Morgunblaðið - 05.06.1977, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 5. JUNl 1977
JAFNRETTIÐI
Þýskir karl-
ar hugsa enn
eins og lang-
afi gamli
ÞÝZKUR félagsfræöingur, Helge
Pross prófessor, tók sér fyrir
hendur að rannsaka það, hverjum
breytingum viðhorf þýzkra karla
til kvenna hefðu tekið á jafn-
réttisöldinni. Þegar til kom
reyndist prófessornum léttara en
hann hugði að vinna úr könnun-
inni. Það höfðu nefnilega engar
breytingar orðið. Þýzkir karlar
Iíta konur sínar nærri nákvæm-
lega sömu augum og langafar
þeirra litu sínar konur. . .
Könnunin fór fram á vegum
Vfsinda- og félagsrannsöknastofn-
unarinnar í Giessen. Spurðir voru
439 karlar á aldri frá tvítugu til
fimmlugs. Þeir komu til viötala,
útfylltu spurningalista og tóku
þált i hringborðsumræðum. Ur
þessu var svo unnið.
53% þátttakenda voru em-
bættismenn eða sérmenntaðir til
einhverra starfa. Hinir voru allir
úr verkalýösstétt. 44% voru ka-
þölskir, jafnmargir mótmælend-
ur, en 12% ekki í neinum kirkju-
söfnuði. 75% mannanna voru
kvæntir.
Þeim bar nærri öllum saman í
viðhorfum til hlutverka karla og
kvenna. Og vióhorfin voru kunn-
ugleg. Það voru sem sé sömu viö-
horfin og flestir karlar hafa haft
til kvenna alla tíð.
Það var einlæg sannfæring
flestallra aðspurðra, að þeir ættu
að vinna fyrir heimilinu, en kon-
urnar þeirra ættu að sitja heima
og hugsa um börnin. Flestir töldu
fjölskyldu sina og starfið skipta
sig mestu máli af öllu í lífinu.
Stjórnmál og tómstundaiöja
skiptu þá hins vegar tiltölulega
Þegar ryksug-
an tekur ráðin
af húsfreyjunni
Þrálæti, eða árátta, er þreyt-
andi og oft langvinn taugaveikl-
un, sem lýsir sér í þvf, að sjúkling-
urinn hefur óviðráðanlega þörf til
þess að endurtaka sömu athafnir,
oft gegn vilja sínum og án þess að
geta gert sér grein fyrir ástæð-
unni. Oft er hann ekki öruggur,
nema hann framkvæmi þessar at-
hafnir; ef hann lætur þær undir
höfuð leggjast eða kemur þeim
ekki við, óttast hann, að það leiði
til ófarnaðar... Furðu margir eru
haldnir ýmiss konar áráttu. Að
vísu er hún oft tiltölulega væg og
veldur mönnum ekki umtalsverð-
um vandræðum. En sumir eru
haldnir svo sterkri áráttu, að hún
er þeim til stöðugs ama, bagar þá í
starfi og rænir þá jafnvel ailri
lífsgleði; stendur þeim sem sé fyr-
ir þrifum. Mörgum, sem haldnir
eru einhvers konar áráttu, þykir
mikil skömm að henni, og reyna
hvað þeir geta að fara í felur með
hana. Þeir vita, sem er, að þeir
eiga lítils skilnings von, ef þeir
bera vanda sinn á torg.
Brezk kona, June Quehen að
nafni, sem lengi hefur verið hald-
in erfiðri áráttu, lét til leiðast að
segja sögu sína opinberlega. Það
varð ti! þess, að efnt var til
litlu. Annar hver maður kvaðst
mundu kjósa sér annað lffsstarf,
ef hann mætti hefja lífið á nýjan
leik. En enginn vildi skipta á
störfum við konu sfna — jafnel
ekki þótt gert væri ráð fyrir þvf,
aó konan bæri meira úr býtum en
hann gæti nokkurn tfma. Bar öll-
um saman um það, að þeir mundu
biða óbætanlegt tjón á karl-
mennsku sinni, ef þeir yrðu upp á
konur sínar komnir í peningasök-
um.
