Morgunblaðið - 28.05.1977, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. MAÍ 1977
Sjaldgæf frímerki á
uppboði FF11. júní
ÞVÍ MIÐUR hefur orðið
nokkurt hlé á þessum frí-
merkjaþætti, og bið ég
lesendur hans velvirð-
ingar á. Sfðasti þáttur
var 30. apríl sl., og var þá
m.a. getið um frímerkja-
uppboð Félags frí-
merkjasafnara, sem
haldið var 21. aprfl. Jafn-
framt var minnzt á það,
að undirbúningur undir
næsta uppboð félagsins
væri hafinn, en það yrði
haldið í samb. við 20 ára
afmæli þess og sýning-
una Frímex 77. Ég vék
líka að því, að ég hefði
hugboð um, að á væntan-
legu uppboði yrði ýmis-
legt frímerkjaefni, sem
hefði sjaldan verið á upp-
boðum erlendis og alls
ekki hér heima.
Nú hefur uppboðsskrá fyrir
næsta uppboð, 11. júni, verið
send út og er ljóst af henni, að
sízt var það ýkt, sem ég hafði
hlerað um uppboðið. Ég tel
vafalaust, að margir hafi áhuga
á að fylgjast með þessum hlut-
um, og því vil ég greina hér frá
ýmsu því efni, sem upp verður
boðið.
Enginn efi er á því, að lang-
sjaldgæfasta efnið eru fjór-
blokkir af Hópflugi ítala 1933,
svonefndum Balbó-merkjum.
Eru þær óstimplaðar og
óhengdar, eins og ég kalla það,
sem á skandinavisku er nefnt
„postfrisk". Er þá átt við, að
óstimpluð merki hafi ekki verið
fest í albúm með hengslum,
heldur sett í þar til gerða vasa.
Þessi yfirprentuðu frímerki frá
1933, sem eru þrjú, eru fremur
torgæt, enda upplag þeirra lítið
— eða samkv. skrám milli 4 og
6 þús. eintök. Fjórblokkir af
þessari yfirprentun eru
óhemjusjaldséðar, en hér eru
tvær hornblokkir og svo ein
með jaðri. Lágmarksverðið er
sett á 875 þús. kr. og hefur slíkt
verð aldrei heyrzt fyrr á
íslenzku frimerkjauppboði. En
verð þeirra losar einnig rúmar
tvær milljónir íslenzkra króna
samkvæmt Facit-verðlistanum
sænska. Engu skal hér spáð um
það, hvort þessar blokkir selj-
ast við þessu lágmarksverði eða
fara jafnvel við hærra verði, en
næsta ólíklegt er, að þær lendi
hjá inníendum söfnurum — því
miður.
Þá verður ein sería af Hóp-
fluginu boðin upp á afklipping-
um, stimpluðum í Hafnarfirði,
og er hún metin á 195 þús. til
byrjunarboðs. Þessir afklipp-
ingar eru mjög skemmtilegir,
svo sem sjá má á mynd þeirri,
sem fylgir þessum þætti.
Á þessu uppboði er óvenju-
mikið af óstimpluðum fjór-
blokkum, og eru margar þeirra
torgætar og dýrar, svo sem af
skildingamerkjum og ýmsum
auramerkjum og enn fremur
yfirstimpluðum merkjum frá
árunum milli 1922 —30. Söfnun
fjórblokka hefur aukizt mjög á
undanförnum árum og verð
Hversdagsbréf frá 1896.
álllÉ
Ótökkuð fjórblokk af 2 sk.
merki.
Frlmerki
eftir JÓN AÐAL-
STEIN JÓNSSON
þeirra þar af leiðandi stigið
mjög. Ég hygg, að einna sj^ld-
gæfust þessara fjórblokka sé af
2 sk. merki, ótökkuðu, en hún
er metin á 390 þús. kr., sem er
hálft listaverð. Hún er mjög
falleg, og því læt ég mynd af
henni fylgja þættinum.
Nokkuð er af fyrstadagum-
slögum á þessu uppboði, en við
fljótlega athugun virðast þau
ekki mjög sjaldgæf. Aftur á
móti verða boðin upp nokkur
hversdagsbréf, og eru sum
þeirra örugglega sjaldgæf. Læt
ég fylgja línum þessum mynd
af einu þeirra, sem sent var frá
íslandi til Danmerkur árið
1896. Svo sem sést, eru margir
stimplar á framhlið umslagsins
og m.a. fallegur kórónustimpill
frá Önundarfirði, en þaðan fór
bréfið af stað. Á bakhlið um-
slagsins eru svo þrír stimplar.
