Morgunblaðið - 05.06.1977, Side 2

Morgunblaðið - 05.06.1977, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. jUNl 1977 1 Fjölbreytt starf- semi í sumar á veg- um Æskulýðsráðs KOMINN er út á vegum Æskulýðs ráðs Reykjavíkur bæklingurinn „Sumarstarf fyrir börn og unglinga” og er honum dreift til allra aldurs- höpa á skyldunámsstig í skólum Reykjavíkur. Þar er að finna framboð borgarstofnana á starfi og leik fyrir börn og unglinga í sumar, en stofnar irnar eru þessar. Fræðsluskrifstofa Reykjavfkur, Æskulýðsráð Reykja víkur, Leikvallanefnd Reykjavíkur, íþróttaráð Reykjavfkur, Skólagarðar Reykjavíkur og Vinnuskóli Reykja- víkur Starfsþættirnir, sem bæklingurinn greinir frá, eru fyrir aldurinn 2— 1 6 ára og snerta flest atriðin útivist og íþróttir og kynntar eru reglulegar skemmtisamkomur ungs fólks. Innrit- un í þessa starfsemi alla hófst hinn 1 6 maí og eru gjöld þátttakenda mjög mismunandi Meðal starfa, sem boðið er uppá, eru siglingar í Nauthólsvík, en þar eru haldin námskeið fyrir eldri og yngri deildir, fyrir byrjendur og lengra komna í Saltvik er starfræktur reið- skóli og í Bústöðum verða dagnám- skeið fyrir börn og kvöldnámskeið fyrir unglinga Þá er reglubundin starfsemi í Fellahelli og Tónabæ, efnt verður til kynnisferða í sveit og sundnámskeið eru á sundstöðum borgarinnar Siðast liðinn vetur tóku alls um 2500 nemendur þátt í tómstunda- flokknum í skólum Reykjavíkur og voru þátttakendur í borðtennis um 600 og 1 1 5 í skák Nýlega voru afhent verð- laun og viðurkenningar fyrir skák og borðtennis í borðtennismóti skólanna, sem haldið var 27 marz hlaut sveit Hagaskóla fyrstu verðlaun í keppni eldri sveita og Réttarholtsskólasveit i keppni yngri sveita Sveit Hagaskóla hlaut einnig fyrstu verðlaun í keppni eldri sveita í skákmóti skólanna og Hvassaleitisskóli fékk 1 verðlaun i keppni yngri sveita Þá voru einnig afhent verðlaun fyrir beztan árangur á 1 og 2 borði í Skákmóti gagnfræðaskólanna. í eldri sveit á 1 borði hlutu Ragnar Hermannsson og Jóhann Hermannsson viðurkenningu, en þeir dæmdust vera jafnir og fengu því báðir viðurkenningu. Á 2 borði hlaut Eggert ísólfsson, Vörðuskóla, viðurkenningu Á 1 borði i yngri sveit hlaut Jóhann Hjartarson, Álframýrarskóla, viður- kenningu og Þröstur Þórsson á 2. borði, en hann er í Hvassaleitisskóla Sumaráætlun Fagraness hefst um miðjan júní UM MIÐJAN júní hefst sumaráætlun Fagraness, en það annast mjólkur- flutninga og flutning með ferðafólk um ísafjarðar- djúp. Farnar eru þrjár ferðir í viku um ísafjarðar- djúp, á mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum og er lagt af stað frá ísa- firði kl. 8. Kristján JónasSon, framkvæmd- astjóri Djúpbátsins h.f., sagði að Fagranes hefði að undanförnu verið í slipp i Reykjavík til botn- viðgerðar og kom það til ísafjarð- ar á laugardag að henni lokinni. Sagði Kristján, að þeir hefðu not- að tækifærið og tekið með um 8(f tonn af vörum, en nokkuð hefói verið farið að bera á vöruskorti vestra. Sagði Kristján, að þeir hefðu farið tvær aukaferðir til Reykjavikur i fyrravor og sýndist sér, að vel væri grundvöllur fyrir þannig