Voru þeir nú spurðir hvaða
störf þeir teldu sérstaklega hæfa
körlum og hver konum. Kom þá í
ljós, að þeir töldu flugmennsku,
lestarstjórn, lögreglustörf og
vörubílaakstur ,,karlastörf“, en
skúringa- og einkaritarastörf
voru helzt við hæfi kvenna! Það
virtist því furðu mikið frjálslyndi,
er þeir kváðust ekkert hafa á móti
því, aó konur gerðust prestar,
leiðtogar stjórnmálaflokka og
borgarstjórar. Enda kom í ljós,
þegar gengið var á karlana, að
þeim fannst sjálfsagt aó einhverj-
ar konur gegndu þessum störfum
— það var bara óhugsandi að
þeirra konur gerðu það. . .Kon-
urnar áttu að sitja heima — og
láta sér það lynda. Helztu kostir
húsmæðra voru taldir þrír: spar-
semi, þolinmæði, og móðurum-
hyggja.
Flestir lýstu yfir þvi, að það
væri ekki nema sjálfsagt og sann-
gjarnt, að konur hefðu jafnan rétt
og karlar — þ.e.a.s. aðrar konur
en þeirra. Þeim fannst yfirleitt
sjálfsagt, að konum gæfust jafn-
tveggja sjónvarpsþátta um þessi
efni. En eftir þættina barst June
fjöldi bréfa frá fólki, sem haldið
var einhvers konar áráttu. Margt
af þessu fólki hafði aldrei þorað
að segja nokkrum manni frá
veiklun sinni; sumt hafði jafnvel
leynt henni fyrir mökum sínum.
Ég sótti June Quehen heim þar,
sem hún býr í Brighton. Húsið
stendur uppi á hæð og bratt niður
að sjónum. Ut um stofugluggann
sér yfir húsþök og reykháfa niður
í verzlunarhverfið og niður á
ströndina. Þar eru ferðamenn að
skoða í glugga forngripaverzlan-
anna sem eru á hverju horni og
víðar þó; en heimamenn reika eft-
ir fjörunni með hunda sina í
bandi. June Quehen fer sjaldan
nióur í bæ, þótt stutt sé. Hún fer
yfirleitt mjög sjaldan út úr húsi. í
allt fyrra sumar kom hún aldrei
niður að sjó.
Inni í stofunni er svo snyrtilegt,
að af ber. Ekki blett að sjá á
vösum, myndum eða borðum,
ekki hrukku á dúkum og hvergi
rykkorn þótt leitað sé. Á lágu
borði liggur dagblaðabunki, og
engu líkara en blöðunum hafi
staflað upp eftir hallamáli og
reglustiku. Það verður bókstaf-
lega ekki að neinu fundið. Og það
er engin furða. June þrífur allt
húsið, hátt og lágt, á hverjum degi
allan ársins hring.
Ósjaldan tekur hún til oftar en
einu sinni á dag. Og mér var Ijóst,
VERÖLD
mikil tækifæri og körlum í við-
skiptum. Jafnvel gátu þeir hugsað
sér aðð vinna undir stjórn konu.
Höfðu þó flestir einhverja fyrir-
vara á því svari.
Það skipti aðspurða greinilega
miklu, að konurnar þeirra
„þyrftu ekki að vinna úti“. Held-
ur vildu þeir fara varhluta af
ýmsum eftirsóttum lifsgæðum en
sæta þeirri niðurlægingu, að
„konan ynni“. Þeir töldu, að karl-
ar væru yfirleitt taugasterkari,
viðbragðssneggri og ákveðnari en
konur. Stakk það dálítið i stúf við
þetta, að þeir töldu t.d. sjálfsagt,
að kona gegndi kanzlaraembætt-
inu.. .
Það læðist að manni sá grunur,
að körlunum sé orðið ljóst, að
aðstaða þeirra sé ekki lengur
jafntraust og áður og það sé þess
vegna, að þeir geta nú orðið hugs-
að sér, að konur (aðrar en þeirra
eigin) gegni hvaða störfum, sem
er. En helzt vildu þeir hafa þær
allar heima, ef hægt væri.