Á þessum árum var venja að
stimpla bréfin á hverri þeirri
póststöð, sem þau fóru um til
ákvörðunarstaðar. Hér sést, að
viðtakandi bréfsins hefur verið
fluttur frá Kaupmannahöfn til
Lögstör, og því er strikað yfir
fyrra heimilisfangið. Af stimpl-
unum sést, að bréfið hefur far-
ið frá Önundarfirði (án dag-
setningar) um Hull I Englandi
17. júli og er komið til Khafnar
19. júlí. Þaðan er það svo sent
daginn eftir og loks er það bak-
stimplað i Lögstör 21. júlí. Er
vissulega gaman að rekja för
þessara gömlu bréfa eftir
stimplum þeirra, enda má oft
lesa úr þeim margvíslega hluti
um póstgöngur á þeim árum.
Þá verða boðnir upp margs
konar stimplar, m.a. kórónu- og
tölustimplar og eins erlendir
stimplar á ísl. frimerkjum.
Hafa allir slíkir stimplar verið
mjög eftirsóttir um langan
tíma.
Ekki verður hér greint nánar
frá uppboðinu 11. júni, enda er
slíkt ekki unnt. Alls verða boð-
in upp 326 númer. Það hefst kl.
2 á Hótel Loftleiðum, en verður
að þessu sinni haldið á öðrum
stað í hótelinu en venja hefur
verið.
Svo skemmtilega vill til, að
þessi dagur er sjálfur afmælis-
dagur F.F., og er hann bæði
haldinn hátíðlegur með þessu
sérstæða og fjölbreytta uppboði
og svo með samkomu félags-
manna um kvöldið í þessum
sama sal.
Undirbúningur undir Frimex
77 er kominn á lokastig, en ekki
verður fært að greina nánar frá
honum hér. E.t.v. gefst tæki-
færi til að birta annan þátt,
áður en sýningin hefst og þá
um leið geta hins helzta, sem
þar verður sýnt.
Sérstakir stimplar verða not-
aðir alla sýningardagana, og
fylgir hér sýnishorn þeirra.
tmem sAfn/.KAR 20 iu AFxm r.r. io.lamdsnmslíi
frImex frímex frímex frímex
1
1
og
Ulí’
9.VLsriT]Wöcl977 tOLÍiiJílÍmi lm"IÍC" UUUTXttdtmt
Stimplar á Frímex 77
/
BLÚM
VIKUNNAR
UMSJÓN: ÁB.
Dalafífill
(GEUM)
Dalafífillinn er af rósa-
ætt og er til í gulum,
appelsínugulum, rauðum
og dumbrauðum litum.
Flest afbrigði dalafífla
eru auðveld í ræktun og
mörg þeirra góð garð-
blóm og heppileg af-
skurðarblóm. Þeir vilja
flestir magran og gjarn-
an dálítið sandborinn
jarðveg og þola illa
vetrarbleytu. Þó eru þar
á undantekningar t.d.
íslenski dalafífillinn
(fjalladalafífill), Geum
sem hér gengur jafnan
undir nafninu skarlats-
fífill.) Afbrigði af Geum
coccineum, sem einnig er
nefndur skarlatsfífill,
eru síðsumar- og haust-
blómstrandi. Sérlega fall-
eg afbrigði eru hið skar-
latsrauða G. Mrs.
Bradshow og hið gula
Mrs. Stratheden, bæði
stórblóma og ofkrýnd,
50—60 sm á hæð og
hásumarblómstrandi. Því
miður eru þessi afbrigði
heldur viðkvæm í ræktun
og vilja verða skammlíf.
rivale, sem ber fölrauð
lútandi blóm. Hann vex í
votlendi og fer vel við
tjarnir eða polla. Einnig
unir Geum reptans sér
vel í votlendi, er nærri
jarðlægur, hefur langar
jarðrenglur og ber gul
blóm. Mörg falleg af-
brigði dalafífla eru í
ræktun. Geum borisii er
blendingur af Geum-
tegundum frá Balkan-
löndum og Kákasus,
nefndur eftir Boris
fyrrum konungi
Búlgariu, en hann lét við
höll sína í Vrana koma
upp skrúðgarði er hann
safnaði í plöntum víðs
vegar að úr heiminum,
en þó einkum frá Balkan-
skaganum. Geum borisii
er 35—40 sm á hæð og
ber skær, lífleg,
appelsínurauðleit blóm,
sem minna á einfaldar
rósir. Blómstrar
snemmsumars. (Senni-
lega er þetta sú tegund
G. rubin og G. Red
wings eru háffyllt af-
brigði, rauð að lit, þau
blómstra í júní-ágúst og
verða 50—60 sm há. G.
Fire Opal, hárauður og
G. Georgenberg með
dökkgulum, drúpandi
blómum blómstra frá
vori til hausts og eru
örugglega f jölær. G. rosii
hefur einkar fallegt og
fínlegt laufskrúð sem lík-
ist nokkuð gulrótalaufi.
blómstrar smjörgulum
blómum aó vori og fram
eftir sumri. Er 20—25 sm
hár.
G. montanum er lág-
vaxið steinhæðaafbrigði
um 15 sm hátt, gulblóma.
Blómstrar í maí-júní.
Dalafífli er auðvelt að
fjölga með skiptingu eða
með fræi sem best er að
sá snemma vors í svala.
Spírar á um 25 dögum.
S.A.