Morgunblaðið - 12.08.1978, Side 1

Morgunblaðið - 12.08.1978, Side 1
48 SÍÐUR OGLESBÓK 172. tbl. 65. árg. LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ágreiningur um framsal nryð ju- verkamanna Lík þessi voru til sýnis í Umtali í Rhódesíu í gær, og segja yfirvöld þau vera af skæruliðum úr hópi þeirra, sem myrtu brezka trúboða og skyldulið þeirra, alls 12 manns, skammt frá landamærum Rhódesíu og Mósambique fyrir fáeinum vikum. (AP-símamynd) Sjá bls 16. Tékkóslóvakía: Erlendir blaðamenn verða fyrir aðkasti Ráðherraheimsókn aflýst í mótmælaskyni Bonn 11. ágúst — Reuter Utanríkisráðherrum Vest- ur-Þýzkalands og Júgóslavíu mistókst að ná samkomulagi um gagn- kvæmt framsal hryðju- verkamanna á fundi sínum í dag, og hafa þeir lýst því yfir að ágreiningsefni af þessu tagi verði að útkljá fyrir dómstólum. Dómstóll í Köln úrskurðaði í dag, að framselja megi einn þeirra átta Króata, sem eru í haldi í Vestur-Þýzkalandi og Júgóslavíustjórn krefst að fá framselda svo hægt sé að sækja þá til saka í Júgóslavíu. Gullið upp — dalurinn niður Lundúnum — 11. ágúst — AP Bandaríkjadalur rak smiðshöggið á ófarir vik- unnar með því að hleypa gullverði enn upp úr öllu valdi og falla meira gagn- vart vestur-þýzku marki og svissneskum franka en áð- ur hefur þekkzt. Fjármála- spekingar eru yfirleitt sammála um að dalurinn hafi ekki í annan tíma verið svo trausti rúinn á markaðnum. Við lokun stóð bandaríkjadalur í 1.6455 svissneskum franka, og 1.9688 v-þýzku marki. Gullverðið hélt eins og fyrr segir áfram að hækka, og við lokun síðdegis var únsan seld á 211.15 bandaríkjadali. Silfur er einnig að hækka í verði. Mál þriggja annarra Króata hafa komið til kasta vestur-þýzkra dómstóla að undanförnu, en í þau skipti hefur úrskurður orðið á þá lund að þeir skyldu ekki framseld- ir. Júgóslavar settu fram kröfur um framsal Króatanna eftir að fjórir alræmdir hryðjuverkamenn frá Vestur-Þýzkalandi voru hand- teknir í Júgóslavíu. Þeir hafa enn ekki verið sendir til síns heima svo hægt sé að sækja þá til saka þar, en þeirra á meðal eru Birgitte Mohnhaupt og Rolf Clemens Wagner, sem eftirlýst eru vegna morðsins á Hanns-Martin Schley- er. Júgóslavnesk stjórnvöld halda því fram að framsalskrafa þeirra standi ekki í sambandi við mál v-þýzku hryðjuverkamannanna, heldur sé það réttmæt krafa og í samræmi við samning ríkjanna að Króatarnir verði framseldir þar sem þeir séu sakaðir um árásir á júgóslavneskar stjórnarskrifstof- ur, sem samvkæmt alþjóða- samningum teljist júgóslavneskt yfirráðasvæði. ELF viðurkennir ósigur í Eritreu Damaskus — 11. ák'úst — AP AHMAD Mommed Nasser, for- svarsmaður ELF-aðskilnaðar- hreyfingarinnar í Erítreu, viður- kenndi í dag að stjórnarherinn í Eþíópíu hefði að undanförnu sótt mjög fram í héraðinu og hefði náð allmörgum bæjum af aðskiln- aðarsinnum, þar á meðal Agor- dat, sem er hernaðarlega mjög mikilvægur staður. Ber fullyrð- ingum Nássers saman við upplýs- ingar útvarpsins í Addis Abeba um töku Agordat. ELF hefur haft mest áhrif í vesturhluta Erítreu. Að undan- förnu hefur ELF tapað mörgum fylgismönnum til annarrar erí- treískrar aðskilnaðarhreyfingar, EPLF, sem er skipuð sýnu harð- fylgnari baráttumönnum en fyrr- nefnda hreyfingin. Briissel — 11. ágúst — Reuter