarinnar t.d. í formi minjasafns þar og rannsóknarstofnunar um rit- störf og feril þess manns, er reisti það. Myndi slíkt drjúg- um auka ris íslenzkrar menn- ingar, — skáldið fá heil- brigða sviðsetningu og ramminn yrði lokaður með teikningum og málverkum sonar hans... „Fjallkirkjan" endar með lýsingu á fæðingu og fyrsta aldursári Gunnars yngri (Greips). — Hann reisti sér sjálfur minnisvarða með teikningum sínum í sagna- bálkinn, og vel fer á þvi að Ijúka þessum fábrotnu orð- um með siðustu setningu hins stórsnjalla sagnaskálds Gunnars Gunnarssonar í þeirri bók. „Hugur minn um- vefur Selju og drenginn, fjöl- skyldu mína, með viðkvæmri ástriðu og djúpri þökk." Ætla má að slík kveðja væri hon- um einnig hjartfólgin nú til eftirlifandi og syrgjandi, það- an sem þau eru nú öll aftur sameinuð i einum reit og handan jarðneskra marka. Ári seinna erum við Selja á gangi í skóg- inum með drenginn. SUMARHUS CUMBERLANÐI Að innan algjörlega fullbúin: Setustofa, borðstofa, 2 svefnherbergi, eldhús, baðherbergi m. vantsklósetti og sturtu, allt full innréttað með öllum húsgögnum. Að utan klætt með áli og byggt á stálgrind. Lengd 7.5 meter til 10 metra. Breidd 3 metrar. Þyngd frá 1 500 kg til 2200 kg. Auðvelt að flytja með vörubíl hvert á land sem er. Verð frá 1.8000 — 2.980.000. Húsin eru til afgreiðslu strax. Gísli Jónsson & Co hf. Sundaborg41 Sími 86644

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.