Morgunblaðið - 05.06.1977, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. JUNI 1977
,J\llar sjómannskonur ættu
að drífa sig á sjóinn"
Sigríður Brynjólfsdóttir var
eitt sinn þrjá mánuði á sjó sam-
fleytt. Það var á sildinni þegar
sótt var alla leið til Jan Mayen
og jafnvel Svalbarða. Þá var
,,landað“ í skip á hafi úti og
ekkert komið inn svo mánuðum
skipti.
,,Ég hef bara verið fimm
mánuði á sjó í allt á fiskeríi og
það komu þarna þrir mánuðir
sem maður sá ekki land,“ sagði
Sigríður þegar blaðamaður
spurði hana um reynslu hennar
sjálfrar af sjónum.
„Eftir þessa útivist gat maður
miklu betur sett sig inn í sjó-
mannsstarfið. Mér finnst að all-
ar sjómannskonur ættu að drífa
sig á sjóinn ef þær hafa tæki-
færi til þess, alla vega vildi ég
ekki hafa misst af þessari
reynslu.
„Það er svo oft bara einblínt
á aflahlutinn, en ekkert hugsað
út í erfiðið sem liggur að baki.
Lífið er nefnilega ekki eilífur
dans á rósum, og ég hafði áreið-
anlega mjög gott af þessari
stuttu sjómennsku minni.“
Og Sigríður heldur áfram að
rifja upp síldarárin, þar sem
hún situr heima hjá sér að Tún-
götu 9 á ísafirði. Sigríður hefur
verið gift hinum kunna afla-
manni, Ásgeiri Guðbjartssyni,
skipstjóra á Guðbjörginni frá
ísafirði í 28 ár. Þau eiga fjögur
uppkomin börn, þrjár dætur og
einn son.
„Ég fór i síld með Ásgeiri í
fimmtán ár, nema hvað ég var
alltaf á þurru, en hann úti á sjó.
Já, fyrir utan þessa fimm mán-
uði síðasta árið, 1968. Þá fór ég
ekki með sem sjóari, heldur að
gamni mínu. Það er ekki orð á
þessu gerandi, maður stóð
mestmegnis uppi í brú og fylgd-
ist með. Aðal afþreyingin hjá
mér að fylgjast með sjólaginu.
Ekki veit ég hvort ég hafi nokk-
uð bætt móralinn um borð, því
hann var ágætur fyrir, en þar
komst ég að raun um hversu
mikils virði það er að vera skap-
góður og geta tekið bæði með-
læti og mótlæti.
„Þetta voru ágætir timar, það
var alltaf líf í kringum síldina.
Ég bjó í einu herbergi í Siglu-
firði með þrjú barnanna, svo
það var stundum þröngt. Siðan
hélt ég til Seyðisfjarðar þegar
Ásgeir fór að landa þar og síðan
til Norðfjarðar, þar sem ég fékk
inni hjá Jóni Karlssyni, alveg
sérstaklega góðum manni. Það
má kannski segja að ég hafi
lifað nokkurs konar sígaunalifi
í þessi fimmtán ár, sem ég var í
síldinni, flakkandi svona á milli
staða.“
Tvær dætur þeirra Sigriðar
og Ásgeirs giftust sjómönnum
og Guðbjartur, sonur þeirra,
hefur fylgt föður sinum á sjó-
inn. Deila þeir feðgar nú skip-
stjórn ísafjarðartogarans með
sér. „Ásgeir tók sér aldrei frí
hér áður,“ segir Sigriður. „Það
var ekki fyrr en hann var búinn
að þjálfa soninn í stöðuna, sem
hann fékkst til að taka sér frí
einn og einn túr.“
„Dæturnar fengu sér allar
þrjár menn úr Bolungarvík, en
ein þeirra skilaði Bolvíkingn-
um aftur.“ Annar Bovíking-
anna, sem enn er í fjölskyld-
unni, Flosi Jakobsson, er nú
stýrimaður á Guðbjörginni með
mági sínum og tengdaföður.
Guðbjörgin var aflahæsti tog-
arinn á Vestfjörðum á nýafstað-
inni vertið. Aðspurð hvað hún
héldi að það væri í fari Ásgeirs,
sem skýrði aflasælni hans sagði
Sigríður, „Það er nú sjálfsagt í
blóðinu. Annars er Ásgeir mjög
viljasterkur maður og hann er
Iaus við alla frekju. Hann er
reglumaður á vin og tóbak og
mikill jafnaðargeðsmaður og
skapgóður. Svo hefur hann
mjög góða stýrimenn, og ekki
hefur það svo litið að segja. Nú
Guðbjartur fiskar lika vel og
Flosi reyndar líka. Það er líkast
til eitthvað í blóðinu í mönn-
um“
„Fjarvistunum hef ég aldrei
getað vanist, þó að þær séu allt
aðrar og styttri heldur en á
sildinni. Nú taka túrarnir ekki
nema átta til ellefu daga á tog-
urunum hérna, tólf dagar eru
algjört hámark. Maður hefur
hrærst í þessu allt sitt líf og
maður er alltaf með hugann hjá
þeim, þótt maður viti þá ör-
ugga.“
Skipstjórar á aflaskipum
hafa miklar tekjur og oft heyr-
ast nefndar himinháar upphæð-
ir í því sambandi. „Okkur skort-
ir auövitað ekki neitt,“ segir
Sigríður. „Ríki og bær taka
náttúrlega sitt en eitthvað verð-
ur nú alltaf eftir. Ásgeir keypti
sér loksins draumabílinn í vet-
ur.“ Draumabillinn er vínrauð-
ur Mercedes Benz, og þar sem
hann stendur gljáandi fyrir ut-
an húsið að Túngötu 9 virkar
hann óneitanlega á blaðamann-
inn sem tákn hinnæ feikilegu
verðmæta sem Vestfjarðamiðin
gefa af sér.
„Ásgeir hefur aldrei keypt
neitt án þess að hafa borgað
fyrir það út í hönd. Hann hefur
aldrei tekið víxil á æfinni."
Heimili þeirra hjóna er látlaust
og laust við allt prjál eða íburð,
og þar er allt notalegt og hlý-
legt. „Ég hef það gott og er
hamingjusöm, það er fyrir öllu.
„Rauðsokka? Nei ég er alls
ekki rauðsokka. Ég hef alla tíð
verið sátt við mitt hlutskipti.
Auðvitað hef ég þurft að taka
ákvarðanir í sambandi við
heimilið engu siður en Ásgeir,
þannig að kannski er ég bara
rauðsokka að einhverju leiti.
Og þó, ég er nú enginn rauö-
sokka í mér, ég er mjög heima-
kær.
„Ég hef ekki unnið utan
heimilisins síðan við komum úr
síldinni. En ég er í engum vand-
ræðum með að eyða tímanum
— mér finnst ég bara aldrei
hafa nógan tíma.“
Viðsvegar um heimilið má sjá
allavega lita púða og dúka sem
gefa ibúðinni svolitið sérstakan
blæ.
„Ég mála á tau fyrir sjálfa
mig svona í frístundum og svo
hef ég handavinnuna • mina
líka.“
En mynstrin á púðunum hjá
sjómannskonunni erú frekar af
blómum en skipum af sjó. eða
Framhald á bls. 19
Útgerðarmenn
Skipstjórar
Við getum nú boðið bobbinga með
12 cm. br. gjörð
og þrefaldri hraðsuðu.
Leitið upplýsinga hjá sölumanni.
Vélsmiðjan
ODD/H.F.
Strandgötu 49,
sími 21244, Akureyri