Innanríkisráðherra Belgíu, Henri Boel, hefur aflýst heimsókn sinni til Tekkóslóvakíu síðar í þess- um mánuði í mótmæla- skyni við brottrekstur virts belgísks blaðamanns, Hugo Camps, í gær. Camps hafði ekki stundlegan frið fyrir tékkneskum yfirvöld- um meðan hann var við störf í landinu, og sömu sögu hafa tveir norskir blaðamenn að segja. Norska blaðamannasam- bandið hefur mótmælt með- ferðinni á þeim harðlega við Gustav Husak forseta Tékkóslóvakjíu. Hugo Camps og Norðmennirnir, sem eru blaðamenn Aftenposten, voru í Tékkóslóvakíu þeirra erinda að kynna sér ástandið í landinu tíu árum eftir innrás Sovétmanna. Aftenpostenmennirnir voru kyrr- settir í Prag á þriðjudaginn var og tóku yfirvöld farangur þeirra í sína vörzlu. Þeir fengu leyfi til að yfirgefa landið í fyrradag, en þá höfðu yfirvöld eyðilagt fyrir þeim tvær ljósmyndafilmur. Norðmenn- irnir fengu á hinn bóginn að halda vinnuplöggum sínum, en öll skjöl Belgans voru gerð upptæk. Belgíska utanríkisráðuneytið hefur krafizt skýringa á því að Camps var haldið í yfirheyrslum í tvo sólarhringa samfleytt áður en hann var rekinn úr landi, um leið og meðferðinni á honum var mótmælt og í því sambandi vísað til undirritunar Tékka og Belga á Helsinki-sáttmálanum, sem meðal annars kveður á um frjálsa upplýsingamiðlun. Landbimaðar- sýning 1978 MORGUNBLAÐINU í dag fylgir 12 síðna aukablað í tilefni af Landbúnaðarsýningunni, sem nú stendur yfir á Selfossi. Blaðamenn Morgunblaðsins heimsóttu nokkra sunnlenzka bændur og birtast samtöl við þá í aukablaðinu. Þá er rætt við forsvarsmenn afurðasölu- félaga bænda á Suðurlandi og sagt frá starfi Búnaðarsambands Suðurlands, en Landbúnaðarsýn- ingin er haldin í tilefni af 70 afmæli Búnaðarsambandsins. Gífurlegar örygg- isráðstafanir við útför Páls páfa í dag Vatíkaninu — 11. ágúst — Reutrr MIKILL viðbúnaður er í Vatíkan- inu og í Róm vegna útfarar Páls gáfa sjötta, sem fram fer í dag. Aætlað er að 100 þúsund manns, hið fæsta, safnist saman á torginu fyrir framan Péturskirkjuna, en í erfðaskrá páfa, sem birt var í dag, koma fram óskir um látlausa athöfn. Tugþúsundir pílagríma og trúrækinna Rómverja þyrpt- ust í Péturskirkjuna í dag, en samkvæmt sérstakri ákvörðun var lík páfa haft á viðhafnarbör- um lengúr en ætlað var í fyrstu til þess að sem flestir fengju tækifæri til að líta það augum hinzta sinni. Tugir þúsunda öryggisvarða og hermanna munu fylgjast með útförinni í dag, en mjög er óttazt að hryðjuverkamenn freistist til að láta til skarar skríða þar sem margt stórmenni verður saman komið við athöfnina. I erfðaskránni, sem hinn látni páfi ritaði eigin hendi, biður hann fyrirgefningar „hvern þann, sem ég kann að hafa misboðið, gert rangt til, ekki þjónað, ekki elskað nógu mikið ... “. Það er mál manna að óskir þær, sem fram koma í erfðaskránni séu enn ein staðfestingin á þeirri auðmýkt, sem öðru fremur hafi auðkennt hans heilagleika. Veraldlegar eig- ur sínar eftirlætur hann páfastóli, að undanskildum fáeinum per- sónulegum munum, sem hann ánafnar nánpm ættingjum og vinum. Er útförin í dag hefur farið fram hefst níu daga opinber sorgartími í páfagarði, en kardinálasam- kunda, sem kýs nýjan páfa, kemur saman 25. ágúst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.