„Barnauppeldi er miklu merki-
legra en nokkur vinna“, sagði
einn um hlutverk mæðra. En sam-
kvæmt því ber það vott um hina
mestu fórnarlund, að karlar neita
sér um uppeldi barna sinna og
vinna I staðinn miklu ómerkilegri
störf; og ber nú að virða það við
þá, karlagreyin, þrátt fyrir allt...
—GISELA KRANEFUSS
ánauð á eigin heimiii.
þar sem ég sat þarna og ræddi við
hana, að óðara er ég væri farin
mundi koma yfir hana óviðráðan-
leg þörf til þess að þrífa allt á
nýjan leik.
June er sem sé haldin þrifnað-
aráráttu. Hún var snemma svo
þrifin og snyrtileg, að til var tek-
ið. Ekki þó svo, að óeðlilegt þætti.
Hún var orðin 23 ára gömul, þeg-
ar það rann upp fyrir henni, að
þrifnaðaráráttan var' sjúkleg.
Hún var þá nýgift. Þegar þeim
Steve, eiginmanni hennar, varð
ljóst, að hún var ekki bara fyrir-
Framhald á bls. 33
ÞRAHYGGJAI
SJUKDOMAR
Er andlits-
fallið ábending
um heilsufarið?
L/EKN'AR hafa löngum leikið
það að draga ályktanir um sjúk-
dóma jf andliti manna; sjúk-
dómsgreina þá sem sé eftir svipn-
um. Sumir læknar eru svo glögg-
skyggnir, að leikmönnum þykir
stundum ganga galdri næst.
Nú eru vfsindamenn farnir að
ræða það f alvöru, að hugsanlegt
sé að ráða það af andliti ungs
manns, að það eigi Ifklega fyrir
honum að liggja að fá krabba-
mein. Þetta kann nú að þykja
fjarstæðukennt. En það er þó
löngu vitað, að hægt er að komast
á snoðir um ýmsa aðra sjúkdóma
fyrir fram með þessum hætti.
Til dæmis má nefna það, að
tvær djúpar skorur við munnvik
manns, köntuð haka, þunnar,
næmar varir, hvasst nef og þröng-
ar nasir þykja benda til þess, að
manninum sé hætt við magakvill-
um, og kemur þetta oft heim.
Sumir læknar þykjast Ifka þekkja
gallsteinssjúklinga af útlitinu.
Þeir eru flestir konur (tvisvar
sinnum fleiri konur en karlmenn
fá gallkvilla). Þær eru yfirleitt
holdugar, flestar gíftar og nokk-
urra barna mæður. Að skapgerð
eru þær góðlyndar og glaðlyndar.
Það hefur komið f ljós f hormóna-
rannsóknum, hvers vegna konum
þessarar manngerðar er sérstak-
MENGUN
Jafnvel fugl-
unum er ekki
lengur vært
Það hefur komið í ljós á undan-
förnum árum, að fuglalífi í mörg-
um iðnríkjum er mikil hætta búin
af mengun. Fyrir tveimur árum
rannsakaði þýzkur dýrafræðing-
ur, Bernd Conrad, sem starfar við
dýrafræðistofnun Freiburghá-
skóla, 19 tegundir þýzkra stað-
fugla og egg þeirra til þess að
komast að raun um það, hve víð-
tæk mengunin væri orðin. 457 egg
voru rannsökuð. Eiturefni fund-
ust í þeim öllum; ekkert þeirra
var hæft til manneldis.
Conrad fór að athuga þetta
vegna þess, fyrst og fremst, að
fuglum i Vestur-Þýzkalandi hefur
fækkað ískyggilega undanfarna
tvo áratugi og fer enn fækkandi.
Menn tóku fyrst eftir því, að rán-
fuglum var farið að fækka. Siðan
tók að fækka storkum og sjófugl-
um, og nú er söngfuglarnir líka
farnir að týna tölunni. Það er og
ljóst, að þetta er langmestan part
af mannavöldum.
Söngfuglum hefur hraðfækkað
í ýmsum löndum Vestur- og suð-
urevrópu seinustu ár. Til þess eru
ýmsar aðstæður: ferðamenn
trufla fuglalíf æ meir, eggjataka
færist í vöxt, skógur er felldur og
mannvirki koma í staðinn og
þannig minnka lendur fuglanna
stöðugt. Veiðimenn höggva líka
stór skörð í stofnana á hverju ári.
