Morgunblaðið - 12.08.1978, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978
3
Síðumúla 23 - Sími 842(X)
Nú er rétti tíminn til að tryggja sér falleg
húsgögn á viðráðanlegu verði.
Húsgagnasýning
Forsetinn lauk máli sínu með því
aö segja að sýningin væri í raun og
veru Búnaðarbálkur í sérstakri útgáfu
á nútíma vísu, í sýnilegri og áþreifan-
legri myndí eintómra oröa staö, í
senn varnarræða, kynning og
hvatning. Óskaöi forsetinn Búnaöar-
sambandinu til hamingju meö
sýninguna og 70 ára afmæliö og
opnaöi þessu næst sýninguna.
í dag, laugardag, verður sýningin
opnuö kl. 10 og hún verður opin til kl.
23. Alla daga sýningarinnar verða í
gangi ýmsar sérsýningar og má
nefna aö heimilisiðnaðarsýningar
veröa allan daginn, sýnikennsla
veröur á vegum afuröasölufélaga
landbúnaöarins kl. 14, 16, 18 og 20
alla dagana. Af einstökum sérsýning-
um í dag má nefna að kl. 13 verða
nautgripir sýndir, kl. 15, 18 og 21
veröa tízkusýningar á ullar- og
skinnafatnaöi, klukkan 16 veröa
hryssur sýndar kl. 17 verður skóg-
ræktarstarfsemi kynnt og frá kl.
16.30 og fram undir kvöld verður
opin hestaleiga.
Sjá ræöu forseta íslands viö
opnun sýníngarinnar „Brýning
um aö nýta og vernda gæöi
landsins" é bla. 31.
Á aýningunni eru
hinar ýmau teg-
undir búfjár
sýndar. Hér má
sjá hvar Gunnar
Guóbjartsson
formaður
Stéttarsambanda
bænda
viröir fyrir sér
hrossin á sýning-
unni.
Dúna Síöumúla 23 heldur sýningu um
helgina á allskonar húsgögnum og húsbún-
aöi í dag kl. 13.30—18.00.
í tilefni sýningarinnar höfum viö fengið mjög mikið úrval af
enskum húsgögnum, sem aldrei fyrr hafa fengist hér á landi.
Ráöstefna hinna norrænu samtaka er vinna að slysavörnum hver í sínu landi hófst í húsakynnum
Slysavarnafélags íslands í gærmorgun. Þar bera forsvarsmenn þessara samtaka saman bækur sínar,
skiptast á skoðunum og reynslu á sviði hinna margvíslegu þátta slysavarna. Ljósm. Mbi. Emelía.
CHiPPV
Komiö og skoðið
húsgögnin
°g
húsmunina
frá
Old
Charm,
Beutilux,
CabinetExport,
Abbey
Craft,
Chippy
60 ár síð-
an fyrsta
dráttarvél-
in kom til
landsins
Akranosi. 11. ÚKÚst
60 AR eru liðin frá því í dag,
að fyrsta dráttarvélin kom til
íslands. Hún var keypt hingað
af þeim frændum Þórði As-
mundssyni og Bjarna Ólafs-
syni, útgerðarmönnum hér á
Akranesi.
Stefán B. Jónsson kaupmað-
ur í Reykjavík útvegaði tækið,
sem hét Ávery, ásamt plógum,
herfum og áburðarvagni. Vélin
kom hingað með gamla Gull-
fossi frá Bandaríkjunum hinn
12. ágúst 1918 sem áður getur.
Stuttu síðar hóf Jón Sigur-
mundsson vélamaður, sá er ók
fyrsta Fordinum hér á landi
sett hafði vélina saman og
kennt Sveinbirni Oddssyni,
síðar formanni Verkalýðsfélags
Akraness, meðferð hennar, erf-
itt landbrot með henni á
Elínarhöfða hér á Akranesi.
Einnig voru plægðir stórir
kartöfluakrar á sandbökkum
við Os í Skilamannahreppi, þar
sem þeir félagar hófu tilraunir
með umfangsmikla kartöflu-
rækt. Nú er ekkert eftir af
þessari dráttarvél nema ljós-
myndir, og kveikjan, sem er á
byggðasafninu í Görðum.
—Júlíus
Hagsýslustjóri til Alþjóda-
bankans og nýr í hans stað
Morgunblaðinu hefur borizt eftir
farandi frétt frá Fjárlaga og
hagsýslustofnuni
Fjármálaráðherra hefur veitt
dr. Gísla Blöndal, hagsýslustjóra,
leyfi frá störfum í Fjárlaga- og
hagsýslustofnun, þar sem hann
mun taka sæti varafulltrúa
Norðurlanda í framkvæmdstjórn
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í
Washington næsta tímabil. Tekur
hann við því starfi 1. nóvember
n.k.
I fjarveru hans hefur fjármála-
ráðherra sett Brynjólf I. Sigurðs-
son, dósent við viðskiptadeild
Háskóla Islands, hagsýslustjóra
ríkisins frá 1. september n.k., um
tveggja og hálfs árs skeið. Jafn-
framt hefur menntamálaráðherra
veitt Brynjólfi leyfi frá störfum
við viðskiptadeild Háskóla íslands
í jafnlangan tíma.
Brynjólfur I. Sigurðsson er
fæddur 1. maí 1940. viðskipta-
fræðingur frá Háskóla íslands
1965, stundaði rannsóknir og
kennslustörf við Verzlunarháskól-
ann í Kaupmannahöfn 1965—68.
Hann hefur starfað við viðskipta-
deild Háskóla íslands frá 1970, og
annazt jafnframt ýmis stjórnun-
arstörf á vegum háskólans og
annarra aðila.
Landskeppni í skák vió Færeyinga;
Akureyringarnir
tryggðu sigurinn
LOKIÐ er landskeppni Is-
lands og Færeyja í skák.
Fór fyrri hálfleikur hennar
fram á Eskifirði, er aust-
firskir skákmenn tefldu við
hina færeysku gesti.
Fóru leikar þannig, að
Færeyingar sigruðu með 6
vinningum á móti 5.
Síðari hálfleikurinn var
svo tefldur á Akureyri á
fimmtudagskvöld. Akureyr-
ingum tókst betur upp en
Austfirðingum, og það svo
vel að þeir tryggðu sigur
Islands í keppninni.
Fóru leikar þannig í þessari
seinni lotu, að Akureyri fékk 6V4
vinning en Færeyjar 4‘/2, svö að
heildarútkoman og þar með úrslit-
in í landskeppni þessari íslenzkur
sigur — II V2 vinningur gegn 1014
vinningi. íslendingar unnu því
bikar þann er Flugleiðir gáfu til
keppninnar fyrir nokkrum árum
en þetta var í þriðja sinn, sem
keppt var. Einar S. Einarsson,
forseti Skáksambandsins, afhenti
akureyrsku sveitinni verðlaunin.
— s.e.