Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.05.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAI 1977 21 Róbert Arnfinnsson Rœtt við Hrafn Gunnlaugs- son um mynd hans Blóðrautt sólarlag, sem sjónvarpið frumsgnir á annan í hvítasunnu Helgi Skúlason Kunnáttumenn fyrirtækis okkar eru yður til reiðu í sambandi við val á hvers konar innréttingum fyrir heimilið — eldhús- og baðinnrétt- ingar, úti- og innihurðir, fataskápa, vegg- og loftpanel og gólfparket, 13 tegundir. Góð innrétting verður að vera bæði vönduð og falleg, þess vegna erum við reiðubúnir að veita yður hvers konar upplýsingar og aðstoð — án nokkurra skuldbindinga. Við höfum úrval af úrvals innréttingum við allra hæfi fyrir viðráðanlegt verð. OKKAR BOÐ — YKKAR STOÐ InnréUinsaval hf. I4 SUNDABORG SÍMl 84660 REYKJAVlK brugöið töluvert er hann sá þá mynd, þvi að frumdrögin að Blóðrautt sólarlagi lágu þá þegar fyrir. ,,Það má kannski segja," segir Hrafn, ,,að það megi finna vissan skyldleika með þessum tveimur myndum, því að í báðum myndunum seg- ir frá kunningjum sem upplifa hluti sem þá hefur lengi dreymt um að láta verða að veruleika. En það sem ég sá fyrst og fremst í sögu Blóðrauðs sólarlags er raunverulega saga íslendingsins frá upphafi til enda, um þennan mann sem hefur verið einangraður lengst í burtu eins og við höfum verið hér á landi allt frá upphafi okkar sögu, úr tengslum við allt og á í höggi við umhverfi sem sifellt ógnar tilveru hans og sem i mörgum tilfellum ber hann ofurliði. Eins og þessi drykkja sem kemur fram í myndinni, hún er fyrir mér þessi þörf okkar fyrir birtu og hita sem við sækjum í vínið, og eins og allir vita hefur það lengi fylgt íslendingum aó þeir geta helzt ekki farið út á land til að skemmta sér án þess að drekka brennivin. Urn leið er þetta sagan um nútimamanninn. Þegar hann hyggst fara og slappa af, eins og sagt er, þá fer hann með borg- ina á herðunum inn i nátt- úruna, hann er mað allan Framhald á bls. 38 VAL , INNRETTINGA þarfnast kunnáttu Hrafn Gunnlaugsson, leikstjóri, og Egill Eðvaldsson, (standandi t.v.) við kvikmyndatöku (Djúpuvfk. í SJÓNVARPI annan í hvíta- sunnu verður frumsýnd mynd- in Blóðrautt sólarlag eftir Hrafn Gunnlaugsson, sem hann leikstýrir sjálfur. Stjórnandi upptöku er Egill Eðvaldsson, f aðalhlutverkum eru þeir Helgi Skúlason, Róbert Arnfinnsson og Rúrik Haraldsson, Gunnar Þórðarson samdi tónlistina, kvikmvndun annaðist Sigurliði Guðmundsson, hljóðtöku Oddur Gústafsson og Björn Björnsson sá um leikmyndina. Myndin er tekin í Djúpuvík á Vestfjörðum á sl. sumri, og enda þótt hún hafi tekið óvenju skamman tima miðað^við það sem gerist í kvikmyndagerð, þá hafa aóstandendur hennar lagt meiri vinnu i fullvinnslu hennar innan sjónvarpsins en vanalegt er, og verður því nógu fróðlegt að sjá hvernig útkom- an verður. Morgunblaðið hafði tal af Hrafni Gunnlaugssyni til að spyrja hann nánar um tilorðn- ingu Blóðrauðs sólarlags, og kom í ljós að frumdrög hand- ritsins hafði Hrafn gert er hann var að ljúka námi i Svíþjóð og hafði þá komið til greina að hann fengi að gera myndina sem lokaverkefni frá skóla þeim sem hann var við nám við en gegn því að á móti kæmi íslenzkt fjárframlag. Hrafn sótti þá um kvikmyndastyrk Menntamálaráðs en varð af honum það árið, þótt hann fengi hann ári síðar. Þá hafði hann lokið námi í Svíþjóð, og þátttaka Svía i gerð myndar- innar því úr sögunni. „Eftir að ég kom heim sýndi ég Jóni Þórarinssyni, dagskrár- stjóra, þessi frumdrög, sem leizt strax vel á það en vildi að ég útfærði það nánar," segir Hrafn. „Ég gerði það þegar I stað og I framhaldi af þvi fór ég að lita í kringum mig eftir leikurum. Talaði ég við Róbert og Helga, þó án nokkurra skuldbindinga af þeirra hálfu, enda vildi ég aðallega fá fram hjá þeim hvernig þeim litist á hugmyndina og hvort þeir vildu taka þátt i þessu, ef sjón- varpið legði út I að gera þessa mynd. Þeir kveiktu báðir mjög á hugmyndinni, og það er raunar Róbert sem á heiðurinn að því að Djúpavík varð fyrir valinu sem vettvangur myndar- innar. Sjálfur hafði ég verið með hugmynd um Flatey á Breiðafirði, eins og ég mundi eftir henni þegar ég var þar i sveit, en þaö er ekki lengur sama Fiatey heldur orðin hálf- gerð túristanýlenda nú á seinni tímum.“ Hrafn fór ásamt fleiri sjónvarpsmönnum til Djúpu- víkur, sem ljósmynduðu þar auðar og yfirgefnar byggingar, minnismerki sildaráranna á þessum slóðum og gerðu ná- kvæman uppdrátt af þeim hluta þorpsins sem stendur tómur, en síðan var uppruna- lega handritið lagað að öllum aðstæðum i þorpinu. Sögu- þráður myndarinnar er siðan í stærstu dráttum sá, að tveir Reykvikingar ákveða að halda I sumarleyfi í eyðiþorp úti á landi til að njöta kyrrðar og friðar, klifjaðir brennivíni, byssum og skotfærum, eins og gjarnan er háttur landans i ferðum af þessu tagi. En ferð þeirra á vit náttúrunnar breyt- ist i hreina hrollvekju, sem ástæðulaust er að lýsa frekar til að spilla ekki fyrir áhorf- endum. Söguþráðurinn er þannig ekki svo ýkja frábrugðinn á ytra borðinu þvi sem kvik- myndahúsgestir kynntust í myndinni Deliverance, sem Austurbæjarbíó sýndi fyrir nokkrum misserum, og raunar segir Hrafn, að honum hafi Borgarbúinn og hin ærandi þögn náttúrunnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.