aukaferðir á vorin. Auk mjólkurflutninga hefur Fagranes annazt flutning á ferða- mönnum og sagði Kristján að með tengingu nýja djúpvegarins hefði bilum fækkað mjög, árið 1974 voru t.d. fluttir um 1000 bílar en ríflega 100 á síðasta ári. Til að bæta upp þennan missi hefur ver- ið farið inn á þá braut að fara aukaferðir norður í Jökulfirði og Strandir og sagði Kristján, að samtals hefðu verið farnar 40 aukaferðir i fyrra með ferðafólk þangað norður og væri einnig ráð- gert að bjóða upp á þá þjónustu í sumar. Nýr verkefnastjóri ull- ar- og skinnaverkefnis SVEINN HALLGRÍMSSON hefur ver i8 ráðinn til að taka við starfi verk- efnastjóra Ullar- og skinnaverkefnis, sem nú er unnið að á vegum Útflutn- ingsmiðstöðvar iðnaðarins. Tekur Sveinn við starfinu af Ólafi Haralds- syni, sem riðinn hefur verið til að veita forstöðu söluskrifstofu, sem Samband íslenzkra samvinnufélaga hefur opnað I Kaupmannahöfn fyrir ullar- og skinnavörur. Sveinn lauk licenciat prófi í búvls- indum 1966 frá Landbúnaðarháskól- anum I Ási I Noregi. Hefur hann að loknu námi starfað hjá Búnaðarfélagi islands sem sauðfjárr|gktarráðunautur. Sveinn hefur nú fengið leyfi frá störf- um hjá Búnaðarfélaginu um eins árs skeið til að taka við þessu nýja starfi Að ullar- og skinnaverkefninu hefur nú verið unnið I rúmt ár og að þvl er segir I fréttatilkynningu frá Útflutningsmið- stöðinni hefur margvislegur árangur náðst „Lagnmgskallinn” reyndist mjög vel „Lagningskallinn" hans Höskulds. Lengst til vinstri eru hringirnir, slðan kemur renna, sem lfnan fer eftir og lengst til hægri eru rörin með netasteinunum. Þegar báturinn svo keyrir, leggur Ifnan sig sjálf. „ÞETTA kom mjög vel út að mínum dómi, en reynslan sýndi mér fram á smáatriði, sem ég ætla að endurbæta. Að því loknu hef ég trú á þvf að ég verði kominn með hundrað prósent tæki“, sagði Höskuldur Magnússon, stýrimaður í Ólafs- vík, þegar Mbl. spurði hann, hvernig „lagningskallinn" hans hefði komið út á vertíð- inni, en blaðið hefur áður skýrt frá þessari smfð Höskuldar, sem þá var að hefja tilraunir með tækið. „Lagningskallinn'* er útbún- aður, sem leggur línuna sjálf- virkt og þarf mannshöndin þar ekki annað að gera en láta drek- ann fara og henda svo baujunni á eftir. „Við fengum aldrei flækju í vetur“, sagði Höskuldur, en útbúnaðurinn á að vera slíkur, að ef flækja kemur, þá á hann að halda við, þannig að flækjan verður aldrei neitt mál. Þá sýndi sig það lika, að hraði bátsins skipti ekki máli fyrir vinnslu búnaðarins ög lagðist linan ekkert síður, 'þó keyrt væri á fullri ferð. Þannig var það einu sinni, að þegar við Höskuldur Magnússon hefur inn“ hans sér um erfiðið. komum út var þar fyrir annar bátur og voru þeir hálfnaðir að leggja. Við keyrðum svo bara á fullu og vorum búnir talsvert á undan hinum“. Þegar Mbl. spurði Höslukd, hvort hann hygði á fjöldafram- leiðslu á „lagningskallinum" svaraði hann. „Þeir hafa nú það náðugt meðan „lagningskall- verið forvitnir hérna á bátun- um að sjá þetta, og talsvert tal- að um lúxusinn á okkur að geta bara gónt upp í loftið meðan báturinn keyrir út línuna. Það er aldrei