Morgunblaðið - 12.08.1978, Page 5

Morgunblaðið - 12.08.1978, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978 5 Fjölskyldudag- ar í Vindáshlíd NOKKRAR íjölskyldur komu saman í sumarbúðunum í Vindás- hlíð í Kjós dagana 26,—30. júlí. TilganKurínn var að ræða um stöðu og hlutverk fjölskyldunnar í samfélaginu auk þess að eina ánægjulegar samverustundir. Áhersla var lögð á að ræða fjölskylduna sem einingu og á hvern hátt væri unnt að treysta hana sem best á grundvclli kristinnar trúar. I því sambandi fóru fram miklar umræður um bænina og bænalíf, en sr. Karl Sigurbjörnsson, sókn- arprestur í Hallgrímskirkju í Reykjavík, flutti inngang að um- ræðum þessum og annaðist stjórn Launamálaráð BHM hvetur til áframhaldandi samstöðu gegn kjaraskerðingu LAUNAMÁLARÁÐ skorar á alla stjórnmálaflokka að falla frá hugmyndum um lausn efnahgs- mála. sem ætla launafólki einu að borga brúsann. Ríkisstarfsmenn eru fúsir að axla byrðar til jafns við aðra, en ekki verður séð að neinar tillögur hafi komið fram sem opinberir starfsmann gætu sætt sig við. Kaupskerðingarlög- in bitna nú þyngra á þcim en nokkrum öðrum þjóðfélagshóp. Ráðið hvetur öll launþegasam- tök til áframhaldandi samstöðu gegn kjaraskerðingu og með frið- helgi samingsréttar. Jafnframt harmar það að Borgarstjórn Reykjavíkur og ýmsar aðrar bæjarstjórnir hafa ekki orðið að fullu við kröfu launþegasamtak- anna, þrátt fyrir fögur loforð. AIGLYSINGA- SÍMINN ER: þeirra. Einnig var höfð sérstök fjölskylduguðsþjónusta á sunnu- deginum, sem sr. Þorvaldur Karl Helgason, æskulýðsfulltrúi Þjóð- kirkjunnar, annaðist. Þátttakendur voru á einu máli um að bænin væri ákveðið svar kristinnar kirkju við hvers konar þrýstingi og utanaðkomandi spennu sem fjölskyldan verður nú fyrir í æ ríkara mæli, og á svo margan hátt. Dagskrá þessara daga var að öðru leyti sniðin fyrir alla fjöl- skylduna, en alls tóku þátt í þessari samveru rúmlega 50 manns. Ljósm. Öl.K.M. Það er sama hvaða aðgerða er gripið til í því skyni að auka umferðaröryggið. engar ná að fyrirbyggja óhöpp í umferðinni með öllu. ekki einu sinni götuvitar. akreinar og umferðarmerki, eins og þessi mynd úr umferðinni í ga'r ber með sér. Af þessu má draga þá ályktun. að umferðarmenningin verði að komá innan frá. Samningar náðust milli leikara og Ríkisútvarps SAMNINGAR hafa tekizf milli Félags isl. leikara og Ríkisútvarps- ins, að pví er kemur fram í fréttatilkynningu frá Félagi isl. leikara. Segir par ennfremur, að helzti ágreiningurinn hafi verið um túlkun á ákvæðum eldri samnings en náðst hafi viðunandí lausn. Þá kemur fram, að sú leynd, sem sögð var í fréttum hvíla yfir samningsgerðinni, hafi fyrst og fremst stafað af því að samningsaðil- ar hafi haft fullan hug á að ná samkomulagi og leysa ágreinings- atriði, svo að þeir hafi því ekki viljað gefa yfirlýsingar í fjölmiðlum er kynnu að spilla því. Athugasemd frá A.S.Í. BLAÐINU hefur borizt svofelld athugasemd frá A.S.Í.i Að gefnu tilefni vegna blaða- skrifa skal fram tekið að mið- stjórn Alþýðusambands Islands bárust þann 26. júlí s.l. tilmæli frá formanni Alþýðuflokksins f.h. þeirra stjórnmálaflokka sem þá stóðu í stjórnarmyndunarviðræð- um, um að ASI tilnefndi nefnd til viðræðna við fulltrúa frá flokkun- um þrem. Erindi þetta var tekið fyrir á miðstjórnarfundi þann 27. júli s.l. og þar samþykkt samhljóða að verða við þessum tilmælum og kosin sex manna nefnd til að annast þessar viðræður fyrir hönd Alþýðusambands íslands. Fundur hafði verið ákveðinn með aðilum laugardaginn 29. júlí, en áður en til hans kom tilkynnti Benedikt Gröndal f.h. flokkanna að fundin- um væri aflýst. Ljóst má því vera af ofanrituðu að allar staðhæfingar um að Alþýðusamband Islands hafi neit- að viðræðum við flokkana eru alrangar. okkar landsfrssa hefst mánudaginn1A.ágúst Og hvad med verdid? Terylenebuxur frá 5.900.— kr. Gallabuxur frá 4.500.— kr. Flauelsbuxur frá 4.500.— kr. Sheltlandspeysur frá 2.900.— Aðrar peysur frá 3.900.— kr. Skyrtur frá 1.990.— kr. Kvenblússur frá 2.500.— Mittisblússur frá 2.900.— Sailor jakkar frá 12.900.- kr. Kjólar frá 6.900.— kr. o.fl. o.fl. Athugið Stórkostleg hljómplötuútsala að Laugavegi 89. r \ ____^ Laugavegi 37 simi12861 Laugavegi89 simi10353

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.