Er þess skemmst að minnast, að
nú í aprílbyrjun var að ljúka ár-
legum fuglaveiðitíma við Con-
stancevatn; það er illræmd slátur-
tið, þegar að drifur menn frá
Vestur-Þýzkalandi, Sviss og Aust-
urríki og skjóta þeir vatnafuglinn
alveg skefjalaust.
Ófáar tegundir fugla hafa orðið
hart úti af völdum skordýraeit-
urs, skaðvænna málmefna og ým-
issa plastiðnefna, sem menga
fæðu þeirra. Það er sérstaklega
athugunarvert, að skurn eggja
virðist vera að þynnast og verður
æ algengara, að þau brotni undan
þunga fuglanna, er þeir liggja á.
Ennfremur færist ungadauði si-
fellt í vöxt. Nokkuð er frá þvi, að
þetta varð ljóst um fugla í Bret-
landi, Hollandi, Svíþjóð og Banda-
ríkjunum, og nú er Bernd Conrad
sem sé búinn að sannprófa, að
svipað er komið fyrir fuglum í
Vestur-Þýzkalandi.
Svo mjög hefur fækkað i stofn-
um 12 ránfuglategunda þýzkra, að
þær geta orðið aldauða áður langt
NIXON OG FROST: Að auðgast á
afglöpunum.
ákvarðanir, rabb hans við Julie
dóttur sfna um undirbúning að
brúðkaupi hennar, og allt þar á
milli, eins og Herbert Miller,
lögfræðingur Nixons komst að
orði. Nixon er búinn að berjast
til þess I þrjú ár að fá þessar
spólur, og er það orðið honum
alldýrt. Bandarfkjaþing kvað
upp þann úrskurð árið 1974, að
ríkisst jórnin hefði óskoraðan
umráðarétt til allra plagga og
segulbanda frá forsetatfð Nix-
ons — og er Nixon búinn að
verja kvartmilljón dollara
(u.þ.b. 67.5 millj. ísl. kr.) til
þess að reyna að fá þeim úr-
skurði hrundið. Hefur honum
þó ekki tekizt það enn. En mál-
ið er nú fyrir hæstarétti, og
Hann Nixon
blessaður
er ekki af
baki dottinn
Það hefur vfst ekki farið
fram hjá neinum, að Richard
Nixon, fyrrum Bandarfkjafor-
seti, er enn á ný kominn f sviðs-
Ijósið og nú orðin sjónvarps-
stjarna. David Frost er að
reyna að rekja úr honum garn-
irnar og fá hann til að iðrast
meintra illvirkja sinna þótt erf-
iðlega gangi. En þessir yfirbót-
arþættir f sjónvarpinu hafa
leitt athvgli manna frá þvf, að
Nixon stendur f stórræðum á
tvennum vísstöðvum um þessar
mundir: hann er að bftast við
yfirvöldin um segulbönd og
skjöl frá forsetatfð sinni.
Annars vegar er um að ræða
880 segulbandsspólur, 5000
klukkustunda mál alls, og 42
milljónir skjala, heimildir um
forsetatfð hans frá upphafi til
enda. A segulbandsspólunum
eru samræður um flest milli
himins og jarðar og ekki allar
jafnþýðingarmiklar. Það eru
samræður Nixons við Henry
Kissinger og Bob Ilaldeman
um afdrifarfkar stjórnmála-
lega hætt við gallkvillum. Það
stendur þannig á þvf, að þær hafa
margar meira en gengur og gerist
af kynhormóninu ostrógen — og
ofurmagn ostrógens getur leitt til
myndunar gallsteina.
Gigtarlæknar þckkja lfka sfna
menn f sjón. Þeir segja dæmi-
gerðan gigtarsjúkling sterklegan
f vexti, og eldri f sjón en hann er f
raun, enda þótt hann reyni með
ýmsu móti, hreyfingum og lát-
bragði, að sýnast yngri. Hann er
Ifkt og upphafinn á svip, og lýsir