að vita, hvað verður, ef einhverjir hafa næg- an áhuga til að fá þetta um borð hjá sér“. *•** : Sjávarafurðadeild Sambandsins velti 8.70< HEILDARVELTA Sjávarafurðadeildar Sambands tsl. samvinnufélaga árið 1976 varð 8.719 milljónir króna á móti 6.456 milljónum árið 1975 og nemur aukningin þvl 35,1% milli ára. S:la umbúða og veiðarfæra hjá deildinni var 505 millj. kr. á árinu. Á aðalfundi Félags Sambandsfiskfram- leiðenda er haldinn var f Reykjavfk 17. og 19. maf kom fram, að aukn- ing veltunnar ætti rætur sfnar að rekja til nokkurrar magnaukningar Sveinn Hallgrfmsson. > millj. kr. og mikillar verðmætisaukningar f út- flutningi frystra afurða. Það kom fram á fundinum, að mjöl- útflutningur á vegum deildarinnar var mun minni á árinu en árið á undan. Það stafaði af þvi, að útflutningur á mjöli til Sovétrlkjanna féll með öllu niður árið 1976, en árið áður seldu íslendingar þangað um 30 000 tonn Sjávarafurðadeildin hefur haft for- göngu um mjölviðskipti við Sovétrikin, og kom þessi sveifla þvi fram af sér- stökum þunga i veltutölum ársins 1 976 í árslok 1 976 tókust samningar við Sovétmenn um sölu á 15 000 tonnum af loðnu- og þorskmjölí til afskipunar á fyrra helmingi ársins 1977 í Sambandsfréttum segir, að þrátt fyrir þetta hafi Sjávarafurða- deildin haft mjkið umleikis á þessu sviði, og sé útflutningur mjöls orðinn annar meginþátturinn í starfsemi deildarinnar, næst á eftir útflutningi frystra afurða. Með þeirri stórfelldu aukningu loðnuveiða. sem margir telji nú liklega. verði að gera ráð fyrir. að mjöl- og lýsisframleiðsla íslendinga aukist um tugi þúsunda tonna árlega. Sé þess að vænta, að deildin sé vel i stakk búinn til að taka myndarlegan þátt I þessum viðskiptum Endurgreiðslur Sjávarafurða- deildarinnar til frystihúsa innan SAFF námu alls 83.6 milljónum króna á árið 1976 árinu, en það voru endurgreiddur tekjuafgangur, afslættir af veiðar- færum og salti, og vextir af séreigna- sjóðum Frá árinu 1969 hefur deildin samtals endurgreitt til fiskvinnslu- stöðvanna 238,6 milljónir króna að þvi er Sambandsfréttir segja Framleiðsla allra frystra afurða hjá frystihúsunum innan SAFF varð 20 622 lestir árið 1 976, sem er 2,0% minna en árið á undan. Bolfiskfrysting hjá þessum húsum varð 1 8 51 3 lestir. og er það 7 1 % minna en 1975 Þessi samdráttur I frystingu virðist einkum eiga sér þrenns konar orsakir, í fyrsta lagi timabundna truflun á hráefnis- öflun til einstakra húsa, þar sem skut- togarar voru seldir eða leigðir eða voru frá veiðum vegna bilana, I öðru lagi að meira hráefni en áður hafi farið til skreiðarframleiðslu, og i þriðja lagi verkföll á vetrarvertíð 1 976 Sambandsfréttir segja, að hlutdeild Sjávarafurðadeildar i heíldarútflutningi landsmanna hafi verið 10,5% árið 1976 og I heildarútflutningi sjávarafurða 14,5%. Hlutur deildarinnar I heildarútflutningi á freð- fiski varð 24.4%, i loðnumjöli 15,6% og I fiskimjölí 12,9%. Formaður Félags Sambandsfisk- framleiðenda er Árni Benediktsson. en framkvæmdastjóri Sjávarafurðadeildar Sambandsins er Sigurður Markússon.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.