Morgunblaðið - 12.08.1978, Síða 8

Morgunblaðið - 12.08.1978, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST 1978 Í I Börnin bjutíKU öll hljóðfærin til sjáif. Skilningur er vaxandi á naudsyn „skapandi iðjumeðferðar” fyrir sjúk bö MBL. hafa borizt nokkrar úrklippur úr finnskum blöóum, þar sem segir frá alþjóóiegu þingi sérfræðinga um harna- lækningar sem var haldið í Finnlandi í júnímánuði. Kemur þar fram að Sigríður Björns- dóttir myndiistarmaður. sem lengi hefur einnig unnið mikið að sjúkraiðjumálum hérlendis, hefur verið kjörin þar í þriggja manna ráð sem ætlað er að sjá um námskeið fyrir sérfræðinga á sviði barnalækninga. Af því tiiefni leitaði Mbl. nokkurra frekari upplýsinga hjá Sigríði og sagði hún að á þessum námskeiðum yrði það aðal- markmiðið að miðla upplýsing- um landa í' milli um allt sem lýtur að sjúkrahúsdvöl barna. ... og bjuggu aliar vörur í búðina sjáif Sigríður kvaðst ekki nógsam- hnigi að því að hjálpa börnum á lega getað lagt áherzlu á að sjúkrahúsum við leik og þrosk- skilning bæri að auka á því sem andi iðju. Það væri ungu barni miklu meira andlegt álag en fullorðið fólk gerði sér grein fyrir, ef það þyrfti að leggjast á sjúkrahús og væri þar með slitið úr sínu venjulega umhverfi. Öll umönnun á sjúkrahúsum gagn- vart börnum væri öðru mikil- vægara og augu manna væru að opnast æ meira en áður fyrir nauðsyn sjúkraiðju, sem á er- lendum málum er kallað „creative theraphy" og er því um að ræða í raun víðfeðmara hugtak en notað hefur verið hér á undan. Hún sagði að skilning- ur á þörf þessari væri mjög að aukast hvarvetna. Sigríði Björnsdóttur hefur verið boðið að sækja ýmis alþjóðleg þing þar sem fjallað hefur verið um þessi atriði og víða flutt fyrirlestra og haft með sýningar, þar sem í mynd- um og skýringum er sýnt hvernig hún telur hagstætt að vinna að þessum málum. Hér hefur einu sinni verið haldið námskeið í þessari grein, norræn ráðstefna sem var hér sumarið 1975. Sigríður Björnsdóttir sagði að með „skapandi meðferðariðju" sem beitt væri við börn á sjúkrahúsum, m.a. með því að hjálpa þeim að fá útrás í gegnum leik og t.d. málun væri mjög oft hægt að lina þá miklu vanlíðan sem barnið væri hald- ið. Það hefði t.d. oft komið í ljós hversu börnum stæði mikil ógn af röntgenmyndatæki, og ýmiss konar tal um sjúkleika þeirra og meðferð við honum sem þau heyrðu án þess að skilja, væri til þess eins fallið að vekja með barninu ugg og jafnvel skelf- ingu. Þarna kæmi „þerapían" til sögunnar sem farvegur til að losa um kvíðann og opna augu þess, sem með barninu ynni, fyrir því hvað væri að brjótast um í því og þar með hjálpa því. Auk þess mætti heldur ekki gleyma því hversu sköpunarþörf barna væri rík og uppgerðarlaus og þessi þörf minnkaði vissulega ekki við veikindi. Sigríður Björnsdóttir hefur sem fyrr segir haldið marga fyrirlestra á alþjóðlegum ráð- stefnum um þessi atriði og málflutningur hennar auljós- lega vakið athygli. Hún er m.a. á leið til norrænnar ráðstefnu um „Art therapi" nú á næstunni og mun setja þar upp smásýningu um sjúkraiðju. ■ í rklippur úr finnskum blöðum með viðtölum við SÍKríði Björnsdóttur. Veggspjald um aljþóðaráðstefnuna í Helsinki sem var haldin í júní sl. Sigríður' Björnsdóttir var þar kjörin í þriggja manna ráð til að gangast fyrir um alþjóðlegt ráðstefnuhald. Ritgerð um trúar- líf f anga ÚT er komin ritgerð eftir tvo guðfræðinema, Valdimar Hreiðarsson og Þórstein Ragnars- son, um trúarlíf og félagslega aðstöðu fanga í íslenskum fangels- um. Ritgerðin, sem er hluti af námi guðfræðinganna, ber heitið „Trúarlífs og félagsleg könnun meðal fanga á Islandi" og er gefin út í eitt hundrað eintökum. Ritgerðin er 170 vélritaðar síður og er í henni að finna, auk könnunarinnar sjálfrar, upplýsingar um ýmsar stofnanir er hafa afskipti af fangelsismálum og reglugerðir þar að lútandi. I fréttatilkynningu sem Mbl. hefur borist segir að fyrir guðfræðinem- unum hafi vakað að bera það sem þessi könnun leiddi í ljós saman við niðurstöður trúarlífskannana, sem hafa verið gerðar í kaupstöð- um hér á landi. Könnunin, sem gerð var í september á liðnu ári náði til flestra fanga sem þá sátu inni á Litla-Hrauni, Kvíabryggju og í Hegningarhúsinu í Reykjavík. Ritgerðin fæst í Bóksölu stúdenta og kostar 3260.00 kr. Viðræðurívænd- um milli Banda- ríkjannaog Víet- nam um stjórn- málasamband Washington, 11. ágúst, AP. BANDARÍKJASTJORN er nú reiðubúin að hefja viðræður við Víetnama um stjórnmálasam- band milli landanna. en þó mun að minnsta kosti mánuður líða enn þar til viðræður hefjast, að því er háttsettir embættismenn skýrðu frá í Washington í dag. Líkur eru taldar á að viðræður háttsettra embættismanna hefjist í september þegar Cyrus Vance utanríkisráðherra verður viðstaddur setningarathöfn ails- herjar þings Sameinuðu þjóð- anna. Talsverðs ótta gætir meðal stjórnmálamanna og embættis- manna að það kunni að spilla vináttu Bandaríkjanna og Kína ef Bandaríkin sýni of mikla ákefð í að koma á stjórnmálasambandi við Víetnama, og að Kínverjar kunni að líta á slíkt sem Bandaríkjamenn séu að blanda sér í viðkvæmar deilur Kínverja og Víetnama. Víetnamar hafa að undanförnu notað hvert tækifæri til að koma því á framfæri að þeir vilji ólmir taka upp stjórnmálasamband við Bandaríkjamenn og muni í því sambandi falla frá kröfum um stríðsbótagreiðslur upp á milljarði Bandaríkj adala. Bandaríkj astjórn hefur ekki verið tilkynnt formlega um slíkt ennþá. Engin formleg tengsl eru á milli landanna tveggja í dag, öll mál eru afgreidd í gegnum sendiráð Víetnam í París eða sendinefndina hjá Sameinuðu þjóðunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.